Þjóðviljinn - 21.08.1987, Blaðsíða 11
MYNDLISTIN
Arngunnur Ýr Gylfadóttir sýnir
málverk og grafík í Nýlistasafninu
við Vatnsstíg 3b. Opið kl. 16-20
virka daga en 14-20 um helgar,
aðgangur ókeypis. Þetta er síð-
asta sýningarhelgi.
Galleri Grjót við Skólavörðustíg
opnar í dag samsýningu i tilefni 4
ára afmælis gallerísins. Á sýning-
unni eru skúlptúrar, málverkog
grafík eftir þau Jónínu Guðna-
dóttur, MagnúsTómasson, Ófeig
Björnsson, Ragnheiði Jónsdótt-
ur, Steinunni Þórarinsdóttur, Þor-
björgu Höskuldsdótturog Örn
Þorsteinsson. Sýningin eropin kl.
12-18virkadaga.
Margrét Elíasdóttir sýnir akríl-
málverk í Vestursal Kjarvalss-
taða. Opiðkl. 14-22alladaga.
Sýningunni Iýkur30. ágúst.
Sumarsýning á verkum Jóhann-
esar Kjarvals stendur nú yfir á
Kjarvalsstöðum. Opið 14-22 alla
dagatil30. ágúst.
Sveinn Björnsson sýnir málverk
ígalleríSvartáhvítu.Opið kl. 14-
18 alla daga nema mánudaga til
1. sept.
Taiko Mori sýnir myndir unnar úr
handunnum pappír í Gallerí Borg
viðAusturvöll.Opið kl. 14-18um
helgina, sýningunni lýkurá
sunnudagskvöldið.
Haf nargallerí, sem er til húsa á
loftinu hjá bókaverslun Snæ-
bjarnar íHafnarstræti sýnir um
þessar mundir verk eftir þrjár
ungar listakonur, sem útskrifuð-
ust úr Myndlista- og handíðaskól-
anumsíðastliðið vor. Þæreru
Gréta Hakansson, Guðrún Matt-
híasdóttirog Inga Rósa Loftsdótt-
ir. Sýningineropináverslunar-
tímaog Iýkur25. ágúst
næstkomandi.
Hallsteinn Sigurðsson sýnir
höggmyndir sýnar í Gamla Lundi
við Eiðsvöll í Eyjafirði um þessar
mundir. Sýningin eropin virka
daga kl. 17-20 en 15-22 um helg-
ar til 30. ágúst.
Jónína Björg Gísladóttir opnar í
dag málverkasýningu í Viðey.
Ferðireru út í eyjuna á laugar-
dögum og sunnudögum kl. 13-19
og virka daga f rá kl. 14, og er
ferjaö með bát frá Sundahöfn.
Sýningin stendur til 6. septemb-
er.
Ragna Sigrúnardóttir sýnir mál-
verk og vatnslitarmyndir í Ás-
mundarsal. Opið 16-22 virka
daga og 14-22 um helgar til 23.
ágúst.
Birna Kristjánsdóttir heldur um
þessar mundir sýningu í FÍM-
salnum að Garðastræti 6 sem
hún kallar „Litir og fletir". Á sýn-
ingunni eru textílverk unnin með
blandaðri tækni. Opið daglega kl.
14-19 til 30. ágúst.
Gallerí List, Skipholti 50c, hefur
samsýningu ungra og eldri mynd-
listarmanna. Opið á verslunar-
tíma.
Gallerí íslensk list, Vesturgötu
17, sýnir verk eftir 14 félaga í
Listmálarafélaginu. Opið mánu-
daga til föstudaga frá 9-17.
Norræna húsið sýnir málverk og
grafík eftir norska listmálarann
Frans Widerberg. Opið kl. 14-19
til 30. ágúst.
Listasafn íslands sýnir nú yfir-
litssýningu á verkum í eigu
safnsins. Opið daglega kl. 13.30-
16.
Listasafn Einars Jónssonar
sýnirgipsmyndirog málverk Ein-
ars. Opið alla daga nema mánu-
dagakl. 13.30-16. Höggmynda-
garðurinn er opinn daglega kl.
11-17. Þar eru til sýnis 25
eirsteypuraf verkum Einars.
Ásmundarsaf n sýnir afstrakt-
skúlptúraÁsmundarSveins-
sonar. Opið daglega frá 10-16.
Ásgrímssafn við Bergsstaðast-
ræti sýnir úrval af verkum Ás-
gríms jónssonar. Opið alla daga
nema laugardaga kl. 13.30-16 til
ágústloka.
Listasafn Háskóla íslands sýnir
úrval verka sinna í Odda, húsi
hugvísindadeildar háskólans
sem standur gegnt Norræna hús-
inu. Opið daglega kl. 13.30-17.
Þjóðminjasafnið við Hringbraut
sýnir fornminjar frá fyrstu árum
Islandsbygqðarog alþýðulist frá
miðöldum. iBogasalsafnsinser
sýningin „Hvað er á seyði?", þar
sem rakin er í stórum dráttum
saga eldhúsverka og elda-
mennsku frá landnámstíð fram á
miðja 20. öld. Opið daglega frá
13.30-16.
Listasafn ASÍ við Grensásveg
sýnir nú úrval úr safni sínu og
stofngjöf safnsins frá Ragnari
Jónssyni í Smára. Opið 16-20
virka daga en 14-20 um helgar.
Síðasta sýningarhelgi.
ísiensk skinnhandrit, þar á
meðal handrit að Eddukvæðum,
Flateyjarbók og Njálu, eru til sýn-
is í Árnagarði. Opið þriðjudaga,
fimmtudaga og Iaugardaga kl.
14-16.
Árbæjarsafn eropið alla daga
nemamánudagakl. 10-18.
Gallerí Sigtún í Hótel Holliday
Inn við Sigtún sýnir olíumálverk
og pastelmyndir eftir Torfa Harð-
arson. Opiðtil mánaðamóta.
Hótel Örk í Hveragerði sýnir mál-
verk eftir Jón Baldvinsson. Opið
til mánaðamóta.
Byggða-, lista- og dýrasafn
Árnesinga á Selfossi er opið kl
14-17virkadagaog 14-18um
helgartil3.september.
Sjóminjasafn íslands, Vestur-
götu 8 í Hafnarfirði heldur sýn-
ingu um Árabátaöldina á islandi.
Þáerheimildarkvikmyndin „Silfur
hafsins" einnig sýnd í safninu.
Opið kl. 14-18alladaganema
mánudaga.
Þjóðveldisbærinn í Þjórsárdal
er opinn almenningi til sýnis alla
dagakl. 13-17. Þjóðveldisbærinn
er eftirlíking á bæ f rá þjóðveldis-
öld, þarsem bæjarrústirnarfrá
Stöng í Þjórsárdal eru lagðartil
grundvallar.
ALÞYÐUBANDAlAGeÐ
Alþýðubandalagið Kópavogi
Fundur um bæjarmálin
Mánudaginn 24. ágúst í Þinghóli kl. 20.30.
Dagskrá: Almennar umræður um bæjarmálefnin.
Stjórn bæjarmálaráðs
Vestfirðir
Kjördæmisráðstefna
Kjördæmisráðstefna Alþýðubandalagsins á Vestfjörðum verð-
ur haldin á Hólmavík 12. og 13. september. Nánar auglýst síðar.
Kjördæmisráð
UM HELGINA
Gallerí Grjót heldur upp á 4 ára afmæli sitt með samsýningu aðstandenda
gallerísins, og hefst sýningin í dag.
LEIKLIST
Ferðaleikhúsið sýnir „Light
nights", leikmy ndir og brot úr ís-
lenskum huldufólkssögum,
draugasögum og gamansögum
og þætti úr Egilssögu á
fimmtudags-, föstudags-,
laugardags- og sunnudagskvöld-
um ÍTjarnarbiói kl. 21. Sýningin
er flutt á ensku og einkum ætluð
erlendum ferðamönnum.
HITT OG ÞETTA
Norskur skáldskapur við selja-
flaututóna verður á dagskrá í
Norræna húsinu á laugardag kl.
16. Þar mun Johanne Louise
Groven Michaelsen kynnatvær
norskarskáldkonur, þær Inge-
borg Refling Hagen og Aslaug
Groven Michelsen. Jafnframt
verður flutt norsk tónlist á seljaf-
lautu og verður hljóðfærið kynnt í
dagskránni.
Einnig verður farið í 6 daga Þórs-
merkurferð í dag. Fararstjóri Jó-
hannes I. Jónsson.
Dagsferðir Ferðafélagsins um
helgina verða á laugardag kl. 10:
berjaferð í landi Ingunnarstaða í
Brynjudal. Á sunnudag kl. 10: síð-
asta afmælisganga félagsins.
Gengið yfir hálsinn á milli Flóka-
dals og Reykholtsdals. í
Reykholti mun Snorri Jóhannes-
sonsegjafrásögu staðarins.
Verð 1000 kr.
Miðvikudaginn 26. ágúst kl. 8
verður farin dagsferð í Þórsmörk.
Síöasta miðvikudagsferðin á
þessusumri.
Upplýsingar og farmiðasala á
skrifstofunni, Öldugötu 3. Brottför
í dagsferðirnarfrá Umferðarmið-
stöðinni austanmegin. Farmiðar
við bíl. Frítt f. börn í fylgd með
fullorðnum.
Útivistarferðir 21 .-23. ágúst: 1)
Þórsmörk-Goðaland, gisting í Úti-
vistarskálanum að Básum. Enn-
þá er möguleiki á dvöl í heila eða
hálfa viku. Brottförkl. 20.2)
Gljúfurleit-Þjórsárfossar, svæðið
inn af Þjórsárdal. Brottför kl. 20 í
kvöld. 3) Skógar-Fimmvörðuhá-
Is-Básar, brottförálaugatdag kl.
8.
Helgarferð 28.-30. ágúst:
Eldgjá-Langisjór-Sveinstindur.
Gist í húsi. brottf. kl. 20. Sumar-
leyfisferð í Núpsstaðaskóga 27.-
30. ágúst, brottf. kl. 8. Gönguferð
m.a. aðTvílitahyl.
Dagsferðir sunnudaginn 23.
ágústkl. 8: Þórsmörk, kl 13:
Strompahellar (Bláfjallahellar).
Sérstæðar hellamyndanir. Hafið
vasaljós með. Verð 600 kr., frítt f.
börn í fylgd m. fuliorðnum.
j Brottfarirfrá BSl, bensínsölu.
j Upplýsingarogfarmiðaráskrifst.
I í Grófinni 1, sími 14606 og 23732.
HAKL05?
LAUGAVEGI 28
Hana nú fer vikulega laugar-
dagsgöngu frá Digranesvegi 12
kl. 10. Allirvelkomnir.
Viðeyjarferðir. Hafsteinn
Sveinsson er með daglegar ferðir
út í Viðey, og um helgar eru þær
reglubundið frá kl. 13. Viðeyjar-
kirkja er opin og veitingasala er í
Viðeyjarnausti.
Grasgarðurinn í Laugardal er
opinn virka daga kl. 8-22 og 10-
22 um helgar. Sýnishorn flestra
tegunda íslensku flórunnar og
margra erlendra tegunda runna
ogjurta.
Tivolí í H veragerði er opið virka
daga kl 13-22 og kl. 10-22 um
helgar. Brúðubíllinn sýnir brúðu-
leikhúsásunnudag.
Staða framkvæmda-
stjóra Framleiðsluráðs
landbúnaðarins
Starf framkvæmdastjóra Framleiðsluráös land-
búnaðarins er laust til umsóknar frá 1. janúar
1988 að telja.
Umsóknir, þar sem tilgreindur er aldur, menntun
og fyrri störf umsækjenda, sendist fyrir 15. sept.
1987.
Framleiðsluráð landbúnaðarins
Keilusalurinn í öskjuhlíð er op-
inn alladaga. Keiluspil, billjarðog
pínu-golf.
Þjóðviljinn vill ráða umboðsmann í
Neskaupstað.
Ferðafélag íslands fer þrjár
helgarferðir um helgina: 1) Hítar-
dalur, gengið á Klifsborg,
2)Landmannalaugar, gengið á
Krakatind (1025 m), 3) Þórsmörk,
gist í Skagfjörösskála/Langadal.
Lagt verður af staðí kvöld kl. 20.
ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11
Vinsamlegast hafið samband við afgreiðslu
blaðsins í síma 91-681333.
lUÓBVIUINN