Þjóðviljinn - 12.08.1987, Page 19

Þjóðviljinn - 12.08.1987, Page 19
Og þetta líka... Brasilíumaðurinn Jose Reinaldo, sem lék meö lands- liði Brasilíu í heimsmeistarakeppn- inni í knattspyrnu 1978, hefur nú gengið til liðs við 2. deildarlið Tel- star í Hollandi. Reinaldo hætti reyndar knattspyrnu í fyrra sökum hnémeiðsla, en tekur nú fram skóna að nýju og bíður eftir atvinnuleyfi. Spænsk lið í 1. deild geta nú haft í liði sínu eins marga útlendinga og hugurinn girnist. Þó mega aðeins tveir leika með liði í einu. Með því að fara lítillega í kringum lögin, sem eru frá 1978 og segja að ekki megi nema tveir útlendingar leika með hverju liði, geta spænsku liðin haft fleiri útlendinga. Þó verður að láta knattspyrnusambandið vita með 48 stunda fyrirvara. Þetta kemur sér að sjálfsögðu vel fyrir stóru lið- in, en smáliðin sem hafa ekki ráð á útlenskum stjörnum hafa mótmælt á jafnréttisgrundvelli. Mick Kennedy sem leikur með Portsmouth var nú fyrir stuttu dæmdur til að greiða 5.000 pund í sekt fyrir óvönduð um- mæli í blaðagrein. Þetta er hæsta sekt sem leikmaður hefur þurft að greiða. Kennedy kallaði annan leikmann „kjúkling" og átti þar við að hann væri ragur og sagði einnig: „Þeir segja að ég sé harðasti leik- maðurinn í knattspyrnunni og ég er stoltur af því.“ Forráðamenn enska knattspyrnusambandsins telja að greinar sem þessar hafi slæm áhrif á leikinn og því þurfti Kennedy að snara út sem svarar 300.000 ísl. kr. Tveir hlauparar þeir Ray Stewart frá Jamaika og Mark Witherspoon frá Bandaríkj- unum hlupu á betri tíma en gildandi heimsmet Calvins Smith í 100 metra hlaupi. Metið er 9.93, sett fyrir fjórum árum. Stewart hljóp á 9.89 og Witherspoon á 9.91 sek- úndu. Vindhraði var of mikill til að þessir tíma fengjust viðurkenndir, eða um 4.4 metrar á sekúndu. ÍÞRÓTTIR Körfubolti Sex nýir þjálfarar í Úrvalsdeildini Aðeins þrjú af níu liðum Úrvals- deildarinnar verða með sömu þjálf- ara og í fyrra. Þar af eru tveir frá Bandaríkjunum og tvö félög eru nú að leita að bandarískum þjálfara. Valur Ingimundarson mun þjálfa Njarðvíkinga. Lið þeirra hefur ekki tekið miklum breytingum, en Sturla Örlygsson er genginn að nýju til liðs við sína gömlu félaga. John West, sem þjálfaði Vals- menn í fyrra kemur ekki aftur. Samingar voru næstum frágengnir, en nú fyrir skömmu fékk West til- boð sem hann gat ekki hafnað og því varð ekkert úr komu hans hing- að. f stað hans kemur þjálfari sem heitir Steve Bergman. Hann er um þrítugt og frá sama stað og West, Debuque, Iowa og hefur þjálfað í sama skóla. Þá hefur Þorvaldur Geirsson gengið til liðs við Vals- menn, en hann lék með Fram í fyrra. Gunnar Þorvarðarson mun þjálfa Keflvíkinga áfram. Þeir hafa nú fengið Axel Nikulásson og Magnús Guðfinnsson frá Banda- ríkjunum og eru með sterkt lið. Pálmar Sigurðsson mun þjálfa Hauka. Jón Sigurðsson þjálfaði lið- ið í fyrra, en nú tekur Pálmar við. Það verður án efa mjög erfitt verk, enda ekki heiglum hent að leika og þjálfa. Haukar hafa fengið ívar Webster að nýju frá Þór. Hann mun án efa styrkja liðið verulega. KR-ingar eru nú að þreifa fyrir sér með bandarískan þjálfara. Gunnar Gunnarsson mun ekki þjálfa liðið, en KR-ingar ganga lík- lega frá ráðningu þjálfara nú á næstu dögum. Það verða fjögur ný lið í Úrvals- deildinni í vetur, ÍR, Grindavík, Þór og Breiðablik. Aðeins tvö af þessum liðum hafa ráðið þjálfara. Einar Bollason mun halda áfram með ÍR-liðið. Grindvíkingar hafa ráðið banda- rískan þjálfara, Brad Casy. Hann kemur í stað Richard Ross sem þjálfaði liðið í fyrra. Casy er af svip- uðum slóðum og Ross og Bergman, þjálfari Vals. Breiðablik mun að öllum líkind- um ráða þjálfari nú í vikunni og Þórsarar eru að leita fyrir sér með bandarískan þjálfara. ívar Webster sem þjálfaði þá í fyrra er nú genginn til liðs við Hauka að nýju. Það verða 9 lið sem leika í Úr- valsdeildinni í vetur í stað sex. Leikin verður tvöföld umferð. Hvert lið leikur 16 leiki í stað 20, en alls verða leikirnir 72 í stað 60 í fyrra. Úrslitakeppnin verður á sínum stað, en þangað fara fjögur efstu liðin, líkt og undanfarin ár. Eitt lið fellur beint í 1. deild og næstneðsta liðið í Úrvalsdeildinni leikur þrjá leiki gegn því næstefsta í 1. deild. Liðin sem leika í Úrvalsdeildinni eru: UMFN, Valur, ÍBK, KR, Haukar, ÍR, Þór, UMFG og UBK. Framarar eru hættir keppni í körfu- knattleik, í bili a.m.k. Það verða einnig níu lið sem Ieika í 1. deild og 2. deild heyrir því sög- unni til. Keppni verður með sama sniði og íÚrvalsdeildinni, en engin úrslitakeppni. Keppni hefst í deildunum 16. október, hálfum mánuði síðar en í fyrra. Ástæðan fyrir því er keppnis- ferð landsliðsins. -lbe Pálmar Slgurðsson og Einar Bollason fagna sigri með landsliðinu. Pálmar mun þjálfa Hauka í vetur oq Einar iR-inaa Á milli þeirra má sjá í Gunnar Þorvarðarson sem þjálfar fBK. Knattspyrna Ikvöld Það er mikið að gerast í knatt- spyrnunni í kvöld og leikið í 2., 3. og 4. deild karla. ÍBV og Leiftur leika í 2. deild- innni. Leikurinn er í Vestmanna- eyjum og hefst kl. 19. Einn leikur er í 3. deild. ÍK og Skallagrímur leika á Kópavogs- velli og hefst leikurinn kl. 19. Þá er heil umferð í úrslita- keppni 4. deildar. Bolungarvík og Víkverji leika í Bolungarvík, Árvakur og Grótta á gervigrasinu í Laugardal og Hvöt og HSÞ.c. á Blönduósi. Allir leikirnir hefjast kl. 19. Handbolti Tap gegn S-Kóreu íslenska landsliðið lék í gær æf- ingaleik gegn S-Kóreu í hand- knattleik. Leiknum lauk með sigri heimamanna, 34-31. Þessi leikur var aðeins æfinga- leikur og þeir sem lítið spiluðu í leikjum liðanna f mótinu, fengu að spreyta sig. íslendingarnir eru mjög ánægðir með þessa ferð, enda var hún fyrst og fremst hugsuð til æfinga og til að kynnast aðbúnaði í olympíuborginni, Seoul. ís- lenska liðið lék m.a. í sjálfri ol- ympíuhöllinni og leist vel á að- stæður. -Ibe 4F -¥--¥-4F -¥- Það er aðeins ein breyting á Stjörnuliði Þjóðviljans eftir 13 umferð- ir. Vilhjálmur Einarsson kemur að nýju í liðið í stað Guðmundar Vals Sigurðssonar. Stjörnulið Þjóðviljans eftir 13. um- ferðir, stjörnufjöldi í svigum: Birkir Kristinsson ÍA (12) Birgir Skúlason Völsungi (8) Sævar Jónsson Val (10) Guðni Bergsson Val (11) Vilhjálmur Einarsson Víði (7) Gunnar Oddsson ÍBK (11) Andri Marteinsson KR (9) Halldór Áskelsson Þór (11) Pétur Ormslev Fram (15) Pétur Pétursson KR (12) Jón Grétar Jónsson Val (9) Knattspyrna Endasprettur hafinn í 2. deild Níu lið eiga möguleika á sœti í 1. deild Selfoss Víkingur Þrátt fyrir að nú séu aðeins fimm umferðir eftir af keppni í 2. deild eiga öll liðin ncma eitt möguleika á sæti í 1. deild. Möguleikarnir eru mismiklir, en þó raunhæfir hjá flestum liðum. Leiftursmenn standa best að vígi með 23 stig og leik til góða og Vík- ingur, Selfoss, Þróttur eru skammt undan. Leiftur Leiftur er tvímælalaust liðið sem hefur komið mest á óvart. Þeir komu upp úr 3. deiid og ekki var búist við miklu af Ól- afsfirðingunum, margir á því að þeir myndu falla beint aftur í 3. deild. En þeir hafa sýnt að þeir hafa baráttuvilja og góða leikmenn og stefna hraðbyri á sæti í 1. deild. Þeir hafa ekki tapað leik á heima- velli og aðeins gert eitt jafntefli, en aðeins unnið einn leik á útivelli. Þeir eiga leik til góða gegn ÍBV f Vestamnnayejum. Markahæstir: 5 Steinar Ingimundarson 4 Óskar Ingimundarson 3 Hafsteinn Jakobsson Selfyssingar voru ekki langt frá því að komast upp í fyrra og var því búist við miklu af þeim í ár. Þeir byrjuðu mjög illa, en hafa náð sér á strik í síðustu leikjum og eru nú í 2. sæti, eftir góða leiki að undan- fömu. Þeir hafa aðeins tapað einum leik á heimavelli, ekki unnið leik á úti- velli, en gert fjögur jafntefli á völlum andstæðinganna. Markahæstir: 7 Jón Gunnar Bergs 5 Heimir Bergsson 4 Lúövík Tómasson 3 Páll Guömundsson, Jón Birgir Kristins- son Þróttur Þróttarar hefa verið á frekar jöfnum hraða. Byrjuðu vel og hald- ið sér meðal toppliða. Þá vantar aðeins meiri stöðugleika til að geta verið öruggir með sæti í 1. deild. Markahæstir: 6 Siguröur Hallvarðsson 5 Sigfús Kárason 3 Daði Haröarson, Theodór Jóhannsson, Atli Helgason, Kristján Svavarsson Það stefndi allt í öruggan sigur Víkinga í deildini eftir fyrstu um- ferð. Þeir byrjuðu af mikíum krafti og töpuðu aðeins einum af fyrstu átta leikjum mótsins og höfðu yfir- burði í deildinni. En svo hættu hjól- in að snúast og þeir töpuðu fjórum leikjum í röð. Þeir sigruðu KS í síð- asta leik og virðast vera komnir í gang að nýju. Júrí Sedov hefur haft góð áhrif að liðið og leikmenn virð- ast hafa þann metnað sem þarf til að ná í 1. deild. Markahæstir: 10 Trausti Ómarsson 3 Atli Einarsson ÍR ÍR-ingar hafa komið mikið á óvart. Þeir unnu aðeins tvo af fyrstu sjö leikjum sínum,en þá komust þeir á skrið. Heimir Karls- son hefur verið iðinn við kolann og er greinilega stór hluti af liðinu. Markahæstir: 12 Heimir Karlsson 4 Páll Rafnsson, Bragi Bjömsson ÍBV Það er ekki gott að henda reiður á Vestmannaeyingunum. Þeir leika á köflum mjög vel, en þess á milli detta þeir niður. Lið þeirra er ungt og fékk slæma útreið í 1. deildinni í fyrra. Leikmenn liðsins hafa fengið góða reynslu þar og verða án efa með efstu liðum í deildinni. Þeir eiga einn leik til góða, gegn Leiftri í kvöld. Markahæstir: 6 Tómas Ingi Tómasson 5 Bergur Ágústsson 4 Elias Friðriksson Einherjí Vopnfirðingarnir byrjuðu ágæt- lega og töpuðu ekki leik fyrr en í 5. umferð. Þeir hafa haldið sínu striki og eru til alls líklegir. Þeir hafa náð mjög góðum árang- ri á heimavelli, fimm sigrar í sex leikjum og eitt jafntefli. Þeir hafa hinsvegar ekki enn sigrað á útivelli. Markahæstir: 5 Kristján Davlðsson 3 Viðar Sigurjónsson, Guðmundur Helga- son Breiðablik Blikamir hafa valdið verulegum vonbrigðum. Þrátt fyrirgóðan hóp, tókst þeim aðeins að vinna fjóra leiki í fyrri umferðinni. Þeir hafa svo tapað þremur af fjórum leikjum síðari umferðarinnar. Þorsteinn Friðþjófsson hefur nú tekið við liðinu af Jóni Hermanns- syni. Liðið á þó ekki mikla mögu- leika á sæti í 1. deild. Markahæstir: 4 Jón Þórir Jónsson 3 Ingvaldur Gústafsson, Magnús Magnússon, Ólafur Bjömsson KS Siglfirðingar hafa oft verið „spútniklið" í 2. deild. Þeim hefur þó ekki tekist mjög vel upp. Þrátt fyrir góða leikmenn hafa þeir ekki náð þeim stigum sem þeir þurfa til að halda sér í toppslagnum. Liðið er nú í fallsæti, en á án efa eftir að ná stigum í siðustu leikjun- um. Markahæstir: 7 Hafþór Kolbeinsson 3 Björn Ingimarsson, Jónas Björnsson ÍBÍ ísfirðingar verða líklega að sætta sig við að falla. Það er a.m.k. ótrú- legt að þeim takist að halda sér uppi. Þeir eru aleinir á botninum, en stigatalan gefur kannski ekki rétta mynd af getu þeirra. Markahæstir: 3 Ólafur Petersen, Guömundur Jóhanns- son _ibc Mlðvikudagur 12. ágúst 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 19

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.