Þjóðviljinn - 30.08.1987, Side 2

Þjóðviljinn - 30.08.1987, Side 2
FLOSI af Hrafni Ekki er gaman aö guðspjöllunum þegar eng- inn er í þeim bardaginn, er haft eftir oröheppn- um alþýðumanni íslenskum, og er ekki örgrannt um aö hann hafi haft nokkuð til síns máls. En það eru ekki bara guðspjöllin sem eru gamanlaus án bardaga. Eiginlega er sama hvaða spjöll það eru, þau geta varla orðið til gamans og yndisauka fyrr en dregur til tíðinda vegna þeirra og þau hafa annaðhvort verið framin eða verið er að fremja þau. Menn ættu að hafa hugfast að mörg af undr- um veraldar verða ekki lýðum Ijós fyrr en spjöll hafa verið á þeim framin. Tökum til dæmis sardínudós. Einskis unaðar verður af sardínudós notið, né skyggnst í leyndardóma hennar fyrr en friðhelgi hennar hefur verið rofin og hún spjölluð. Sama má raunar líka segja um konuna. Kona sem ekki má spjalla hefur lítinn tilgang eða gildi í mann- legu samfélagi. Eða sviðakjammi. Er hægt að hugsa sér nokkuð tilgangslausara og hjákát- legra en friðbelgan sviðakjamma? Hann hefur í mesta lagi, líkt og friðhelg kona , örlítið fagur- fræðilegt gildi og búið. Hann hefur hvorki nota- gildi né næringargildi. En um leið og friðhelgi hans hefur verið rofin, og hann spjallaður, verð- ur hans notið til þeirrar fullnustu, sem aðeins sviðakjammi getur veitt. Sama má raunar segja um sardínudósina og konuna. Það er tilefni þessarar heimspekilegu vanga- veltu, að umræða um náttúruspjöll og varnir gegn þeim er allt að kæfa um þessar mundir. Ég er svosem ekkert að segja að það sé ekki ágætt og af hinu góða, en stundum finnst mér einsog menn ættu að gera svolítinn greinarmun á nátt- úruspjöllum og náttúruspjöllum. Það er að mínum dómi afar aðkallandi. Tvímælalaust. Ekki satt? umsvif hins blóðþyrsta kvikmyndagerðar- mannsog væri manni næst að halda-ef maður vissi ekki betur - að Hrafn þessi ætti sér ekkert annað takmark í lífinu en að murka líftóruna úr öllu sem lífsanda dregur og helst með sem kvalafyllstum hætti. Það væri ógaman fyrir þann, sem byggir á upplýsingu fjölmiðla, að vera fugl á himni, fiskur í sjó eða ferfætlingur á láði og berast vitneskja um Hrafn á næstu grösum. Grösum segi ég. Ekki má gleyma því að jarðarblóminn er talinn fölna þar sem Hrafn fer um og samkvæmt fjöl- miðlum er í fótsporum þessa voðamanns jafnan sviðið land, auðn og tóm. Ægilegustu óhæfuverkin, sem framin hafa verið að undirlagi Hrafns í sumar og hafa orðið tilefni mikillar hneykslunar, blaðaskrifa og rétt- látrar reiði, eru helst: það grimmdarinnar athæfi að fara með nokkra hrafna útá sjó í litlum báti með þeim afleiðingum að foglarnir urðu sjóveik- ir, að láta tvo graðhesta fljúgast á í rigningu og að láta dýralækni deyfa þrjá seli sem síðan voru drepnir á hefðbundinn hátt. Þetta er nú satt að segja all svakalegt og ekki nema von að allar kellingar fljóti í öllu sem runn- ið getur, ekki síst tárum. Stundum hefur í þessu sambandi verið talað um mannúð, en ég er nú þeirrar skoðunar að selum eigi að sýna selúð, hrossum hrossúð og hröfnum hrafnúð. Mönnum á hinsvegar að sýna mannúð og kem ég nú að því sem ég ætla þó ekki að fara mörgum orðum um, en það er meðferðin á okkur tvífætlingunum sem hvað eftir annað höfum tekið þátt í hildarleikjum Hrafns. Nakinn maður hefur verið dreginn eftir forinni með hníf í bakinu og ör í hjartastað sumar eftir sumar, dag eftir dag og ekki hafa dýra- verndarsamtökin látið á sér kræla. Hvað þá mannaverndarsamtökin. í þessu landi er það náttúruverndarráð sem sér um að náttúruspjöll séu ekki framin, en ef marka má fjölmiðla hefur það komið í hlut Hrafns Gunnlaugssonar að fremja þau og svona í framhjáhlaupi hin hrikalegustu óhæfu- verk á dýrum merkurinnar. Það hefur verið fróðlegt að fylgjast með því í sumar, hvernig íslenskir fjölmiðlar hafa tíundað En allt eru þetta þó smámunir hjá þeirri van- helgun sem Hrafn hefur staðið fyrir í helgustu véum þessa lands. Hér er átt við landsvæði sem stefnt er að að banna fólki að koma á, af því þar er svo fallegt og gaman að vera. Náttúru- verndarráð virðist hafa þá bjargföstu trú, að með þeim einum hætti sé hægt að koma í veg fyrir náttúruspjöll, að öllu kviku sé bægt frá. Það „Frelsið er loks innan seilingar, strákar! Mér finnst ég jafnvel heyra niðinn í regninu..." sér hver heilvita maður að voðinn er vís, til dæmis á Þingvöllum, ef fólk heldur áfram að koma þar, enda er staðurinn sem betur fer að verða fremur óvinsæll vegna boða og banna, og raunar allt til þess gert að fæla fólk frá staðn- um, einsog vænta má þegar koma á í veg fyrir náttúru- og helgispjöll. Itrekað hefur Hrafn Gunnlaugsson framið helgispjöll við Geysi í Haukadal með þeim voðalegu afleiðingum að staðurinn er orðinn vinsælasti áningarstaður þeirra sem hleypa heimdraganum til að njóta (slands. Það var semsagt Hrafn Gunnlaugsson sem vakti Geysi aftur til lífsins fyrir sex árum, eftir að hverinn hafði verið dauður í þrjátíu ár. Það var einmitt 1953 sem Geysisnefnd var stofnuð, nánar tiltekið þegar þessi heimsfrægi goshver var hættur að láta á sér kræla. Auðvitað taldi Geysisnefnd það meginverkefni sitt að vernda og viðhalda ríkjandi náttúruleysi undursins. Tæpum þrjátíu árum síðar að áliðnu sumri 1981 gerði svo Hrafn för sína að Geysi. Um þann atburð segir orðrétt í hinni góðu bók: - Og svo bar við að hann fór að Geysi í Haukadal. Og mannfjöldinn sagði við hann: „Ef þú ert sá sem þú segist vera, vektu þá hinn dauða aftur til lífsins." Og hann lét hreinsa rusl og kísil úr gamalli rauf í hver- skálinni og sjá, hverinn vaknaði afturtil lífs- ins og gaus fagurlega. En farísearnir, verndar- og nefndarmennirnir sögðu: „Hann hefur rofið helgidóminn, vanhelgað goshverinn, framið hverspjall.“ En hann svaraði og sagði: „Náttúruundur er ekki náttúruundur, nema það sé náttúru- undur. Og þeir sem varna því að náttúruund- ur geti haldið áfram að vera náttúruundur fremja á því náttúruspjöll. Geysir er ekki náttúruundur þegar hann gýs ekki, heldur þegar hann gýs. Það eru því EKKI náttúru- undraspjöll að láta Geysi gjósa, heldur nátt- úruundravernd. Og mannfjöldinn hrópaði einum rómi: - Heill sé þér Hrafn hverspjallamaður. Sannast hér hið fornkveðna: Þat var ok.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.