Þjóðviljinn - 21.08.1987, Blaðsíða 2
-SPURNINGIN—'
Hvemig líst þér á land-
búnaðarsýninguna?
Jón Gunnarsson:
Mér líst mjög vel á það, sem ég er
búinn að sjá af henni. Ég hef nú verið
að líta hérna á vélarnar. Hann er orð-
inn stórkostlegur þessi vélakostur.
Þessi sýning er miklu stærri og fjöl-
breyttari en þær landbúnaðarsýning-
ar, sem ég hef áður séð.
Frímann Hauksson:
Þótt ég stundi nú ekki búskap þá
finnst mér þessi sýning mjög athygli-
sverð. Mér hefur ekki áður verið Ijóst
hve margir aðilar versla með búvélar
°g hvað fjölbreytnin er mikil. Það er
fróðlegt að bera saman gömlu vél-
arnar hérna og þær nýju. Þá verður
manni Ijóst hversu geysilega tækni-
nni hefur fleygt fram.
Guðný Steina Erlendsdótt-
ir:
Mér finnst þetta ágæt sýning og
hér er svo sannarlega margt athyglis-
vert að sjá, bæði utan húss og ionan.
Þetta hlýtur að vera góð sölusýning.
Sigurbjörn Sigmarsson:
Mér finnst þetta prýðileg sýning.
Ákaflega fjölbreytt og mjög gaman og
fróðlegt að ganga hérna um. En það
tekur sinn tíma að gefa þessu öllu
auga svo sem vert væri. Sýningin er
Ijós vottur þess hversu geysilegum
framförum landbúnaðurinn hefur
tekið á til þess að gera stuttum tíma.
Jón Sindri Stefánsson:
Mér finnst bara allt skemmtilegt og
þó sérstaklega dýrin. Mest gaman
þótti mér að sjá nautin.
FRETTIR
Borgarráð
Gengið á grænu svæðin
Meirihluti borgarráðs gefur Iðnaðarbanka kost á að byggja á
milli Safamýrar og Miklubrautar. KristínÁ. Ólafsdóttir:
Eftirsjá aðþessu grœna svœði. Eykur umferð um íbúðahverfi
- umferðin fullnóg fyrir
Eg sé mjög mikið eftir þessu litla
græna svæði sem þarna er um
að ræða, - innanum miklar bygg-
ingar og umferðaræðar. Banka-
bygging á þessari lóð myndi
draga að mikla umferð við Safa-
mýrina, sem er íbúðagata og
finnst mörgum umferðin nóg
fyrir, sagði Kristín Ólafsdóttir,
borgarráðsfulltrúi Alþýðubanda-
lagsins, um fyrirhugaða byggingu
Iðnaðarbankans á lóðinni á milli
Safamýrar og Miklubrautar.
Meirihluti borgarráðs staðfesti
í fyrradag þá samþykkt meiri-
hluta skipulagsnefndar að gefa
Iðnaðarbankanum kost á bygg-
ingarrétti á lóðinni. Fulltrúar
minnihlutans greiddu atkvæði
gegn tillögunni með þeim rök-
stuðningi að aukin umferð í ná-
grenni íbúðabyggðar í Safamýri
væri ekki æskileg og óþarft væri
að ganga meir á opin svæði en
gert hefur verið hingað til.
- Ég greiði atkvæði gegn þessu,
þar sem ég tel mjög mikilvægt að
halda í slík auð svæði í þegar
byggðum hverfum, segir m.a. í Gísladóttur borgarráðsfulltrúa, aukinni umferð samfara þjón-
bókun Ingibjargar Sólrúnar jafnframt því sem varað er við ustubyggingu á lóðinni. -rk
Opna svæðið á horni Safamýrar og Miklubrautar, sem meirihluti borgarráðs hefur ráðstafað undir nýbyggingu Iðnaðar-
bankans. Mynd Sig.
Listskreytingasjóður
Fjórar milljonir í ár
Milljón verður varið til útilistaverks við nýja Útvarpshúsið
Listskrey tingasj óður ríkisins
hefur það markmið að fegra
opinberar byggingar með lista-
verkum, og meginhugsunin með
lögunum um hann er að þau eigi
að öðru jöfnu að gera ráð fyrir að
ákveðnu fé sé varið til listskreyt-
inga, sagði Árni Gunnarsson,
skrifstofustjóri í menntamála-
ráðuneytinu og formaður sjóðst-
jórnar í spjalli við blaðið í gær.
Listskreytingasjóðurinn hefur
verið nokkuð í fréttum í vikunni
vegna framlags úr honum til
vegglistaverks Steinunnar Mar-
teinsdóttur sem sett var upp í
nýrri*. áfengisútsölu ÁTVR í
Kringlunni. Að sögn Árna var
framlagið úr sjóðnum í þessu
skyni 750.000 krónur.
Reiknað er með að sjóðurinn
fái á fjárlögum sem svarar 1%
álagi á samanlagðar fjárveitingar
ríkissjóðs í A-hluta fjárlaga til
þeirra bygginga sem ríkissjóður
stendur að, einn eða með öðrum.
Á fjárlögum fyrir árið í ár fær
sjóðurinn um fjórar milljónir
króna.
Meðal verkefna sem fé var
veitt til á síðasta ári má nefna
Hornbrekku, heilsugæslustöðina
á Ólafsfirði, rúmlega 200 þúsund
til kaupa á myndverkum; 400
þúsund til íþróttahússins í Ólafs-
vík til að koma fyrir listaverki á
gafli hússins; 700 þúsund til Iista-
verkakaupa á Borgarspítalanum,
og er þá fátt eitt talið.
Af nýjum verkefnum má nefna
að fyrirheit hefur verið gefið um
einnar milljónar króna framlag til
útilistaverks við nýja Útvarps-
húsið.
Arni Gunnarsson er formaður
sjóðsstjórnar og varaformaður
Hákon Torfason, báðir skipaðir
af menntamálaráðherra. Aðrir í
stjórn eru Guðlaugur GautiJóns-
son, tilnefndur af Arkítektafé-
laginu, Valgerður Bergsdóttir og
Sverrir Ólafsson, bæði tilnefnd af
Bandalagi íslenskra listamanna,
og Kristján Guðmundsson, bæj-
arstjóri í Kópavogi, tilnefndur af
Sambandi íslenskra sveitarfé-
laga. HS
Vöruskiptin
Innflutningur
stóraukist
Vöruskiptajöfnuðurinn jákvœður um
1,5 miljarð en3 miljarða í fyrra
V erðmæti vöruinnflutnings til júní sl. var vörurskiptajöfnuður-
V landsins á fyrri helmingi þessa
árs var 26% meira en á sama tíma
í fyrra en verðmæti útflutnings-
vara á föstu verðlagi á sama tíma
hækkaði ekki nema um 16%. Alls
voru fluttar út vörur fyrir tæpa 26
miljarða en inn fyrir um 23.5
miflarða þannig að vöruskipta-
jöfnuðurinn er jákvæður um nær
1.5 mitjarð.
Á sama tíma í fyrra var vör-
skiptajöfnuðurinn mun hagstæð-
ari eða uppá nær 3 miljarða. í
inn hagstæður um tæpar 300 milj-
ónir en rúmar 200 miljónir í júní í
fyrra.
Á fyrri helmingi þessa árs var
innflutningur til Álversins 47%
meiri en í fyrra en olíuinnfluting-
ur um fimmtungi minni. Annar
innflutningur var um 34% meiri
en í fyrra miðað við fast gengi.
Útflutningur sjávarafurða var um
77% af heildarútflutningi og
hafði aukist í verðmæti um 16%
frá fyrra ári. -ig.
Laugarásbíó
íslenskt
tal við
teiknimynd
Fjöldi þekktra leikara
leggur til raddir sínar
í verðlaunateikni-
myndinni Valhöll
Laugarásbíó verður fyrst ís-
lenskra kvikmyndahúsa til að
setja íslenskt tal við teiknimynd
en það er við myndina Valhöll
sem m.a. fékk verfilaun á Cannes
Junior hátíðinni fyrr á þessu ári.
Myndin segir frá tveimur vík-
ingabörnum sem er rænt af
þrumuguðinum Þór og fylgisveini
hans Loka og flutt til Valhallar
þar sem þau lenda í ýmsum raun-
um, en allt fer vel að lokum.
Þeir sem leggja til raddir í
myndinni eru: Jóhann Sigurðar-
son, Þórhallur Sigurðsson, Páll
Úlfar Júlíusson, Kristinn Sig-
mundsson, Nanna K. Jóhanns-
dóttir, Lísa Pálsdóttir, Eggert
Þorleifsson, Ragnheiður Arna-
dóttir og Flosi Ólafsson. Umsjón
með íslenskri hljóðsetningu hafði
Þorbjörn Erlingsson.
Myndin verður frumsýnd á
morgun og sýnd á öllum sýning-
um. ,
-lg-
^Vildi þú hættir þessum ósið að
stela öllu steini léttara úr hótelum
þegar þú ert í útlöndum
"Y Hvaða, hvaða,
2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 21. ágúst 1987