Þjóðviljinn - 21.08.1987, Blaðsíða 10
HEIMURINN
Vígbúnaðarkapphlaupið á norðurslóðum:
Stríðsleikir
undir heim-
skautaísnum
Norður-Íshafiöernýlegurvettvangurvígbúnaöarkapphlaups
milli risaveldanna. Sovéskir kafbátar búnir eldflaugum fela sig
undir ísnum og Bandaríkjamenn leggja mikið á sig til aö koma
sér upp þeim vígbúnaði sem þarf til aö granda þeim. Báöir
reyna að vera í sem hagstæðastri stöðu ef styrjöld brýst út, og
það er yfirlýst bandarísk flotastefna að ráðast á eldflaugakaf-
báta Sovétmanna þegar á fyrsta skeiði styrjaldarátaka.
Bandarískur kafbátur af Queenfish-gerð, en slíkum farkostum er einkum ætlað að granda sovóskum eldflaugakafbátum
undir heimskautaísnum.
Svo segir í grein eftir Jörgen
Dragsdahl í danska blaðinu In-
formation sem hér er endursögð
- m.a. í framhaldi af skoðana-
skiptum sem nýlega áttu sér stað í
Hveragerði milli sérfræðinga um
flotastefnu Bandaríkjanna á
norðurslóðum.
Grœnland á dagskrá
Það fer fram flókið tafl með
vígvélar á norðurslóðum og oft-
ast nær er hljótt um það. En ný-
lega kom það á daginn að banda-
ríski flotinn hefur um tveggja ára
skeið stutt kafbátaleit frá dönsku
bækistöðinni Station Nord á
Grænlandi norðaustanverðu.
Ekki þarf annað en að líta á kort-
ið til að sjá að Station Nord er vel
í sveit sett til þessa og ekki ætti að
koma neinum á óvart ef Banda-
ríkjamenn vildu koma upp fasta-
herstöð þar.
Að vísu er stöðin í stærsta þjóð-
garði heims. Hvorki friðunar-
menn né grænlenska landstjórnin
verða hrifin af hugmyndinni. En
á Station Nord er flugbraut sem
getur tekið á móti kafbátaleitar-
vélum af gerðinni P-3 Orion, sem
m.a. geta kastað hlustunartækj-
um niður á ísinn, sem þau grafa
sig í gegnum og leggja sitt til kaf-
bátanjósna sem aðstæður gera
mjög erfiðar.
Bandarískir sérfræðingar kalla
þetta svæði „heimsins þýðingar-
mesta svæði að því er varðar
langdræg vopn sem skotið er af
sjó“ (Oran Young). Ýmsirþeirra
telja að kjarnorkustríð geti hafist
einmitt á þessum slóðum.
Danska ríkið er flækt í málið, en
hvorki stjórnin né þingið hafa
nokkru sinni gefið til kynna að
heimskautasvæðin væru með í ör-
yggispólitískri stefnumótun.
Landstjórnin hefur lýst Græn-
land kjarnorkuvopnalaust svæði,
en þingið i Nuuk er nýfarið að
fást við þann viðbúnað við kjarn-
orkustríði sem á þeirri risaeyju er
og á margt ólært.
Miðjuhafið
Flestum óbreyttum þegnum
verður á að telja íshafið óralangt
í burt - það er á jaðri landakorts-
ins. En frá hernaðarsjónarmiði er
það miðpunktur hins iðnvædda
heims. Hinar miklu iðnaðarborg-
ir Norður-Ameríku, Japans, So-
vétríkjanna og Evrópu eru allar í
innan við 7000 km. fjarlægð frá
Norðurpólnum og þangað draga
ýmsar þær eldflaugategundir sem
kafbátar nú bera. Leiðin yfir
ísinn er hinn skemmsta sem til er
fyrir eldflaugar og sprengjuflu-
gvélar risaveldanna og leiðin
undir hann hin skemmsta fyrir
kafbáta sem vilja færa sig í skot-
stöðu á meginland fjandmanns-
ins.
Göt á ísnum
Það er útbreiddur misskilning-
ur að yfir nyrstu slóðum liggi
samfelld ísbreiða. Árið um kring
eru stærri og smærri sprungur og
vakir á honum. Bandaríski
flotinn telur sig vita að á veturna
sé 5-8 % af yfirborði miðhluta
íshafsins auður sjór eða þunnur ís
( um háifur metri að þykkt). Á
sumrin eru þessi íslausu svæði um
15% yfirborðsins. Það hefur
reynst tiltölulega auðleystur
vandi að láta sterkbyggða kaf-
báta brjóta ísinn svo þeir geti
skotið sínum eldflaugum eins og
þurfa þykir.
Aukin umsvif
Bandaríski kafbáturinn Nuti-
lius komst á Norðurpólinn 1958.
Ári síðar braut annar bandarísk-
ur kafbátur sig nokkrum sinnum
upp um ísinn við pólinn. Árið
1962 léku Rússar þetta eftir. En
Íiað er á yfirstandandi áratug að
shafið fær stóraukna hernaðar-
þýðingu. Árið 1984 sagði banda-
ríska ritið Aviation Week &
Space Technology frá því, að nú
vissu menn að það væri orðinn
veigamikill þáttur í flotastefnu
Sovétmanna að geyma kafbáta
búna langdrægum eldflaugum
undir ísnum. Um leið var skýrt
frá því að bandaríski flotinn ynni
af kappi að því að finna nýjar að-
ferðir til að finna kafbáta undir
ísnum, m.a. með leysigeislatækni
og öðrum kerfum sem hægt er að
kasta á ísinn til staðsetningar á
hverjum kafbáti sem dylst undir
honum.
Árið 1980 settu Sovétmenn
fyrsta risakafbát sinn af gerðinni
Tajfún á flot og Bandaríkjamenn
segja að nú eigi sovéskir fimm
slíka kafbáta, sem eru taldir sér-
lega vel til aðgerða undir ísnum
fallnir. Og er haft fyrir satt að
tilkoma þeirra hafi mörgu breytt
um flotastefnu Nató enda séu
slíkir kafbátar „mesta ögrun sem
bandariskir árásarkafbátar hafa
hingað til orðið fyrir“ ( Neswe-
ek).
Yfirburðir í leitartækni
Það eru yfirburðir Bandaríkja-
manna í kafbátaleitartækni sem
hafa þvingað sovéska kafbáta
undir ísinn.
Siglingaleiðir frá sovéskum
höfnum til heimshafanna liggja
um tiltölulega þröng belti sem
Nató hefur „lokað“ með hlerun-
artækjum á hafsbotni sem geta
fylgst grannt með kafbátum sem
yfir fara og komið boðum um þá
áleiðis til skipa og flugvéla.
Margar heimildir telja að þetta
eftirlit sé svo virkt að Bandaríkja-
menn viti í rauninni hvar hver
einasti sovéskur kafbátur er
niðurkominn - að undanskildu
íshafinu og siglingaleiðum rétt
við strendur Sovétríkjanna.
Áleitnari flotastefna
Stjórn Reagans tók upp nýja
flotastefnu sem færir átakalínur
nær Sovétríkjunum sjálfum og
hótar tvímælalaust að eyða so-
véskum eldflaugakafbátum þeg-
ar í upphafi styrjaldarátaka.
Menn hafa hafnað því að gera
GIUK- hliðið (lína dregin frá
Grænlandi yfir ísland til Bret-
lands) og Noreg að víglínu.
Flotinn skyldi ef til kæmi svamla
norður eftir korti svo að hægt
væri að ógna sovéskum skipum
úti fyrir bækistöðvum hans í
Múrmansk.
Bandarískur herfræðingur, C.
G. Jacobsen, segirí International
Defense Review að það hafi orð-
ið nauðsynlegt Sovétmönnum að
færa sér íshafið í nyt eftir að Nor-
egur varð með virkari hætti en
áður hluti af hinni áleitnu flotast-
efnu. Aðgangur að Noregi gaf
bandaríska flotanum möguleika
á að fylgja eftir viðleitni til að
komast inn á Barentshaf og ögra
sovésku forræði á svæðinu, segir
hann ennfremur.
James Watkins aðmíráll segir í
fyrra í flotatímaritinu Procee-
dings að „þörfin fyrir áleitnar að-
gerðir er ótvfræð. Þarna verður
sovéski flotinn og þar verðum við
að vera reiðubúnir til að berjast.
Sóknaraðgerðir þar með kafbát-
um og eftirlitsflugvélum og öðr-
um þeim búnaði sem ætlað er að
glíma við kafbáta munu þvinga
sovésku kafbátana til að hörfa til
varnarstöðva sinna til að vernda
þar eigin eldflaugakafbáta. Þetta
sviptir Sovétmenn möguleikan-
um á að gera snemma í átökum
tilraunir til að skera á samgöngu-
leiðir okkar til Evrópu.
Á næsta skeiði strríðsins, skrif-
ar Watkins, munum við ráðast
gegn öllum sovéskum kafbátum,
og þá þeim sem búnir eru lang-
drægum eldflaugum.
í þriðja áfanga á að reyna að
stöðva stríðið í stöðu sem er hag-
kvæm Nató og er þá enn lögð
áhersla á kafbátaveiðar, sem geti
„breytt kjarnorkujafnvæginu
okkur í hag“.
Miklir peningar
Þetta eru ekki orðin tóm hjá
Watkins. Lögð hefur verið á síð-
ustu misserum gífurleg áherslu á
ASW (vígbúnað gegn kafbátum)
- og fékk rannsóknaáætlun undir
því nafni t.d. meira en 16 miljarði
dollara á einu bretti árið 1985 og
flotinn vonast til að fá 26 miljarði
árið 1989.
í gangi eru margvíslegar rann-
sóknir á hljóðbylgjum frá yfir-
borði jarðar sem truflað geta
samband við kafbáta í sjó niðri,
sömuleiðis á áhrifum íss á fjar-
skipti og þar fram eftir götum.
Verklegum tilraunum með út-
búnað kafbáta á heimskauts-
svæðum fjölgar, og er margt af
því þögn varið. Til þessa hefur
bandaríski flotinn einkum treyst
á eldflaugar af Subroc gerð í bar-
daga kafbáta við kafbáta, en þær
eru ónothæfar í íshafinu og nú er
verið að smíða tundurskeyti búin
kjarnaoddum til þess að skjóta að
sovéskum risakafbátum undir ís-
num. Um leið er lögð aukin
áhersla á að smíða kafbáta sem
brúka má á íssvæðum. Á teikni-
borðinu er sérhæfður kafbátur
sem kallaður er Seawolf (áætlað
verð pr. stykki 1,6 miljarður doll-
ara) sem á að leysa af hólmi eldri
kafbáta atómknúna af gerðinni
Sturgeon og Los Angeles.
Ut í óvissuna
Kapphlaupið heldur áfram.
Bæði risaveldin vísa náttúrlega til
þess að þau séu að verja hendur
sínar. Og á meðan iðka sérfræð-
ingar þrætubókarlist um það
hvernig Sovétríkin kynnu að
bregðast viö ef að þeim fyndist að
eitt helsta tromp sitt, eldflauga-
kafbátarnir undir heimskautaísn-
um, væru í hættu. Sumir (t.d.
Barry Posen í tímaritinu Intern-
ational Security) telja, að ef
bandarískir kafbátar sigla á átak-
atíma inn á vettvang sovéskra
eldflaugakafbáta geti það leitt til
styrjaldar. Kafbátar beggja aðila
muni þá þurfa að bregðast við
hreyfingum hins án þess að geta
ráðfært sig sem skyldi við aðal-
stöðvarnar heima, m.a. vegna
erfiðleika á fjarskiptum frá
kafbátum undir ís - og það gæti
orðið stutt í það að vopnum yrði
beitt ef að kafbátsforingjar teldu
sig í háska. Aðrir eru svo bjart-
sýnir óskhyggjumenn og telja að
Sovétmenn gætu etv. sætt sig við
að missa nokkra kafbáta án þess
að til stigmögnunar í atómstríði
kæmi (Tom Stefanick í málgagni
The Arms Control Association).
En semsagt: hvað þá verður,
veit nú enginn....
ÁB tók saman.
Norður-ls-hafið er f miðju hins iðnvædda heims, héðan er hægt að skjóta á allar
helstu framleiðslumiðstöðvar.
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN FÖStudagur 21. ágúst 1987