Þjóðviljinn - 26.08.1987, Side 7
KRINGLAN
Matthías Einarsson,
Úrvals heimilistæki
og Ijósabúnaöur
■MT RÖNNING heimilistæki
Kringlunni 8-12, sími 685868
pizzugerðarmaðuríEldsmiðjuni:
Fullt að gera og mikið af nýjum
viðskiptavinum.
Eldsmiðjan
Pizzur
í sér-
flokki
Matthías Einarsson:
Fyrirtækiðstofnaðí
ágústífyrra.
Reksturinngengur
vel og pizzurnar
rennaút
Eitt af sérkennum Kringl-
unnar er hvað þar eru margir
og fjölbreyttir matsölustaðir í
syðri enda hennar. Fyrir utan
Hard Rock og Mylluna eru
þarna ísbúð og fimm matsölu-
staðir sem bjóða upp á
jafnmarga ólíka matseðla.
Einn af þessum matsölustöð-
um er Eldsmiðjan sem sérhæf-
ir sig í pizzugerð ýmiskonar.
Fyrirtækið er rétt eins árs, en
það var stofnað í ágúst 1986
og var þá opnuð matsala á
horni Freyjugötu og Braga-
götu, sem enn er í fullum
rekstri og dafnar vel enda
pizza geysivinsæl meðal ís-
lendinga.
Þegar blaðamaður Þjóðviljans
átti leið um Kringluna í síðustu
viku, brá hann á það ráð að fá sér
að borða pizzu hjá Eldsmiðjunni
og eftir málsverðinn var Matthías
Einarsson, pizzugerðarmaður,
tekinn tali og hann spurður
hvernig viðskiptin gengju í nýju
húsnæði.
„Það er búið að vera mikið að
gera allt frá því að Kringlan var
opnuð. Þessi tilhögun að hafa
.svona marga ólíka matsölustaði á
’sama stað í húsinu skapar vissa
stemmningu og einnig ákveðna
samkeppni milli staðanna, sem
mér finnst mjög skemmtileg.
Ennfremur er það áberandi hér
hvað við fáum marga viðskipta-
vini sem maður hefur ekki séð
áður niðri í Freyjugötu. Ætli
megi ekki segja að um 90-95%
viðskiptavinanna hér séu nýir,
hvað okkur snertir. Skýringin er
auðvitað sú að hingað í Kringluna
kemur fólk hvaðanæva að, sem
að öllu jöfnu gerir sér ekki leið í
Eldsmiðjuna niðri í bæ til að fá
sér pizzu. En þegar komið er á
staðinn, og það sér hvað við
búum til gómsætar pizzur, stenst
það ekki mátið og vill fá að prófa
hvernig þær smakkast. Og við-
brögðin eru einatt á sömu lund:
Þetta er hreinasta afbragð, enda
ekki að furða. Allt okkar hráefni
er fyrsta flokks og árangurinn
eftir því,“ sagði Matthías og tók
til við að búa til þá næstu.
grh
Blómaval hefur opnaö nýja blómaverslun
á besta staö í Kringlunni.
Komiö og sjáiö glæsilega blómaverslun í
björtum og nýtískulegum húsakynnum.
Um leið og við óskum verslunarfólki til
hamingju með opnun Kringlunnar, viljum
við kynna okkar fólk sem kappkosta mun
að veita fyrsta flokks þjónustu.
Verið velkomin!
Handbragð skreytingameistara okkar
sést víða. Blómaval sér um allan
innigróður í Kringlunni.
Fagleg þekking, fagleg þjónusta
Hjördís Jónsdóttir,
skreytingameistari
Agnar Hauksson, Bylgja Héðinsdóttir.
afgreiðslumaöur afgreiöslumaður
Siguröur Sigurösson,
verslunarstjóri
ir
__ Blómum
i^ftero wíöavcrold
ÞJÓÐVtLJINN - SÍÐA 7