Þjóðviljinn - 21.08.1987, Blaðsíða 15
Það er aðeins ein breyting á
Stjörnuliði Þjóðviljans eftir 15. um-
ferð. Vilhálmur Einarsson, Víði, kem-
ur í liðið að nýju í liðið í stað lan Flem-
ing, FH.
Stjörnuliðið eftir 15. umferð,
stjörnufjöldi í svigum:
Birkir Kristinsson ÍA (12)
Birgir Skúlason Völsung (8)
Saevar Jónsson Val (11)
Guðni Bergsson Val (12)
Vilhjálmur Einarsson Víði (8)
Gunnar Oddsson ÍBK (11)
Andri Marteinsson KR (10)
Halldór Áskelsson Þór (13)
Pétur Ormslev Fram (16)
Pétur Pétursson KR (12)
Jón Grétar Jónsson Val (9)
4. deild
Huginn og
Hvöt í
3. deild
Huginn og Hvöt hafa tryggt sér
sæti í B-riðli 3. deildar. Huginn
sigraði HSÞ.c., 7-1.
Huginn hafði nokkra yfirburði
og í hálfleik var staðan, 6-1.
Sveinbjörn Jóhannsson skoraði
þrjú mörk, tvö af þeim úr víta-
spyrnum, Jóhann Stefánsson
skoraði tvö mörk og þeir Þórir
Olafsson og Birgir Guðmundsson
eitt hvor. Mark HSÞ.c. skoraði
Þórarinn Jónsson.
Staðan í B-riðli úrslitakeppninnar:
Huginn..........3 2 0 1 10-5 6
Hvöt............2 2 0 0 4-0 6
HSÞ.c...........3 0 0 3 3-12 6
Árvakur úr leik
Möguleikar Árvakurs á sæti í
3. deild eru líklega úr sögunni.
Þeir töpuðu gegn Bolungarvík 0-
1 á Bolungarvík. Það var Jóhann
Ævarsson sem skoraði sigur-
markið. Hallgrímur Óli Helga-
son, markvörður Bolvíkinga
varði tvítekna vítaspyrnu Árvak-
ursmanna.
Staðan í A-riðli úrlsitakeppninnar:
Víkverji........4 2 11 5-6 7
Bolungarvík.....4 2 11 7-9 6
Grótta..........4 2 0 2 10-8 6
Árvakur.........4 1 0 3 8-7 3
-tbe
Knattspyrna
Sigur hjá
Anderlecht
Arnór Guðjohnsen og félagar
hjá Anderlecht sigraðu í fyrsta
leik sínum í Belgísku deildinni, en
keppni þar hófst í fyrradag. Það
gekk þó ekki jafn vel hjá Guð-
mundi Torfasyni hjá Winterslag,
sem tapaði sínum fyrsta leik.
Einnig var leikið í Englandi og
Frakklandi og fylgja úrslitin hér.
Belgía
Antwerp-Kotrijk..................3-0
Waregem-Molenbeek................1-1
Winterslag-Liege.................0-2
Ghent-Bruges.....................0-1
Beveren-Lokeren..................0-1
Anderlecht-Charleroi.............1-0
Cercle Bruges-Mechelen...........0-0
Standard Liege-Racing Jet........1-2
St.Truiden-Beerschot.............0-0
England
ManchesterUnited-Arsenal.........0-0
Norwich-Nottingham Forest........0-1
Q.P.R.-Derby.....................1-1
Tottenham-Newcastle..............3-1
2. deild:
Leeds-Leicester..................1-0
Frakkland
Niort-St.Etienne.................2-1
Paris SG-Monaco..................0-1
Montpellier-Bordeaux.............0-0
LeHavre-Toulon...................1-1
Metz-RC Paris....................0-0
Toulouse-Cannes.................,. 0-1
Lens-Lille.......................1-1
Auxerre-Laval....................1-1
Nice-Nantes......................3-1
Marseille-Brest..................1-0
-Ibe/Retuer
ÍÞRÓTT1R
Sund
Bœtti sitt eigið Norðurlandamet og
hafnaði Í4. sœti áfrábœrum tíma.
7. besti árangur í heiminum í ár
Eðvarð Þór Eðvarðsson setti í
gær glæsilegt Norðurlandamet í
200 metra baksundi. Hann hafn-
aði í 4. sæti í úrslitum á 2.02.79
mínútum og færir það hann í 7.
sæti á heimslistanum.
„Þetta er besta sund sem ég hef
átt og tilfinningin var ólýsanleg,"
sagði Eðvarð í samtali við Þjóð-
viljann í gær. „Ég átti von á að
bæta mig, en ekki svona mikið.“
Eðvarð hafnaði í 6. sæti í und-
anrásunum á 2.03.62 mínútum.
„Ég var svolítið smeykur um að
komast ekki í úrslit og þurfti að
taka mig á undir lokin. í úrslitun-
um fann ég mig mjög vel og gekk
betur en ég átti von á.“
Tími Eðvarðs er sá 5. besti í
heiminum samkvæmt síðustu
skrá sem var gefin út 27. júlí.
Tveir Bandaríkjamenn hafa hins-
vegar synt á betri tíma nú síðustu
vikur á Ameríkuleiknum og tími
Eðvars því sá 7. besti í heiminum
í ár.
Sovétmaðurinn Sergei Zabol-
otnov sigraði á 1.59.35 og landi
hans Igor Poliansky hafnaði í 2.
sæti á 1.59.37. Frank Baltrusch
frá Austur-Þýskalandi hafnaði í
Magnús Már Ólafsson sem
keppti í dag. Hann setti ísland-
smet í 100 metra skriðsundi, synti
á 52.36 sekúndum, en það nægði
honum ekki í úrslit.
„Við erum alveg skýjum ofar
og þetta var miklu betra en við
bjuggumst við,“ sagði Guðmund-
ur Harðarson þjálfari landsliðs-
ins. „Við áttum jú von á góðu
sundi, en þetta var frábært.“
„Þetta á án efa eftir að koma
okkur í gang. Okkur hafði ekki
gengið nógu vel,en þetta er búinn
að vera góður dagur og
stemmningin er mjög góð í hópn-
um.“
„Það keppa allir á morgun
nema Eðvarð og ég er viss um að
okkur á eftir að ganga vel,“ sagði
Guðmundur. _n,e
Eðvarð Þór Eðvarðsson setti glæsilegt Norðurlandamet á Evrópumótinu í
sundi og hafnaði í 4. sæti.
Körfubolti
„Eigum góða möguleika“
Segir Einar Bollason þjálfari íslenska landsliðsins, sem er á
leið á Evrópumót
3. sæti á 2.00.22 mínútum. Tamas
Deutsch hafnaði svo í 5. sæti á
2.03.18.
Gamla Norðurlandametið átti
Eðvarð sjálfur og það var 2.03.03
og það setti hann á Heimsmeist-
aramóti í Madrid í fyrra.
Auk Eðvarðs var það aðeins
Staðan
í 2. deild karla
Víkingur 15 8 2 5 25-21 26
Þróttur 15 8 1 6 31-25 25
Leittur 14 8 3 3 20-14 24
Selfoss 14 6 5 3 26-22 23
IR 14 6 3 5 24-22 21
IBV 14 5 5 4 25-22 20
UBK 14 6 1 7 20-20 19
Einherji 14 5 4 5 17-21 19
KS 14 5 2 7 20-24 17
iBl 14 2 0 12 16-34 6
íslenska landsliðið í körfu-
knattleik er byrjað að æfa fyrir
Evrópumótið í Lausanne í Sviss,
10.-12. september. Allir bestu
leikmenn okkar verða með.
„Þetta er gullið tækifæri fyrir
okkur til að komast í sjálfa Evr-
ópukeppnina og við eigum góða
möguleika,“ sagði Einar Bolla-
son landsliðsþjálfari.
„Við höfum aldrei átt betri
möguleika en einmitt núna og á
góðum degi getum við sigrað
bæði Danmörku og Sviss. Auk
þess eru Frakkar með okkur í
riðli, en þeir eru mjög sterkir.“
Þau lið sem komast upp úr
þessum riðlakeppnum taka þátt í
nýrri Evrópukeppni. Þá er leikið
í fjórum riðlum ails 16 lið. Leikið
er heima og heiman og tvö efstu
lið í hvorum riðli fara í sjálfa lok-
akeppnina, eða alls 8 lið.
„Það væri frábært að komast
uppúr riðlinum, því þá fengjum
við bestu lið Evrópu hingað til
íslands, nokkuð sem okkur hefur
alltaf dreymt um,“ sagði Einar.
ísland oft leikið gegn Dönum,
síðast á Noröurlandamótinu og
tapaði þá með sinu stigi á síðustu
sekúndunni. ísland hefur hins-
vegar aðeins einu sinni leikið
gegn Sviss, fyrir sex árum og sig-
raði þá.
Eftirtaldir leikmenn hafa verið vald-
ir í 15 manna hóp:
Torfi Magnússon Val
Tómas Holton Val
Leifur Gústafsson Val
Sturla Örlygsson UMFN
Valur Ingimundarson UMFN
Jóhannes Kristbjörnsson UMFN
ívar Webster Haukum
Pálmar Sigurðsson Haukum
Birgir Mikaelsson KR
Guðni Guðnason KR
Hreinn Þorkelsson ÍBK
Guðjón Skúlason IBK
Sigurður Ingimundarson (BK
Jón Kr. Gíslason ÍBK
Guðmundur Bragason UMFG
Tvö verkefni bíða landsliðsins
áður en haldið er til Lausanne.
Fyrst er leikið gegn úrvalsiði há-
skóla í Illinois fylki. Fyrsti leikur-
inn er í kvöld í Grindavík og hefst
kl. 20. Annar leikurinn er á
morgun á Hafnarfirði og hefst kl.
16 og sá þriðji og síðasti í Njarð-
vfk á sunnudag og hefst kl. 20.
Þá verður einnig tekið þátt í
móti í Ghent í Belgíu. Þar mæta
til leiks belgíska landsliðið og
sterk félagslið frá Frakklandi,
Þýskalandi og Hollandi. -Ibe
2. deild
Víkingar á toppinn
Punktar úr
15. umferð
Víkingur-Þróttur 3-2 * *
Víkingar eru nú efstir í 2. deild
eftir viðureign þeirra við Þrótt-
ara í gærkvöldi, en hafa leikið
einum lcik fleira en hin liðin og er
keppninn um 1. deildar sætið að
ári nú orðin yndislega spennandi.
Fyrri hálfleikurinn var jafn og
spennandi og sýndu Þróttarar oft
á tímum meistaralegt spil. Strax á
4. mínútu lék Sigurður Hall-
varðsson vörn Víkinga illa og
komst einn í gegn, en Jón Otti
Jónsson bjargaði með góðu út-
hlaupi.
Á 10. mínútu komst Sigfús
Kárason einn innfyrir eftir mis-
tök í vörn Víkings og skoraði með
góðu skoti. Víkingar sóttu mjög í
sig veðrið við þetta mark og á 21.
mínútu jafnaði Atli Einarsson
með föstu skoti rétt fyrir utan
vítateig.
Theódór Jóhannsson braut
klaufalega á Atla Einarssyni inn í
vítateig á 35. mínútu og var um-
^vifalaust dæmd vítaspyrna sem
Trausti Ómarsson skoraði síðan
úr.
Trausti fékk stuttu síðar kjörið
tækifæri til að auka enn niuninn
en skaut framhjá markinu í
dauðafæri eftir góða sendingu frá
Atla Einarssyni.
Þróttarar voru ekki aldeilis á
þeim buxunum að gefast upp og
sóttu mjög stíft að marki Vík-
inga. Stuttu fyrir leikslok skoraði
Sigurður Hallvarðs fallegt mark
eftir að hafa leikið Víkingsvörn-
ina grátt.
Það var greinilegt að ekkert
átti að gefa eftir í leiknum og fór
síðari hálfleikurinn nánast fram á
miðjum leikvellinum.
Mikill darraðardans varð þó
inn í vítateig Þróttara á 57. mín-
útu eftir að Björn Bjartmanns
hafði skallað á Atla Éinarsson.
Boltinn barst þar á milli manna
og endaði með því að einn varn-
armanna Þróttar náði að sparka
honum út úr vítateig og létta þar
með pressunni.
Mínútu fyrir leikslok var síðan
Trausta Ómarssyni brugðið inn í
vítateig og Víkingar fengu sitt
annað víti í leiknum. Trausti tók
vítið sjálfur og skoraði af öryggi,
stöngin inn. Skömmu síðar
flautaði dómarinn leikinn af og
var fögnuður Víkinga mikill.
Maður leiksins:Atii Einarsson
Víking. -Ó.St.
Sigurmark Péturs Ormslevs
gegn FH var hans 50. mark í 1.
deildarkeppninni. Hann er aðeins
annar Framarinn sem nær þeim
áfanga en Kristinn Jörundsson
skoraði 61 mark fyrir félagið í 1.
deild. Pétur og nafni hans Pétur
Pétursson, KR, eru nú einu leik-
mennirnir í 1. deild sem hafa náð
50 mörkum. Pétur P. skoraði sitt
50. rnark gegn Völsungi á Húsa-
vík fyrir skömmu.
Sigurður Lárusson, fyrirliði
ÍA, lékgegn Val sinn 150. leikí 1.
deild fyrir félagið. Hann hefur til
viðbótar leikið 44 leiki fyrir Ak-
ureyrarfélögin ÍBA og Þór.
Grétar Éinarsson, Víði, lék
gegn ÍBK sinn 50. leik í 1. deild.
Hann hefur leikið alla 1. deildar-
leiki félagsins nema einn.
Guðmundur Valur Sigurðs-
son, Þór, skoraði sín fyrstu 1.
deildarmörk í leiknum við KR.
Kristján Olgeirsson skoraði
sitt fyrsta 1. deildarmark fyrir
Völsung í ieiknum við KA. Fimm
ár eru síðan hann skoraði síðast í
1. deildinni,þáfyrirÍAárið 1982.
Valur hefiir nú leikið sjö 1.
deildarleiki í röð gegn ÍA án taps,
og unnið fjóra síðustu.
FH hefur ekki náð að sigra
Fram í síðustu 7 deildaleikjum
liðanna, síðan í 2. deild 1983, og
Fram hefur unnið í sex af þessum
7 leikjum.
Víðismönnum tókst að ná stigi
í deildaleik gegn ÍBK í fyrsta
skipti í sex tilraunum. Reyndar
vann Víðir leik gegn ÍBK í fyrra á
kæru eftir að hafa tapað. -VS
Föstudagur 21. ágúst 1987 ÞJÖnviLJINN - SÍÐA 15