Þjóðviljinn - 26.08.1987, Side 4
Skóbúð
S. Waage
Með
skó
á
alla
Verslunarstjórinn:
Eigum30 ára af-
mæliíár. Áboð-
stólum allt þaðnýj-
asta í skótískunni
Skóbúð Steinars Waage
bætti einni skrautfjöðrinni í
sinn hatt með opnun skóbúðar
í Kringiunni, en áður eru fyrir
skóbúðir fyrirtækisins í Dom-
us Medica og Toppskórinn í
Veltusundi. Jafnframt stendur
fyrirtækið á vissum tíma-
mótum en það á 30 ára afmæli í
ár, en það var stofnað 1957.
Húsnæði skóbúðarinnar í
Kringlunni er mjög rúmgott og
bjart og hefur á boðstólum allt
það nýjasta í skótískunni. Að
Þrif í Kringlunni
Til höfuðs
óþrifnaði
PéturHannesson hreingerningamað-
ur: Hef nóg að gera. Erum 10 manns
sem sjáum um þrif á göngugötunum.
Vinnutíminn frá 8 á morgnana til 20 á
kvöldin
Þegar komið er inn í Kringl-
una fer ekki hjá því að manni
verði starsýnt á hvað öllu er
vel við haldið og þrátt fyrir
rigningu og aur fyrir utan sjást
þess engin merki á göngug-
ötunum að þar gangi um fólk
sem er nýkomið að utan. Á því
getur auðvitað verið sú sára-
einfalda skýring að allir komi
inn beint úr nýjum og gljá-
fægðum bílum og séu þess
vegna á hreinum skóm. En
þegar betur er að gáð er
reyndin að sjálfsögðu allt
önnur.
Á röltinu um Kringluna í síð-
ustu viku rakst blaðamaður Þjóð-
viljans á ungan mann keyrandi á
undan sér vagn sem á voru klútar,
vatnsfötur, kústar og annað sem
hreingerningarmenn hafa við
vinnu sína. Okkur lék forvitni á
að vita hvað þessi ungi maður
hefði fyrir stafni og tókum hann
því tali. Hann heitir Pétur Hann-
esson, danskennari í fríi í vetur og
vinnur hjá hreingerningarfyrirt-
ækinu Ólsal hf. sem sér um þrifin
í Kringlunni. Hann var fyrst
spurður að því hvaða verk hann
hefði með höndum.
„Við erum hér 10 manns sem
vinnum frá 8 á morgnana til 20 á
kvöldin við að þrífa göngugöt-
urnar og sjá um að þær séu ávallt
hreinar og fínar. Eftir lokun á
kvöldin bætast síðan 7 manns við
til að auðvelda lokaþrifin á degi
hverjum. Launin eru þokkaleg
en ég er á tímataxta."
Er mikið að gera í starfinu, eða
hefurðu það kannski náðugt
vegna þess hve íslendingar eru
miklir sómamenn í hreinlœti hér
sem heima hjá sér?
„Umgengnin er með þeim
hætti að ég hef haft alveg nóg að
gera hingað til. Þó fer þetta mikið
eftir því hve mikið af fólki kemur
hingað á degi hverjum. En ég hef
ekki yfir neinu að kvarta og mér
finnst vinnan skemmtileg, þó svo
að hún sé dálítið öðruvísi en ég á
að venjast í mínu fagi sem dan-
skennari," sagði Pétur Hannes-
son að lokum.
grh
Pétur Hannesson danskennari í fríi, en vinnur við hreingerningar í Kringlunni: Hef nóg að gera og kaupið
þokkalegt.
sögn Einars Ólafssonar, versl-
unarstjóra eru þeir með til sölu
skó frá helstu skóframleiðslu-
löndum Evrópu. Fremst ber þar
að nefna Bruno Maglin skó, sem
eru há-klassa skór fyrir konur og
karla. Einnig Oswald skó sem eru
þýskir og barnaskó frá Portúgal
undir vörumerkinu Jip. Sagði
Einar að lögð yrði áhersla á fjöl-
breytt úrval af barnaskóm í þess-
ari nýju búð fyrirtækisins. Hluti
af skóm verslunarinnar er keypt-
ur í gegnum danska innkaupa-
sambandið Tops og einnig í gegn-
um Salamandaer innkaupasam-
band í Evrópu. Sagði Einar að
með því að versla í gegnum þessi
stóru innkaupasambönd næðu
þeir hagstæðum viðskiptum og
gætu boðið skó fyrir gott verð.
Aðspurður um hvað væri það
nýjasta í skótískunni í ár sagði
Einar það vera spá sérfræðinga
að svartur litur yrði ráðandi í vet-
ur en einnig væri brúnn skólitur
að sækja í sig veðrið á nýjan leik.
Þá er rúskinn líka að sækja á. Hin
svokallaða „metalik" skóáferð er
það nýjasta en það eru skór með
silfur-, gull- og koparlitaða áferð
á leðrinu. Einnig krókódíla-,
slöngu- og eðluáferð á skóm.
„Við veitum 5% staðgreiðslu-
afslátt sem er regla hjá okkur.
Aðsókn í búðina hefur verið
framar öllum vonum okkar og
allar áætlanir okkar hafa staðist,"
sagði Einar Ólafsson.
grh
Elnar Ólafsson verslunar-
stjóri í skóbúð S. Waage í
Kringlunni: Leggjum áherslu
áfjölbreytt úrval af barna-
skóm í þessari verslun.
4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN