Þjóðviljinn - 11.09.1987, Síða 13

Þjóðviljinn - 11.09.1987, Síða 13
Reagan biður um Kontrafé ífyrrafékk hann 100 miljónir dala en að þessu sinni vill hann ausa 270 miljónum íKontrahítina. Barátta hafin gegn fjárveitingu Að sögn Georges Shultz, utan- ríkisráðherra Bandaríkj- anna, vill Ronald Reagan forseti að þing landsins samþykki að punga út með 270 mifjónir dala á næstu 18 mánuðum f aðstoð til handa Kontraliðunum er herja á Nicaragua. Shultz greindi frá þessari hjart- ans ósk foringja síns á fundi meö utanríkismálanefnd öldunga- deildar Bandaríkjaþings í gær. Hann sagði þessa háu upphæð vera nákvæmlega þá „...sem andspymuhreyfingin þarf á að halda til að standa straum af þjálfun og til kaupa á vígbúnaði handa sveitum sínum í pólitískri og hernaðarlegri baráttu sinni fyrir frelsi.“ Það er kunnara en frá þurfi að segja að í fyrra féllst þingið á að veita Kontraliðum 100 miljónir dala á næsta fjár- lagaári en það rennur út þann 30. september næstkomandi. Orð Shultz marka upphaf bar- áttu Reagans fyrir auknum fjár- austri til þessara óskabarna sinna en friðaráætlun fimm Mið- Ameríkuríkja frá því í fyrra mán- uði gerir honum erfitt um vik. Þar er gert ráð fyrir vopnahléi stjórn- arhers Nicaragua og Kontraliða auk lýðræðislegra umbóta í landinu. En Reagan er óþolinmóður maður enda hefur hann sett sér það mark að kollvarpa ríkis- stjórninni í Managua áður en hann hrökklast sjálfur úr forseta- embætti. Hann lét þau orð falla að hann gæti engan veginn fellt sig við ákvæði friðaráætlunarinn- ar um það sem hann kvað vera „sýndarlýðræði" í Nicaragua. Ef „alvörulýðræði“ væri ekki komið á fót í landinu þá myndi hann halda áfram stuðningi við Kontraliða. Shultz sagði friðaráætlun ríkj- anna fimm „vera prýðisbyrjun" en fullyrti að Kontraliðar færu brátt að þjást af vopna og fjár- skorti. Ef ekki yrði undinn bráður bugur að því að verða þeim út um viðbót myndi áætlun- in „...engum koma að gagni utan kommúnistum.“ Ekki eru allir Bandaríkjamenn sammála forseta sínum í þessu máli. Andstæðingar fjárveitinga til Kontraliða hófu á miðvikudag herferð gegn því að þingmenn Bandaríkin Kontraliðar við æfingar í Honduras, nágrannaríki Nicaragua. verði við þessari bón Reagans. Herferðin gengur undir nafn- inu „Niðurskurður 87“ og er markmið hennar að fá almenna borgara til að beita þingfulltrúa sína þrýstingi svo þeir greiði at- kvæði gegn því að Kontraliðum verði lagt lið. Fulltrúardeildarþingmaður einn, demókratinn George Miller, hefur verið útnefndur höfuðtalsmaður hreyfingarinnar sem stendur að baki herferðinni. Liðsmenn eru félagar meira en 12 friðar-og mannréttindasamtaka trúaðra og heiðinna manna. Miller sagði í gær að félagar myndu notfæra sér til hins ítrasta upplýsingar um lögbrot sem komið hefðu fram við vitnaleiðsl- ur í Írans/Kontrahneykslinu. Hann nefndi tvennt í því sam- bandi. Úthlutun gróðans af vopnasölu til Kontraliða og leyni- legan fjárstuðning einstaklinga og félagasamtaka í Bandaríkjun- um við sveitirnar á tíma þegar slíkt var bannað. -ks. Karl Marx horfir tortryggnisaugum á „lærisvein" sinn. „Eiríkur! Hvað hefur þú gert mór?“ Vestur-Þýskaland Honecker á heimaslóð Fyrr ígær hafði hann sóttfœðingarborg Karls Marx heim Danmörk Anker hættir Anker Jörgensen sagði í gær af sér embætti formanns danska Jafnaðarmannaflokksins. Yfirlýsingin kom ekki mjög á óvart þar eð hann hafði gert því skóna fyrir þingkjörið sem fram fór á þriðjudag að þetta hygðist hann gera tapaði flokkur hans fylgi. Og flokkurinn tapaði, þó ekki miklu, fékk 54 menn kjörna á þing í stað 56 áður. „Við verðum að taka tillit til óska kjósenda,“ sagði Anker í gær á flokksfundi þar sem hann greindi frá ákvörðun sinni. Hann mælti með því að varaformaður- inn, Svend Auken, hlypi ískarðið en síðan er það flokksþings að kjósa nýjan formann. Á yngri árum vann Anker Jörgensen almenna verkamanna- vinnu í skipasmíðastöð og vöru- skemmu. Hann komst fljótt til vegs og virðingar í dönsku verka- lýðshreyfingunni og varð for- maður danska alþýðusambands- ins. Árið 1972, eða fyrir réttum 15 árum, var hann kjörinn for- maður Jafnaðarmannaflokksins og varð forsætisráðherra Dan- merkur sama ár. Árið eftir hrökklaðist stjórn hans frá völd- um en hann hófst á ný til valda árið 1975 og næstu sjö árin stýrði hann hverri minnihlutastjórninni á fætur annarri. Frá því Paul Schliiter leysti hann af hólmi árið 1982 hafði hann verið helsti tals- maður stjómarandstöðunnar. Athygli skal vakin á því að grein Gests Guðmundssonar um stjórnmálaástandið í Danmörku var skrifuð áður en fréttir bárust af afsögn Ankers Jörgensens. -ks. Erich Honecker, leiðtogi Austur-Þýskalands, er borinn og barnfæddur bænum Wiebels- kirchen í Saarhéraði sem liggur við frönsku landamærin í Vestur- Þýskalandi. í gær kom hann í fyrsta sinn í fjörutíu ár til fæðing- arstaðar síns þar sem hann hóf barnungur afskipti af ,rstjórnmálum“ sem trymbill í lúðrasveit verkalýðsins. Honecker hafði áður mælt sér mót við systur sína sem enn býr í gamla fjölskylduhúsinu í Wiebelskirchen og saman óku þau til bæjarins. Hann lét verða sitt fyrsta verk að fara að grafreit foreldra sinna en þvínæst hélt hann „heim.“ Lögreglan hafði girt af svæðið umhverfis gamla íbúðarhús Hon- eckerfjölskyldunnar, númer 88 við Kuchenbergstrasse, sem byggt var af afa leiðtogans. Engu að síður voru fjölmargir samankomnir í námunda við hús- ið. Honecker veifaði brosandi til hóps manna er veifuðu austur- þýska fánanum í gríð og erg en lét sem hann sæi ekki kröfuspjald manns nokkurs þar sem þess var krafist að allir pólitískir fangar í Austur-Þýskalandi yrðu látnir lausir. Fyrr um daginn hafði Honeck- er sótt Trier heim, fæðingarborg Karls Marx. Hann hélt rakleiðis til hússins þar sem höfundur Kap- ítalsins bjó í bemsku og lét ekki staðar numið fyrr en í herberginu sem meistarinn fæddist í. Þar lét hann búnt af rauðum rósum við brjóstmynd af Marx og tók þvínæst að skrifa í gestabók- ina. Hann reit um þá hamingju og Meirihluti þings Tyrklands samþykkti í gær að láta kosningar fara fram þann 1. nóv- ember næstkomandi þrátt fyrir áköf mótmæli þingliða stjórnar- andstöðunnar og hótanir um að virða þær að vettugi. Kosningabaráttan verður væntanlega með hressilegri blæ en síðast því nú munu stjórnmálaforingjar á borð við Bulent Ecevit og Suleyman Dem- irel, fyrrum forsætisráðherra, vera með í leik en um síðustu helgi féllust landsmenn á það í þjóðaratkvæðagreiðslu að hei- mila þeim ásamt fleirum þátttöku í stjómmálum á ný. Turgut Ozal forsætisráðherra var einn stjórnmálaleiðtoga um það að hvetja Tyrki til að greiða gleði sem ríkti í hjarta sér vegna þess að kenningar gamla manns- ins „hefðu lukkast svo vel í fram- kværnd" í Austur-Þýskalandi. Utandyra stóðu mótmælend- atkvæði gegn endurkomu gömlu stjórnmálaforingjanna. Þótt hon- um hafi ekki orðið að ósk sinni var hann ánægður með niður- stöðuna því mjög mjótt var á munum í þjóðaratkvæða- greiðslunni. Aðeins 75 þúsund atkvæði skildu fylkingarnar að en atkvæði greiddu um 25 miljónir manna. Hann taldi semsagt tæpan helming atkvæða sér til tekna og ákvað því í snarhasti að rjúfa þing og efna til kosninga, tólf mánuð- um áður en fimm ára kjörtímabil rennur á enda. Nú hefur hinn íhaldssami Föðurlandsflokkur Ozals umráð yfir 249 sætum af 400 á tyrkneska þinginu. Samkvæmt tyrkneskum lögum verða að líða 90 dagar frá því ur. Einn þeirra hélt á stórri mynd af Karli Marx og voru honum lögð þessi orð í munn: „Eiríkur! Hvað hefur þú gert mér?“ -ks. boðað er til kosninga og fram að kjördegi. Ozal virðist hafa kom- ist að þeirri niðurstöðu að hugur kjósenda kynni að snúast á svo löngum tíma og að gömlu leiðtog- arnir yrðu honum skeinuhættir ef þeir fengju ráðrúm til að ná til landsmanna. Því lét hann þing- liða sína samþykkja laga- breytingar í einum grænum hvelli. Samkvæmt nýju reglunum líð- ur rúmur hálfur annar mánuður fram að þingkjöri og opinber kosningabarátta, með viðeigandi argaþrasi í ríkisfjölmiðlum, mun aðeins standa í tíu daga í stað 21 einsog lög kváðu á um. Og það segja stjórnarandstöðuleiðtog- amir allt of skamman fyrirvara. -ks. Föstudagur 11. september 1987 ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 13 Tyrkland Þingkjör 1. nóvember Turgut Ozalforsœtisráðherra sœtir ámœlifyrir að efna til kosninga með litlumfyrirvara í trássi við stjórnarandstöðuna

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.