Þjóðviljinn - 21.08.1987, Blaðsíða 3
Misgengishópurinn
Vantar
hálfan
miljarð
Félagsmálaráðherra
leggur til að lánum
þeirra sem eiga í
erfiðleikum verði
skuldbreyttsemfyrst
Ráðgjafarmiðstöð Húsnæðis-
stofnunar telur að það þurfi
um hálfan milljarð til að leysa
vanda þeirra sem nú eiga í
greiðsluerfiðleikum og í fréttatil-
kynningu frá fél-
agsmálaráðuneytinu segir, að
þetta hafi verið kynnt fjármála-
ráðherra og ríkisstjórn.
Félagsmálaráðherra hefur lagt
til að ráðstafanir verði gerðar til
að skuldbreyta þessum lánum
fyrir þá sem eiga í erfiðleikum og
að það verði gert sem fyrst. Segir
í fréttatilkynningunni að það sé
mat félagsmálaráðherra að brýnt
sé að þeir sem hafa lent í greiðslu-
erfiðleikum og eigi rétt til skuldb-
reytinga, fái vitneskju um það
sem fyrst hvenær ráðstafanir,
sem talað er um í stjórnarsáttmál-
anum, komi til framkvæmda. .
í samstarfssáttmála ríkisstjórn-
arinnar segir að þeim, sem lent
hafa í greiðsluerfiðleikum með
lán vegna öflunar íbúðarhúsnæð-
is á undanförnum árum, gefist
kostur á endurfjármögnun slíkra
lána með vaxtakjörum húsnæð-
islánakerfisins.
í fréttatilkynningunni segir að
félagsmálaráðherra muni í sam-
ráði við viðskiptaráðherra leita
eftir viðræðum við lánastofnanir
um skuldbreytingu skammtíma-
lána. _5áf
FRETTIR
Borgarráð
Tvöföld innheimta
Innheimtumál Hita- og Rafmagnsveitu loksins inná borð borgarráðs. KristínÁ.
Olafsdóttir: Atöluvert að embœttismenn hafi sýslað með málið einir. Aðskilin
innheimta dýrari og leiðir til verri þjónustu
Það er átöluvert að aðskilnað-
ur á innheimtu Hitavcitunnar
og Rafmagnsveitunnar skuli ekki
koma til kasta kjörinna fulltrúa
fyrr en nú, þegar málið er komið
á lokastig, sagði Kristín Á. Ólafs-
dóttir, borgarfulltrúi Alþýðu-
bandalagsins, en hún greiddi ein
atkvæði gegn aðskilinni inn-
heimtu fyrirtækjanna á borgar-
ráðsfundi í fyrradag.
- Fyrirsjáanlegt er að aðskiln-
aður á innheimtu Rafmagnsveitu
og Hitaveitu Reykjavíkur mun
hafa í för með sér meiri inn-
heimtukostnað og að öllum lík-
indum verri þjónustu við notend-
ur, segir í bókun Kristínar við af-
greiðslu málsins í borgarráði.
- Égþykistsjáþaðíhendimér
að þetta muni leiða til verri þjón-
ustu við notendur veitanna. I stað
þess að fá afgreiðslu á einum stað
eins og verið hefur, þegar
neytendur þurfa leiðréttingu,
upplýsingar, semja um greiðlu
eða láta gera upp rafmagns- eða
heitavatnsnotkun við flutning,
verða þeir að snúa sér til beggja
stofnananna, sagði Kristín.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
sat hjá við atkvæðagreiðsluna,
þar sem hún taldi sig ekki geta
greitt atkvæði þar sem öll kurl
væru ekki enn komin til grafar í
málinu og átaldi harðlega að mál-
ið skyldi ekki koma til afgreiðslu
borgarráðs fyrr, þegar ákvörðun
um aðskilnað á innheimtu Hita-
veitunnar og Rafmagnsveitunnar
hefði verið undirbúin og í raun
tekin af embættismönnum borg-
arinnar án þess að kjörnir fulltrú-
ar kæmu þar nærri. -rk
Glæsilegur og vel hirtur garður að Jófríðarstaðavegi 13 sem þau Sigurður Jónsson og Sigríður Jóhannesdóttir hafa
ræktað. Mynd-E.ÓI.
Sambandshúsið
Vík á milli vina brúuð?
Kjartan P. Kjartansson: Tilboð fjármálaráðherra
myndarlegt. Kostnaðarsamar endurbætur nýlega gerðar á
húsinu. Jón Baldvin staðfestir að samband sé milli tilboðsins
og kaupa Sambandsins á hlutabréfunum í Utvegsbankanum
Fjármálaráðherra hefur gert
okkur myndarlegt tilboð í
ákveðnar eignir Sambandsins í
Reykjavík, sagði Kjartan P.
Kjartansson, framkvæmdastjóri
fjármálasviðs Sambandsins.
Kjartan sagði að ríkið hefði
iengi litið húsið við Sölvhólsgötu
hýru auga og að Ragnar Arnalds
hefði m.a. gert tilboð í það þegar
hann var fjármálaráðherra. „En
þá var vík á milli vina, hvað verð
varðaði.“ Þ.e.a.s. tilboð ríkis-
sjóðs var langt þvf frá að vera
viðunandi að mati Sambandsins.
Síðan þessu tilboði var hafnað
hafa mjög kostnaðasamar endur-
bætur verið gerðar á húsinu. Það
var tekið í gegn hátt og lágt að
innan áður en Guðjón B. Olafs-
son tók við starfi sem forstjóri
SÍS.
Það er mál manna að þessar
endurbætur hafi kostað tugi
milljóna króna og húseignin sé
því mun verðmætari nú en þegar
Ragnar Arnalds bauð í hana. Er
talið að SÍS vilji fá um 300
milljónir króna.
Það hefur verið leitt getum að
því að tilboð ríkisins í húsið >
standi í sambandi við kaup SÍS á
hlutabréfum ríkissjóðs í Utvegs-
bankanum. Fyrst var því neitað
harðlega, bæði af viðskiptaráð-
herra og Sambandsmönnum.
í yfirheyrslu Helgarpóstsins í
gær segir Jón Baldvin hinsvegar,
að það sé ekki bein hending að
þessi tilboð hafi komið samtímis
upp. Segist hann hafa fært þetta í
tal við forstjóra Sambandsins
þegar salan á hlutabréfunum
kom upp, og þá hefði verið stað-
festur væntanlegur áhugi á þess-
um viðskiptum. -Sáf
Fiskeldi
Umframorka í laxeldið
Sigurður Friðriksson hjá íslandslaxi: Biðjum um tíma-
bundna lœkkun á orkuverði. Halldór Jónatansson, forstjóri
Landsvirkjunar: Tilmœlin til athugunar
Við greiðum markaðsverð fyrir
raforkuna, rúmar tvær krón-
ur á kflówattstund, og höfum átt
viðræður við Landsvirkjun um
tímabundna lækkun. í landsstöð
á borð við íslandslax þarf að dæla
miklu magni af sjó, og því notum
við mikið rafmagn, sagði Sigurð-
ur Friðriksson, framkvæmda-
stjóri íslandslax, þegar blaða-
maður forvitnaðist um hvað liði
samningaviðræðum um orku-
verð til atvinnugreinarinnar.
„Fyrstu skrefin eru erfiðust, og
ég legg áherslu á að við erum að
biðja um lækkun á orkuverðinu
meðan við erum að ná okkur á
legg,“ sagði Sigurður, enda er
orkukostnaðurinn mjög stór
þáttur í okkar rekstri. Norðmenn
eru okkar helstu keppinautar í
greininni, og þeir eru ólíkt betur
settir með sína djúpu firði hvað
þetta varðar, þar sem við þurfum
að dæla sjó upp á land.“ Að sögn
Sigurðar notar stöðin nú um 800
þúsund kílówattstundir á mán-
uði, og greiðir fyrir þær rúmlega
1,6 milljónir króna.
„Þau tilmæli íslandslax að fá
einhvern afslátt af rafmagnsverði
meðan þeir eru að festa rætur í
samkeppninni við erlendan iðnað
eru til athugunar og meðferðar,"
sagði Halldór Jónatansson, for-
stjóri Landsvirkjunar, aðspurður
um þetta mál. „Það hefur verið
rætt um að selja þeim umfram-
orku á lágu verði til takmarkaðs
tíma, en síðan færi fyrirækið aftur
á almenna gjaldskrá.
Þetta mál snýr líka að Hita-
veitu Suðurnesja, en hún er sá
aðili sem selur þeim fyrir okkar
milligöngu. Tilmælin beinast því
líka til þeirra,“ sagði Halldór.
Halldór var spurður hvort mál
þetta sneri eingöngu að íslands-
laxi, og sagði hann svo ekki vera.
„Það eru fleiri sem eru í sömu
aðstöðu og þeir, og eiga þá tilkall
til hins sama ef í það fer. Tíma-
bundinn afsláttur af orkuverði
yrði líka að ná til þeirra sem svip-
að er ástatt um,“ sagði Halldór.
HS
Hafnarfjörður
Bærinn
sjaldan
fallegri
Fjölmörgum veitt
viðurkenningfyrir
fagrar lóðir og ný og
uppgerð hús
Eg held að bærinn hafi sjaldan
verið eins fallegur og í sumar
og það er því ekki auðvelt verk að
velja úr enda er hópurinn stór
sem fær viðurkenningu að þessu
sinni, sagði Hólmfríður Arna-
dóttir formaður Fegrunarnefnd-
ar Hafnarfjarðar sem veitti í gær
fjölda bæjarbúa, félögum og
fyrirtækjum viðurkenningu fyrir
snyrtimennsku og fegrun bæjar-
ins.
Fallegustu lóðir í Firðinum í ár
eru við Jófríðarstaðaveg 13,
Lindarberg og Móabarð 27. Þá
voru veittar viðurkennigar fyrir
uppbyggingu eldri húsa í bænum
og Veitingahúsið Fjaran sem er í
einu elsta húsi bæjarins og ný-
bygging Skattstofunnar fengu
viðurkenningu fyrir umhverfi og
útlit.
Föstudagur 21. ágúst 19871^^,^1^^ _ SÍÐA 3
Neskaupstaður
Húsnæðisekla
hamlar vexti
Það líður varla sá dagur að fólk
hafí ekki samband við mig,
vegna þess að það er að leita sér
að húsnæði, þá til leigu fyrst og
fremst. A verstu dögum hafa allt
að sex manns komið til mín í þess-
um erindagjörðum, sagði Asgeir
Magnússon, bæjarstjóri Nes-
kaupstaðar.
Ástandið er mjög alvarlegt að
sögn Ásgeirs og hamlar vexti
bæjarfélagsins verulega. Næga
atvinnu er að fá í bænum og vant-
ar fólk í vinnu en vegna skorts á
leiguhúsnæði er erfitt að fá fólk.
Þrátt fyrir skort á húsnæði hef-
ur mjög lítil hreyfing verið í ný-
byggingum undanfarin tvö ár.
Reist hefur verið sex íbúða blokk
í bænum og hafa bæjaryfirvöld
sótt um leyfi til að kaupa íbúðirn-
ar í gegnum verkamannabústað-
akerfið. Enn hefur ekki fengist
svar við þeirri umleitan.
Nýlega samþykkti svo bæjar-
stjórn á fundi sínum að sækja um
leyfi til að byggja 20 kaupleigu-
íbúðir og leita samstarfs við at-
vinnufyrirtæki í bænum um
fjármögnun þeirra.
-Sáf