Þjóðviljinn - 21.08.1987, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 21.08.1987, Blaðsíða 9
AUGLÝSING Til framleiðenda kindakjöts Ðændur! Athygli er vakin á því að ærgildi kjöts í fullvirðisrétti er 18,2 kg hvort sem kjötið er af dilkum eða fullorðnu fé. Fullvirðisrétturinn nýtist því best með því að leggja inn dilkakjöt í bestu gæðaflokkunum. Minna fer í O-flokk sé slátrað snemma í haust. Framleiðsluráð landbúnaðarins Auglýsing Til mjólkurframleiðenda Umsóknarfrestur um aukinn fullvirðisrétt í mjólk á verðlagsárinu 1987/1988, skv. 13. og 14. grein reglugerðar nr. 291/1987 er til 20. sept. nk. Umsóknirskulu sendar stjórn búnaðarsambands á hverju búmarkssvæði. Framleiðsluráð landbúnaðarins Kennarar Gerðaskóli Garði Við óskum eftir áhugasömum og hugmyndarík- um kennurum til að taka að sér íslenskukennslu, myndmennt og kennslu yngri barna. Hér eru miklir möguleikar fyrir gott fólk og nýlegt húsnæði í boði. Upplýsingar veitir Eiríkur skólastjóri í símum 92- 27020 og 92-27048. RlðLBRAUTASKÓLlNN BREIÐHOUI Frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti Stundakennara í efnafræði og íslensku vantar við Fjölbrautaskólann í Breiðholti. Upplýsingar á skrifstofu skólans í síma 75600. Skólameistari ÉFrá menntamálaráðuneytinu LAUSAR STÖÐUR VIÐ FRAMHALDSSKÓLA: Umsóknarfrestur um áður auglýstar kennarastöður við ný- stofnaðan Framhaldsskóla Austur-Skaftafellssýslu, Nesjaskóla, er framlengdur til 27. ágúst n.k. Meðal kennslugreina eru stærðfræði og raungreinar: eðlis- fræði, efnafræði, líffræði og tölvunarfræði. Ennfremur vant- ar kennara í ensku við sama skóla. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík fyrir 27. ágúst. Alúðarþakkir færum við öllum þeim er sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og jarðarför eiginmanns míns, fööur, tengdaföður og afa Hermanns Österby sem andaðist 1. ágúst s.l. Ólöf Österby Sigrid Österby Ásbjörn Österby Leif Österby Eva Österby tengdabörn og barnabörn HEIMURINN HEIMURINN Tími ykkar er úti Nítján árum eftir innrásina í Tékkóslóvakíu sitja enn að völdum þeirsem sovéskar hersveitir komu í æðstu stöður eftir 21. ágústl968, enbreytingarnaríSovétríkjunumhafavaldið því að staða þeirra er ótraustari en áður Tékkneski leikarinn Milos Kopecký gagnrýndi stjórnmála- foringja í heimalandi sínu ótví- rætt í ræðu á leiklistarþingi í Prag snemma í maí, mánuði eftir heim- sókn Gorbatsjofs. Kopecký er 65 ára og meðal vinsælustu sviðs- leikara í Tékkóslóvakiu. Flokks- blaðið Rude Pravo birti örstuttan útdrátt úr ræðunni, en hér á eftir fer annar útdráttur í lauslegri þýðingu, einkum á þeim köflum, sem Rude Pravo birti ekki. Einstakt tækifæri Oft hef ég mátt reyna það, að viss tímabil eða viðburðir hafa með léttúð og orðasvalli verið köluð „söguleg". Stóryrði hefur aldrei skort. Nú geta loks allir þeir verið ánægðir, sem þráð hafa stórar stundir - ég á við tíma, sem með réttu mega kallast sögulegir og tímamótamarkandi. Því það sem nú er að gerast í Sovétríkjunum er alvarlegt og áþreifanlegt. Það er nefnilega einn af eigin- leikum þessa mikla Sovétlands, að þar gerist allt áþreifanlega og í dauðans alvöru. Mistök og víxl- spor fortíðarinnar, oft sársauka- full og hörmuleg, voru alvarleg og áþreifanleg. Núverandi end- urfæðing sósíalismans er líka al- varleg og áþreifanleg. Um er að ræða stefnubreytingu, byltingu innan allra byltingarsinnaðra herbúða, en ekki einungis innan herforingjaráðsins. Andspænis þessum viðburðum í Sovétríkjunum spyr ég sjálfan mig fullur óróleika og efasemda: Er einnig um eitthvað alvarlegt og áþreifanlegt að ræða hjá okk- ur? Eða láta menn sér nægja að þykjast? Eru menn að látast? Ég er ekki sá eini, sem varpar slíkri spurningu fram. Öll alþýðan spyr, öll þjóðin spyr. Nú gefst einstakt tækifæri til að gefa sósíalismanum sína réttu mynd. Sem kunnugt er hefur sag- an ekki verið mjög örlát á slíkt. Hún býður ekki neina ofgnótt af stórum tækifærum. En sé eitthvert þessara sjaldgæfu tæki- færa ekki notað, sé einungis daðrað við þau og ekkert fram- kvæmt, þá hljóta menn þunga og stundum örlagaríka refsingu. Á þessum tæpu stundum duga eng- in brögð, ekki einu sinni snjöll brögð. Enn sem komið er bendir fátt til þess, að tækifæri dagsins verði gripið alvarlegum og áþreifan- legum tökum. Ég bý enn við þjakandi tilfinningu. Ég og milljónir manna heyrum sömu bragðdaufu orðin, sem við höfum heyrt svo oft, án þess að hrist væri upp í nokkru. Eðlilegt varnar- kerfi mannslíkamans kemur í veg fyrir, að þvílík orð nái djúpt inn í sálina. Hjartað verður ósnortið. Það dugir ekki lengur að út- húða einstökum mönnum. Það dugir ekki heldur að tileinka sér fáeinar kenningar, hegðunar- mynstur og skylduæfingar, og bera þær fram af eldmóði. Með því móti vex aðeins og dýpkar tortryggni alþýðunnar gagnvart öllu, sem hún heyrir og er í engu samræmi við veruleikann. Tími ykkar er útrunninn Líklega skiptir nú mestu máli, hver talar til fólksins. Menn hafa orðið fyrir alltof mörgum von- brigðum, og vonbrigði valda þreytu, kæruleysi og deyfð. Sá sem hefur heiðarlegan ásetning í þvflíku pólitísku og siðferðilegu andrúmslofti getur að vísu ör- magnast af ofþreytu, en honum tekst ekki að byggja neitt nýtt. Það veldur mér óróa að sjá sömu hryggðarmyndirnar reiðu- búnar og kynna nýjar hugmyndir með bjarma í augum og halda því fram, að þeir geti staðist nýjar kröfur. Það eru sömu persónur og þegar hafa gert margt gott að engu. I sannleika sagt standast þeir ekki hinar nýju kröfur og hafa ekki hæfileika til þess. Þeir hafa enga burði til þess, þeir hafa of mikið af fortíðinni innra með sér, í hverri svitaholu, hverri taug, hverri frumu. Rétt eins og ég get ekki verið öðruvísi en ég er, geta þeir ekki heldur komist burt frá sjálfum sér. Eins og jafnan áður langar þá til að syngja nýja sálma innst í kór með sem dýpstum rómi. Okkur er um megn að með- taka þessa þreytulegu viðleitni. Það er látið svo sem land okkar hafi aldrei átt jafnmarga nýja hugsuði og í dag. En sé nánar að gætt þekkjast örþreytt andlit hugsuða frá gærdeginum. Vissulega hefur sérhver maður rétt til að þroskast. Það er jafnvel hægt að trúa því, að sumir geti öðlast nýja lífssýn. Bravó fyrir þeim sem tekst það! Ég óska þeim til hamingju! En þá verða þeir að hafa háttvísi til að reyna ekki að útbreiða þessi nýju sjón- armið með nákvæmlega sams- : * Kopecký á heimaslóðum í leikhúsi sínu í Prag. konar hrifningu og gömlu hug- myndirnar. Fyrst og fremst mega þeir ekki ætlast til, að þeir geti endalaust spilað fyrstu fiðlu. Þeir myndu nefnilega spila falskt. Sérhver tími hefur sitt fólk. Á sama hátt og það er list að koma inn á réttu augnabliki, er það ekki minni list að yfirgefa sviðið á Sovéski herinn á Veneslavs-torginu í Prag í ágúst 1968. réttri stundu. Margir ykkar, sem kunnuð að koma inn á réttu augnabliki og hlýdduð köllun ykkar, sem var nauðsynlegt og virðingarvert, ættuð nú fyrstir að skilja, að tími ykkar er útrunn- inn. Sá sem skilur það, fer að vísu oft burtu með sorglegum hætti, en þó ætíð með virðingu. Þið, sem áður fóruð með aðal- hlutverk, ættuð í eigin þágu ekki að láta viðgangast, að frekari ó- nauðsynlegir skuggar fali á verk ykkar, sem margt gott má segja um. Ef þið farið á réttum tíma - og það merkir: strax! - er enn hægt að þakka ykkur. Ef þið ger- ið það ekki sjálfir af eigin glögg- skyggni, þá farið þið að vísu nokkru seinna. En þá gangið þið ekki út með virðuleika, heldur sem broslegar fígúrur. Sé ykkur virkilega svo annt um framgang sósíalismans sem þið haldið sífellt fram, þá býðst ykk- ur nú framúrskarandi tækifæri til að gera eitthvað nytsamlegt fyrir þennan sósíalisma: nefnilega að víkja. Óttist þið um sósíalism- ann? Hræðist þið stéttaróvininn? Það er ekki til neitt betra né máttugra vopn gegn óvinum en alþýða full af trúnaðartrausti, sem fínnur á sjálfri sér, að sósíal- isminn sé í hennar eigin þágu. Það sem einkum ógnar heilsu sós- íalismans í menningu okkar á þessari stundu, eru hinir dulbúnu persónulegu hagsmunir þeirra, sem líta á „nýjan hugsunarhátt" sem einbert pólitískt vörumerki, en ekki siðferðilega og andlega skyldu. Leikarar og stjórnmálamenn Ég er ekki stjórnmálamaður, heldur leikari, gamanleikari, trúður, sem inni af hendi samfé- lagslegt hlutverk. Ég er með leikhroll út af andlegu og sið- ferðilegu andrúmslofti í landi mínu, enda er það forsenda að listrænni tilveru minni og sann- ferðugleika. Trúður, sem ekki hefur sviðshroll vegna þess arna, er ekki mikils virði fyrir samfé- lagið og ekki heldur á leiksviði. Hann á að vinna með áhorfend- um, lifandi fólki, halda uppi sannferðugum tjáskiptum við þá án launtákna og tvíræðni. Enginn veit betur en leikari á hverju áhorfendur þrífast, hvað kvelur þá, særir, auðmýkir og hryggir, hvað eflir þá, styrkir og virkir og fyllir þá lífslöngun. Leikarinn hefur fólkið innan seilingar. Oft horfir hann beint í augu þess. Því verður hann að eiga þess kost að vera sannur. Áhorfendur þyrstir eftir hinu sanna orði. Það leggur okkur gífurlega skyldu á herðar. Hvað er það þá einkum, sem áhorfendur lifa á og hlusta á? Ekki skilja allir efnahagslegar skýringar og skilgreiningar, hversu mikilvægar sem þær eru. Og jafnvel þó menn skilji þær, þá hrífast þeir ekki af þeim. í leikhúsi láta hinsvegar allir með blik í augum leiða sig þangað sem fjallað er um sannleika, sam- visku, hreinskilni, réttlæti, frelsi, umburðarlyndi, mannúð, lýð- ræði. Er það ekki undursamlegt? Setjið ykkur það fyrir sjónir: Fólkið heillast af mannlegum verðmætum, einmitt þeim sem búa í eðli sósíalismans og er reyndar sterkasta hreyfiafl hans og hinn mannlegi innbíástur. Það hlustar alltaf á orðið siðgæði, þótt það sé þjakað af margskonar sið- leysi, orðaglamri, svikum og menningarleysi. Þetta fólk, sem lætur stjórnast af siðferðilegum og andlegum hugtökum, er stærsti höfuðstóll okkar. Það má sýna því góðan gamanleik á sviðinu, en það má ekki gera því illan leik í sjálfu lífínu. Vanrækt æska Mætti ég að Iokum tala um unga fólkið okkar, sem ég hefði kannski átt að ræða um fyrst af öllu. Málefni æskunnar eru höf- uðvandamál okkar, að vissu leyti vandamál allra vandamála. Ég á ekki við þann hluta æskunnar, sem er algerlega van- rækur. Ég á við æskuna, sem heild og verð því miður að alhæfa nokkuð. Húnávið slæmt ástand að búa, því það nægir ekki, að hún hafi það efnahagslega gott. Hún er algerlega vanhirt and- lega, þótt það hljómi undarlega eftir öll þau ávörp, sem henni hafa verið helguð. Æskan er ómenntuð. Hún veit ekkert. Hjá henni hefst mannkynssagan með eigin fæðingardegi. Mörgu hefur verið haldið leyndu fyrir henni. Hún ræður ekki yfír neinu sögu- iegu minni. Hún þekkir ekki ræt- umar, sem hún er vaxin upp af. Unga fólkið okkar hefði fulla ástæðu til að vera stolt af landi sínu, aldagamalli menningu og lýðræðishefð, öllum þeim mikil- hæfu konum og körlum, sem þetta land hefur gefið heiminum. Hún ætti líka að geta verið stolt af sósíalískri nútíð, sem bæri frjó- anga framtíðar í skauti sér. En hún finnur ekki fyrir þessu stolti. Hún veit ekki, að sósíalisminn getur átt sér meiri yndisþokka en hún hefur hingað til séð. Hún stendur hugfangin frammi fyrir nýjustu vestrænu bflgerðini, en hefur ekki hugmynd um, að Karlsháskólinn var stofnaður áður en Ameríka fannst. Mannleg skynsemi er öflugasti bandamaður sósíalismans, enda er hann sjálfur ávöxtur skynsem- innar. Gráu heilafrumumar em dýrmætasta hráefnið. Sá sem vannýtir þær af hirðuleysi á enga von í þessum heimi. Við verðum að sníða skóna þannig að þeir hæfi manninum í stað þess að tálga manninn til, svo að hann passi í skóna. Fyrir 169 ámm fæddist Karl Marx, maðurinn sem blés mér því í brjóst, hvernig ég ætti að segja það sem ég vildi segja. Megi hann fyrirgefa, að mér tókst ekki að orða það betur. 8 SlÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 21. ágúst 1987 Föstudagur 21. ágúst 1987 ÞJÓÐVILJINN - SlÐA 9 ÖRFRÉTTIRi Bandaríkjastjórn hefur ákveðið að senda ambass- ador á ný til Damaskus í Sýrlandi. Reagan sleit stjórnmálasam- bandi við Assatstjórnina í októ- bermánuði síðastliðnum eftir að breskur dómstóll kvað upp úr um það að sýrlenskir erindrekar hefðu reynt að skipuleggja hryðjuverk þarlendis. Talið er að með því að taka upp stjórnmála- samband að nýju vilji Bandaríkja- menn sýna Sýrlendingum að þeir meti mikils tilraunir þeirra til að halda uppi lögum og reglu í Vestur-Beirút og baráttu þeirra gegn mannræningjum þar í borg. 475 manns hafa látið lífið og meira en miljón misst heimili sín í Bangladesh af völdum mikilla flóða þar að und- anförnu. Að sögn stjórnvalda hafa Monsoon-rigningarnar verið hinar mestu í fjörutíu ár og hafa allar ár flætt yfir bakka sína í norðurhluta landsins. Mikil hætta er á útbreiðslu sjúkdóma á flóða- svæðunum og senn fer hungur að sverfa að heimilislausu fólki. Sú saga gekk nýlega fjöllum hærra í Úkra- ínu að ung skólamær hefði séð Maríu mey uppi í turni kirkjunnar í bænum Grushevo þann 26. apríl síðastliðinn en þá var liðið ná- kvæmlega eitt ár frá kjarnorku- slysinu ( Tsérnóbýl. Að minnsta kosti 100 þúsund einstaklingar hafa farið í pílagrímsferðir til þorpsins síðan að sögn vikurits- ins Literaturnaya Gazeta. Tíma- ritið gagnrýnir yfirvöld í bænum fyrir leiðinlega framkomu gagnvart gestunum. Til dæmis hafi verið teknar myndir af þeim og þær afhentar forráðamönnum samyrkjubús í grenndinni til að athuga hvort nokkrir starfsmenn þess hafi skrópað úr vinnu. Enn- fremur hafi lögreglumenn skrifað niður skrásetningarnúmer bif- reiða og krafist þess að fólk sýndi skilríki. Móðir Teresa er stödd í Sovétríkjunum um þessar mundir í boði friðarnefnd- ar þarlendra. Ákveðið var að bjóða henni í heimsókn eftir að heimildarmynd um hana og reglu hennar vann til verðlauna á kvik- myndahátíðinni í Moskvu ný- skeð. Hún var að því spurð hvað hún hygðist taka sér fyrir hendur í Sovétríkjunum meðan á heim- sókninni stæði. „Ég vona að systur mínar megi koma hingað og þjóna fólkinu einsog þær gera víðsvegar í heiminum." Ungur blökkumannaleiðtogi kom fram í sjónvarpsþætti í Frakklandi f fyrrakvöld og töfraði Fransmenn upp úr skónum. Harl- em Desir er 28 ára gamall for- maður franskra ungmenna- samtaka sem berjast gegn kyn- þáttafordómum. „Ég er ekki stjórnmálamaður. Ég er ungur maður og hef með öðru ungu fólki byggt upp hreyfingu sem berst fyrir göfugu málefni í landi sem löngum hefur getið sér orð fyrir að halda í heiðri almenn mannréttindi." Skoðanakönnun var gerð strax eftir að þættinum lauk og voru 70 af hundraði spurðra mjög hrifnir af frammi- stöðu Desirs. Talið er að um 7 miljónir manna horfi að jafnaði á þáttinn „Stund sannleikans" í Frakklandi. Pólskir og tékkneskir andófsmenn hafa ritað Andrei Sakharof bréf og beðið hann um að beita sér fyrir því að sovésk stjórnvöld reyni að stuðla að skaplegra stjórnarfari í bandalagsríkjunum. Fulltrúar Samstöðu í Póllandi og Carta 77 hópsins í Tékkóslóvakíu hittust nýverið á laun við landamæri ríkj- anna þar sem tekin var ákvörðun um ritun bréfsins.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.