Þjóðviljinn - 18.09.1987, Blaðsíða 1
Föstudagur 18. september 1987 206. tölublað 52. örgangur
Kauphœkkun 1. október
Hólmadrangur
Engin verslunarvara
Þunghljóð íforsvarsmönnum verkalýðshreyfingarinnar. Þórunn Svein-
björnsdóttirformaður Sóknar: Láglaunafólk er enginn verðbólguvaldur.
Björn Þórhallsson varaforsetiASÍ: Tilboð sem við getum ekki skrifað undir
20 milljón
í hagnað
„Útgerð togarans Hólma-
drangs, sem er frystitogari, hefur
gengið mjög vel og á siðasta ári
skilaði útgerðin 20 milljón króna
hagnaði,“ segir Stefán Gíslason
sveitarstjóri á Hólmavík.
Að sögn Stefáns hefur verið
Pað er enginn í verkalýðshreyf-
ingunni tilbúinn til að versla
með hækkunina 1. október, eða
það vona ég alla vega. Þetta er
hækkun sem við eigum, sagði
Björn Grétar Sveinsson formaður
Jökuls á Höfn í Hornafirði við
Þjóðviljann. Mikill urgur er í
forvígismönnum verkalýðshreyf-
ingarinnar vegna tillögu VSÍ að
nýjum kjarasamningi, og telja
þeir að tilgangurinn sé að skerða
þá launahækkun sem á að koma
til framkvæmda 1. október. Að
sögn Björns Grétars er boðið upp
á samninginn til að versla um
hækkanir sem launþegasamtök
hafa þegar áunnið sér.
„Tillagan spilar inn í afkomuna
hjá stórum hópi launafólks. Það
vantar mikið upp á að reiknitala í
bónus hækki eins og hún á að
gera, en það þýðir mikla kjara-
skerðingu fyrir fiskvinnslufólk,"
sagði Björn Grétar.
„Það er í sjálfu sér ekkert ógeð-
fellt að gera nýjan samning þar
sem krónutöluhækkun kemur til,
en með tillögu sinni eru atvinnu-
rekendur að segja að þeir hafi
ekki möguleika á að greiða þeim
lægstu meira, þar sem þeir séu
þegar búnir að yfirgreiða aðra.
Þeir lægstlaunuðu sem fá greitt
eftir töxtum hafa ekki notið
launaskriðs, og nú eigum við að
skrifa upp á að launafé hafi verið
notað til að yfirborga einhvern
hluta launþega, og því sé ekki
hægt að hækka launin meira hjá
þeim sem minnst hafa. Þetta get-
um við ekki gert, enda umboðs-
Borgarstjórn
Opnunartími
rýmkaður
r
Igær var samþykkt í borgar-
stjórn Reykjavíkur að heimila
lengri opnunartíma verslana í
höfuðborginni en verið hefur
undanfarin ár. Fjörugar um-
ræður urðu um málið og urðu
félagar öndverðra flokka skyndi-
lega lostnir samhygð.
Héðan í frá er kaupahéðnum
Reykjavíkur heimilt að hafa búð-
ir sínar opnar frá klukkan 7 að
morgni fram til klukkan 10 að
kveldi. í upphafi hafði Árni Sig-
fússon, borgarfulltrúi Sjálfstæð-
isflokksins, og fjórir flokks-
bræðra hans lagt fram tillögu sem
gerði ráð fyrir enn meiri rýmkun
og naut hún stuðnings úr ýmsum
áttum, þar á meðal frá Allaball-
anum Össuri Skarphéðinssyni.
Tillagan samþykkta var hinsveg-
ar breytingaruppástunga Davíðs
Oddssonar og var hún samþykkt
með 12 atkvæðum gegn 3. Á móti
voru Magnús L. Sveinsson (D),
Guðrún Ágústsdóttir (G) og
Ingibjörg Gísladóttir (V). Tillaga
um að heimila opnun verslana á
sunnudögum var hinsvegar kol-
felld, 3 með en 8 á móti.
grh/-ks.
lausir til samninga einsog er,“
sagði Björn Þórhallsson varafor-
seti ASÍ.
„Ég tel að þessi 7 til 8% hefðu
mátt fara upp eftir launastigan-
um, allt að 50 þúsund króna mán-
aðarlaunum eða svo, en krónu-
töluhækkun á það sem umfram
er,“ sagði Þórunn Sveinbjörns-
dóttir formaður Starfsmannafé-
lagsins Sóknar. „Krónutölu-
hækkun á fullan rétt á sér, enda
höfum við oft hvatt til að sú leið
væri farin, en það er einkennilegt
að bjóða upp á hana undir þess-
um kringumstæðum, þar sem
búið er að reikna út verðbætur
fyrir liðið tímabil. Sóknarfólk og
láglaunafólk yfirleitt er enginn
verðbólguvaldur. Mér finnst að
atvinnurekendur eigi að sitja
uppi með þennan vanda sjálfir,
því iðulega er hringt og boðið í
okkar fólk frá tíu til fimmtán þús-
und krónur umfram samninga,"
sagði Þórunn.
Það er af og frá að sérsambönd-
in hefji samningaviðræður á þess-
um grundvelli," sagði Benedikt
Davíðsson formaður Sambands
byggingarmanna.
Launanefnd samningsaðila
sem á að fjalla um launahækkun-
ina 1. október hefur enn ekki ver-
ið kölluð saman, en fastlega er
reiknað með að hún fundi í dag
eða á mánudag. Af hálfu Alþýðu-
sambandsins skipa hana Ás-
mundur Stefánsson forseti ASÍ
og Hólmgeir Jónsson hjá Sjó-
mannasambandinu. Fulltrúar at-
vinnurekenda í nefndinni eru
Þórarinn V. Þórarinsson fram-
kvæmdastjóri VSÍ. og Ólafur
Davíðsson framkvæmdastjóri fé-
lags iðnrekenda. Alþýðusamb-
andið hefur oddaatkvæði í nefn-
dinni að þessu sinni. ns
reynt eftir föngum að hafa ein-
göngu heimamenn í áhöfn skips-
ins því það muni sveitarfélagið
geysimiklu í peningum að hafa
heimilisfasta menn í áhöfninni.
Sjómenn á Hólmadrangi eru
meðal tekjuhæstu einstaklinga í
sveitarfélaginu.
Höfnin á Hólmavík er þokka-
leg en viðlegukanturinn mætti þó
vera lengri. Hún var dýpkuð í
fyrrahaust sem var bráðnauðsyn-
leg framkvæmd vegna þess að
Hólmadrangur komst ekki að
henni áður vegna þess hve grunnt
var við viðlegukantinn. grh
Áritaft Hús andanna. Isabella Allende settist niður í Bókaverslun Máls og menningar í gær, á miðri bókmenntahátíð og áritaði bók sína, Hús andanna,
fyrir lesendur. Bókin kom út í vikunni í þýðingu Thors Vilhjálmssonar og virðast Islendingar ætla að taka henni með sama áhuga og aðrar þjóðir ef marka má
viðtökur þær sem Isabella fékk á Laugaveginum í gær. (Mynd: Sig).
Húsgagnaiðnaður
Stöðvuðu verkfallsbrot
HaukurÁrmannsson íFélagi starfsfólks íhúsgagnaiðnaði: Lítumþetta meinta
verkfallsbrot mjög alvarlegum augum. Þrír menn staðnir að verkfallsbroti í
Trésmiðjunni Grein. Fyrirtækið undir stjórn eins afviðsemjendum FSH úr röðum
vinnuveitenda. Árangurslaus sáttafundur í fyrradag
Við stöðvuðum vinnu þriggja
manna sem voru við vinnu í
Trésmiðjunni Grein í Kópavogi í
gærmorgun, bak við læstar dyr.
Við lítum á þetta meinta verk-
fallsbrot mjög alvarlegum augum
sér í lagi þar sem einn af viðsemj-
endum okkar úr röðum vinnu-
veitenda er þar við stjórn, segir
Haukur Ármannsson sem sæti á í,
samninganefnd Félags starfsfólks
í húsgagnaiðnaði.
í fyrradag var haldinn sátta-
fundur hjá ríkissáttasemjara og
stóð hann frá klukkan 17 og fram
til miðnættis. Þar lögðu atvinnu-
veitendur fram tilboð um bónus-
greiðslur. Því var hafnað af samn-
inganefnd verkalýðsfélagsins.
Atvinnurekendur skilgreina bón-
us sem yfirborganir, en ekki sem
afkastahvetjandi, eins og bónus
hefur hingað til verið skil-
greindur.
„Það er hiti í mönnum hér og
hann hefur ekki minnkað eftir að
menn fréttu um meint verkfalls-
brot í gærmorgun. Hingað er
mikið hringt á skrifstofuna og fé-
lagar okkar fylgjast vel með því
sem er að gerast í samningavið-
ræðunum. Eitthvað er um það að
okkar félagar hafi ráðið sig tíma-
bundið í vinnu á öðrum stöðum á
meðan á verkfallinu stendur,"
sagði Haukur Ármannsson. grh