Þjóðviljinn - 26.08.1987, Side 10

Þjóðviljinn - 26.08.1987, Side 10
__________KRINGLAN___________ Viöhorf almennings til Kringlunnar Sitt sýnist hverjum Fólk af landsbyggðinni: Of mikið í Kringluna lagt. Peningastreymið suðurer hér sjáanlegt. Hefðum notað þessa peninga í þarfari og nytsamari hluti. Fólk af höfuðborgarsvæðinu: Líst Ijómandi á þetta. Verðlag eins og gengur annarsstaðar. Aðalkosturinn við Kringluna að hér er allt innandyra og á sama stað Frá því að Kringlan var opn- uð almenningi hafa menn ver- ið ósparir á hástemmd lýsing- arorð um það hve vel hefur tekisttilmeð allarfram- kvæmdir þar innan dyra, þó menn hafi ýmislegt á hornum sér hvarð viðvíkurfram- kvæmdum utan dyra. Þjóðviljanum þótti því rétt að forvitnast nánar um af- stöðu hins almenna borgara til Kringlunnar: Hvort við hefð- um yfirhöfuð efni á að ráðast í þessardýru framkvæmdir, og hvort peingunum sem farið hafa í bygginguna og í það að gera verslanirnar eins vel úr garði og raun ber vitni, hefði verið betur varið í eitthvað annað þarfara. í því skyni voru nokkrir vegfarendur á göng- ugötunum teknir tali og þeir spurðir hvernig þeim kæmi Kringlan fyrir sjónir. Sólveig Snæland tll vinstri og Margrét Jónsdottir: Okkur líst Ijómandi á Kringluna. Sólveig Snæland 17 ára og Margrét Jónsdóttir 19 ára, báðar Reykvíkingar, sátu við gosbrunninn nýbúnar að versla sér blómvönd í Blómavali. Þær vinna báðar sem framreiðslust- úlkur í Múlakaffi við Hallarmúla. Hvernig kemur Kringlan þeim fyrir sjónir? Sólveig: „Mér finnst þetta mjög fínt hérna. Þetta minnir mig á verslanir erlendis. Helsti kost- urinn við Kringluna er að hér er allt á einum stað. Nú voruð þið að kaupa ykkur blómvönd. Hvaðfinnstykkurum verðlagið hér í Kringlunni? Margrét: „Eftir því sem ég kemst næst þá virðist mér það vera mjög svipað því sem er niðri í bæ. En vöruúrvalið er æðislega flott og allt það nýjasta sem er á boðstólum í dag er hér til sölu. Finnst ykkur of mikið í þetta lagt? Sólveig: „Persónulega finnst mér það ekkt, en viðskiptavinir okkar í Múlakaffi, vörubílstjór- arnir, þeim finnst örugglega vera bruðlað með peningana hér. Ef þeir væru spurðir þá myndu þeir svara því til að mun betra hefði verið að nota alla þessa fjármuni sem eytt hefur verið hér í að gera betri vegi út um allt land. Það er ekki vafi á því,” sagði Sólveig Snæland og Margrét kinkaði kolli til samþykkis því sem vinkona hennar sagði um viðhorf bílstjór- anna. Bjarki Birgisson 16 ára Patreksfirðingur, Sem er hættur í skóla í bili, en í staðinn hefur hann hugsað sér að beita í vetur fyrir línubátinn Andra BA. Hvernig líst honum á Kringluna? „•Þetta minnir mig á stórmark- aði erlendis sem ég hef séð. Við fyrstu sýn bendir allt til þess að hér sé feikna vöruúrval.” Telurðu að peningunum sem hér hefur verið eytt hefði betur verið varið í framkvœmdir, til dæmis í þínu heimahéraði, sem örugglega hefði haft þörffyrir þá? „Já, það er ekki nokkur vafi á því. Kringlan hefði að ósekju mátt vera svolítið látlausari. Eg geri ráð fyrir því að með tilkomu Kringlunnar verði straumur landsbyggðarfólks hingað suður til að versla enn meiri en nú er og þykir víst mörgum heima nóg um það sem fyrir er. Það besta við Kringluna er það að hún skuli vera öll innandyra.” Er eitthvað sem þérfinnst vanta hér? „Já, eftir að hafa gengið hér um í dag, þá væri alveg tilvalið að hafa hér til leigu hjólaskauta til að auðvelda manni alla yfirferð- ina um göturnar. En sætin hér koma einnig að góðu gagni við að hvfla sig,” sagði Bjarni og kímdi. Bjarkl Birgisson 16 ára Patreksfirðingur: Þetta minnir mig á stórmarkaði erlendis. Svanhildur Jakobsdóttir húsmóðir úr Njarðvíkum var ný- komin í Kringluna til að skoða sig um og virða fyrir sér nýmælin sem þar eru að finna. Hvernig líst henni á Kringluna? „Mér finnst þetta mjög glæsi- legt og öll þjónusta sýnist mér vera til fyrirmyndar.” Telurðu að Kringlan muni draga eitthvað til sín verslun úr þinni heimabyggð? „Já, fyrsta kastiö má búast við því að fólk frá Suðurnesjum komi hingað til að versla, það er að segja það fólk sem hefur tök á því. Mér virðist vöruúrval hér vera mjög fjölbreytt og jafnvel betra en maður þekkir erlendis frá.” Finnst þér of mikið vera lagt í húsið? Hefði verið hœgt að gera þetta á ódýrari hátt? „Það er nú það. Þetta er mjög vandaður staður og ég get ekki sagt að hann sé of dýr ef litið er til Svanhildur Jakobsdóttir, hús- móðir úr Njarðvíkum: Kringlan er byggð fyrir framtíðina. framtíðarinnar. Betra. að hafa þetta stórt svo þetta verði ekki alltof lítið áður en maður veit af. Ég á ábyggilega eftir að koma hingað sjálf til að versla í framtíð- inni þegar ég á leið í bæinn,” sagði Svanhildur Jakobsdóttir og var þar með farin til að skoða sig um. grh Agúst Guðlaugsson fyrrverandi skrifstofustjóri hjá Símstöðinni í Reykjavík, þar sem hann vann í 53 ár, sat á bekk við eina göngugötuna og var að virða fyrir sér herlegheitin þegar blaða- maður Þjóðviljans tyllti sér niður hjá honum og spurði hvernig honum litist á Kringluna. „Ég á varla orð yfir þetta hér inni. Þetta er frámunalega vel hannað og allur frágangur til fyr- irmyndar. Það er varla að maður geti áttað sig á þessu öllu saman, maður á mínum aldri.” Finnst þér of mikið vera lagt í innréttingar hér? „Það fer ekki hjá því að manni finnist heldur mikið í þetta borið. Yfirleitt höfum við ekki efni á þessum hlutum og oft á tíðum mættu hlutirnir vera látlausari. En geta íslendinga er nú þannig Kristján Snæbjörnsson smiður á Laugum í Suður- Þingeyjasýslu sat á bekk við eina göngugötuna og var að bíða eftir konunni og börnunum sem höfðu farið að skoða sig um í einni versl- uninni. Fjölskyldan var að koma austan af Hornafirði á leið norður úr sumarfríi. Hvað finnst honum um Kringluna? „Húsakynnin eru mjög glæsi- leg og miicið í þetta borið. Per- sónulega finnst mér ýmislegt hér vera bruðl, en maður skilur sjón- armið þeirra sem hér eru. En það stingur óneitanlega mikið í stúf þessi miklu fjárráð sem hér virð- ast vera, miðað við það sem er fyrir norðan. Sem dæmi get ég nefnt að við höfum héraðsskóla á Laugum sem er í fjárhagslegu svelti og þrátt fyrir mikla ýtni við stjórnvöld virðast engir peningar vera til til þeirra hluta sem við teljum vera brýna hverju sinni. En þegar maður kemur svo hing- að þá virðist allt fljóta í pening- um.” Hvað með verðlagið? Hefurðu kynnt þér það eitthvað? Ágúst Guðlaugsson fyrrverandi skrifstofustjóri hjá Símstöðinni í Reykjavík: Kringlanerfrámunalega vel hönnuð og allur frágangur til fyrir- myndar. oft á tíðum að menn leyfa sér ým- islegt sem maður skyldi ætla að enginn hefði efni á eða væri óþarfi. En þar fyrir utan er mjög gaman að því að þetta skuli vera hægt,” sagði Ágúst Guðlaugsson. Krlstján Snæbjörnsson trésmiður á Laugum í Suður-Þingeyjarsýslu: Peningunum betur varið í eitthvað nytsamlegra, svo sem Héraðs- skólann að Laugum. „Dálítið. Sem trésmiður leit ég snöggvast inn í Byggt og búið og fljótt á litið sýndist mér verðið á vörum þar inni bara nokkuð þokkalegt miðað við annað sem maður þekkir. En það er Ijóst að aðalkostur Kringlunnar er að hér er allt á sama stað og innan dyra, sem kemur sér trúlega ákaflega vel þegar veturinn gengur í garð,” sagði Kristján Snæbjörns- son frá Laugum í Suður- Þingeyjarsýslu. 10 SlÐA - ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.