Þjóðviljinn - 11.09.1987, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 11.09.1987, Blaðsíða 1
msm Föstudagur 11. september 1987 200. tölublað 52. örgangur Lögfrœðiskatturinn Skuldarar bera kostnaðinn Sveinn Snorrason, formaður Lögmannafélags Islands: Skatturinn kemur niður á þeim sem sístskyldi og eru í vandrœðum fyrir að hefur ekki verið hugsað útí hverjir bera kostnaðinn af þessum 10% söluskatti. Hann kemur fyrst og fremst niður á þeim sem síst skyldi, þeim sem eru í vandræðum fyrir og lendir þá oft með tvöföldum þunga á þeim, sagði Sveinn Snorrason, formaður Lögmannafélagsins við Þjóðviljann í gær. í skuldabréfum eru klásúlur um að skuldari beri allan máls- kostnað af innheimtu og leggst því 10% skatturinn á hann. Að sögn Sveins þekkist þessi skattur hvergi annarsstaðar á Norður- löndunum Lögmannafélagið skrifaði fjár- málaráðuneytinu bréf í byrjun ágúst og fór fram á skýringar um hvernig ætti að útfæra skattinn. Svar hefur ekki fengist við því en reglugerð er í smíðum. Annað atriði varðandi þennan skatt er það að hann er afturvirk- ur að mati^skattayfirvalda. Sem dæmi máriaka mann sem lenti í vanskilum sl. vor. Dómur féll í máli hans í maí, í júní er gert fjár- nám í íbúð mannsins, uppboð er auglýst í júlí. Eftir 1. september nær maðurinn samkomulagi við innheimtuaðilann um greiðslur. Hann þarf þá að greiða söluskatt af allri málsmeðferðinni, af dómnum, fjárnáminu og upp- boðsbeiðninni. Lögfræðingar sem Þjóðviljinn ræddi við efuðust mjög um að þetta stæðist lagalega. Sveinn sagði að enn hefði ekki reynt á þetta en tók undir að þetta orkaði mjög tvímælis. „Hingaðtil hefur ekki reynt á þetta, en það er rétt, þetta er skilningur skattayfir- valda. Hafi skuldarinn hinsvegar greitt inn á kröfuna upphæð sem samsvarar málskostnaði er ekki hægt að leggja 10% söluskattinn ofaná, því málskostnaður greiðist yfirleitt fyrst upp.“ Margir iögfræðingar hafa hald- ið að sér höndunum við inn- heimtuaðgerðir vegna þess hve margt er óljóst um framkvæmd skattsins. Telja þeir orka mjög tvímælis hvemig að þessu er stað- ið, að setja bráðabirgðalög. „Þeim hefði verið nær að flýta sér hægt og láta Alþingi fjalla um þetta áður en farið var af stað. Með þessum skatti er verið að hengja bakara fýrir smið. -Sáf Lögreglan Ónáðið ei kanann! Sextugur Hafnfirðingur þurfti að dúsa í steininum aðfaranótt fimmtudags gefið það eitt að sök að hafa ónáðað bandaríska sendi- ráðið með upphringingum á mið- vikudag. „Ég hafði smakkað vín og um sexleytið hringdi ég í bandaríska sendiráðið og sagði þeim til synd- anna á minni fábrotnu ensku. Sagði þeim þá skoðun mína að þeir hefðu ekkert hér að gera. Um níu leytið skrapp ég svo til Reykjavíkur á Hótel Loftleiðir. Þegar ég kom aftur út um hálf tólf biðu mín þrír lögregluþjónar. Ég spurði fyrir hvað ég væri hand- tekinn en var þá svarað að ég fengi að vita það á stöðinni. Það var svo ekki fyrr en um níu á fimmtudagsmorgun að ég fékk að vita að sök mín var sú að ég hafði ónáðað bandaríska sendiráðið. Mér finnst það fjári hart að þurfa að dúsa í steininum fyrir það eitt að hringja í sendiráðið.“ Guðmundur Hermannson, varðstjóri, sagði að þetta hefði verið minni háttar mál, maðurinn hefði hringt oftar en tíu sinnum í sendiráðið en ekki verið með neinar hótanir. Þrátt fyrir það hefði lögreglan talið fulla ástæðu til að taka manninn í yfirheyrslu enda væri yfirleitt tekið fastar á málum sem vörðuðu erlend sendiráð. Sagði hann að ekki hefði verið hægt að yfirheyra manninn vegna ölvunar um kvöldið og því hefði hann verið hafður í haldi þar til morguninn eftir. „Málið er búið af okkar hálfu.“ -Sáf (slensk lyfjaframleiðsla. Að sögn landlæknis eru eftirlíkingalyf seld erlendis á 'Ao til % af verði frumlyfja, en lítill verðmunur er á þessum lyfjakostnaði hérlendis. (Mynd: E.ÓI.) Lyf Okrað á eftirlíkingum Aíslandi er hlutfall eftirlíkinga- lyfja innan við 20% af mark- aði, en lítill munur er ú verði þess- ara lytja og frumlyfja, segir í grein eftir Olaf Ólafsson, land- lækni, í septemberhefti Lækna- blaðsins. „Segja má að öll íslensk lyfja- framleiðsla sé framleiðsla á eftir- líkingalyfjum,“ segir í greininni. Þá segir að eftirlíkingalyf séu nú seld erlendis á Vio til % af verði frumlyfja. Að sögn Ólafs er framleiðsla og rannsóknir á frumlyfjum gífurlega kostnaðarsamar, og langt utan og ofan við fjárhags- legt bolmagn íslenskra fyrir- Hvalamálið Lausn í sjónmáli Skammtímalausn virðist vera í sjónmáli í hvalveiðideilunni við Bandaríkjamenn. Lausnin felst i því að íslendingar halda sínu striki í sumar og veiða þær tuttugu sandreyðar sem ákveðið hafði verið en leggi síðan rannsóknaráætlunina fyrir vís- indanefnd Alþjóða hvalveiðiráðs- ins, einsog ráðið samþykkti á fundi sínum f sumar. Dr. Calio mun hafa komið án nokkurra nýrra tillagna á fundinn í Ottawa. Þegar Steingrímur Her- mannsson mætti ekki á fundinn mun bandarísku sendinefndinni hafa verið mjög brugðið. Eftir að Ingvi Ingvason, sendiherra, hafði flutt Dr. Calio skilaboð Stein- gríms var gert fundarhlé. Að því loknu lögðu Bandaríkjamenn fram áður greint sáttatilboð. í allan gærdag var stöðugt sam- band milli deiluaðila og er búist við skjótri lausn á málinu. Hjörleifur Guttormsson sagði í gær eftir fund í utanríkismála- nefnd, að með þessu tilboði væri um verulega stefnubreytingu að ræða hjá Bandaríkjamönnum og ákveðna opnun á málinu, sem sjálfsagt væri að skoða vandlega. „Ég tel ekki útilokað að hægt sé að knýja fram ákveðnar breytingar á tillögunni og þannig unnt að ná viðunandi samkomu- lagi í málinu varðandi nánustu framtíð." -Sáf tækja. Því er veitt einkaleyfi á frumlyfjum í ákveðinn árafjölda, 15 til 20 ár, en eftir að einkaleyfíð rennur út geta allir sem mega framleiða lyf keypt efnið og fram- leitt úr því lyf sem eftirlíkingalyf. Við framleiðslu eftirlíkinga- lyfja þarf einungis að prófa hrein- leika efnanna, uppgefíð magn og aðgengi efnanna úr þeim lyfjaf- ormum sem um er að ræða. „Hönnunarkostnaður er að mestu fólginn í auglýsingum, hönnun umbúða ásamt auglýs- ingamennsku," segir hann. Að sögn Guðmundar Sigþórs- sonar formanns lyfjaverðsnefn- dar, fjallar lyfjaverðsnefnd um álagningu í smá- og heildsölu. Hins vegar skráir lyfjanefnd grunnverðið. Formaður lyfja- nefndar er Guðbjörg Kristins- dóttir, en til hennar náðist ekki í gær. HS

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.