Þjóðviljinn - 26.08.1987, Side 6

Þjóðviljinn - 26.08.1987, Side 6
KRINGLAN Rammageröin í Kringlunni Gjafavörur og íslenskir minjagripir Verslunarstjórinn: Reksturinn gengur mjög velogallirlýsa yfir hrifningu og aðdáun á Kringlunni og versluninni „Þessi nýja verslun okkar hér í Kringiunni er hrein viðbót við aðrar okkar verslanir sem eru í Hafnarstræti, Hótel Esju og á Hótel Loftleiðum. í okkar versl- un hér bjóðum við viðskipta- vinunum gjafavörur ýmis- konar og íslenska minjagripi," sagði Kolbrún Jóhannesdótt- ir, verslunarstjóri Ramma- gerðarinnar í Kringlunni. Að sögn Kolbrúnar er verslun- in um 160 fermetrar að stærð en söluplássið um 150 fermetrar, og er afgangurinn notaður undir kaffistofu fyrir starfsfólkið sem eru tveir í heilsdagsstörfum og 3 í hálfsdagsstörfum. Allar innréttingar í Ramma- gerðinni í Kringlunni eru breskar og koma mjög vel út. Lýsingin er mjög góð og fer mjög vel um við- skiptavinina í versluninni. Aðspurð sagði Kolbrún að reksturinn gengi mjög vel í þess- ari nýju verslun og ekki væri það verra að vera í jafn huggulegu húsnæði og Kringlan væri. Enda lýstu allir viðskiptavinir verslun- arinnar yfir hrifningu sinni yfir því hvað vel hefur tekist til með allan frágang og hönnun Kringl- unnar. grh Verslum Magnúsar E. Baldvinssonar Ur og skartgripir Björn Árni Ágústsson fram- kvæmdastjóri í úra- og skart- gripabúð Magnúsar E. Bald- vinssonan'Kringlunni: Úrog skartgripir í öllum verðflokk- um. Framkvæmdastjórinn: Varðveitum lykil Kringlunnar. Skrifuðum undirsamning um verslunarrekstur íjanúar 1985. Úrframtíðar- innar taka á móti skilaboðum beint frá gervi- hnöttum „Við vorum þeir fyrstu sem gerðum samning um versl- unarrekstur í Kringlunni og var skrifað undir samning þar að lútandi 8. janúar 1985. Af þeim sökum varðveitum við lykil hússins. Jafnframt stöndum við á tímamótum því að við A * W '«*' í - . " NY GLÆSILEG VERSLUN I KRINGLUNNI Opnum nú nýja versiun í Kringlunni. Full búð af nýjum haustvörum, vefnaðarvörur, smávörur og heimilisdeildarvörur. Nú eru verslanir Vogue í Kringlunni, sími 689222, - Skólavörðustíg 12, sími 25866, - Mjóddinni, sími 72222, - Hafnarfirði, sími 51092, - og Glæsibæ, sími 84343. - Heildsala Sundaborg 5, sími 686355. ogu< Kringlunni 8-12. Sími 689222. eigum 40 ára afmæli í ár. Fyrir- tækið var stofnað 1947,“ sagði Björn Árni Ágústsson, fram- kvæmdastjóri hjá úra- og skartgripaverslun Magnúsar E. Baldvinssonar í Kringlunni. Að sögn Björns eru þeir mjög ánægðir með alla uppsetningu og hönnun í Kringlunni, bæði hvað varðar allt útlit og þá ekki síður öryggiskerfið, sem væri allt ann- að og fullkomnara en áður þekkt- ist meðal annars á Laugaveginum þar sem verslunin var áður til húsa. Allar innréttingar í versluninni eru sérhæfðar að þörfum þess sem úra- og skartgripabúðar, en það var danskt fyrirtæki sem er sérhæft í innréttingum sem sá um þá framkvæmd alla. Þær bera með sér léttleika og mikla birtu sem gefur versluninni mjög skemmtilegt yfirbragð. Liggur við að hægt sé að segja að þar sé sjálfsafgreiðsla svo til. Til að að- stoða viðskiptavinina eru fjórir starfsmenn sem skipta með sér deginum, þannig að um er að ræða fjögur hálfsdagsstörf. Sagði Björn að þetta fyrirkomulag hefði reynst mjög vel og kæmi húsmæðrum mjög til góða við að vinna úti. í verslun Magnúsar E. Bald- vinssonar eru úr og skartgripir á öllum verðum. Frá því að vera ódýr uppí það að vera nokkuð dýr. Þá býður fyrirtækið einnig uppá áletranir. „Þróunin í úrum framtíðarinn- ar eru úr sem taka við skilaboð- um í gegnum gervihnetti hvar sem þú ert í heiminum og þá þarf enginn að stilla úrin sín þó hann fari úr einu landi í annað. Þessi úr eru örþunn sem er annað ein- kenni á þessari þróun,“ sagði Björn að lok'um. grh 6 SÍÐA - ÞJÓÐVIUINN

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.