Þjóðviljinn - 21.08.1987, Blaðsíða 1
Fóstudagur 21. ágúst 1987 182. tðlublað 52. árgangur
Búnaðarbankinn
Sturlumálið
i
Erlent verkafólk
Innflutningur kannaður
Niðurstöður okkar athugunar
eru þær að það vanti fljótt á
litið nokkur hundruð manns, í
störf hér á landi með haustinu, til
að fullnægja eftirspurn eftir vinn-
uafli. Við munum því bráðlega
hefja leit að starfsfólki í Dan-
mörku og á Bretlandi, sagði Víg-
lundur Þorsteinsson, formaður
Félags islenskra iðnrekenda, en
samkvæmt athugun iðnrekenda
er útlit fyrir að vinnuafls-
skorturinn geti verið 10-12% af
heildarmannaafla i atvinnu-
vcgum, með haustinu þegar
skólafólkið tekur að tínast af
vinnumarkaðnum.
Víglundur sagðist ekki sjá ann-
að en að auðvelt yrði að fá hingað
vinnuafl frá Danmörku og Bret-
landi. - Þegar búið er að taka tillit
til beinna skatta, þá sjáum við
ekki annað en að launakjör á ís-
landi í iðnaði séu síst verri, ef
ekki betri en gerist í Danmörku
og Bretlandi og þá er ég að miða
við dagvinnulaun en ekki
heildartekjur, sagði Víglundur.
Ég get ekki séð að verkalýðsfé-
lögin geti sett sig uppá móti ráðn-
ingu erlends vinnuafls hingað til
lands. Við erum aðilar að sam-
norrænum vinnumarkaði, þannig
að það þarf ekki nein leyfi til að
ráða Norðurlandabúa í vinnu hér
á landi, sagði Víglundur.
- Það kemur mér vægast sagt
spánskt fyrir sjónir ef dagvinnu-
laun að frádregnum sköttum í
iðnaði hér á landi eru sambærileg
eða hærri en í nágrannalöndun-
um, sagði Karl Steinar Guðna-
son, varaformaður Verkamanna-
sambandsins.
Karl Steinar sagði að hann ætti
enn eftir að sannfærast um það að
vinnuaflsþörfin væri slík að hefja
þyrfti innflutning erlends verka-
fólks í stórum stfl hingað til lands.
-RK
Ágæt aftsókn og almenn ánægja er með landbúnaðarsýninguna BÚ '87. Ég hef séð allar landbúnaðarsýningar sem haldnar hafa verið hér á landi síðan
1947 og þetta er sú langsamlega stærsta og fjölbreyttasta, sagði roskinn maður sem Þjóðviljinn ræddi við i gær. Þá fór fram sýning á nokkrum úrvals
kynbótahestum. Þar var í öndvegi sá aldni höfðingi, Sörli frá Sauðárkróki, 23 vetra. Hann var sýndur á landbúnaðarsýningunni í Reykjavík fyrir 19 árum og
hlaut síðan heiðursverðlaun fyrir afkvæmi á landsmóti hestamanna í Skógarhólum. -mhg/Mynd Sig.
Ihaldið klofið
Sjálfstœðismenn á Suðurlandi andvígirþví að SÍSfái Búnaðarbankann. Þorsteinn
í klemmu. Kratar lítt hrifnir af því að ráðherrarþeirra skipti ríkisbönkum milli
auðvaldsaflanna. Sambandið skoðar kaup á Búnaðarbanka.
Andstaða íframsókn og bœndahreyfingunni
Ekki eru allir SjálfstæSismenn
jafn hrifnir af þeirri hugmynd
að selja Sambandinu Búnaðar-
bankann til að miðla málum í
deilunni um hver skuli hreppa Út-
vegsbankann. Þá eru margir
kratar lítt hrifnir af því að ráð-
herrar Alþýðuflokksins séu í því
hlutverki að skipta ríkisbönkun-
um upp á milli tveggja helstu
auðvaldsafla landsins, einsog það
var kallað í leiðara Alþýðublaðs-
ins í fyrradag.
Búnaðarbankinn er sterkasti
bankinn á Suðurlandi og eru
flokksbræður Þorsteins þar lítt
hrifnir af því að SÍS fái bankann.
Segjast þeir ekki vilja gerast gísl-
ar Sambandsins.
„Það kemur ekki til mála að
Búnaðarbankinn verði seldur
Sambandinu,“ sagði forystumað-
ur í Sjálfstæðisflokknum á Suður-
landi við Þjóðviljann í gær. Þor-
steinn er því í klemmu, þjónusta
hans við ættarauðvaldið í Sjálf-
stæðisflokknum og við flokksb-
ræður í eigin kjördæmi fer alls
ekki saman.
En það er víðar en í Sjálfstæðis-
flokknum sem skoðanir eru
skiptar um sölu Búnaðarbankans
til Sambandsins. Gömlum sóma-
kærum krötum brá óneitanlega
illilega í brún þegar þeir lásu
leiðara Alþýðublaðsins í fyrra-
dag. Þar segir leiðarahöfundur að
hlutverk Alþýðuflokksins í þessu
máli sé að „lægja öldurnar milli
auðvaldsaflanna tveggja".
„Jafnaðarstefnan hefur hingað
til gengið út á annað,“ sagði á-
hrifamaður í flokknum við Þjóð-
viljann í gær. Sagði hann að Al-
stöðu innan þingflokks Fram-
sóknar og hjá bændasamtökun-
um.
Ríkisstjórnarfundi var frestað í
gær fram á þriðjudag, en Jón Sig-
urðsson átti fundi með þeim Val
Arnþórssyni og Kristjáni Ragn-
arssyni. Á þeim fundum mun
hann hafa kannað hug Sam-
bandsins annarsvegar og einka-
geirans hinsvegar til kaupa á
Búnaðarbankanum. Einka-
geirinn hefur hafnað þeirri hug-
mynd, en Valur sagst tilbúinn að
skoða það, þó ólíklegt sé talið að
niðurstaða þeirrar athugunar
verði jákvæð. Guðjón B. Olafs-
son, forstjóri Sambandsins, kem-
ur heim á mánudag og vænta
menn þess að mál skýrist eitthvað
frekar þá.
-Sáf
þýðuflokkurinn þyrfti ekkert að
óttast þó Sjálfstæðisflokkurinn
sliti stjórnarsamstarfinu á þessu
máli.
Sambandið og forystumenn í
Framsókn segjast nú tilbúnir að
skoða þennan möguleika, en
Ijóst er að þeir sjá marga
meinbugi á því að Búnaðarbank-
inn verði seldur, og er ljóst að sú
hugmynd mun mæta mikilli and-
Buenos Aires
Úr öskunni
í eldinn
Það er alkunna að gripdeildir
og hnupl eru af hinu illa. Það
er efamál hvort er ömurlegra, að
vera þjófur eða fórnarlamb þjófs.
Að minnsta kosti getur argentín-
ski vasaþjófurinn Jose Vallentes
nú brotið heilann um þetta
spursmál.
Þegar hann var um það bil að
ljúka störfum í stórmarkaði ein-
um í Buenos Aires fyrir skömmu
komst upp um hann, lögregla var
kvödd á vettvang og hófst elt-
ingaleikur mikill um verslunar-
bygginguna. Eftir mikil hlaup
kom þjófur að hurð einni, lauk
henni upp og faldi sig. Eftir
drjúga stund áræddi hann að stíga
út og viti menn, hættan var liðin
hjá og hann hélt heim. Þegar
hann ætlaði síðan að fara að
skoða feng dagsins voru vasar
hans tómir. í kompunni hafði
verið kollegi á fleti fyrir. -ks.
Birgir bætir
fyrir Sveiri
Akureyri - Sigurður Hallmars-
son, fráfarandi skólastjóri á
Húsavík hefur verið settur
fræðslustjóri í Norðurlandsum-
dæmi eystra frá og með næstu
mánaðamótum. Sigurður mun
einungis gegna starflnu til bráða-
birgða, meðan reynt verður að
leita lausna á deilu skólamanna
nyrðra og ráðuneytis mennta-
mála.
Ólafur Guðmundsson, sem
settur var í embættið frá 1. júlí
s.l., fær starf í menntamálaráðu-
neytinu.
Birgir ísleifur Gunnarsson hef-
ur átt viðræður við fulltrúa
fræðsluráðs, skólastjórnenda og
Sturlu Kristjánsson, sem Sverrir
Hermannsson rak úr embætti
fræðslustjóra í vetur. -yk