Þjóðviljinn - 18.09.1987, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 18.09.1987, Blaðsíða 4
LEHDARI Vonir glæðast um afvopnun Samskipti risaveldanna og bandamanna þeirra undanfarnar vikur hafa endurglætt vonir um aö framundan sé tími slökunar í samskiptum blokkanna, og að það takist á næstunni að ná afvopnunarsamningunum milli Washington og Moskvu um meðaldrægar og skammdrægar flaugar. Tilslakanir Reagans Bandaríkjaforseta í upp- hafi þessarar viku virðast benda til að fyrir hendi sé þeim megin raunverulegur vilji til að ná samningum, að almenningsálit í heiminum, inn- anlandspólitík í Bandaríkjunum og jafnvel per- sónulegur metnaður núverandi húsbónda Hvíta hússins ætli að verða yfirsterkari þeim efna- hagslegu og hugmyndafræðilegu öflum sem vestanmegin standa í vegi alls samkomulags um afvopnun. Fréttir undanfarið af Genfarviðræðunum og af fundi utanríkisráðherranna Shultz og Shev- ardnadze hafa fjallað um tæknilega útfærslu þeirra hugmynda sem um er yfirlýst eining, og þessar fréttir sýna vel hversu flóknar þessar samningaviðræður eru, hversu erfitt er að yfir- stíga múr gagnkvæmrar tortryggni og van- trausts. Mönnum kann að líka vel eða illa við leiðtoga Bandaríkjanna og Sovétríkjanna, en við hljótum að vona af öllum kröftum að þeim takist að stíga það skref í afvopnunarátt sem fælist í samning- unum um meðaldrægar og skammdrægar flaugar. Sá samningur hefði mikið raunverulegt gildi fyrir öryggi þjóða í Evrópu, en ef til vill er þó enn mikilvægari þau sálrænu áhrif sem hann gæti haft. Þeir samningar sem risaveldin hafa áður gert með sér um vígbúnaðarmál hafa allir falist í að hefta útbreiðslu eða framþróun ákveð- inna vopnategunda eða vopnatilrauna. Það samkomulag sem nú er rætt um yrði hinsvegarfyrsti samningurinn um raunverulega- af-vopnun, og gæti rutt brautina fyrir frekari samningum, um aðrar gerðir kjarnorkuvopna, meðal annars í geimnum, um efnavopn, um hefðbundinn vígbúnað. í merkilegri grein sem Gorbatsjof Sovétleiðtogi skrifaði í máigagn sitt Prövdu í gær segir hann meðal annars náist þessir samningar fyrir áramót sé ekkert því til fyrirstöðu að strax á fyrrihluta næsta árs gætu risaveldin samið um þá helmingsfækkun lang- drægra flauga sem fyrst var minnst á hér á Reykjavíkurfundinum. Og þótt varlegt sé að treysta fögrum orðum leiðtoga risaveldanna er full ástæða til að gefa gaum að þeirri hugsanlegu framtíð sem Gorbat- sjof dregur upp í grein sinni. Hann segir þar að risaveldin geti komist af með um fimm prósent núverandi kjarnorkuafla til að sinna nú yfirlýstu hlutverki þess herbúnaðar, og Gorbatsjof leggur til að þessum fimm prósentum yrð að lokum komið fyrir kattarnef líka. Með samning- um í tengslum við uppbyggingu öryggiskerfis á vegum Sameinuðu þjóðanna ætti að búa svo um hnúta að herliði yrði stillt í strangt varnarhóf, og sköpuð á milli hugsanlegra fjandríkja vopn- lítil eða vopnlaus svæði. Dæmigerður Sovétáróður til að slá ryki í augu almennings á Vesturlöndum? Óraunhæfar draumsýnir settar fram til að gylla stjórnarfar -.-heimafyrir? Ef til vill. Slík stefnuskrá frá öðrum helsta heimsleið- toga er hinsvegar fyllilega þess virði að hún sé rædd í þaula. Að óreyndu er engin ástæða til annars en að taka henni grafalvarlega, enda hefur Sovétleiðtoginn með því að setja fram þessar hugmyndir á vissan hátt skuldbundið sig til að fylgja þeim eftir í verki. Hinu má ekki gleyma, hversu sem horfir með samninga stórvelda eða framtíðarstefnu Kreml- arbónda, að hver er sinnar gæfu smiður. Það er mikilvægt að íslensk stjórnvöld og almenningur þrýsti á um afvopnunarskref. Það hefur sýnt sig undanfarin misseri að afstaða annarra ríkja en risaveldanna til afvopnunarmála getur haft gríð- arleg áhrif, til góðs eða ills. Frumkvæði íslend- inga, einna sér, og þó sérstaklega í samvinnu við norræna frændur, gæti því alveg eins orðið það lóð á vogarskál friðar sem öllu munaði. -m KUPPT „Kreppan kemur Kreppan mikla, sem hófst í Bandaríkjunum 1929 og þjakaði heimsbyggðina á fjórða áratugn- um, er það skeið í nútíma hag- sögu sem hagspekingum á Vest- urlöndum og öllum almenningi stendur hvað mest ógn af. Marg- ar bækur hafa verið skrifaðar og fjölmargar kenningar settar fram um það hvað valdið hafi krepp- unni og hvort búast megi við svip- uðum áföllum á næstunni. Framundir miðja þessa öld voru kreppur eitt af einkennum kapítalísks hagkerfis. Með til- tölulega jöfnu millibili varð um offramleiðslu að ræða og óseljan- legur varningur hrannaðist upp. Eigendur fyrirtækja sögðu upp starfsfólki, févana atvinnu- leysingjar höfðu ekki efni á að kaupa vörur og vítahringur kreppunnar læstist um efnahags- lífið. Frá lokum heimsstyrjaldarinn- ar síðari hafa ekki gengið þær efnahagskreppur yfir Vesturlönd að orð sé á gerandi. Hagfræðíng- ar hafa talað um sveiflur upp og niður í hagkerfinu, en eiginleg kreppa með tilheyrandi lömun í nær öllum geirum atvinnulífsins, hefur sem betur fer látið á sér standa. ... og kreppan fer Hagspekingar hafa ekki verið sammála um hverjar hafi verið aðalorsakir þessa blessunarlega kreppuleysis. Að sjálfsögðu hafa skoðanir þeirra líkt og skoðanir annarra dauðlegra manna oft ráðist meir af pólitískri afstöðu en vísindalegri hlutlægni. Sumir hafa skýrt fjarvist kreppunnar með vísun til stöðugs vígbúnað- arkapphlaups sem nú hefur teygt sig út í himingeiminn. Aðrir hafa bent á að hagkerfi Vesturlanda fái stöðuga blóðgjöf frá Þriðja heiminum, að vanþróuð lönd haldi uppi lífsgæðum okkar Vest- urlandabúa. Kanski fyrirfinnast svo þeir hagspekingar sem telja að innri mótsetningar í kapítal- ísku hagkerfi séu fyrir bí og að við þurfum því ekki að hafa áhyggjur af kreppum. í sumar hefur einn af söluhæstu höfundum í Bandaríkjunum ver- ið hagfræðingurinn Dr. Ravi Batra prófessor í Dallas. Bók hans Kreppan mikla 1990 hefur selst í meir 200.000 eintökum. Batra spáir djúpri kreppu sem muni standa í nokkur ár. Hann þykist sjá mörg þau teikn á lofti nú sem greina mátti í aðdraganda kreppunnar miklu í upphafi fjórða áratugarins. f nýjasta hefti tímaritsins Heimsmyndar fjallar Þorsteinn Þorgeirsson hagfræðingur um þessa nýju kenningu dr. Batra. Þar eru raktar helstu forsendur sem taldar eru að leiða muni til hruns efnahagskerfisins. ... eins og vindurinn“ „Ein veigamesta forsenda kreppu að mati Batra er óhófleg samsöfnun auðs áfárra hendur. “ Einu sinni var slík samsöfnun auðs kölluð samþjöppun kapít- als. Orsakir þessarar samþjöpp- unar telur Batra m.a. vera breytingar á skattalögum sem Ronald Reagan kom í gegnum þingið 1982 og 86. Onnur mikilvceg forsenda kreppu samkvœmt kenningu Batra er afnám allra þeirra reglu- gerða sem settar voru um banka í lok fjórða áratugar til að koma í veg fyrir að sú spákaupmennska, sem átti sér stað fyrir kreppuna, gœti endurtekið sig. í stjórnartíð Reagans forseta hafa þessar reglu- gerðir verið afnumdar. Enn ein forsenda kreppu að mati Batra er það sem á ensku nefnist merger mania eða samsteypu-œði þar sem sífellt stœrri fyrirtæki gleypa smœrrifyr- irtæki. Sú þróun hefur ýtt enn frekar undir samsöfnun auðsins. “ Ekki er frítt við að almúga- manni geti dottið í hug að dr. OG SKORIÐ Ravi Batra telji að hagspeki frjálshyggjunnar eigi kanski ekki svar við öllum spurningum. Framrétt sáttahönd Oft getur verið skemmtilegt að fylgjast með afstöðu Morgun- blaðsins til þeirra atburða, sem efst eru á baugi, einkum ef dálítil pólitík er með í spilinu. í gildandi kjarasamningum ASÍ er ekki ákvæði um sjálfvirk- ar vísitölubætur. f þeirra stað eru ákvæði um að fari dýrtíðin fram úr svokölluðum rauðum strikum skuli sérstök launanefnd ákveða breytingu launa umfram um- samdar hækkanir. Nú reynir mjög á þetta ákvæði og einmitt nú hafa launþegar oddaaðstöðu í launanefndinni. Hvað gera atvinnurekendur? Vilja þeir ekki standa við gerða samninga? Nei, þeir vita að verð- bólgan er farin úr böndum og vilja því fá nýjan samning sem leysir þá undan að greiða launþegum fullar bætur fyrir þær verðhækkanir sem orðið hafa síð- ustu mánuðina. Sumir héldu að samningar væru samningar og til þess gerðir að við þá yrði staðið. Morgun- blaðið er auðsjáanlega á öðru máli. f leiðara þess í gær er fj allað um tilraun atvinnurekenda til að breyta gerðum samningum og komast hjá því að standa við gef- in fyrirheit. Þessa tilraun kallar Mogginn tilboð vinnuveitenda og rætt er um frumkvœði þeirra. Leiðaranum lýkur þannig: „Eftir að vinnuveitendur hafa rétt fram sáttahönd hljóta menn að gera sér vonir um jákvœða niður- stöðu. “ óp þJÓÐVILJINN Málgagn sósíalisma, þjóöfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans. Rltstjórar: Ámi Bergmann, Þráinn Bertelsson, össur Skarphóöinsson. Fréttastjóri: Lúðvík Geirsson. Blaðamenn: Garöar Guöjónsson, Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Hrafn Jökulsson, HjörleifurSveinbjömsson, IngunnÁsdísardóttir, Kristín Ólafsdóttir, Kristófer Svavarsson, Logi Beramann Eiðsson (íþróttir), Magnús H. Gíslason, Mörður Árnason, ólafurGíslason, Ragnar Karisson, SigurðurÁ. Friðþjófsson, Stefán Ásgrímsson, Vil- borg Davíðsdóttir, Vngvi Kjartansson (Akureyri). Handrita- og prófarkalestur: Elías Mar, Hildur Finnsdóttir. Ljósmyndarar: Einar Ólason, Sigurður Mar Halldórsson. Útlltsteiknarar: Sævar Guðbjömsson, Garðar Sigvaldason. Margrét Magnúsdóttir Framkvæmdaatjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrlfatofustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrlfstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Auglýslngaatjóri: Siariður Hanna Sigurbjörnsdóttir. Auglýalngar: Unnur Ágústsdóttir, Olga Clausen, Guðmunda Krist- insdóttir. S(mvar8la: Hanna Ólafsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Útbrei&8lu-og afgreiftslustjóri: Hörðuróddfríðarson. Afgrelftsla: Bára Sigurðardóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, OlafurBjörnsson. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síftumúla 6, Reykjavík, sími 681333. Auglýslngar.Síftumúla 6, sfmar 681331 og 681310. Umbrot og setning: Prentsmiftja Þjóftviljans hf. Prentun: Blaftaprent hf. Verft (lausasölu: 55 kr. Helgarblöð: 65 kr. Áskrtftarverft á mánufti: 600 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 18. september 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.