Þjóðviljinn - 30.07.1987, Qupperneq 2

Þjóðviljinn - 30.07.1987, Qupperneq 2
™SPURNINGIK“ Hvað ætlar þú að gera um verslunarmanna- helgina? Borghildur Hauksdóttir, afgreiðslustúlka: Veit það ekki fyrir víst. Kannski fer ég uppí Húsafell með krökk- unum eða eitthvað annaö í úti- • legu. Jóhanna Vilhjálmsdóttir, þjónustustúlka: Ég fer út til Ítalíu á laugardag- inn, þar sem ég dvelst í þrjár vik- ur. Ólafur Kristjánsson, bankamaður: Ég veit það ekki - það er ekkert ákveðið enn. Sigríður Hjaltadóttir, bankamær: Ég ætla að vera í sumarbústað við Laugarvatn. Þar ætla ég í gufu og sund og hafa það gott. Hanna Aðalsteins, kaupkona. Ég ætla bara að vera heima og hafa það virkilega notalegt. Það er prýðilegt að vera í borginni um þessa helgi, þá er allt svo frið- sælt. FRÉTTIR Loðnan Loðnuverð óútkljáð Litlar líkur áfrjálsu loðnuverði. Samkomulag náðist ekki í Verð- lagsráði. Nóg að einn sé á móti. Nœsti fundur í ágúst Verðlagsráð sjávarútvegsins fundaði í fyrradag um það hvort eigi að gefa loðnuvcrð frjálst á komandi vertíð. Ekki náðist samkomulag um það í Verðlagsráði og er næsti fundur boðaður 7. ágúst. Að sögn Sveins Finnssonar, starfsmanns Verðlagsráðs eru taldar litlar líkur á því að loðnu- verðið verði gefið frjálst. Tvö ár eru síðan sú heimild kom inn í lögin um Verðlagsráð að gefa verðið frjálst, en það er nóg að einn aðili sé á móti og þá nær það ekki fram að ganga, jafnvel þó að mikill meirihluti sé fyrir því í ráð- inu. Sagði Sveinn að það yrði nokkur bið á því að menn færu að ræða í alvöru um loðnuverðið, því eftir væri að ganga úr skugga um hvað markaðsverðið væri í dag og reikna síðan út eftir því. Bjóst Sveinn við að menn ræddu aðeins meir hvort gefa ætti loðnu- verðið frjálst eður ei, áður en far- ið yrði að þrátta um verðið sjálft. Fulltrúar seljenda, útgerðar- manna og sjómanna, í Verð- lagsráði vilja frjálst loðnuverð, en fulltrúar kaupenda eru klofnir í málinu. Verksmiðjurnar nyrðra og eystra munu vera til í óbundið verð, en síður verksmiðjur syðra og vestra. grh Fyrirlestur Sjónarvottur frá Tsérnóbyl Forstjóri IAEA talar í dag heldur dr. Hans Blix, for- stjóri Alþjóðakjarnorkustofnun- arinnar, IAEA, erindi í Odda um stofnun sína, kjarnorku og Tsérnóbyl-slysið. Hans Blix var boðið til Tsérnó- byl nokkrum dögum eftir óhapp- ið mikla og hafa hann og aðstoð- armenn hans síðan fylgst grannt með gangi mála þar. Fyrirlestur- inn verður á ensku, í stofu 101 í Odda og hefst klukkan 17.15. Verkfræðideild og raunvísinda- deild Háskólans bjóða til fyrir- lestrarins. - m ísafjörður Allt um rækju A llsherjarráðstefna um rœkju á ísafirði Er verið að ofveiða úr rækju- stofninum? Eru verðbreytingar framundan í markaðslöndum okkar? Eru rækjuverksmiðjurn- ar orðnar of margar? Þessum spurningum og mörgum fleiri verður eflaust reynt að svara á ráðstefnu um rækju sem haldin verður á ísafirði 20.-22. ágúst næstkomandi. Að ráðstefnunni standa Rannsóknastofnun fisk- iðnaðarins og Félag rækju- og hörpudisksframleiðenda. Tilgangur ráðstefnunnar er þríþættur: í fyrsta lagi að taka út stöðu iðnaðarins eins og hann er nú, í öðru lagi að freista þess að gera grein fyrir möguleikum iðn- aðarins og takmörkunum í fram- tíðinni og í þriðja lagi að gefa mönnum, er málið varðar, tæki- færi til að hittast og ræðast við. Fjallað verður um helstu efni sem varða rækju og rækju- vinnslu, svo sem öflun hráefnis, vinnslu, gæðaeftirlit og markaðs- mál. Þeir sem áhuga hafa á að taka þátt í ráðstefnunni eru beðnir að hafa samband við Rannsóknastofnun fiskiðnaðar- ins á ísafirði í síma 94-3768. grh Nóg að gera í skinnaiðnaðinum. Frá sútunarverksmiðju SS á Grensásvegi í Reykjavík. Mynd E.ÓI. Skinnaiðnaður Góð afkoma í skinnunum 98% framleiðslunnar flutt út. Skinnaiðnaðardeild Sambandsins: Fullvinnur um 550 þúsund skinn í ár. Veltan í fyrra nam 400 milljónum króna. Sláturfélag Suðurlands: 140 þúsund skinn. Veltan um 74 milljónir króna Aþessu ári verða rúmlega 700 þúsund skinn unnin hjá Skinnaiðnaðardeild Sambands- ins á Akureyri og Sútunarverks- miðju Sláturfélags Suðurlands. Lætur nærri að öll framleiðslan hjá báðum þessum verksmiðjum til útflutnings, eða um 98%. Páll Snorrason, hjá Skinnaiðn- aðardeild Sambandsins á Akur- eyri segir að í ár verði um 550 þúsund skinn fullunnin hjá þeim. Yfirgnæfandi meirihluti þess fer til útflutnings og er það fyrst og fremst framleiðsla mokkaskinna, sem saumað er úr erlendis, en sem kunnugt er var skinnasauma- stofu Sambandsins lokað fyrr á árinu. Lítilsháttar er framleitt úr trippahúðum og þá aðallega til skrauts. Aðalmarkaðssvæðin fyrir skinn frá Sambandinu eru á Norðurlöndunum, Englandi, Þýskalandi og ftalíu. Ársveltan í skinnaiðnaði Sambandsins í fyrra nam um 400 milljónum króna. Mun minni í sniðum er skinna- framleiðsla Sláturfélags Suður- lands og sagði Ásgeir Nikulásson verksmiðjustjóri að þeir kæmu til með að vinna um 140 þúsund skinn í ár. En framleiðsluárið hjá þeim erl. október-30. septemb- er ár hvert. Til samanburðar voru árið 1979 unnin um 200 þúsund skinn hjá SS. Ástæðan fyrir þess- um samdrætti er fyrst og fremst niðurskurður vegna riðuveiki og kvóta. Á þessu ári verða fram- leidd 30 þúsund mokkaskinn og 30 þúsund nappalan skinn rneð leðuráferð, um 25 þúsund lang- háraskinn, skrautgærur, og hefur eitthvað dregið úr þeirri fram- leiðslu á undanförnum árum. Þá verðaunnin 12-1500 trippaskinn, eingöngu til skrauts á veggi og gólf. Markaðssvæði skinna frá SS er á Norðurlöndum, Evrópu og í Ameríku á austurströndinni í New York. Ársveltan í fyrra nam um 74 milljónum króna. grh 2 SfÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 30. júli 1987

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.