Þjóðviljinn - 26.08.1987, Side 13
KRINGLAN
Ragnar Davfðsson verslunarstjóri hjá Pfaff í
Kringlunni: Höfum öll okkar heimsfrægu vöru-
merki í heimilistækjum og rafvörum.
Pfaff
Við-
tökumar
framar
öllum
vonum
Verslunarstjórinn: Bjóðum uppáöllokkarheimsþekktu
gæðamerki í heimilistækjum og rafvörum. Fólk
óhemjuánægt með Kringluna
Verslunin Pfaff erein
þeirra fjölmörgu búða sem
til húsa eru í Kringlunni. Er
verslunin í 150fermetra
húsnæði en söluplássið er
um 140 fermetrar. Afgang-
urinn er notaður undir lítinn
lager og kaff istofu starfs-
fólks.
Pfaff býður viðskiptavinum
sínum sem endranær upp á sínar
heimsfraegu gæðavörur á sviði
heimilistækja og rafvara. Þar eru
í fremsta sæti heimsþekkt vöru-
merki svo sem Braun rafmagns-
tæki ýmiss konar, Candy þvotta-
vélar, uppþvottavélar og fleira.
Ennfremur Pfaff saumavélar,
Starmix ryksugur, hrærivélar og
rafmagnstæki í bland og Senn-
heiser hljóðnema og heyrnar-
tæki. Starfsmannafjöldi hjá Pfaff
í Kringlunni til að byrja með eru
tvær manneskjur í heilsdagsstörf-
um og ein í hálfsdagsstarfi. Versl-
unarstjóri er Ragnar Davíðsson.
Að sögn Ragnars er þessi búð
hrein viðbót við búðina sem Pfaff
rekur við Borgartún, en þar fer
fram öll viðgerðarþjónusta fyrir-
tækisins og birgðahald. En allar
vörur sem fyrirtækið selur þar eru
einnig til sölu í nýju búðinni í
Kringlunni. Sagði Ragnar að það
væri með ólíkindum hvað fólk
væri ánægt með alla aðstöðu í
Kringlunni og stemmningin með-
al þess væri framar öllum vonum
sem menn höfðu gert sér fyrir-
fram um viðtökurnar. Sérstak-
lega ætti það eftir að verða
Kringlunni til tekna að vera inn-
anhúss í glæsilegu umhverfi, þar
sem viðskiptavinurinn gæti
gengið um í rólegheitunum og
litið inn og gert góð viðskipti.
„Stemmningin hér inni minnir
okkur í Pfaff á þá góðu daga sem
við áttum á Skólavörðustígnum
áður en við fluttum í Borgartún-
ið, þar sem fólk leit inn til að
skoða og athuga hvað væri á boð-
stólum,” sagði Ragnar, kampa-
kátur yfir góðum viðskiptum.
grh
HAPP AÞRENNUR >
LOTTÓMIÐAR
GETRAUNA-
SEÐLAR
Happahúsið
Kringlunni, sími 689780
Okkur er það mikið gleðiefiri
að geta nú boðið viðskiptavin-
um okkar í nýja og glæsilega
verslun og veitt enn betri
þjónustu við bestu sldlyrði.
VELKOMIN!