Þjóðviljinn - 12.08.1987, Qupperneq 20
Aðalsími
681333
Kvöldsími
681348
Helgarsími
681663
þJÓDVIUINN
Mlðvikudagur 12. dgúst 1987 174. tölublað 52. ároangur
Bretlandsmarkaður
Sölumet
hjá
Viðey RE
Fyrir292 tonnfengust
17.3 milljónir króna.
Tæp279þúsund sterl-
ingspund. Á einnigsölu-
metið á Þýskalandsmark-
aði
Togarinn Viðey RE setti í gær
nýtt söiumet í ísfísksölu í Bret-
landi. Fyrir 292 tonn, sem aðal-
lega voru þorskur, fengust taep
279 þúsund sterlingspund, sem
eru um 17,3 milljónir króna.
Meðalverð var 58 krónur fyrir
kílóið. Eldra met átti togarinn
Vigri RE sem sett var í janúar í ár
en þá fékk hann 277 þúsund sterl-
ingspund fyrir söluna.
Viðey RE á einnig sölumetið á
Þýskalandsmarkaði sem sett var
fyrir þremur árum. Þá voru séld
380 tonn fyrir rúma eina milljón
marka. Það er Hraðfrystistöðin
hf. sem gerir Viðey RE út. grh
Bifreiðaeftirlitið
Aðal-
skoðun
á ný
Bifreiðaeftirlitsmenn í
Reykjavík komnir úrfríi
að skoða bíla á ný
Aðalskoðun bifreiða á höfuð-
borgarsvæðinu hófst að nýju hjá
Bifreiðaeftirlitinu í Reykjavík í
fyrradag eftir að aðalskoðun
hafði legið niðri í rúmlega mán-
uð.
Að sögn Hauks Ingibergssonar
á enn eftir að skoða talsvert
marga bíla með R-númer undir
50,000, enda þótt skoðun þessara
bfla hafi átt að ljúka í júlíbyrjun
og mega eigendur óskoðaðra bfla
eiga von á hertum aðgerðum lög-
reglu á næstunni.
Um næstu mánaðamót hefjast
bifreiðaeftirlitsmenn svo handa
við að skoða bfla sem bera R-
númer yfir 50,000. ___
Mosfellsbær
Eldur í
kjúklinga-
bstastaö
Slökkvilið Reykjavíkur var
kvatt að kjúklingabitastað í Mos-
fellsbæ klukkan 7.15 í gærmorg-
un. Þegar að var komið logaði þó
nokkur eldur í húsnæðinu, en
greiðlega gekk að slökkva hann.
Töluverðar skemmdir urðu af
völdum reyks og elds. Um eld-
supptök er ekki vitað með vissu
en grunur leikur á að kviknað
hafi í út frá steikingartækjum.
Málið er í rannsókn. grh
Ferðaþjónustan
Alagið dreifist betur
Erlendumferðamönnumfjölgaði um tœplega 15% fyrstu sjö mánuði ársins miðað við sama tíma ífyrra.
Aðeins3% aukningíjúlí. Kjartan Lárusson: Straumurinn er að jafnast
Það er ekki hægt annað en að
vera mjög ánægður með fjölg-
un erlendra ferðamanna það sem
af er árinu, enda þótt væntingar
sumra varðandi júlímánuð hafí
ekki ræst að fullu, sagði Kjartan
Lárusson formaður Ferðamála-
ráðs í samtali við Þjóðviljann í
gær, en samkvæmt upplýsingum
frá Útlendingaeftirlitinu fjölgaði
erlendum ferðamönnum hér-
lendis um tæplega 15% fyrstu sjö
mánuði ársins miðað við sama
tíma í fyrra.
Hins vegar nemur aukningin í
júlí í ár miðað við júlí í fyrra að-
eins um 3%, sem er minna en
margir höfðu gert s'ér vonir um.
„Aukningin á fyrstu 5 mánuð-
um ársins var alveg einstæð, sem
þýðir að straumurinn er að jafn-
ast á árið og það tel ég mjög já-
kvætt.
Varðandi júlímánuð vil ég
benda á að fjölgun ferðamanna í
júlí hefur verið mjög mikil frá ári
til árs undanfarin þrjú ár og það
er að mínu mati skiljanlegt að sá
mánuður sé að mettast," sagði
Kjartan í gær.
Samkvæmt upplýsingum Út-
lendingaeftirlitsins komu 78,042
útlendingar til landsins frá ára-
mótum til júlfloka í ár, en 67,933 í
fyrra. 1 júlí 1987 komu 27,657 út-
lendingar til landsins, en 26,830 í
júlí í fyrra.
Ef litið er á þjóðerni ferða-
mannanna kemur í ljós að
Bandaríkjamenn voru mest áber-
andi meðal þeirra sem komu til
landsins í júlí, alls 6,295. Næstir
komu Vestur-Þjóðverjar, alls
4,354.
Raunar má rekja fjölgun
ferðamanna í júlí að verulegu
leyti til þess að Bandaríkjamönn-
um á íslandi fjölgaði um 484 frá í
júlí 1986.
-gg
Skyldu þeir vera að spá í að kaupa þenna bíl, þeir félagar Ingl R. Helgason, fjölmörgum, sem tryggður hefur verið hjá öðrum hvorum og er geymdur þar til
forstjóri Brunabótafélags Islands til vinstri og Ólafur B. Thors forstjóri Al- annaðverðurákveðiðínýjumogvistlegumhúsakynnumTjónaskoðunarstöðv-
mennra Trygginga hf.? Svo er nú ekki heldur er hér um að raeða bíl, einn af arinnar að Smiðjuvegi 1 í Kópavogi. (Mynd: Ari)
Alm. tryggingar/BÍ
Sameiginleg tjónaskoöun
Sameiginlegstöð Almennra trygginga hf. og Brunabótafélags íslands. Þarfer
fram m.a. skoðun bifreiðatjóna og mat á viðgerðarkostnaði
Þetta er allt annað líf og kemur
til með að gjörbreyta allri
okkar þjónustu til hins betra fyrir
okkar viðskiptavini, segir Ást-
valdur Andrésson tjónaskoðunar-
maður hjá Brunabótafélagi ís-
lands.
í dag tekur til starfa í fyrsta
skipti á íslandi Tjónaskoðunar-
stöðin sf. sem er sameiginleg stöð
tveggja tryggingafélaga, Al-
mennra trygginga hf. og Bruna-
Alþýðubankinn
r~
Beðið eftir Asmundi
Magnús Geirsson: Einungis óformlegarþreifingar- engar ákvarðanir teknar
Fundahöld liggja niðri eins og
stendur. Það hafa aðeins farið
fram óformlegar þreifíngar um
samstarf við aðra banka, -
Samvinnu- og Iðnaðarbanka.
Þessar viðræður voru að þeirra
ósk en ekki Alþýðubankans,
sagði Magnús Geirsson, formað-
ur Rafíðnaðarsambandsins, sem
á sæti í bankaráði Alþýðubank-
ans, en heimildir blaðsins herma
að Alþýðubankinn hafí óskað
eftir viðræðum við umrædda
banka auk Landsbankans um
sameiningu eða samstarf.
Magnús sagði að ótrúlegt væri
að framhald yrði á viðræðum fyrr
en Ásmundur Stefánsson, forseti
ASÍ og formaður bankaráðs,
sneri til landsins úr sumarleyfi. -
Það hafa engar ákvarðanir verið
teknar. Menn hafa einungis ræðst
óformlega við.
- Ég á frekar von á því að hlut-
hafafundur verði kallaður saman
með haustinu til að ræða um
framtíð Alþýðubankans. Málefni
Alþýðubankans hafa mér vitan-
lega ekki verið rædd sérstaklega í
verkalýðshreyfingunni, sagði
Magnús.
-RK
bótafélags Islands. Tilgangur
hennar er meðal annars skoðun
bifreiðatjóna og mat á viðgerð-
arkostnaði. Stöðin er algjör nýj-
ung hér á landi og með tilkomu
hennar er stefnt að því að ná betri
og hagkvæmari rekstri og tökum
á þessum þáttum trygginga-
starfseminnar, jafnt fyrir við-
skiptavini, bflaverkstæðin og
tryggingafélögin tvö sem starf-
rækja hana. Tjónaskoðunarstöð-
in sf. er til húsa að Smiðjuvegi 1 í
Kéipavogi.
Meðal nýjunga má geta þess að
framvegis-verður útboð á tjóna-
bflum félaganna sem tilbúnir eru
til sölu á hverjum mánudegi í
Tjónaskoðuríárstöðinni. For-
stöðumaður stöðvarinnar er
Kristján G. Tryggvason og
skoðunarmenn eru Eiríkur Ól-
afsson og Ástvaldur Andrésson.
grh