Þjóðviljinn - 30.08.1987, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 30.08.1987, Blaðsíða 15
Söngleikur fyrir fiska Ljóð eftir Jóhann órelíuz Jóhann árelíuz er fæddur árið 1952 og hefur verið búsettur í Sví- þjóð síðustu ár. Hann sendi frá sér ljóðabókina „Blátt áfram” árið 1983 og á dögunum kom „Söngleikur fyrir fiska” út. Ljóð- in sem birtast hér eru úr þeirri bók. sólin appelsína sólin appelsína gul eins og sítróna appelsína = epli frá Kína ég elska ávexti (einkum forboðna) gras tré Ijóð steina og grýtta hljóma sem syngja svo syngur og tekur undir í bláum fjarlægum fjöllum! (ó) fjarstœðukennda fegurð lengst burtu svífandi handan sjóndeildarhringsins CL Eggtíð Það rennur upp sá dagur að Ijóðið þiðnar vetrarklaki á vori springur út í brjóstholinu og flýtur með hádegisflóðinu undir ást heitrar sólar. Það rennur upp sá dagur. Naflaljón Ég heffundið vindinn koma að lindinni. Þrásinnis hef ég spurt mig: Hvað dvelur þig? Ég hef fundið vindinn koma að lindinni og má út mynd mína. íslensk tunga Góðir hlustendur! Ég þakka þeim fjölmörgu sem skrifað hafa þættinum bréf. Mun ég síðar leysa hvers manns vanda. Þykir mér gott til þess að vita að enn skuli finnast svo margir sem ’áhuga hafa á æstkæra ylhýra mál- in. En eins og kunnugt er býr ís- lensk tunga yfir næstum óendan- legu þanþoli. Stórskáldinu vefst sjaldan tunga um tönn og lætur sig hvorki muna um að heyra stiknað hjarta æpa út úr ofni eða fimbulbassa úr hafdjúpsins tröll- aukna lunga. Sama skáld lýsir auðmýkt Islands gagnvart al- mættinu í lítt þekktu kvæði á þann hátt að „vér kvökum og þökkum með titrandi tár því þú tilbjóst vort forlagahjól“. Nei, þarna er sko ekki verið að væla um tilvistarkreppu og trúnaðar- brest, enda hvort tveggja seinni tíma tilbúningur. En ekki er tungan alltaf jafn gagnsæ í næstum óendanlegu þanþoli sínu. Fræg er setningin: „Skáldið gekk aftur fyrir kon- ung“. í fljótu bragði þýðir að hún að skáldið hafi gengið á konungs- fund í annað skiptið. En þegar betur er að gáð getur hún allt eins þýtt að skáldið hafi gengið aftur fyrir hásæti konungs og farið þannig á bak við hann f eigin- legum skilningi. Þá getur skáldið hafa verið svo hollt konungi sín- um að það hafi gerst draugur þ.e. gengið aftur - fyrir hann. Með orðhengilshætti má eflaust finna fleiri merkingar. Þorlákur á Skyrstöðum átti enn eitt símtalið við umsjónar- mann þáttarins og vill nú fá að vita merkingu setningarinnar: „Kisu hryllti við leifum Jóhanns bryta.“ Væri þættinum óneitan- lega fengur í því að Þorlákur skrifaði næst, því umsjónarmanni var illmögulegt að greina gegnum símann hvort hér var átt við leifar eða leyfi. Verður því ekki komist hjá eftirtöldum merkingum: 1. Kisu hryllti við matarleifum Jóhanns bryta. 2. Kisu hryllti við líki Jóhanns, þ.e. jarðneskum leifum brytans. 3. Kisu hryllti við sumarleyfum Jóhanns og öðrum orlofum. Hún hefur sennilega orðið svöng með- an á fyrri fjarvistum hans stóð. 4. Kisu hryllti við leyfum Jó- hanns bryta, þ.e. henni þykir Jó- hann gefa sér of lausan tauminn. 5. Kisu hryllti við leyfum Jóhanns bryta, þ.e. lofi hans og smjaðri. Þetta er að vísu gamalt skálda- mál. 6. Kisu hryllti við Leifum Jó- hanns bryta, þ.e. sonum hans tveimur Þorleifi og Hjörleifi. 7. Kisu hryllti við leifum Jóhanns bryta, þ.e. Unni Þóru Jökulsdótt- ur sem alltaf er kölluð Kisa. Þetta leiðir hugann að gælu- nöfnum og vil ég því að lokum spyrja hlustendur hvort þeir kannist við nöfnin Bíbí í merking- unni Bára, Lilla í merkingunni Sjöfn, Dúdú í merkingunni Ást- ríður, Diddú í merkingunni Sig- rún, Gubba í merkingunni Guð- björg, Dáni í merkingunni Þor- valdur, Lobbi í merkingunni Guðmundur, Posi í merkingunni Halldór Björn, Fótur í merking- unni Halldór Ármann og Doddi í merkingunni Þórður. Væri þætti- num fengur í fleiri dæmum hér að lútandi. Þó vil ég vara Skyrstaða- bóndann við að hringja í umsjón- armann og þykjast kannast við úr sínu byggðarlagi nöfnin Mummi í merkingunni Guðmundur, Nonni í merkingunni Jón, Krum- mi í merkingunni Hrafn o.fl. í þeim dúr. Það er ljótt að stríða Þorlákur! Auk þess er ekkert ódýrara lengur að liggja í síman- um á kvöldin og er það gott á þig Láki. Guðm. Sunnudagur 30. ágúst 1987 ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.