Þjóðviljinn - 11.09.1987, Side 4
LEHDÁRI
Linka kallar á ágengni
-* i** l/-kr*ni woroA i/iA x/ovonHi ntiAmiviólnflnl/l/i im onm mnoti i lioín roAin O In
Þjóöviljinn hefur lengi varað viö vaxandi
undirlægjuhætti íslenskra ráðamanna gagnvart
Bandaríkjunum.
Bitur reynsla hefur margsinnis staöfest aö
smáþjóðin verður að fara með varkárri hörku
gagnvart stórþjóðum heimsins og skiptir þá litlu
hvort um er að ræða gerskan björn eða fjallaörn
vestanhafs. Linka kallar á ágengni, auðmýkt á
hroka, eftirgjöf á yfirgang.
Lúðvík Jósepsson fann hina réttu herlist í
endurteknum styrjöldum um þorska neðansjá-
var við breska heimsveldið. Festa og einurð, -
aldrei að víkja! Hin lúðvíska forysta í landhelg-
ismálinu einkenndist af þessu. Og þeir herrar
sem þá fóru með guðsorði og byssum í bland
gegn íslendingum lærðu smám saman, að í
samningum varð að meðhöndla fulltrúa smárr-
ar þjóðar norður í höfum að minnsta kosti sem
jafningja.
En hið lúðvíska element er illu heilli löngu
horfið úr farteski íslenskra stjórnvalda. Þegar
forystumenn fara til samninga vestur um haf
beita þeir engu jafn oft og jafn mikið og hnjálið-
unum. Hvenær sem færi gefst hafa þeir beygt
sig og bugtað fyrir kananum, látið bjóða sér
hvað sem er og hvenær sem er.
Hnjáliðamýktin er aðalsmerki oddvita hinnar
íslensku utanríkisþjónustu þegar bandarísku
dollaraforingjarnir eru annars vegar.
Þetta stafar vitaskuld af því, að í þeim
stjórnmálaflokkum sem mestu hafa ráðið á ís-
landi hin síðustu ár eiga þeir rík ítök, sern hafa
fjárhagslegan ábata af veru kanans á íslandi.
Þannig er hægt að fullyrða, að stefna Sjálfstæð-
isflokksins gagnvart kananum og hernum er að
vissu marki keypt fyrir beinharða dollara.
Vitanlega er dollaratak Bandaríkjamanna á
Sjálfstæðisflokknum ekki svo rakið, að þing-
menn eða ráðherrar Sjálfstæðisflokksins fái
beinlínis greitt inná leynireikninga í Sviss. Þess í
stað hafa slóttugir herforingjar skipað svo mál-
um, að valdamiklum ættum og einstaklingum
innan Sjálfstæðisflokksins hefur verið veitt ein-
okun á hermanginu sem fylgir hernum. Þessar
ættir fá svo í friði að stunda eins konar lögleyft
okur á hernum.
Þetta fyrirkomulag er í rauninni ekkert annað
en eitt form af mútum. Til endurgjalds fyrir mút-
urnar sem viðkomandi áhrifamenn þiggja í formi
hermangs beita þeir áhrifum sínum til að sveigja
flokkinn að „réttri“ stefnu um samskiptin við
Bandaríkin og her þeirra hér á landi.
Þessi keyptu áhrif innan valdamesta
stjórnmálaflokks þjóðarinnar hafa smám sam-
an fellt framkomu Bandaríkjamanna við íslend-
inga í ákveðinn farveg: Við skrifborðin í Pen-
tagon taka orðum skrýddir herforingjar ákvarð-
anir um næstu framkvæmdir í þágu bandarísks
hers á íslandi. Þeir hafa ekki fyrir því að leita
ráða, spyrja ekki um afstöðu hinnar íslensku
þjóðar. Nei, - þeir láta sér nægja að senda
skipanir hingað norður.
Og það hefur líka dugað. Sjálfstæðisflokkur-
inn hefur gengið fram fyrir skjöldu æ ofan í æ til
að berjast fyrir auknum farmkvæmdum á veg-
um kanans. Ratsjárstöðvar eru reistar við há-
vær mótmæli heimamanna, olíuhafnir eru
byggðar, komið er upp aðstöðu í Keflavík til að
hefja árásarstríð gegn Sovétríkjunum, - með
öðrum orðum: allt er gert til að þóknast hinum
amerísku herrum.
Sífelld undanlátssemi hefur nú leitt til þess,
að Bandaríkjamenn eru orðnir vanir því að kom-
ast upp með alla skapaða hluti í samskiptum við
okkur. Þetta kom best í Ijós þegar utanríkisráð-
herra lýðveldisins flaug til Kanada í þeim til-
gangi að hefja mikilvægar viðræður við Banda-
ríkjamenn um samskipti þjóðanna. En ráðherr-
ann og sendinefnd hans fengu ekki þær við-
tökur, sem sæmir sjálfstæðri, fullvalda þjóð.
Bandarísk yfirvöld buðu honum upp á kaffirabb
við hóp af kontóristum!
Vitanlega brást Steingrímur Hermannsson
við með þeim eina hætti sem réttur var. Hann lét
vera að hitta skrifstofuklárana frá Washington.
Þessi framkoma er hins vegar rökrétt fram-
hald af þeirri undanlátsstefnu sem íslendingar
hafa fylgt gagnvart Bandaríkjamönnum.
-ÖS
KUPPT OG SKORID
MUKOUINULAUlt;, MIU V lAUUAUUft Z. DLr 1 LMDCiA IXJO t
Hernema Sovét- ríkin Island? Cftir Visfús Geirdal Þeir hafa gert skýra grein fyrir því Morgunblaðið vísar gjaman til ° að þessi stefna snýst um mun viðtæk- þess a ótti íslenskrar ráðamanna við 28. júlí sl. birtist í Morgunblaðinu ari og umfangsmeiri hemaðarað- soyésku hættuna hafi venð einlægur grein eftir Benedikt Gröndal sendi- gerðir en felast í hefðbundnum árið 1951 og það er engin ástæða herra sem bar yfirskriftina: „ísland sjóhemaði. Gert er ráð fyrir meiri til að ætla annað. En var þessi ótti og hin nýja flotastefha USA“. Grein samvinnu sjóhers, flughers, landhers raunhæfur — var hann byggður á hes«i var á martmn hátt merkiletr oe landeöneuhers en dæmi eru um einhvetjum skynsamlegum rökum. fSJjrl ÆBRsm Vitrfús Geirdal
Hlutverk hersins
Þessar vikur hefur hvaladeilan
enn einu sinni beint augum
manna að herstöð Bandaríkj-
anna á Keflavíkurflugvelli og
víðar um fósturjörðina. Ríkis-
stjórnarflokkarnir virðast ætla
sér þann hálfaronska leik að nota
herstöðina til að búa til mála-
miðlun við Bandaríkjamenn og
vinna þannig tíma, -síðan verður
því væntanlega haldið fram að
einmitt vera hersins hafi tryggt
íslendingum þá stöðu gagnvart
Könum að ekki fór verr.
Mönnum kann að finnast mis-
jöfn lykt af því að gera herstöðina
að einskonar skiptimynt í deilum
við Bandaríkjastjórn um allt ann-
an handlegg í samskiptum ríkj-
anna. Því verður þó ekki neitað
að þetta mál bregður athyglis-
verðu ljósi á það hlutverk sem
ráðamenn stjórnarflokkanna
telja herstöðina hafa hérlendis.
Grundvallarkennisetning ar-
onskunnar, í hvaða mynd sem
hún kemur fram hverju sinni, er
nefnilega sú sama og andstæð-
inga herstöðvarinnar: að herinn
sé ekki hér í okkar þágu, til að
verja ísland, heldur í þágu
Bandaríkjanna, til að verja
Bandaríkin og tryggja áhrif
þeirra um heimsbyggðina.
Tryðu menn því í raun að her-
stöðin væri hér vegna íslenskra
öryggishagsmuna væri aldeilis
fráleitt að nota hana sem vopn í
deilum við Bandaríkjamenn,
-þeir gætu þá tekið uppá því að
fara og skilj a okkur eftir aleina og
óverndaða.
Rússagrýlan
Þegar herinn kom í seinna
skiptið, árið 1951, var reynt að
verja það fyrir þjóðinni meðal
annars með því að á hverri stundu
mætti búast við sovéskri innrás í
líki rússneskra síldarsjómanna
sem þá voru fjölmennirá hafinu
norðan landsins.
Það sést ekki á nýbirtum
leynískjölum bandarískum hvort
íslenskir ráðamenn trúðu þessu í
raun og veru, -og verður sjálfsagt
að bfða birtingar íslenskra heim-
ilda frá þessum tíma. En þeir í
utanríkisráðuneytinu eru nú bún-
ir að vera að íhuga það í tæpa sjö
mánuði hvort óhætt sé að draga
þá pappíra frammúr leyndarhirsl-
unum eftir 36 ár.
Sfðan hefur ein helsta réttlæt-
ing fyrir veru hersins hér verið sú
að hann væri það eina sem kæmi í
veg fyrir að Sovétmenn slægju
eign sinni á landið. Rússagrýla
hefur að vísu legið nokkuð í dvala
undanfarin ár, en frökenin er þó
enn höfð til sýnis á varhugaverð-
um tímum þegar þjóðin leyfir sér
að efast um að hersetan á íslandi
sé eitt náttúrulögmálanna. Það
eru helst opinberir fulltrúar ís-
lensku þjóðarinnar á erlendum
vettvangi sem eru notaðir til að
gæta Grýlu gömlu á elliheimilinu,
-Son excellence 1‘ambassadeur
dTslande Benedikt Gröndal hef-
ur til dæmis sagt af henni fréttir í
Mogganum í tvígang núna í
sumar.
Sovéskt hernám?
Vigfús Geirdal, sem er að
verða einn af fróðustu hermála-
sérfræðingum okkar, ræðir um þá
gömlu í Morgunblaðsgrein í byrj-
un mánaðar, og gerir Gröndal og
öðrum Grýluaðdáendum þann
grikk að taka þá alvarlega, að
kanna það með stuðningi tiltækra
upplýsinga um vígbúnað og hern-
aðarstefnu hvort hugsanlegt sé að
Rauði herinn hafi, eða hafi haft,
uppi áform um hernám íslands.
Vigfús bendir fyrst á að séu
slíkar áætlanir til í Kreml virðist
bandarískir hershöfðingjar ekki
hafa af þeim miklar áhyggjur.
Viðbúnaður herliðsins hér miðist
ekki við að verjast innrás, ef til
vill að undanskildri einni flug-
sveit, „Svörtu riddurunum“.
Þá bendi hernaðarstefna
Bandaríkjanna hér á norðurslóð-
um ekki til þess að gert sé ráð
fyrir áreitni við íslandsstrendur,
heldur er ætlunin að ráðast á so-
véska flotann norðar og austar,
nálægt heimahöfn í Arkangelsk.
Vigfús veltir því einnig fyrir sér
hvaða hag Sovétmenn gætu séð
sér í að hemema ísland í átökum,
og sér þann kost einan að þannig
væri hægara að spilla flutninga-
leiðum yfir Atlanshaf. Til þess
þyrfti þó helst að hernema Græn-
land, Færeyjar og Skotland, og er
þá skörin heldur betur farin að
færast uppí bekkinn. Enda eru
það fyrst og fremst kafbátar sem
hafa í nútímahernaði það hlut-
verk að spilla flutningaleiðum.
Nútímakaftátar geta verið í sjó
langtímum saman, og fjarlægð
frá heimahöfn skiptir æ minna
máli.
Vigfús vitnar í bandaríska
hernaðarsérfræðinga sem telja að
Sovétmönnum væri enginn hagur
að hernámi landsins í átökum.
Rauði herinn mundi fyrst og
fremst reyna að eyða hér hernað-
armannvirkjum óvinarins með
efnavopnum og kjarnavopnum.
Skipulag og stærð sovéska flot-
ans benda heldur ekki til þess að
hemám sé Kremlverjum ofarlega
í huga hér eða annarstaðar, -þar
virðist fyrst og fremst stefnt að
öflugri kafbátadeild.
Breytta stefnu!
Niðurstaða Vigfúsar er sú að
það hafi aldrei verið miklar líkur
á að Sovétmenn ætluðu sér að
hemema ísland. „Það er engu að
síður full ástæða til að hafa
áhyggjur af flotauppbyggingu
þeirra sem miðar að sjálfsögðu að
því að tryggja stórveldishags-
muni þeirra" segir Vigfús. „En
það er fáránlegt að einblína bara
á sovésku hættuna. Okkur stafar
fyrst og fremst hætta af vígbúnað-
arkapphlaupi risaveldanna
beggja hér í höfunum í kringum
okkur. Eitt aðalverkefni íslenskr-
ar utanríkis- og öryggisstefnu ætti
því að vera að beita sér gegn þess-
ari þróun og koma í veg fyrir að
Norðurhöf verði háspennusvæði
þar sem kafbátar risaveldanna
lóna í undirdjúpunum í sífelldu
návígi. Við þurium að standa á
rétti okkar gagnvart báðum þess-
um stórveldum og koma fram við
þau með vinsemd en af fullri
reisn.“
Undir þessi orð er vert að taka
á okkar aronsku tímum.
-m
þlOÐVIUINN
Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis
og verkalýðshreyfingar
Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans.
Rltstjórar: Árni Bergmann, Þráinn Bertelsson, össur
Skarphéðinsson.
Frótta8tjóri: Lúðvík Geirsson.
Blaðamenn: Garðar Guðjónsson, Guðmundur Rúnar Heiðarsson,
Hrafn Jökulsson, HjörleifurSveinbjörnsscn, IngunnÁsdísardóttir,
Kristín Ólafsdóttir, Kristófer Svavarsson, Logi Bergmann Eiðsson
(íþróttir), Magnús H. Gíslason, Mörður Árnason, ÓlafurGíslason,
Ragnar Karlsson, SigurðurÁ. Friðþjófsson, Stefán Ásgrímsson, Vil-
borg Davíðsdóttir, Yngvi Kjartansson (Akureyri).
Handrita- og prófarkalestur: Elías Mar, Hildur Finnsdóttir.
Ljósmyndarar: Einarólason, SigurðurMarHalldórsson.
Útlitsteiknarar: Sævar Guðbjörnsson, Garðar Sigvaldason.
Framkvæmdastjóri: Guörún Guðmundsdóttir.
Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson.
Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Kristín Pétursdóttir.
Auglýsingastjóri: Siaríður Hanna Sigurbjörnsdóttir.
Auglýslngar: Unnur Agústsdóttir, Olga Clausen, Guðmunda Krist-
insdóttir.
Símvarsla: Hanna Ólafsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir.
Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir.
Utbrelðslu- og afgreiðslustjórl: Hörður Oddfríðarson.
Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, HrefnaMagnúsdóttir.
Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, ÓlafurBjörnsson.
Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn:
Síðumúla 6, Reykjavík, sími 681333.
Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310.
Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf.
Prentun: Blaðaprent hf.
Verð í lausasölu: 55 kr.
Helgarblöð: 65 kr.
Askriftarverð á mónuði: 600 kr.
.4 SÍÐA - ÞJÓÐVIUINN Föstudagur 11. september 1987