Þjóðviljinn - 26.08.1987, Side 8
KRINGLAN
Heíurðu reynt nýju
200 ASA Gullíilmuna?
Barnapössun
hjá Hagkaup
Þau
horfa
ávideo
Berglind Ólafsdóttir,
barnfóstra: Hef gam-
anaf börnum. Vinn
hérna kannski í vetur
með skólanum
Meðal þess sem nú þykir al-
veg sjálfsagt í stórum mat-
vörubúðum er að hafa afdrep
fyrir yngstu kynslóðina á með-
an foreldrar kaupa í matinn. í
Kringlunni þar sem matvöru-
deild Hagkaups er, má finna
huggulegt barnahorn þar sem
börnin eru í gæslu, þau
yngstu, og til að hafa ofan af
fyrir þeim, er videotæki haft í
gangi allan daginn þar sem
sýnt er barnaefni.
f barnahorni Hagkaups hitti
blaðamaður Þjóðviljans, Berg-
lindi Ólafsdóttur, 15 ára sem hef-
ur það verk með höndum að
passa yngstu börnin á meðan for-
eldrar versla og til að hafa allt á
hreinu, skráir Berglind sam-
viskusamlega niður nöfn þeirra
barna sem henni er falið að passa.
Við tókum hana tali og spurðum
hana fyrst hvernig gengi að hafa
ofan af fyrir börnunum.
„Þaðgengur mjög vel. Við höf-
um hér eina vídeó-spólu, sem
gengur allan daginn. Annað höf-
um við ekki hér, enn sem komið
er.“
Finnst þér starfið skemmtilegt?
„Já, mér finnst það. Ég hef
gaman af börnum, þó stundum
séu læti í þeim, en það er ekki
neitt til að hafa áhyggjur af.“
Hvað vinnurðu lengi á daginn
og hefur þú hugsað þér að vinna
hér í vetur með skólanum?
„Ég verð kannskí hér í vetur
með skólanum, ég veit það ekki
ennþá. Vinnutíminn er frá klukk-
an 9.30 á morgnana til 19 á kvöld-
in,“ sagði Berglind Ólafsdóttir.
grh
Ólafur Ingi Skúlason, 13 ára. Get vel hugsað mér að vinna hér í vetur með
skólanum
Berglind Ólafsdóttir, 15 ára í barnapössun í matvörudeild Hagkaups: Hef gaman af börnum, þó að þau séu stundum óþekk.
Ólafur Ingi Skúlason: Býst við að vinna hér
með skólanum í vetur
Þegar gengið er um í Kringl-
unni rekst maður ósjaldan á
unglinga að störfum í ýmis-
konar vinnu. Einn þessara
ungu manna hitti blaðamaður
Þjóðviljans, þegar hann var að
koma út úr matvörubúð Hag-
kaups í Kringlunni. Hann heitir
Ólafur ingi Skúiason, 13 ára
gamall, og var að setja bæk-
ling sem nefnist Glætan í rekka
fyrir viðskiptavinina til að taka
með sér að aflokinni verslun,
enda Glætan ókeypis.
Við fengum hann til að doka
aðeins við og spjalla lítið eitt um
það hvernig honum líkar vinnan
og hvað vinnutíminn hjá honum
er langur.
„Mér finnst gaman að vinna
hér, þó maður sé stundum
þreyttur eftir daginn, þegar mað-
ur kemur heim. Ég vinn hér frá 9
á morgnana til 19 á kvöldin, en á
föstudögum til klukkan 20 og á
laugardögum frá 9 til 16 á dag-
inn.“
Ætlarðu að vinna kannski hér í
vetur með skólanum?
„Já, ég býst frekar við því,“
sagði Ólafur Ingi og tók til við
sína iðju að koma bæklingunum
fyrir, og fannst víst nóg um að
þurfa að svara forvitnum blaða-
manni um sína hagi. grh
VELKOMIN
í KRINGLUNA
KRINGLAN verslunarmiðstöð í nýja miðbænum
með 76 verslunar- og þjónustufyrirtæki
opnar mánudaga til laugardaga
kl. hálftíu.
KRINGLAN lokar mánudaga til
fimmtudaga kl. sjö, föstudaga kl. átta
og laugardaga kl. Qögur.
VEISTU að veitingastaðir KRINGLUNNAR eru opnir
framundir miðnætti
alla daga vikunnar.
Unglingur í Kringlunni
Hef gaman af
að vinna