Þjóðviljinn - 21.08.1987, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 21.08.1987, Blaðsíða 16
Aðalsími 681333 Kvöldsími 681348 Helgarsími 681663 Föstudaour 21. öoúst 1987 182. tölublað 52. öroanour SKOLAVELTA1 LEEHN AÐFARSCLU SKÓLACÖNCU SAMVINNUBANKI ÍSLANDS HF Nýja flugstöðin Friðrik Sóphusson Guðmundur H. Garðarsson Hef hreint sakavottorð Guðmundur: Tel ekkert óeðlilegt við að Lífeyrissjóður verslunarmanna sé einn stœrsti tilboðs- gjafinn í tilboði einka- geirans. Eg hef hreint sakavottorð, sagði Guðmundur H. Garðarsson, stjórnarmaður í Lífeyrissjóði verslunarmanna og starfsmaður Sölumiðstöðvar hraðfrystihús- anna, þegar hann var spurður að því hvort það væri ekki óeðlilegt að Lífeyrissjóðurinn væri einn stærsti tilboðsgjafinn í tilboði einkageirans í Útvegsbanka- skuldabréfin. Guðmundur sagðist telja þetta góða fjárfestingu og því ekkert óeðlilegt við tilboðið. „Eruð þið á Þjóðviljanum ekki alltaf að hamra á því að það sé mikill gróði í bönkum." Hann benti á að lífeyrissjóður- inn hefði átt í samningaviðræðum við starfsfólk bankans og banka- ráð að undanförnu um að starfs- fólkið gengi í lífeyrissjóðinn. „Ég tel einnig sjálfsagt að líf- eyrissjóðimir styðji atvinnulífið og við teljum okkur gera það með þessu." Guðmundur var spurður að því hvort tengsl hans við SH hefðu ekki haft nein áhrif á þetta. Hann harðneitaði því og sagði að hann ætti ekki að líða fyrir það þó hann þyrfti að vinna fyrir sér og sínum. „Ég er hvorki atvinnupólitíkus né atvinnuverkalýðsleiðtogi, heldur verð ég að vinna fyrir mér. Ég neita því að menn séu einsog hundar í spotta þó að þeir vinni hjá öðrum. Ég hef aldrei verið þekktur fyrir það.“ Öfugum megin vegar. Um kaffileytið í gær henti það óhapp að hjólagrafa, sem dregin var af vörubíl eftir Nýbýlaveginum i Kóþavogi hafnaði á hliðinni í húsagarði. Engin slys urðu á mönnum en nokkrar skemmdir urða á trjágróðri þar sem grafan lagðist útaf. Mynd sig. Garðabœr Hús reist án leyfis Stcypustöðin Ós hefur reist við- byggingu við iðnaðarhúsnæði sitt í Garðabæ, án þess að teikningar af húsinu hafi verið samþykktar af bygginganefnd. Það eru þeir Ólafur Björnsson, byggingameistari, sem nýlega missti réttindi byggingameistara í Reykjavík, vegna Hamarshúss- ins, og Einar Vilhjálmsson, bróðir Vilhjálms Vilhjálmssonar, borgarfulltrúa íhaldsins, sem reka Steypustöðina Ós. Tvö ár eru síðan þeir sóttu um að reisa þessa viðbyggingu, en bygginganefnd frestaði af- greiðslu umsóknarinnar, þar sem ekki hafði verið gengið frá end- anlegum lóðamörkum. Þrátt fyrir að teikningar hefðu ekki verið af- greiddar réðust þeir Ólafur og Einar í bygginguna og var hún langt komin þegar uppgötvaðist hvað var á seyði. Var byggingin þá tafarlaust stöðvuð, að sögn Agnars Ástráðssonar, bygging- arfulltrúa. „Það er mjög sérstakt að svona stórt hús rísi án tilskilinna leyfa. Það er nokkuð ljóst að bygging- araðilunum verður refsað, alla- vegana verður beitt ávítun,“ sagði Agnar. Hann sagðist ekki geta sagt um hvort Ólafur yrði einnig sviptur meistararéttindum í Garðabæ, þar sem hann hefði áður verið sviptur þeim í Reykja- vík. Ós hafði sótt um að stækka lóð sfna og þessvegna hafði ekki ver- ið gengið frá endanlegum lóða- mörkum. Ástæða þess að Ós sótti svona stíft um stærri lóð er sam- kvæmt heimildum Þjóðviljans sú að þeim hafði verið lofað láni úr Norræna fjárfestingarbankanum en bankinn hafði farið fram á veð í lóðinni. Nú hefur verið gengið frá lóðarstækkuninni og bættist dágóður skiki við lóðina sem var stór fyrir, að sögn Agnars. -Sáf Milljarður er það samt Fjármálaráðherra vísar fullyrðingum byggingarnefndar tilföðurhúsanna Frá því í aprfl s.l. hefur bygg- ingarnefnd flugstöðvarinnar á Keflavíkurflugvelli óskað eftir tæpum milljarði í aukafjár- veitingu til stjórnvalda, segir í fréttatilkynningu íjármálaráðu- neytisins, vegna fullyrðinga „Varnarmálaskrifstofunnar“ að framkvæmdir við flugstöðina hafi „aðeins" farið 250 milljónum króna fram úr upphaflegri kostn- aðaráætlun. í fréttatilkynningunni segir að meginathugasemd ráðuneytisins við fjárreiður byggingarnefndar flugstöðvarinnar sé sú að í árslok í fyrra hafi ekki legið fyrir upplýs- ingar frá nefndinni að kostnaður íslendinga vegna framkvæmda við flugstöðina næmi 1,2 milljarði króna á þessu ári. Við afgreiðslu fjárlaga lá aðeins fyrir rökstudd beiðni um 520 milljónir frá nefndinni þar sem fullyrt var að sú fjárhæð dygði til að taka flug- stöðina í notkun s.l. vor. í maí s.l. gerist það svo að nefndin upplýsir að kostnaður ís- lendinga á árinu geti numið allt að 700 milljónum umfram þær 520 veittar höfðu verið til flug- stöðvarbyggingarinnar á fjár- lögum. Fjármálaráðuneytið segir að þessar upplýsingar hafi komið á óvart enda hafi engar upplýs- ingar borist ráðuneytinu frá nefndinni um breyttar forsendur- Þessu til viðbótar liggja fyrir beiðnir frá byggingarnefnd, við fjárlagagerð 1988, um 250 Sárt að Eg get ekki annað sagt en mér þykir það afskaplega leitt og miður að svona fór. Eg get vel skilið sárindi Þuríðar Pétursdótt- ur þegar umsókn hennar var ekki svarað eins og cðlilegt hefði verið, sagði Pétur Bjarnason, fræðslu- stjóri Vestfjarða og í Svæðis- stjórn um málefni fatlaðra á Vest- fjörðum, um umsókn Þuríðar um stöðu framkvæmdastjórna Svæð- isstjórnar. milljón króna aukafjárveitingu. Eins og kunnugt er hefur fjár- málaráðherra óskað eftir að Ríkisendurskoðun færi ofaní saumana á bókhaldi flugstöðvarf- ramkvæmda og varpaði ljósi á það hvers vegna ekki hafi verið gerð grein fyrir viðbótarfjárþörf vegna verðlagsbreytinga og geng- isþróunar fyrr en við uppgjör og - Skýringin á þessari töf er sú að sumarfrí hafa staðið yfir. Um það leyti þegar ég fór í frí fyrir fimm vikum síðan, þá sagði for- maðurinn mér frá því að umsókn- in hefði borist og bjóst við að af- greiða hana nokkrum dögum síð- ar. Ég vissi ekki betur en það hefði verið gert, sagði Pétur Bjarnason. - Þegar ég kom heim úr fríi og frétti af því að Þuriði hefði ekki hvernig byggingarnefndinni hafi tekist að fjármagna umframfjár- þörfina. Jafnframt er fjármála- ráðherra umhugað að vita hvaða ráðstafanir byggingarnefndin hafi gert til að tryggja fjármagn til 250 milljón króna viðbótarfram- kvæmda og hvort ráðist hafi verið í þær framkvæmdir án undan- genginnar fjármögnunar. verið svarað, reyndi ég eins og ég gat að ná í formanninn, en hann var þá í ferðalagi um Norðurlönd og er enn. Ég vil bara endurtaka það að það er sárt að missa af jafn ágætri konu úr bænum og Þuríður er, sagði Pétur Bjarnason. Formaður Svæðisstjórnarinnar er Magnús Reynir Guðmunds- son, bæjarritari á ísafirði. -rk ísafjörður sjá á bak Þuríði Má gera betur Þetta er skoðun Árna Sigfús- sonar. Ég treysti mér ekki til að breyta henni. Þó það megi sjálfsagt alltaf gera bctur og tengsl forystu við almenna flokksfélaga og kjósendur megi vera meiri, þá held ég að forystu- menn flokksins hafi kappkostað að rækta sem bcst þeir mega sam- bandið við kjósendurna og fé- lagana, sagði Friðrik Sóphusson, varaformaður Sjálfstæðisflokks- ins. - Strax að loknum kosning- aúrslitum var allfjölmenn nefnd skipuð sem falið var að safna saman sem flestum viðhorfum er kunna að vera innan flokksins um það hvernig best megi tryggja innviðina og bregðast við fylgis- tapinu. Á grundvelli þeirra skýrslna sem þessi nefnd hefur skilað og liggja frammi, mun þingflokkurinn og miðstjórn flokksins koma saman í lok mán- aðarins og benda á leiðir sem gætu horft til betri vegar og vir- kjað flokksmenn sem best til dáða, sagði Friðrik Sóphusson. - í þessum skýrslum koma fram ólík sjónarmið og sjónarmið Árna Sigfússonar eru aðeins ein þar á meðal, sagði Friðrik Sóp- husson. -rk

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.