Þjóðviljinn - 26.08.1987, Side 3
KRBNGLAN
Öryggisvarsla
Fólk mætti
ganga
bettir um
Hlynur Svavarson öryggisvörður: Alltof
algengt að við stöndum fólk að því að henda
gosdósum og matarleifum á göngugöturnar.
Foreldrar ættu jafnframt að passa börnin sín
betur. Stranglega bannað að leika sér í raf-
magnsstiganum
í stóru húsi eins og Kringlan
óneitanlega er, þar sem mikil
verðmæti eru samankomin á
einn stað, er ströng og mikil
öryggisvarsla nauðsynleg. I
því skyni hefur stjórn Húsfé-
lagsins ráðið til sín hóp vaskra
manna, sem gengur um í
bláum einkennisbúningi með
léttar talstöðvar í annarri
hendinni, sem gerir þeim kleift
að hafa beint samband við
stjórnstöðina í húsinu.
Til að forvitnast nánar um starf
öryggisvarða í Kringlunni tókst
blaðamanni Þjóðviljans að króa
einn af til að spyrja hann út í
þeirra daglegu störf. Sá afkróaði
heitir Hlynur Svavarsson, fyrrum
framhaldsskólakennari og hefur
lokið þremur árum af fjórum í
viðskiptadeild Háskóla íslands.
Hann var fyrst spurður hvort
mikið væri að gera og hvernig
væri að vinna sem öryggisvörður í
Kringlunni.
„Vinnuaðstaðan hér er mjög
góð og núna þegar búið er að
opna húsið fyrir almenningi er
allt öryggiseftirlit að komast í fast
horf. En áður en húsið var opnað
og verið var að vinna við það síð-
ustu dagana var geysiöflug örygg-
isgæsla í húsinu, enda mikil verð-
mæti samankomin hér.“
En hvernig gengur fólk um
hérna?
„Umgengnin mætti vera miklu
betri, og það mætti sjá sóma sinn í
því að ganga betur um. Því miður
verðum við alltof oft vitni að
sóðalegum umgengnisháttum,
sem koma fram meðal annars í
því að henda gosdósum og matar-
leifum hér og þar. En það virðist
ekki taka eftir því að hér er fullt af
ruslapokum sem einmitt eru til
þess að taka við þessu rusli sem
fólk þarf að losa sig við.
Þá er það sérstakur kafli út af
fyrir sig hvað foreldrum er gjarnt
á að sleppa börnum sínum
lausum hér inni, eins og það haldi
að göngugöturnar séu einhver
leikvöllur. Það ber mikið á þessu
og einnig það að við þurfum sí-
fellt að amast við krökkum sem
eru að leika sér í rafmagnsstigun-
um, sem er með öllu óheimilt.
Frá því að Kringlan opnaði hefur
það meðal annars verið eitt af
okkar aðalverkum að safna þess-
um krökkum saman og reyna að
hafa uppá foreldrum sem eru ein-
Hlynur Svavarsson, fyrrum framhaldsskólakennari og nú öryggisvörður í Kringlunni: Umgengni fólks mætti vera
betri.
hvers staðar í húsinu að versla
eða skoða sig um. En það hlýtur
að vera ábyrgðarhluti af hverju
foreldri að passa vel uppá börnin
sín og koma þeim þá í gæslu á þar
til gerðum stöðum hér í húsinu, ef
því finnst þeim vera ofaukið í
þeim verslunum sem það ætlar að
versla í.“
Hvað með hina svokölluðu
vandrœðamenn og fyllibyttur?
Hefur eitthvað borið á þeim þessa
daga sem opið hefur verið?
„Nei, við höfum verið blessun-
arlega lausir með þá, sem betur
fer. En það er rétt að það komi
fram hér að það verður tekið
mjög hart á þeim, ef einhver af
þessum svokölluðu misindis-
mönnum ætla að venja komur
sínarhingað. Það eráhreinu. Við
höfum til þess ströng fyrirmæli að
koma í veg fyrir allt slíkt í þessum
húsakynnum. Enda þarf ekki
mikið hugmyndaflug til þess að
sjá að ef þessir hópar safnast hér
saman, hvernig ástandið yrði hér
á göngugötunum,“ sagði Hlynur
og við kvöddum, þar sem
eitthvert brauk heyrðist í talstöð-
inni og viðmælandi okkar var þar
með þotinn til að sinna einhverju
kallinu. grh
Kjel Engman Göran Warff
Ulrica og Bertil Vallien
Viðurkenndir snillingar
í heimi glerlistarinnar.
GLERLIST
í KRINGLUNNII
Verið
velkomin
KOSTABODA
KRINGLUNNI
68 91 22