Þjóðviljinn - 12.08.1987, Qupperneq 12

Þjóðviljinn - 12.08.1987, Qupperneq 12
ISAFJORÐUR Hnífsdalur Hákarlsverkun lærír maður ekki afbókum í hjalli Óskars Friðbjarnarsonar í Hnífsdal er verkaður stór hluti þess hákarls sem hverfur oní landann árlega. Vinsæll viðkomustaður gesta ísafjarðarkaupstaðar, sem býður þá upp á hákarl og brennivín Það er vandasamt að verka hákarl. Ég get sagt þér að þetta starf lærir maður ekki af bókum. Hákarl verður annað hvort mjög góður eða aióætur, það er ekkert þar á milli, sagði Óskar Friðbjarnarson í Hnífs- dal í samtali við Þjóðviljann, en Óskar verkar stóran hluta þess hákarls sem hverfur oní landann árlega, einkum á þorr- ablótum og þess háttar hátíð- um. Óskar er með hjall sunnan við Hnífsdal, vinnur þar við þriðja mann og selur hákarl, harðfisk og siginn fisk út um land allt. „Ég var kennari í tuttugu ár og hef lengi hert fisk til þess að drýgja tekjurnar. Ég byrjaði að kæsa hákarl fyrir sjö árum og nú er svo komið að framleiðslan nemur nokkrum tonnum árlega og fer um land allt. Sjómennirnir hér við Djúpið fá hákarl í veiðarfæri sín af og til, en áður en ég byrjaði með þessa verkun var hákarlinum yfirieitt hent. Nú kaupi ég allan þann há- karl sem til fellur við Djúpið og þetta gefur bara ágætlega af sér. Það er að segja þegar verkunin lánast. Það hendir að verkunin mislukkast og þá er ekki um ann- að að ræða en að fleygja þessu. Það er eins og ég segi, annað hvort er hákarl mjög góður eða algerlega óætur og það þýðir ekki að láta ónýta framleiðslu frá sér. Það líður langur tími frá því ég fæ hákarl í hendur og þar til ég get selt hann aftur. Það tekur yfirleitt um þrjá mánuði að kæsa hákarl í kæliklefa. Þá verður að þvo hann og láta hann síðan hanga í 5-6 mánuði til viðbótar. Þá fyrst er hægt að gera sér hann að góðu. lslendingar hafa borðað hákarl um aldir, en ég held að neyslan sé alltaf að aukast. Unga fólkið er til að mynda vitlaust í hákarl. Sjálf- ur er ég nýbyrjaður að borða þetta,“ sagði Óskar. Áður en blaðamaður Þjóðvilj- ans heimsótti Óskar í hjallinn, Óskar Friðbjarnarson innan um framleiðslu sem margur gestur á þorrablótum komandi vetrar á eftir að skoia niður með brennivíni eða öðrum veigum. var honum tjáð að ísafjarðar- kaupstaður hefði það fyrir venju að fara með gesti bæjarins í hjall til Óskars og gefa þeim þar hákarl og brennivín. „Jú, mikið rétt, þeir koma stundum hingað með þingmenn og ráðherra og svoleiðis fólk. Þeir leggja þá til brennivínið en ég hákarlinn og þeir hafa látið mjög vei af þessum heimsóknum. Sjávarútvegsráðherra kom einu sinni í hjallinn til mín og sagðist hvergi hafa fengið betri hákarl. Það hafa margir mektarmenn étið hákarl og drukkið brennivín í þessum hjalli. Og svo eru ferða- menn nokkuð tíðir gestir hjá mér,“ sagði Óskar. Þjóðviljamaður var vitaskuld Ieystur út með vænt stykki af skyrhákarli, en þar sem hákarl er ekki hans uppáhalds fæða fékk hann til liðs við sig hákarlssér- fræðing sinn til að smakka á af- urðinni. Og sá hákarlssólgni maður gat ekki leynt því þar sem hann tuggði bitann að þarna var úrvalsvara á milli tanna honum. -gg Vestfjarðavegir Bundið slitlag á 45 kílómetra Vestfirðingar fá 127 milljónir til nýframkvæmda í vegamálum í ár. Vegir með bundnu slitlagi verða 155 kílómetrar í stað 110. Nýr kafli á Steingrímsfjarðarheiði. Vegskáli undir Óshlíð Óvíða skipta fjárveitingar til vegamála eins miklu máli og á Vestfjörðum, þar sem samgöngur á landi eru mjög örðugar stóran hluta ársins og fremur fátt um vegarkafla þar sem lagt hefur ver- ið bundið slitlag oná ójafna mal- arvegina. Fjárveitingar til nýfram- kvæmda á landinu öllu nema á þessu ári um 900 milljónum króna, en þar af fá Vestfirðingar 127 milljónir. Á þessu ári verður að sögn Gísla Éiríkssonar um- dæmisverkfræðings Vegagerðar- innar lagt bundið slitlag á samtals 45 kílómetra langan kafla og verða þá áður en árið líður alls 155 kílómetrar lagðir bundnu slit- lagi, en voru 110 áður. Helstu framkvæmdir Vega- gerðarinnar á Vestfjörðum fyrir utan lagningu bundins slitlags eru annars vegar lagning burðarlags á 10 kílómetra kafla á Steingríms- fjarðarheiði og á því verki að Ijúka fyrir veturinn. Á næsta ári er svo stefnt að því að bundið slitlag verði lagt á þennan kafla. Hins vegar stendur yfir bygg- ing vegskála undir Óshlíð, nánar tiltekið við Hvanngjá ytri. Þessi skáli er annar í röðinni undir Ós- hlíðinni, en markmiðið er að byggja tvo til viðbótar á þessu svæði, þótt líklega verði einhver bið á því. -gg Veitingar — Gisting Ferðafólk verið velkomið til okkar. Höfum góðan mat og kaffi ó boðstólum allan daginn, ósamt ýmsum öðrum varningi. Gisting í 1—2 manna herbergjum. Góð setustofa. Essó olíur — bensín — gas og ýmsar smóvörur fyrir ferðamanninn og bílinn. Opið allan daginn — alla daga. ESSO NESTI TÁLKNAFIRÐI Essonesti » 94- s I \ ÐUREYRA HREPPUR ÝÐUR ÞIG rELKOMINl R s SUNDLAUG ÖLL ALMENN FERÐAMANNAÞJÓNUSTA v

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.