Þjóðviljinn - 26.08.1987, Side 12
KRINGLAN
Blómaval
Nýjasta í blómum og skreytingum
Verslunarstjórinn:
Mikilsalaoggóð.
Allaráætlanir
sprungnar. Höfum
orðiðað bætavið
fólki.90% af
landsbyggðarfólki
sem kemuríbæinntil
að verslamunkoma
hingað
„Við hér í Blómavali bjóðum
eins og venjulega það besta
og nýjasta sem er að gerast
hverju sinni í blomum og
skreytingum. Það sem af er
hefur salan og reksturinn
sprengt af sér allar áætlanir
sem gerðar höfðu verið fyrir-
fram. I framhaldi af því höfum
við bætt við fólki í heilsdags-
störf, sagði Sigurður Sigurðs-
son, verslunarstjóri Blóma-
vals í Kringlunni.
Sigurður Sigurðsson, verslunarstjóri Blómavals í Kringluni: Kringlan sprakk út eins og falleg rós á síðasta degi
[ pfaff ] í Kringlunni
Að sögn Sigurðar er verslunin
um 90 fermetrar að stærð og allar
innréttingar í henni frá Knúti
Jeppersen arkitekt. Mjög hagan-
lega hefur tekist til með þær og
má nefna í því sambandi að tekist
hefur að innrétta skrifstofuhúsn-
æði og kaffistofu uppi fyrir ofan
verslunina, en þegar Blómaval
tók við húsnæðinu var aðeins eitt
loft á staðnum, en hagkvæmni
arkitektsins gerði það að verkum
að hægt var að innrétta þetta við-
bótarhúsnæði með nýju lofti.
Blómaval hefur hug á því að
hafa opið í verslun sinni einum
tíma lengur en venj ulegur opnun-
artími segir til um, til að koma til
móts við starfsmenn Kringlunnar
sem geta þá keypt sér blóm sér og
sínum til yndisauka og ánægju.
Vegna hinnar miklu verslunar
sem átt hefur sér stað hjá Blóma-
vali í Kringlunni er það orðið að
fastri venju að vinna tveim tímum
lengur á hverju kvöldi við það eitt
að gera klárt fyrir næsta dag.
M/1
„Það hefði engan órað fyrir því
sem hingað kom daginn áður en
opnað var að þetta yrði allt tilbú-
ið á tilsettum tíma. En viti menn:
Kringlan sprakk út eins og falleg
rós á síðasta degi og kraftaverk
sem þessi er ekki hægt að skrifa á
neinn reikning nema íslendinga.
Ég hef trú á því að um 90% af
landsbyggðarfólki sem kemur í
bæinn til að versla komi hingað,“
sagði Sigurður að lokum. grh
Verslunin Rönning
RONNING ÞJONAR SINUM
Ástvaldur Guðmundsson, verslunarstjóri: Bjóðum gæðavöru og góða þjónustu
„Þessi verslun okkar í Kringl-
unni er algjör nýjung hjá Jo-
han Rönning hf. því fyrirtækið
hefurekki áður verið með
smásöluverslun. Okkar ein-
kunnarorð eru að við ætlum að
bjóða gæðavöru og góða þjón-
ustu: Rönning þjónar sínum,
sagði Ástvaldur Guðmunds-
son, verslunarstjóri.
Verslunin Rönning í Kringl-
unni býður upp á heimilistæki,
ljós og ljósabúnað, rafvörur ým-
iskonar frá þekktum framleið-
endum. Meðal þess sem verslun-
in hefur á boðstólum eru Aseacy-
linda þvottavélar, Gram kæli- og
frystiskápa og örbylgjuofna frá
Hitachi og Moulinex. í verslun-
inni starfa fjórír starfsmenn.
Að sögn Ástvalds er verslunin
um 120 fermetrar að stærð, en
söluplássið um 100 fermetrar.
Afgangurinn er notaður undir
lager og kaffistofu handa starfs-
fólkinu.
Innréttingar í versluninni voru
hannaðar af arkitektunum Þor-
móði Sveinssyni og ívari
Eysteinssyni. Ástvaldur sagði að
mjög vel hefði til tekist með alla
hönnun og uppsetningu verslun-
arinnar og væri hann mjög
ánægður með útkomuna. Versl-
unin Rönning er ekki sú eina í
Kringlunni sem selur heimilis-
tæki og rafvörur og sagði Ást-
valdur að mikil samkeppni ríkti
meðal þeirra í Kringlunni og væri
það af hinu góða og kæmi við-
skiptavinunum örugglega vel.
Áðspurður um Kringluna
sagði Ástvaldur að mjög vel hefði
til tekist með alla framkvæmd
þess og væri ekki annað að heyra
af viðskiptavinum verslunarinnar
en að þeim líkaði mjög vel að
versla í henni. grh
Ástvaldur Guömundsson, verslunarstjóri hjá Rönning heimilistækjum.
Mynd Ari.
Fyrir þá sem sauma
í hinni nýju verslun PFAFF í Kringlunni er lögð
sérstök áhersla á þjónustu við þá sem sauma.
Seljum margs konar tvinna og minni hluti
tengda saumaskap.
Gefið ykkur tíma til að skoða PFAFF saumavél-
arnar og HORN saumavélaborðin, sem henta
fyrir allar helstu saumavélategundir.
PFAFF
Kringlan S: 68 91 50 / Borgartún 20 S: 2 67 88
Framvegisverður
sýnikennsla á
PFAFF saumavélar
allaföstudaga og
laugardaga milli kl.
14.00 og18.00 a
föstudögum og
14.00-16.00 á
laugardögum.
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN