Þjóðviljinn - 21.08.1987, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 21.08.1987, Blaðsíða 7
Vofa Jósefs Stalíns gengur Ijósum logum um Sovétríkin enn þann dag í dag. þá hafi farið að lögum einsog nú. Fólk getur verið fullvisst um það að óvinir sovétskipulagsins hurfu ekki einsog dögg fyrir sólu á fyrstu 20 árum eftir byltingu. Ónei. Þeir góðu menn höfðu hægt um sig og unnu fólskuverk sín svo lítið bar á. Þetta voru útsendarar borgar- astéttarinnar og fulltrúar fjand- samlegra viðhorfa sem gjarna störfuðu í flokknum og reyndu að grafa undan honumsegir meðal annars í bréfi Karakozofs fyrrum hermanns. Og hann klykkir út með eftirfarandi: „Þar sem hin opna umræða virðist vera tak- markalaus í blaði yðar þá þakka ég fyrirfram fyrir birtingu þessa bréfs." í kjölfar skrifa Karakozofs sigldu síðan nokkur bréf þar sem látin voru í ljós öndverð viðhorf. Eitt var til að mynda frá manni sem sagðist hafa verið hnepptur í ánauð fyrir að hafa spurt emb- ættismann hver væri eiginlega stefna flokksins í menningarmál- um. En, segja ritstjórar tímarits- ins, enn fleiri skrif bárust frá fólki sem kvaðst vera hjartanlega sam- mála Karakozof. -ks. Suður-Afríka Sovétríkin Gagnsókn stalínista Nýverið hafa birstísovéskum blöðum og tímaritum bréffrá lesendumsem harma „ófrœgingarherferð“ á hendurJósef Fjölmargar greinar hafa birst að undanförnu í sovéskum blöðum og tímaritum þar sem fjallað er um valdaskeið Jósefs Stalíns og gerð grein fyrir mörgu sem miður fór í stjórnartíð hans. Þetta virðist ekki falla öllum í geð og nú hafa aðdáendur harðstjórans hafið gagnsókn. Þeir fá birt lesendabréf í þessum sömu ritum og harma í þeim að barátta Gorbatsjofs leiðtoga fyrir „glasnost“ (opinskárri umræðu) og nýfengið prentfrelsi skuli mis- notuð svo gróflega. Telja stalín- istar þessir af og frá að hægt sé að sitja undir því þegjandi að minn- ing mannsins sem leiddi þjóðina til sigurs á herjum nasista í síðari heimsstyrjöld skuli útbíuð í auri. Bréfin minna menn á þá stað- reynd að fjölmargir þegnar So- vétríkjanna, jafnt fólk sem var uppi á valdatíma Stalíns (frá Stalín 1924-1953) og margt yngra fólk, hafi aldrei verið þeirrar skoðunar að Stalín hafi verið harðstjóri og vita fæst um hryðjuverk hans. Enda tæplega við því að búast þar eð heimildir um misgerðir hans hafa verið næsta fáskrúðugar eystra fram til þessa. Flestir aðdáenda Stalíns eru af eldri kynslóðinni, einkum flokksfélagar og stríðshetjur, sem fegra í huga sér tímabil styrkrar stjórnar þegar landið var iðnvætt af krafti. En einnig er að finna yngra fólk í þessum hópi og virðist það eink- um sjá samansemmerki milli leið- sagnar Stalíns og ýmsra göfgra kennda svo sem röggsemi og góðs aga í samfélaginu. Sá ljóður er hinsvegar á ráði þessa unga fólks að það veit bókstaflega ekkert um stjórnarhætti Stalíns né ýms skuggaleg atvik í sovéskri sögu, svo sem Moskvuréttarhöldin og fjöldamorðin sem sigldu í kjölfar þeirra. Þótt minningin um Jósef Stalín sé hvergi í heiðri höfð opinber- lega í austurvegi nema á bernsku- slóðum hans í Grúsíu fullyrða ýmsir er gerst þekkja að víða á heimilum manna hangi lítil mynd af honum á stofuveggnum. Fyrir nokkru birtist grein í vik- uritinu Ogonyok þar sem fjallað var um réttarhöld í málum yfir- manna Rauða hersins árin 1937- 1938. Það hefur ekki verið á vit- orði margra í Sovétríkjunum að ein af skýringum ófara hersins í upphafi átakanna við nasista sé sú að hann var nánast höfuðlaus. f málaferlum þessum voru þrír af fimm marskálkum hersins dæmd- ir til dauða og skotnir. 13 af 15 hershöfðingjum voru teknir af lífi. 50 af 57 stórdeildarforingjum voru drepnir. Af 186 herdeildar- foringjum var aðeins 32 hlíft. 99 af 108 flokksfulltrúum (kommiss- örum) hersins voru vegnir og sömu leið fór 401 af 456 ofurst- um. Ritsmíð þessi bögglaðist mjög fyrir brjósti gamals hermanns sem svaraði um hæl. „Ég tel nauðsynlegt að leggja áherslu á að sú hreinsun sem átti sér stað í samfélaginu skömmu fyrir stríð hafi verið bráðnauðsynleg og ég veit ekki betur en að dómstólar Lögreglan pyntar blökku- böm I nýútkominni skýrslu erfarið ófögrum orðum um misþyrmingar á þeldökkum börnum Gorbatsjof og Nakasone. Njósna mínir menn? Nei það er af og frá. Japan/Sovétríkin Brottrekstrar á báða bóga Samskipti Sovétmanna ogJapana eru með versta móti um þessar mundir Sovésk stjórnvöld létu það boð út ganga í gær að þau hefðu vísað tveim japönskum sendi- ráðsmönnum úr landi vegna meintra njósna og skömmu síðar bárust þær fréttir frá Tókýó að sovéskum verslunarfulltrúa hefði verið gert að hypja sig fyrir sömu sakir. Grunnt hefur verið á því góða milli stjórna Japans og Sovétríkj- anna í sumar. Hafa ásakanir um njósnir og ófrægingarherferðir flogið á milli höfuðborganna Tókýó og Moskvu í gríð og erg. Talsmaður sovéska utanríkis- ráðuneytisins, Gennady Gera- simof, kvað sendiherra Japana hafa verið kvaddan á fund ráðu- neytismanna í gær og honum tjáð að flotafulltrúi sendiráðs hans hefði farið í njósnaleiðangur um höfnina í Odessa þann 29. júlí. Sendiherrann lét sem hann kæmi af fjöllum ofan og ekki dró úr furðu hans þegar honum var enn- fremur tjáð að fulltrúi Mitsubishi fyrirtækisins í Moskvu væri líka njósnari og báðir yrðu þeir að hverfa úr landi. Ekki stóð á viðbrögðum. Utanríkisráðuneytið í Tókýó greindi frá því að varaverslunar- fulltrúinn í sovéska sendiráðu- neytinu þar í borg hefði lagt stund á iðnaðarnjósnir og yrði því að hverfa á brott hið snarasta. Vita- skuld var Sovétmaðurinn jafn hlessa á þessum miskilningi og kollegar hans f Moskvu. Japanir lögðu áherslu á að hér væri ekki um hefnd að ræða og kváöust efast um að samskipti ríkjanna versnuðu þrátt fyrir atvik þessi. Suðurafrískir lögreglumenn þurfa ekki að óttast að verða látnir sæta ábyrgð gjörða sinna þótt þeir leggi hendur á blökk börn í fangelsum og á lögreglu- stöðvum. Enda gera þeir það ó- spart. Alþjóðanefnd lögfræðinga nýtur mikils álits fyrir baráttu sína fyrir mannréttindum vítt og breitt um heiminn. Nýverið voru fjórir félagar nefndarinnar á ferð í Suður-Afríku í því augnamiði að kanna réttmæti ásakana í garð yfirvalda þar þess efnis að svartir fangar væru beittir harðræði, börn jafnt sem fullorðnir. Skýrsla þeirra kom út í gær og í henni er dregin upp nöturleg mynd af ástandi þessara mála. „Mjög algengt er að börn í fanga- vist séu barin með svipum og hnefahögg látin dynja á þeim fyrir minnstu sakir. Við sáum ljósmyndir af svörtum börnum er báru ör sem augljóslega voru af völdum misþyrminga. Það sem við höfum nú greint frá sýnir svart á hvítu að lögregl- an hefur ótarkmarkað vald til að handtaka fólk og halda því föngnu án þess að þurfa neitt að óttast frá dómsyfirvöldum. Það er nánast óheyrt að lögreglu- menn sem sannanlega hafa gert sig seka um gróf ofbeldisverk hafi þurft að sæta ábyrgð gerða sinna." í skýrslunni kemur fram að ástand mannréttindamála í svo- nefndum heimalöndum blökku- manna (Transkei, Ciskei, Venda og Bophutswana) sé jafnvel verra en í Suður-Afríku sjálfri. „Tveir okkar hittu böm í Cisk- ei sem báru þess ljóslega merki að þeim hafði verið misþyrmt þótt átta mánuðir væru liðnir frá því þau voru yfirheyrð. Börnin sögðust hafa verið hýdd með svipum og stálvír og að brennandi vatni og logandi plasti hefði verið slett á þau. Þau tjáðu okkur að þeim hefði verið neitað um læknishjálp." Skýrsluhöfundar segjast hafa í höndum sannanir fyrir því að pól- itískir andófsmenn í heimalönd- unum séu beittir miklu harðræði og að fangar, börn og fullorðnir, væru „pyntaðir á hroðalegan hátt af lögreglusveitum sem hafa náið samstarf við eða lúta stjórn ör- yggissveita Suður-Afríku.“ I skýrslunni er stjórn Bothas forseta gagnrýnd harðlega fyrir að hafa framlengt neyðarástands- lögin þann 11. júní en þau hafa verið í gildi í landinu í rúmt ár. Höfundar segjast ítrekað hafa fengið fregnir af harmi lostnum foreldrum sem vissu ekkert um afdrif barna sinna annað en það að þau hefðu verið handtekin af lögreglunni. Þetta var fyrsta sinni í tuttugu ár að sendimenn Alþjóðanefndar lögfræðinga ferðast til Suður- Afríku. Nefndin hlaut Evrópsku mannréttindaverðlaunin árið 1980. Félagar hennar eru lög- fræðingar frá meira en sextfu löndum og nýtur hún viðurkenn- ingar á alþjóðavettvangi. -ks. ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.