Þjóðviljinn - 26.08.1987, Side 11
KRINGLAN
Dagur Emilsson og Inga Hanna Jónsdóttir: Hefðum ekki byggt svona hús
fyrir austan. Peningunum betur varið í annað nytsamara.
Inga Hanna
Jónsdóttir
frá Egilsstöðum
og Dagur Emilsson
frá Seyðisfirði
ástfangið par að austan, voru að
virða fyrir sér Kringluna þegar
Þjóðviljinn hitti þau að máli og
spurði hvernig þeim fyndist til
hafa tekist.
Inga: „Kringlan er óttalegt
bruðl á peningum og hefði verið
miklu betra að nota þá til að
byggJa jarðgöngfyrir austan, sem
ekki er vanþörf á. En þetta er
mjög flott hérna inni og allt mjög
snyrtilegt og fallegt. Flísarnar á
göngugötunum eru alveg æði frá
mínum bæjardyrum séð,” sagði
Inga Hanna.
Dagur: „Þetta er mun smekk-
legra en ég átti von á. En ég fer
trúlega ekki hingað til að versla,
nema ef það sem mig vanhagar
um fæst hvergi annars staðar en
hér. En með því að virða fyrir
mér Kringluna, þá skilst mér enn
betur hvað peningastreymið af
landsbyggðinni og hingað suður
er mikið. Ég verð nú að segja eins
og er að mér finnst allt of mikið
borið í allt hér inni. Við fyrir
austan hefðum aldrei notað pen-
mgana okkar til að reisa byggingu
eins og þessa. Til þess höfum við
ekki peninga, þrátt fyrir að við
öflum þjóðarbúinu fleiri tugi
milljóna í útflutningsverð-
mætum, þá njótum við þess
minnst af öllum. Það fer allt hing-
að suður eins og sjá má,” sagði
Dagur Emilsson.
Guðlaugur
Kristinsson
flugumferðarstjóri á Reykjavík-
urflugvelli var nýbúinn að versla í
einni af hinum fjölmörgu versl-
unum í Kringlunni þegar blaða-
maður Þjóðviljans hitti hann að
máli og spurði hann hvernig hon-
um litist á Kringluna.
„Þetta er ljómandi huggulegur
staður. Handverkið ber það með
sér að hér hefur verið mjög vel að
öllu staðið í hönnun og öðrum
frágangi, bæði innan sem utan
dyra. Sérstaklega finnst mér vel
gengið frá gólfinu á göngugötun-
um tveimur. Þar er ekki verið að
tjalda til einnar nætur, sem mér
finnst einkar skynsamleg ráðstöf-
un.”
Telurðu að við höfum haft efni
á þessari byggingu?
„Það er nú það. Hvenær höfum
við íslendingar efni á hlutum sem
þessum? Þegar allir fá sömu dell-
una samtímis er ekki verið að
spyrja um verð á hlutunum. Þetta
er alltaf matsatriði hverju sinni.
En það verð ég að segja að
Kringlan er miklu betra hús,
fljótt á litið, en Flugstöð Leifs
Eiríkssonar, þó hún sé ágæt svo
langt sem hún nær. En hún stenst
ekki samanburð við þetta hús.”
Hvað með verðlagið? Finnst
þér vera dýrt hérna?
„Nei, ég held að það sé þokka-
legt miðað við það sem gengur og
gerist annars staðar í bænum.”
Heldurðu að Kringlan muni
hafa áhrif á verslum í öðrum
bœjarhlutum og í nœstu nágrann-
abœjum?
„Já, ég er ekki í nokkrum vafa
um það. Allavega svona fyrsta
kastið, hvað svo sem verður þeg-
ar mesta nýjabrumið verður farið
af. Helsti kosturinn við Kringl-
una er að hér er allt á sama stað
og það sem meira er um vert, hér
er allt innan dyra. Ég held að fyrir
kaupmenn á Laugaveginum, svo
dæmi sé tekið, verði Kringlan
einungis til að hvetja þá til enn
frekari dáða til að laða að sér við-
skiptavini og það ætti að koma
okkur sem verslum til góða,”
sagði Guðlaugur Kristinsson að
lokum.
Guðlaugur Kristinsson flugum-
ferðarstjóri á Reykjavíkurflugvelli:
Nýja Flugstöðin stenst ekki sam-
anburð við Kringluna.
N G , A N
w w w
NYTT UTIBU
HÝR ATGREIDSUITfMI
ÖLL INNLEND OG ERLEND BANKAVIÐSKIPTI. LAUNAREIKNINGUR MEÐ BANKAKORTI.
HRAÐBANKI. FERÐATRYGGING. VISA GREIÐSLUKORT. SKULDAVÁTRYGGING. SÍMI: 689600.