Þjóðviljinn - 21.08.1987, Blaðsíða 5
Hvalveiðar í nafni vísindanna
Greinargerð um áskorun 21 líffrœðings
Undanfarið höfum við orðið
vitni að miklum deilum um hval-
veiðar, þar sem Islendingar horf-
ast í augu við alvarlegan þrýsting
frá ríkisstjórnum margra landa
og alþjóðlegum umhverfisvernd-
arsamtökum. Á nýafstöðnum
fundi Alþjóðahvalveiðiráðsins
var samj>ykkt að skora á Ríkis-
stjórn Islands að hætta hval-
veiðum í vísindaskyni.
í umræðum um hvalveiðar fs-
lendinga og áskorun hóps líffræð-
inga til ríkisstjórnarinnar um að
hætta hvalveiðum, þeim er
kenndar hafa verið við vísindi,
hefur gætt nokkurs misskilnings.
Formælendur hvalveiða í vísinda-
skyni hafa haldið því fram að ásk-
orunin væri ekki reist á faglegum
forsendum. í greinargerð þessari
viljum við mótmæla slíkum full-
yrðingum og leitast við að út-
skýra hinar faglegu forsendur
sem liggja að baki áskorun okk-
ar.
Rétt er að fram komi að sam-
kvæmt alþjóðasáttmála getúr sér-
hvert aðildarríki Hvalveiðiráðs-
ins veitt eins marga hvali og það
kýs, svo fremi það sé gert í vís-
indalegum tilgangi. Erlendis hef-
ur sú skoðun víða komið fram að
allir íslenskir líffræðingar þjóni
stjórnvöldum til þess að komast
hjá tímabundinni veiðistöðvun.
Tortryggni í garð íslenskra líf-
fræðinga er skiljanleg því að
önnur hvalveiðiríki hafa notað
vísindi sem skálkaskjól fyrir
áframhaldandi hvalveiðar þegar
friðun hefur þótt nauðsynleg. Sú
ákvörðun íslenskra stjórnvalda
að hefja veiðar í vísindaskyni,
einmitt þegar veiðistöðvunin var
að taka gildi, eykur á slíka tor-
tryggni. Má hér minna á álit vís-
indanefndar Alþjóðahvalveiði-
ráðsins þess efnis að hvalveiðar
þær sem rannsóknaáætlun ís-
lands gerir ráð fyrir muni „bæta
sáralitlu við núverandi þekkingu
að því er tekur til veiðistjómun-
ar“ („provide only a minimal im-
provement in our current knowl-
edge with respect to providing
management advice"). Formæl-
endur hvalveiða í vísindaskyni
halda því fram að þær séu ómiss-
andi þáttur í heildarrannsóknum
á hvölum. í ljósi þess að Alþingi
íslendinga hefur fallist á tíma-
bundna veiðistöðvun Alþjóða-
hvalveiðiráðsins og annarra að-
stæðna er eðlilegt að við sem líf-
fræðingar spyrjum hvort hval-
veiðar í vísindaskyni séu
nauðsynlegar.
Rannsóknir á stórhvelum em
ýmsum erfiðleikum háðar. Fram
á síðustu ár þótti eðlilegt að slíkar
rannsóknir væm eingöngu í sam-
bandi við hvalveiðar. Og veiddir
hvalir vom því undirstaða rann-
sókna af ýmsu tagi, stofnvist-
fræðilegra rannsókna jafnt sem
ýmissa grunnrannsókna. Vert er
að benda á að aðeins lítill hluti
þeirra athugana, sem hægt er að
gera á veiddum hvölum, koma
fyrirsjáanlega að haldi þegar
ákvarða á veiðiþol stofnanna.
Aðrar athuganir verða eftir sem
áður grunnrannsóknir sem ekki
eru í neinum sérstökum tengslum
við vandamál okkar fslendinga,
nefnilega að viðhaida veiðan-
legum hvalastofnum. Við teljum
ekki rétt að afsaka „hvalveiðar í
vísindaskyni" með þörf á
grunnrannsóknum af þessu tagi.
Má kannski minna á að síðustu
geirfuglarnir voru veiddir í vís-
indaskyni?
Á síðustu ámm hefur orðið ör
tækniþróun, sem menn em smám
saman að byrja að beita í
stofnvistfræði. Má þar nefna að-
ferðir til athugana úr lofti og
notkun senditækja sem sett em á
lifandi dýr, þar á meðal hvali.
Fullvíst er að aðferðir þar sem
beitt er hátækni muni verða
undirstaða þeirra stofnmælinga
sem eru nauðsynlegar til þess að
hvalveiðar verði stundaðar.
Markmið
rannsóknanna
Samkvæmt rannsóknaáætlun-
inni er heildarmarkmið rann-
sóknanna „...að auka á þekkingu
okkar á ástandi hvalastofna sem
nýttir em (árið 1985, innskot
okkar) hér við land, á veiðiþoli
þeirra og stöðu stórra og smárra
hvala í lífkerfi íslenska hafsvæðis-
ins. Rannsóknunum er ætlað að
auðvelda endurskoðun ákvörð-
unar um stöðvun hvalveiða, sem
kveðið er á um í samþykkt Al-
þjóðahvalveiðiráðsins frá 1982,
og verða m.a. gmndvöllur að
endurmati á áhrifum veiðistöðv-
unar á hvalastofnana, sem ætlun-
in er að fram fari eigi síðar en árið
1990.“ (Átak í hvalarannsóknum
árin 1986-1990. Drög að rann-
sóknaáætlun, Hafrannsókna-
stofnun mars 1985).
Gögn úr veiðinni
Þær upplýsingar sem fást með
veiðum og sagðar eru lúta að of-
angreindu meginmarkmiði em
eftirfarandi:
1) Samband afla og sóknar, þ.e.
hversu lengi hvalbátarnir þurfa
að leita að hval á miðunum.
2) Hlutfall kynþroska dýra.
3) Hlutfall þungaðra dýra.
4) Aldursdreifing dýra, þ.e. hve
gamlir hvalimir eru þegar þeir
veiðast.
5) Fæða dýranna.
6) Orkuinnihald vefja.
7) Erfðamörk.
8) Endurheimtur merkja sem
áður hefur verið skotið í hvali.
Hér á eftir skulu einstök atriði
rædd nánar í ljósi þess hversu á-
reiðanlegar upplýsingarnar em,
hvort slíkar upplýsingar liggja
fyrir, og hvort unnt sé að nota
aðrar aðferðir.
Afli og sókn
Samband afla og sóknar hefur
verið notað sem mælikvarði á
stofnstærð langreyðar. Almennt
er nú viðurkennt að vemlegir
fræðilegir annmarkar em á að
nota þetta samband til að meta
breytingar á hvalastofnum. Að-
ferðin er helst notuð ef engar aðr-
ar aðferðir eru tiltækar, t.d. þeg-
ar rannsökuð eru gögn um veiðar
fyrr á öldinni. Þegar veitt er á
frekar takmörkuðu svæði, sem
jafnframt er eftirsóttasta átu-
svæði hvalanna, er við því að bú-
ast að ný dýr komi í stað þeirra
sem drepin eru. Breytileiki í afla-
brögðum milli ára er einnig svo
mikill að líklegt er að raunvem-
legar stofnbreytingar dyijist
mönnum. Ef ástæða þætti til að
halda áfram að safna gögnum um
afla miðað við sókn, til saman-
burðar við fyrri ár, væri nægilegt
að hvalbátarnir leituðu hvalina
uppi en skytu þá ekki.
Kynþroski
Upplýsingar um kynþroska-
aldur em æskilegar við að áætla
vaxtarhraða stofna. Meðalkyn-
þroskaaldur getur breyst nokkuð
með tímanum, og talið er að það
endurspegli breytingar á vaxtar-
skilyrðum dýranna. Breytingar á
kynþroskaaldri langreyðar við ís-
land em þó hægar, og ekki er
hægt að búast við marktækum
breytingum þau ár sem veiðistöv-
un Hvalveiðiráðsins stendur.
Þungunartíðni
Tíðni þungunar þarf helst að
vera þekkt til þess að unnt sé að
áætla mögulegan vaxtarhraða
hvalastofnanna. Stóm reyðar-
hvalimir eiga afkvæmi annað
hvert ár eða sjaldnar. Þungunar-
tíðni langreyðar, sandreyðar og
hrefnu er þekkt hér við land og
breytingar milli ára afar litlar.
Aidur
Athugun á aldursdreifingu í
stofnum er beitt til að reikna út
dánartölu, en með henni og upp-
lýsingum um stofnstærð ásamt
þungunartíðni má áætla stofn-
breytingar. Vegna skorts á upp-
lýsingum um stofnstærð hefur
ekki reynst unnt að áætla veiðiþol
á hverjum tíma. Aldursdreifing í
langreyðarstofninum er allvel
þekkt hjá dýrum ofan ákveðinna
stærðarmarka. Langreyðurin nær
mannsaldri ef hún er heppin, og
er því langlíf tegund. Nær útilok-
að er að aldursdreifing í stofnin-
um breytist að marki á því 5 ára
tímabili sem veiðibannið gildir.
Fæða
Fæðusamsetning langreyðar,
sandreyðar og hrefnu hér við
land er vel þekkt. Sýnatökur á
meðan veiðistövun Hvalveiði-
ráðsins stendur yfir virðast því
óþarfar, nema gert sé ráð fyrir
miklum breytileika í fæðu milli
ára, en ekkert bendir til þess að
svo sé.
Orkuinnihald
Mælingar á orkuinnihaldi vefja
í hvölum snerta útreikninga á
næringarbúskap þeirra og „stöðu
í lífkerfinu“. Þessar mælingar eru
þó aðeins örlítið brot af þeim
mælingum sem gera þarf til að
athuga stöðu hvala í lífkerfi sjá-
var. Fæstar þeirra mælinga verða
gerðar á dauðum hvölum. Þau
gögn sem veiðunum er ætlað að
skila hrökkva skammt til að meta
orkuflæði gegnum hvalastofna
við ísland.
Erfðamörk
Rannsóknir á erfðabreytileika
hvala geta gefið upplýsingar um
tengsl milli hvalastofna. Hér-
lendis er til mikið af gögnum um
hvali veidda við ísland. Fyrst og
fremst skortir gögn frá öðrum
hafsvæðum í Atlantshafi. Ekki er
fyrirsjáanlegt að þau gögn fáist á
meðan veiðistöðvun Hvalveiði-
ráðsins stendur yfir. Frekari
gagnasöfnun hér við land virðist
því varla tímabær.
Merkingar
Merkingar á hvölum með nú-
verandi aðferðum (merki skotið í
hval og endurheimt ef hvalurinn
veiðist) þjóna þeim tilgangi (1)
að kanna ferðir hvalanna og (2)
að meta stofnstærðir þeirra.
Upplýsingar af þessu tagi eru
þýðingarmiklar en reynslan af
notkun merkinga með hinum við-
teknu aðferðum, sem byggjast á
hvalveiðum, er vægast sagt ekki
góð. Þær geta aldrei komið í stað-
inn fyrir radíómerkingar og
beinar athuganir sem eru óháðar
veiðunum. Sem dæmi má nefna
að ein langreyður sem merkt var
með senditæki í júní 1980 ger-
breytti hugmyndum manna um
göngur þessarar tegundar hér við
land.
Lokaorð
Öll túlkun á gögnum sem fást
með veiðum byggist á því að
þekkja í smáatriðum ferðir og
dreifingu hvalanna í N-
Atlantshafi. Ekki er vitað um
vetrardvalarstaði langreyðar,
sandreyðar, hrefnu og steypi-
reyðar, svo dæmi séu nefnd, og
samband milli veiðastofna er
óþekkt. Við teljum að leggja beri
kapp á að afla slíkra upplýsinga
og höfum fagnað öllum tilraun-
um í þá átt. Það er faglegt álit
okkar að óþarfi sé að afía gagna
með veiðum nú á meðan veiði-
stöðvun stendur.
Því áliti okkar, sem fram kom í
áskorun til ríkisstjórnarinnar, að
rangt væri að kenna hvalveiðar
íslendinga við vísindi, var ekki
beint til þeirra sem nýta sér
dauða hvali til ýmiss konar líf-
fræðilegra rannsókna. Við teljum
þær rannsóknir í sjálfu sér hinar
merkustu. Það er hins vegar mat
okkar að öflun gagna með
veiðum skili svo litlum viðbótar-
upplýsingum um stærð og veiði-
þol stofnanna að rangt sé að tala
um „hvalveiðar í vísindaskyni“
og notfæra sér þannig undanþág-
uákvæði í Alþjóðasáttmálanum
um hvalveiðar.
Reykjavík 17. ágúst 1987
Agnar Ingólfsson
Arnþór Garðarsson
Árni Einarsson
Ástrós Arnardóttir
Guðm. A. Guðmundsson
Guðmundur V. Helgason
Guðrún Narfadóttir
Hrefna Sigurjónsdóttir
Jón Gunnar Ottósson
Jón S. Ólafsson
Karl Skírnisson
Kristinn H. Skarphéðinsson
Kristján Lilliendahl
Óiafur S. Andrésson
Sigrún Helgadóttir
Sigurður S. Snorrason
Sigurður Á. Þráinsson
Skúli Skúlason
Snorri Baldursson
Stefán Bergmann
Þóra E. Þórhallsdóttir
Föstudagur 21. égúst 1987 ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 5