Þjóðviljinn - 28.07.1987, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 28.07.1987, Blaðsíða 14
FERÐABLAÐ Gisting — sérréttir — smáréttir Sauna — sólarium Verið velkomin Hellissandur Tímamótí ferðaþjónustu Snæfellsjökull lokkar margan ferðalanginn vestur á Snæfellsnes enda er óvíða fegurra en undir Jökli. Meö tilkomu gistihússins Gimlis býöst ferðamönnum í fyrsta sinn gistiaðstaða á Hellissandi og í Rifi. Erla Kristinsdóttir: Aðsóknin hefur veriðvonumframar Erla Kristinsdóttir á Hellissandi: Vissi að það var þörf fyrir gistiað- stöðu á þessu svæði, en þetta hefur gengið von- um framar. Mynd 99- LEIGUFLUG INNANLANDS OG UTANLANDS BÍLALEIGA Á ÍSAFJARDARFLUGVELLI ____________CÓÐIR BfLAR____________ ETDÓÚMD W Alhliða flugþjónusta V ■■■m m■ffm r Áællunar-, leigu-, fragt- og sjúkraflug UETUáVAL Sf. ÍSAFIRÐI - SÍM194-4200 Þetta lofar mjög góðu og hefur raunar gengið framar vonum. Ég fékk fyrstu gestina um hvítasunnuna og síðan hefur aðsóknin verið ágæt, sagði Erla Kristinsdóttirá Hell- issandi í samtali við Þjóðvilj- ann, en Erla hóf rekstur gisti- hússins Gimli á Heilissandi og í Rifi í vor. Opnun gistihússins mark- aði nokkur tímamót í ferðaþjón- ustu á þessu svæði, því þar til Erla tók á móti sínum fyrstu gestum hafði ekki verið völ á gistingu í Neshreppi. Talsverður fjöldi ferðamanna fer þarna um árlega, drifinn áfram af rómaðri náttúrufegurð Snæfellsness og höfuðprýði þess, Snæfelisjökuls, en göngulúnir náttúruskoðendur og aðrir ferða- menn hafa ekki fyrr átt þess að kost að gista nánast við rætur jökulsins. „Ég vissi að það var þörf fyrir gistiaðstöðu á þessu svæði, fyrir utan það sem boðið er upp á í Ólafsvík, og ákvað því að Iáta reyna á hvort ekki væri grund- völlur fyrir rekstri sem þessum. Ég renndi auðvitað blint í sjóinn í vor, en þetta hefur gengið vonum framar, enda þótt ég hafi ekki haft ráðrúm til þess að kynna þennan rekstur eins og æskilegast hefði verið. Það er því öruggt að hér verður rekið gistihús næsta sumar og vonandi í framtíðinni. íslendingar hafa verið í meiri- hluta meðal gestanna fram til þessa. Algengast er að Reykvík- ingar gisti hér yfir helgi í skoðunarferð um Snæfellsnesið. Enda er útsýnið hjá okkur ekki af verri endanum, Snæfellsjökull á aðra hönd, en Breiðafjörður á hina,“ sagði Erla. Gimli hefur raunar gistiað- stöðu bæði á Hellissandi og í Rifi. Á Hellissandi hefur Erla yfir að ráða gistirými fyrir 11 manns í herbergjum auk svefnpokapláss fyrir hóp fólks. í Rifi hefur hún 4 tveggjamanna herbergi og svefnpokapláss. Á báðum stöð- um er eldunaraðstaða fyrir gesti og boðið er upp á morgunmat. -gg HÓTEL FRAMTÍÐ 765 Djúpavogi sími 97-88887

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.