Þjóðviljinn - 30.08.1987, Qupperneq 5
[ neðanjarðarbrautinni: og þá bilar kurteisin...
undir lokin birtist sá týndi eigin-
maður sem sjónvarpsstöðin hefur
haft upp á og keypt til að koma og
síðan sjáum við til hvernig fer.
Verður mikið grátið? Verður
grimmt uppgjör? Sættir? Pað eru
líka japanskir sjónvarpsmenn
sem hafa orðið illræmdir bæði af
því að setja á svið illvirki og fyrir
að sjónvarpa morði í beinni út-
sendingu.
f Japan varð Issel nokkur Saga-
va metsöluhöfundur fyrir bókina
„í þoku“. Hann var frægur fyrir
það að drepa hollenska vinkonu
sína í París árið 1983, geyma hana
í kæliskáp og éta af henni bita á
hverjum degi. Frakkar sendu
morðingjann til Japan og þar var
honum fljótlega sleppt úr haldi á
þeirri forsendu að japanskar kon-
ur þyrftu ekki að óttast þennan
mann, heldur bara vestrænar. f
viðtali við bókmenntatímarit
segir Sagava að ekkert hafi haft
meiri áhrif á hann en
Grimmsævintýri. einkum sagan
um Rauðhettu.
Dauðinn og
samkeppnin
Sumir áhorfendur telja að í
miðri sál Japans sé auðn og tóm.
Eða dauðaþrá. Altént fremja
miklu fleiri Japanir sjálfsmorð
farast í umferðarslysum.
. Meðal sjálfsmorðingjanna eru
tiltölulega mjög margir ung-
lingar. Kannski hafa þeir orðið
fyrir „ijirne" - einangrun. Með
öðrum orðum - ef þeir eru að
einhverju leyti veikbyggðari eða
veiklyndari en félagar þeirra eru
þeir hafðir að háði og spotti,
kannski sæta þeir grimmum of-
sóknum. Kannski hengja þeir sig.
Kannski fremja unglingarnir
sjálfsmorð af því þeim gekk ekki
nógu vel í skóla.
Samkeppnin er mikil á öllum
skólastigum. Þegar strákar (það
er miklu sjaldnar fjárfest í
menntun stúlkna) halda til inn-
tökuprófs í háskólum kemur
móðir þeirra gjarna með. Mæðg-
inin búa á hótelum sem lögð eru
undir próffólk og móðirin þjónar
syninum og opnar fyrir hann
hurðir til að hann venji sig á það
að vera menntaður maður á upp-
leið. Niðri í forsal slíks hótels eru
brúður sem líta út eins og próf-
dómarar - og stúdentarnir mega
berja þær eins og þá lystir.
Hverjir eru þeir?
Ótal bækur koma út um jap-
anska efnahagsundrið. Þegar
bandarískur félagsfræðingur
skrifaði bók um „Japan númer
eitt“ seldist hún í margfalt meira
upplagi í Japan en Bandaríkjun-
um. Japanar sjálfir skrifa líka ótal
metsölubækur um það hverjir
þeir séu, og virðast aldrei ætla að
komast að því. Þeim er sagt að
þeir séu veikir og ósjálfstæðir og
ófrumlegir sem einstaklingar, en
sterkir í samstöðunni. Þeir eru
hreyknir af þeim árangri sem þeir
hafa náð, en um leið dauðhrædd-
ir við að allt í einu komi að því að
enginn vilji kaupa af þeim.
Þeir hugsa líka um fortíðina og
þá einatt á þann sjálfbirgingslega
hátt sem kemur fram í orðum
Nakasones forsætisráðherra:
„Okkur Japönum hefur vegnað
vel í 2000 ár, vegna þess að ekki
bjuggu neinir annarlegir kyn-
þættir í Japan“.
Þeir sleppa því hinsvegar sem
mest þeir mega að ræða um
heimsstyrjöldina síðari. Að
minnsta kosti ekki um hryðju-
verk sem japanski herinn ber
ábyrgð á. Þeir segjast ekki hafa
neina sektarkennd. Stríðinu
töpuðum við, en nú sigrum við
heiminn með öðrum aðferðum.
Þegar Japanir gáfust upp eftir
kjarnorkusárásir á Hiroshima og
Nagasaki, var þeim sett stjórnar-
skrá sem bannar að til varnar-
mála gangi meira en eitt prósent
þjóðartekna. En þegar þjóðar-
tekjurnar eru gífurlegar þá verð-
ur þetta ekki nein smásumma.
Og herinn verður tæknivæddast-
ur í heimi og hver dáti í rauninni
liðsforingi og hægur vandi að
verða stórveldi einnig á þessu
sviði....
Ab tók saman
ýmsum áttum.
ísafjarðarkaupstaður
Laus er til umsóknar staða félagsmálastjóra hjá
ísafjarðarkaupstað. Æskileg menntun félags-
fræði, félagsráðgjöf eða sambærileg menntun.
Nánari upplýsingar veitir undirritaður og bæjar-
stjórinn á ísafirði á bæjarskrifstofunum, Austur-
vegi 2, ísafirði eða í síma 94-3722.
Umsóknarfrestur er til 31. ágúst n.k.
Félagsmálastjórinn á ísafirði
Tónlistarskóli
Njarðvíkur
Starf undirleikara við söngdeild er laust til um-
sóknar. Um er að ræða pínóundirleik fyrir
söngnemendur í 1.-7. stigi. Einnig vantar klarin-
ettukennara og forskólakennara fram að ára-
mótum. Nánari upplýsingarveitirskólastjóri, Har-
aldur Árni Haraldsson, í símum 92-13995 eða
92-12903.
Skólanefnd.
Dagheimilið Völvuborg
Völvufelli 7
Við Völvuborg eru lausar eftirtaldar stöður:
1. Staða fóstru á deild 6 mánaða-3 ára.
2. Staða aðstoðarmanns á deild
6 mánaða-3 ára.
3. Tvær stöður fóstra, þroskaþjálfa eða annarra
með uppeldis- eða kennslufræðilega menntun til
kennslu barna með sérþarfir.
Upplýsingar gefur forstöðumaður í síma 73040.
Atvinna erlendis
Hér er upplýsingabókin fyrir þig sem ert að leita að vinnu
erlendis til lengri eða skemmri tíma.
Hún inniheldur upplýsingar um störf í málm- og olíuiðnaði,
við kennslu, garðvinnu, akstur, á hótelum og veitingastöð-
um, au-pair, fararstjórn, ávaxtatínslu í Frakklandi og Banda-
ríkjunum, tískusýninga- og Ijósmyndafyrirsætustörf og störf
á búgörðum, samyrkjubúum eða skemmtiferðaskipum.
Bókinni fylgja umsóknareyðublöð. Þetta er bókin fyrir þá
sem hafa hug á að fá sér starf erlendis. Þú færð upplýsingar
um loftslag, aðbúnað í húsnæði, vinnutíma o.fl. Þar að auki
færðu heimilisföng u.þ.b. 1000 staða og atvinnumiðlana.
Bókin kostar aðeins 98,- s.kr. (póstburðargjald innifalið). 10
daga skilafrestur. Skrifaðu til
CENTRALHUS
Box 48, 142 00 Stockholm
Simi: 08 744 10 50
P.S. Við útvegum ekki vinnu!
Dagheimili í Vogahverfi
Dagheimilið Sunnuborg, Sólheimum 19 óskar
eftir fóstrum og/eða aðstoðarfólki í eftirtaldar
stöður:
100% starf á 3-6 ára deild, 100% starf á 1-3 ára
deild og 50% starf á 1-3 ára deild. Upplýsingar
gefur forstöðumaður í síma 36385.
Athugið - athugið
Eru ekki einhverjar áhugasamar fóstrur tilbúnar
að koma og taka þátt í undirbúningi að breytingu
á innra starfi leikskólans Árborgar? Okkur vantar
einnig nú þegar fólk með aðra uppeldismenntun
eðastarfsreynslu. Ef þú hefuráhuga, komdu eða
hringdu í síma 84150.
Leikskólinn Árborg
Hlaðbæ 17
Árbæjarhverfi.
Sunnudagur 30. ágúst 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5