Þjóðviljinn - 10.09.1987, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 10.09.1987, Blaðsíða 9
Lúdó og Stefán? Nei, Johnny Tri- umph, Sigurjón, Sjón í sveiflu. (Mynd: Sig.) Óðmenn einbeitfir og innhverfir í blúsuðum fílingi. F.v. Jóhann G. Jóhannsson, Einar örn Benediktsson og Björk Guðmundsdóttir, ásamt öðrum sykurmolum, Ólafur Garðarsson og Finnur Torfi Stefánsson. (Mynd: Sig.) dæla kraftmikilli og tilfinningahlaðinni tónlist út í salinn. (Mynd: Sig.). Faðmlag fortíðar og nútíðar - Óðmenn og Sykurmolarnir í Hollywood Nútíðin/sagan og sagan/ nútíðin féllust í tvíræða faðma, griðastað „týndu kynslóðar- innar” í Hollývúdd stuttu fyrir síðustu helgi. Framverðir neðanjarðarheimanna þá og nú, Óðmenn og Sykurmolarn- ir, þreyttu þar leik sinn og vart mátti á milli sjá hvor þessara ólíku heima hafði betur. „Saga” og „samtími”, hvar svo sem landamærin liggja, byggja á ólíkri tækni, öðru vísi afstöðu, - andstæðurnar gætu fætt af sér athygiisvert afkvæmi. Eins og við var að búast voru gestimir í Hollývúdd af fjöl- breyttum toga þetta fimmtudags- kvöld. Sumir komu eflaust fyrst og fremst til þess að hlusta á ann- að hvort Óðmenn eða Sykurmol- ana (og það var ekki erfitt að greina á milli hópanna), en aðrir til þess að hlusta á hljómsveitirn- ar báðar. Þeir sem komu til ein- hvers annars en að hlusta á tón- listina komust ekki hjá því að hrífast með í leikinn. Því miður missti Þjóðviljinn af fyrsta dag- skrárlið kvöldsins, Birni Thor- oddsen og félögum. Við látum ummæli Finns Torfa um þann dagskrárlið duga en þau lét hann falla þegar hann kom á sviðið ásamt óðum mönnum: Það er vont hlutskipti að þurfa að koma fram á eftir Birni og félögum, en við reynum að gera okkar besta. Augnabliki síðar fyllti gamla, góða Creamlagið, White room salinn og í kjölfarið komu fleiri slík s.s. Crossroads, I’m so glad, Sunshine of my life (lagið sem Óðmenn spiluðu alltaf þegar fólkið á ballinu var í fýlu, sagði Finnur Torfi) o.fl Creanúög frá blómaárunum. Hvað flutninginn snertir, voru flestirsem þekktu til Óðmanna á þeim árum, sammála um að hann væri nú betri en nokkru sinni fyrr („Og græjurnar betri,” sagði einn popparinn). „Það er ekkert skrítið, hvað held- urðu að þeir hafi verið að gera annað sl. 17 ár annað en að æfa Cream," sagði einn Sykurmola- aðdáandinn hæðnislega og ekki laus við fyrirlitningu þegar Þjóð- viljinn ympraði á þessu við hana. Þrátt fyrir að það hafi vottað fyrir fjandsamlegri afstöðu til forver- anna, hlustaði viðmælandinn af athygli á Óðmenn, eins og reyndar flestir aðrir í salnum. Óðmenn voru nefnilega góðir og sönnuðu með leik sínum að upp- vakning gamalla drauga, alla vega sumra, á fullan rétt á sér. Fortíðin er til að læra af henni og er auðvitað menningarleg móðir samtíðarinnar, - sú arfleifð sem Sykurmolarnir eru sprottnir af. Þegar Sykurmolarnir fóru af stað leystist þvílík orka úr læðingi að veggirnir í Hollývúdd voru við það að gliðna. Krafturinn varð kannski enn meiri fyrir það að Sykurmolarnir voru orðnir pirr- aðir út í Óðmenn fyrir að vera of lengi á sviðinu. „Við þurftum að týna nokkur lög út af dagskránni. Þessi tímaskekkja er ekki okkur að kenna. Hún er glötuðu kyn- sjóðinni að kenna,” sagði Einar Öm söngvari ergilega þegar hann kynnti síðasta lagið og leynigest- inn Johnny Triumph, Sigur Jón, Sjón. Hlutverk Johnny’s var að kynna nýtt dansspor, dansspor framtíðarinnar og við höfðum fengið að vita að sá sem ekki lærir það, hann er ekki með. Dansspor framtíðarinnar reyndist tilheyra fortíðinni jafn mikið og framtíð- inni, dansspor rokkarans með loftgítar, mjaðmasveiflum og fá- dæma fallegu stökki. Sigur Jón og Sykurmolarnir áttu salinn og aukalag varð óhjákvæmilegt. í viðtali í Morgunblaðinu sama dag og tónleikarnir voru haldnir segja Sykurmolarnir: „Okkur þótti það (síðan) biluð hugmynd að spila með Óðmönnum og jass- hljómsveit Björns og það átti sinn þátt í því að við létum til leiðast. Það er ekkert spennandi að spila bara fyrir fólk sem elskar mann.” Ef einhverjir áhorfendur hafa ekki verið létt ástfangnir af Syk- urmolunum fyrir þessa tónleika þá urðu þeir örugglega altént dá- lítið skotnir í þeim á meðan á tónleikunum stóð. Sameiginlegt tónleikahald þessara fulltrúa tveggja tíma gef- ur ærin tilefni til samanburðar, en hér verður látið nægja að benda á eitt atriði. Óðmenn þurftu ekki á mörgum augnagotum að halda til að vera samstíga; það var augljóst á svip þeirra, sérstaklega í spunaköflum, að þremenning- arnir sameinuðust um tónlist, sem var innan í hverjum og ein- um. Ljósin hefðu alveg eins getað verið slökkt. (Einn gesturinn á staðnum kallaði tónlistina m.a.s. sýrutónlist). Sykurmolarnir áttu hins vegar ýmis samskipti á með- an þau spiluðu; maður var ekki alltaf viss hvenær þau voru að miðla boöum um flutninginn, hvenær þau voru að leika sér og hvenær samskiptin voru sett á svið. Innhverf hugleiðslutónlist Óðmanna andspænis úthverfri sjótónlist Sykurmolanna, segir þetta ekki eitthvað um muninn á „andanum 67” og „andanum 87”? Með blúsaðan fíling Óðmanna í æðum og hlaðnir orku frá kraftmikilli tónlist Sykurmol- anna hurfu gestirnir hver í sína átt út í nóttin. K.Ól. ÚTSALA Allt að 50% afsláttur. Teppaland Grensásvegi 13 simi 91-83577. Dúkaland Grensásvegi 13 ' sími 91-83430 Hiá okkur ná gæðin I gegn.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.