Þjóðviljinn - 26.08.1987, Side 2
KRINGLAN
Gunnar Árnason, sölustjóri hjá Hagkaup: Kringlan mun vafalaust verða til þess að hvetja kaupmenn í gamla miðbænum til dáða,
Hagkaup
Kringlan er bylting
Sölustjóri Hagkaups: Undirtektir fólksins með eindæmum góðar.
Lætur nærri að 130-140 þúsund manns hafi komið fyrstu dagana.
Mikil samkeppni meðal kaupmanna. Vöruverð eins og tíðkast í
öðrumverslunum
Það er enginn vafi á því
að opnun Kringlunnar þann
13. ágústsíðastliðínn mark-
artímamót í íslenskri versl-
unarsögu. í þessari næst-
stærstu byggingu þjóðar-
innar er að f inna 76 verslan-
ir og þjónustukjarna á
28.000 fermetra gólffleti og
starfsmannafjöldi erum
400, sem er álíka fjöldi og
vinnur að verðmæta-
sköpun í meðalstóru þorpi
við sjávarsíðuna.
Fyrstu dagana sem Kringlan
var opin er talið að um 140.000
manns hafi komið þar inn fyrir
dyr, sem er álíka fjöldi og var á
kjörskrá fyrir síðustu alþingis-
kosningar. Til samanburðar má
nefna að á stórum vörusýningum
sem haldnar hafa verið hér á
landi hafa menn verið ánægðir
með að fá um 40-60 þúsund
manns á nokkrum vikum. Að-
standendur Kringlunnar eru að
vonum mjög ánægðir með þessar
viðtökur og hafa óspart látið í Ijós
þá skoðun að raunhæft sé að tala
um 13% verslunar á höfuðborg-
arsvæðinu verði í Kringlunni, en
einnig hefur heyrst eftir þeim
bjartsýnustu að verslunin eigi
jafnvel eftir að verða meiri ef að
líkum lætur.
Á ferð sinni um Kringluna í síð-
ustu viku náði blaðamaður Þjóð-
viljans tali af sölustjóra Hag-
kaups, Gunnari Árnasyni, og
spurði hann fyrst að því af hverju
ráðist hafi verið í byggingu þessa
stórhýsis, hvort ekki hafi verið
nægilegt verslunarrými fyrir í
borginni.
„Svona bygging hafði lengi
verið draumur ráðamanna Hag-
kaups, en þeir höfðu kynnst stór-
um verslunarhúsum sem þessum
erlendis og hrifist mjög af, enda
hefur þetta form verslunar verið
að sækja á alls staðar í okkar ná-
grannalöndum. Ég tel engan vafa
leika á því að það hafi verið brýn
nauðsyn á að opna stað sem
þennan þar sem álag á stórmark-
aðina hér var orðið ansi mikið á
mestu annatímunum og bara
spurning um tíma hvenær þeir
kæmu til með að anna ekki þeim
kröfum sem viðskiptavinir gera
til nútímaþjónustu.”
En er ekki við því að búast að
Kringlan muni taka stóran skerf
frá öðrum verslunum í borginni
og einnig frá nálægum byggðar-
lögum?
„Þaö er ljóst að verslun mun
dragast saman annars staðar og
Kringlan mun taka af öllum
markaðinum. Hvað það verður
mikið er ekki hægt að segja á
þessu stigi. Þó má búast við því að
helgarverslunin muni dragast
eitthvað saman í næstu nágranna-
byggðarlögum.”
Opinber tala um byggingar-
kostnað Kringlunnar er um 1700
milljónir króna en það er einnig
Ijóst að það er ekki nema brot af
þeim kostnaði sem verslunar-
eigendur hafa síðan lagt í að gera
búðir sínar sem áhugaverðastar
fyrir viðskiptavinina og hafa
menn nefntsem raunhæfan kostn-
að við Kringluna eitthvað á bilinu
4-5 milljarða króna. Bendir þetta
ekki til þess að verslunin sé í
blóma og hafi næga peninga milli
handanna?
„Það er mjög erfitt að alhæfa
nokkuð um kostnaðinn. Menn
eru þessa stundina að reikna út
sinn kostnað og ekki öll kurl
komin til grafar ennþá. En það er
einnig ljóst að menn hafa ekki
náð í þennan pening í rassvasann,
heldur hafa menn selt eignir og
einnig fengið mismikið fé að láni
til að standa straum af þessum
kostnaði. En það verður líka að
hafa það í huga að hér standa
menn og falla með gerðum sín-
um. Verslunareigendur hafa ekki
að neinu að hlaupa í kröggum sín-
um. Ég hef ekki trú á öðru en að
þeir sem fjárfest hafa hér eigi
eftir að fá það til baka og gott
betur ef fer sem horfir í aðsókn
fólksins hingað í Kringluna.“
Nú eruð þið Hagkaupsmenn
með tvær stærsu verslanirnar hér í
Kringlunni, en hættuð við að
leggja niður verslunina í Skeif-
unni. Hvernig stóð á því?
„Upphaflega stóð til að Hag-
kaup hefði hér sínar höfuðstöðv-
ar. En þegar leið á byggingartím-
ann koma í ljós að vegna þrengsla
á svæðinu yrði það mjög eifitt.
Einkum og sér í Iagi vegna þess
að mjög erfitt yrði með alla að-
drætti hingað. I því sambandi má
nefna alla vinnu við gáma, en eins
og sjá má hefði það nánast orðið
óvinnandi verk vegna þrengsla.
Vegna þessa plássleysis var þessi
ákvörðun tekin en ekki vegna
þess að menn hefðu ekki tiltrú á
Kringlunni, langt í frá.“
En spennir verslunin ekki bog-
ann til hins ýtrasta með þessari
glæsilegu og íburðarmiklu bygg-
inu? Mun þetta bera sig?
„Ég er ekki í nokkrum vafa um
það að Kringlan mun bera sig.
Hún var í 4 ár í skipuiagningu og
hönnun og útkoman er sú að hér
er hlýtt og notalegt umhverfi og
rúmgott. Enda hefur fólk verið
óspart á stóru hrifningarorðin
þegar það er spurt um hvað því
finnist um árangurinn. Fólkinu
lfkar mjög vel hér og flestir ef
ekki allir mjög ánægðir með
hvernig til hefur tekist. Nú þarf
fólk ekki lengur að fara utan til að
versla í nútímalegum verslun-
armiðstöðvum. Það finnur allt
það besta hér sem er jafnvel betra
en gengur og gerist í nágranna-
löndum okkar. Nútímaverslun
krefst þess að viðskiptavinurinn
hafi það sem best meðan hann er
að versla og ég held að við höfum
náð þeim árangri hér í Kringl-
unni. Það er fyrir mestu að við-
skiptavinurinn sé ánægður. Öll
verslun stendur eða fellur með
áliti hans. Ef honum líður vel við
að versla er eftirleikurinn kaup-
manninum í hag.“
En verður verðlag ekki hœrra í
Kringlunni en annars staðar í
borginni? Verður hœgt fyrir
kaupmanninn að reka verslun hér
í rándýru húsnæði án þess að hafa
vöruna dýra?
„Þetta er mikill misskilriingur.
Hér innandyra er mikil og sterk
samkeppni milli verslana. Það er
engum kaupmanni í hag að hafa
sína vöru það dýra að hún
hreyfist ekki. Miklu fremur að
hafa hana ódýra og ná þannig
fram meiri veltu. Enda er hér svo
auðvelt fyrir fólk í mestu ró-
legheitum að velta fyrir sér verð-
laginu til samanburðar við það
sem það þekkir. Einnig ber að
nefna það að margir kaupmenn
eru líka með aðrar búðir í rekstri í
öðrum bæjarhlutum og þeir
kappkosta að hafa verðlag á sín-
um vörum það sama og í hinum
verslununum. Annað hefur ekki
komið í ljós hingað til. Hvað
Hagkaupsverslanimar áhrærir er
okkar gamla slagorð enn í gildi:
Drýgið lág laun, kaupið góða
vöru ódýrt.”
Að lokum Gunnar. Gengur
Kringlan af gamla miðbænum
dauðum?
„Nei, ég hef enga trú á því.
Þessi samkeppni sem Kringlan
veitir honum kemur til með að
örva þá kaupmenn sem þar eru til
frekari dáða. Og hverjum kemur
það til góða? Að sjálfsögðu þér
og mér sem viðskiptavinum.
Þannig að þegar öllu er á botninn
hvolft kemur Kringlan til með að
lækka vöruverð á höfuðborgar-
svæðinu í samkeppni um við-
skiptavinina,” sagði Gunnar
Ámason sölustjóri Hagkaups.
Sérverslun
með
svínakjöt
KRINGLAN 8-12
SÍMI 689555
&
grh
2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Mlévlkudagur 26. ágúat 1987