Þjóðviljinn - 26.08.1987, Side 15
KRINGLAN
Vouge
Aukinn áhugi á saumaskap
Verslunarstjórinn:
Skólafataefnin komin
og nýsniðtilsauma.
Saumanámskeiðallt
árið. Fólkalmennt
mjög ánægtyfirað-
stöðunnisem Kringl-
an hefuruppáað
bjóða
„Vogue-búðirnar eru nú fjór-
ar á höfuðborgarsvæðinu og
ein í Hafnarfirði, en búðin sem
við höfum uppí Háaleiti var
seld í staðinn fyrir þessa hér í
Kringlunni. Hérna erum við
með okkar landsþekktu vefn-
aðarvörur og smávörur til
sauma. Einnig erum við með
sýnishorn af gardínum, heimil-
isvörur ýmiskonar og hjá okk-
ur eru saumanámskeið allt
árið,“ sagði Anna Ragnars-
dóttir, önnur af tveimur versl-
unarstjórum Vogue í Kringl-
unni, en einnig stjórnar Anna
Marínsdóttir búðinni.
Að sögn Önnu komu allar
innréttingar í verslunina erlendis
frá og hafa þær heppnast hið
besta. Verslunin er mjög björt og
góðar lýsingar. Aðstaða og um-
hverfi hennar eru með því besta
sem þekkist.
Nú þegar eru skólafataefnin
komin og ný snið til sauma fyrir
haust- og vetrarfatnað ýmiskon-
ar. Sagði Anna að það væri áber-
andi mikil aukning hjá ungu fólki
í saumaskapnum og það væri ekki
eins mikið í tísku eins og áður fyrr
að kaupa allan fatnað tilbúinn.
„í dag vill fólk klæðast fötum
sem það hefur sjálft hannað og
saumað sem er trygging fyrir því
að það sé í fötum sem enginn er í
eins.“
Pá veita Vogue-búðirnar þjón-
ustu fyrir viðskiptavini sína að
sauma fyrir þá gardínur og rúmt-
eppi. Hægt er að panta þá þjón-
ustu í öllum verslunum jress.
Aðspurð um aðsóknina frá
opnun sagði Anna að hún hefði
verið með ólíkindum. „Hér sér
maður fólk sem að öllu jöfnu
hefði ekki komið til okkar. Fólk á
öllum aldri og allir ánægðir yfir
aðstöðunni hér og hlýju og nota-
legu umhverfi. Ég er ekki í
neinum vafa um að Kringlan á
eftir að bera sig og gott betur,“
sagði Anna að lokum.
grh
Anna Ragnarsdóttir, versl-
unarstjóri hjá Vouge í Kringlunni:
Saumaskapur ungs fólks fer sí-
vaxandi.
HansPetersen
Þjónustan
í öndvegi
Verslunarstjórinn: Einasérhæfða
Ijósmyndavöruverslunin í Kringlunni.
Tilvalið að nota Kodak-Express
framköllunina þegar komið er á
staðinn. Tilbúin eftir 60 mínútur
„Þessi verslun okkar hér í
Kringlunni er hrein viðbót við
aðrar verslanir fyrirtækisins,
sem eru í Glæsibæ, Austurveri
og í Bankastræti. Hér höfum
við til umráða 160 fermetra
húsnæði en söluplássið er um
130 fermetrar og afgangurinn
er undir smálager og kaffistofu
handa starfsfólkinu," sagði
Jón Ragnarsson, verslunar-
stjóri í verslun Hans Petersen í
Kringlunni.
Að sögn Jóns er verslun Hans
Petersen eina sérhæfða ljós-
myndavöruverslunin í Kring-
lunni og þar fást allar þær vörur
sem fyrirtækið hefur til sölu í öðr-
um sínum verslunum í bænum.
Öll aðstaða þar innan dyra er til
fyrirmyndar og mjög rúmt og gott
fýrir viðskiptavininn til að skoða
sig um og ákveða sín kaup. Lögð
er rík áhersla á að þjóna viðskipt-
avinunum eins og best er á kosið
og fyrir jpá sem eiga óframkallað-
ar myndir í fórum sínum, er kjör-
ið að koma með þær til framköll-
unar í versluninni á meðan versl-
að er á öðrum stöðum í Kring-
lunni. Með Kodak-Express fram-
kölluninni er framkallað og
stækkað með hraði, en samt af
mikilli vandvirkni, og afhending
fer fram eftir aðeins 60 mínútur.
Sagði Jón að það væri mjög
mikilvægt fyrir þá sem keypt hafa
myndavél hjá fyrirtækinu, en
væru ekki fullvissir um notkunar-
möguleika vélanna að koma strax
til þeirra því þeir væru boðnir og
búnir til að aðstoða viðskiptavin-
ina og leiða þá í allan sannleika
um notkun þeirra.
Jón Ragnarsson, verslunarstjórl
hjá Hans Petersen í Kinglunni: Eina
sérhæfða Ijósmyndavöruverslunin á
staðnum.
Úrvals heimilistæki
og Ijósabúnaöur
Jtf RÖNNING neimilistækl
Kringlunni 8-12, sími 685868
ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 15