Þjóðviljinn - 18.09.1987, Blaðsíða 6
SVÆÐISSTJÓRN
MÁLEFNA FATLAÐRA
NORÐURLANDI EYSTRA
Þroskaþjálfi
Óskast á sambýli á Akureyri.
Upplýsingar gefur forstööumaöur í síma: 96-
26960 kl. 13-16.
A
Fósturfjölskylda
Félagsmálastofnun Kópavogs óskar eftir fóstur-
fjölskyldu fyrir 18 ára stúlku.
Upplýsingar veitir unglingafulltrúi Félagsmála-
stofnunar í síma 45700.
Félagsmálastofnun Kópavogs
OPIÐ HÚS
í tilefni af hálfrar aldar afmæli rannsókna í þágu
atvinnuveganna veröa Rannsóknarstofnanir
sjávarútvegsins, Hafrannsóknarstofnunin og
Rannsóknarstofnun fiskiðnaöarins opnar al-
menningi frá kl. 10-16 í dag, föstudaginn 18.
september.
Þá munu starfsmenn taka á móti gestum í and-
dyrinu aö Skúlagötu 4 og skýra þá starfsemi sem
þar fer fram í máli og myndum.
Blikkiöjan1
Iðnbúð 3, Garðabæ.
Önnumst hverskonar blikksmíði.
Gerum föst verðtilboð.
46711
Framhald af síðu 5
Grieg... Norskir rithöfundar hafa
ávallt barist fyrir rétti minni-
hlutahópa.
Brasilískur
skíðastökkvari
í fyrstu bókum Michelets, t.d.
Járnkrossinum og Orionsbelte
(sem hefur verið kvikmynduð),
gœtir nokkuð beinskeytts áróðurs
sem ekki verður vart við í síðari
bókunum. Að vísu eru ýmis sam-
félagsvandamál aldrei langt
undan en með óbeinni hœtti. Eg
spyr hvort þetta sé meðvituð
breyting.
„Já, boðskapurinn er ekki jafn
slagorðakenndur og áður. f því
felst þróun mín sem rithöfundar.
Það sem er rauður þráður í
bókum mínum er ákveðin afstaða
til þriðja heimsins. Ég lít svo á að
það sé mikilvægt fyrir Noreg, rík-
ustu þjóð veraldar, að sinna sam-
skiptunum við Þriðja heiminn
betur en gert hefur verið. í því
skyni reyni ég að sýna íbúa hans í
bókum mínum. Um næstu mán-
aðamót kemur út fyrsta bindið í
nýjum bókaflokki sem ég held að
verði veigamesta ritverk mitt á
þessum áratug. Flokkurinn heitir
Den flygende brasilianer og er
skrifaðurfyrirunglinga. Þar segir
frá brasilískum sjómanni frá Rio
sem kemur til Osló og verður
ástfanginn af stúlku frá ríka Nor-
egi. Bækurnar fjalla um samband
þeirra en ævintýrið er einnig
nærri: sjóarinn brasilíski ætlar sér
að verða fremsti skíðastökkvari
heims. Meira má ég eiginlega
ekki segja.“
Aö skaffa ung-
lingum lesefni
- Önnur unglingabók? Ertu al-
veg búinn að snúa þér að þeim
aldurshópi?
„Ekki segi ég það nú, ég er t.d.
búinn að vinna lengi að leikriti og
hef farið til Dúdan og víðar í efn-
isleit. En þetta var mér ákveðin
nauðsyn. Ég varð að losa mig við
þá töffaraímynd sem ég var orð-
inn fastur í. Hún var orðin of
þröng fyrir mig. Þessi breyting
leysti ýmsa krafta úr læðingi.
Önnur ástæða til að skrifa ung-
lingabækur er sú að æskan fær
ekkert almennilegt að lesa.
Sumir lesa aldrei bók. Ég setti
mér það mark að skrifa bók sem
gæti orðið fyrsta bókin í lífi 16 ára
stúlku. Þetta gerði gífurlegar
kröfur til mín, ég hef aldrei unnið
eins mikið með texta eins og í
þessum bókum.
Ég er búinn að koma mér upp
kenningu sem er á þá leið að það
sé enginn vandi að skrifa flóknar
og innhverfar bækur. Þær fylgja
ákveðnum formúlum sem
auðvelt er að tileinka sér. En það
er verulega erfitt að brjótast í
gegnum hávaðann og ná inn að
hjarta 16 ára stúlku. Slík bók
verður að koma frá hjartanu en
samtímis að vera úthverf."
- Og hvernig hefur gengið?
„Mjög vel. Að vísu var Spren-
gingin okkar ekki sérlega vinsæl í
Noregi til að byrja með. En nú er
búið að þýða hana á mörg tungu-
mál og verið að gefa hana út aftur
í Noregi. Ég hef fengið mikil og
góð viðbrögð við henni frá ung-
lingum. Ein ástæðan fyrir vins-
ældunum er held ég sú að í bók-
inni hefur sögumaðurinn öll völd.
Það er allt á hreinu með það og ég
rökstyð fyrir lesendum af hverju
fullorðna fólkið hefur rétt til að
segja börnum sögur. Það hefur af
mikilli reynslu að miðla. í bók-
inni er töluverður fróðleikur um
Afríku og hann er öðruvísi en þær
upplýsingar sem yfirleitt eru
veittar um Afríku.“
Michelet
og konurnar
Fyrir fimm árum sendi Miche-
let frá sér bókina Terra Roxa um
norska konu í Brasilíu. Fyrir þá
bók fékk hann verðlaun forlags-
ins Gyldendal en norska kvenna-
hreyfingin var lítt hrifin af henni.
„Já, feministarnir beittu sér
mjög gegn bókinni og sögðu að
ég bæri ekkert skynbragð á hugs-
unarhátt kvenna. Ég var líka sak-
aður um karlrembu - machismo.
Ég varð öskureiður og svaraði
fyrir mig, einkum vegna þessa
með karlrembuna. Ég hef verið
mikið í Suður-Ameríku og
kynnst machismo betur en margir
aðrir. Ég hef barist gegn mac-
hismo því þannig eru bara fífl. Ég
held að viðhorf kvenna til mín
hafi breyst talsvert og séu bara
nokkuð góð núna. Þær hafa séð
að ég hef barist fyrir þeirra mál-
stað, t.d. með því að taka upp
málefni innflytjendakvenna sem
standa neðst f þjóðfélagsstigan-
um. Bókin mín frá Afríku er til-
einkuð og skrifuð fyrir dóttur
mína og þetta hefur haft sín áhrif
á viðhorf kvenna til mín. Nei, ég
held ekki að ég sé neinn óvinur
kvenna.“
Draumalesandi
frá Bærum
Michelet tilheyrir kynslóð
norskra rithöfunda sem er bæði
fjölmenn og ákaflega virk í um-
ræðu um menningarpólitík. Þar
hefur ekki síst verið rætt um
tengsl hámenningar og lág-
menningar ef svo má segja, eða
öllu heldur fínmenningar og fjöl-
damenningar. Hver er afstaða
Michelet til fjöldamenningar?
„Ég held að bókin verði að
sýna varkárni andspænis fjölda-
menningunni. Hún má ekki
skríða fyrir henni og bókin verð-
ur að gera sér grein fyrir að hún er
allt öðruvísi hlutur en sjónvarp
eða segulband: það er ekki hægt
að slökkva á bókinni.
Ég hef hins vegar alltaf reynt
að tengja saman starf mitt sem
rithöfundur og pólitísk afskipti
mín. Sumpart finnst mér ég vera
svipaður rokksöngvara. Enda var
einu sinni sagt um fund þar sem
ég deildi við fulltrúa Hægri-
flokksins að hann hefði verið eins
og grátsöngvari frá kreppuárun-
um meðan ég var eins og Bruce
Springsteen. Það fannst mér góð
samlíking. Ég hef notfært mér
stöðu mína sem rithöfundur til að
ná sem mestum tengslum við
fólk. Ég vil skapa þá mynd af mér
að ég sé maður sem kann að segja
sögur og að fólki sé óhætt að ræða
við mig. Ég hef það á tilfinning-
unni að mér hafi tekist það.“
- Veistu hverjir lesendur þínir
eru?
„Það sem ég veit er að lesenda-
hópurinn er ótrúlega blandaður
en mestan part ungt fólk. í flug-
vélinni á leiðinni hingað var hóp-
ur norskra menntaskólanema
sem hafði valið að læra nútímaís-
lensku í stað fornnorsku eins og
öllum er gert að læra í Noregi.
Þar var ung stúlka, 18-19 ára, frá
auðmannshverfinu Bærum í vest-
urhluta Osló. Hún sagðist styðja
Hægriflokkinn en valdi bækur
mínar sem ritgerðarefni í skólan-
um. Þetta er draumalesandinn
minn.
Ég hef engan áhuga á að skrifa
bara fyrir þá sem eru sammála
mér. Ég hef oft ögrað þeim mest
sem næst mér standa. Rithöfund-
ar eiga að ögra og gera það sem
enginn býst við af þeim. Helge
Krog sagði einhverju sinni að ef
hann fyndi eitthvað sem hann
gæti tapað á, fjárhagslega eða í
áliti samborgara sinna, þá vissi
hann að það væri það rétta. Hins
vegar hef ég aldrei sýnt fólki
kulda og fyrirlitningu. Ég vil vera
hlýr og ber ást til þeirra sem ég
ögra.“
- Ertu búinn að gefa Thygesen
upp á bátinn?
„Nei. Það er alltaf verið að
biðja mig um fleiri bækur með
Thygesen en hann kemur bara
þégar ég vil. Hann er vinsæll og
bækurnar um hann hafa verið
þýddar á ýmis tungumál. Nú er
verið að ræða um að kvikmynda
hann á ensku. Það kostar mig fé
að skrifa ekki fleiri bækur um
hann en hann er ekki til sölu.
Hann kemur þegar ég vil að hann
komi.“
Maóismi og
módernismi
Eins og áður sagði tilheyrir
Michelet fjölmennri kynslóð sem
hefur leitt af sér mikla nýsköpun
og grósku í norskum bók-
menntum. Reyndar skiptist þessi
kynslóð í ákveðna hópa og
Michelet er í þeim sem nefndir
hafa verið AKP-höfundarnir eftir
flokki maóista.
„Margir okkar eru ennþá
AKP-höfundar en það sem held-
ur okkur við efnið er ekki að við
séum ein og samstæð heild, miklu
frekar það hversu ólíkir við
erum. Við Dag Solstad höfum
t.d. ritað saman tvær bækur um
heimsmeistarakeppnina í knatt-
spyrnu og það sem fólki finnst
skemmtilegt við þær er hve ólíkt
viðhorf okkar er til keppninnar
og íþróttarinnar.
Við erum líka 68-kynslóðin og
það sem mótaði okkur mest af
öllu var baráttan gegn aðild Nor-
egs að EBE. Hún skipti sköpum
fyrir þróun okkar og er höfuð-
ástæðan fyrir því hversu lífseigur
maóisminn hefur reynst í Noregi.
í miðri baráttunni gegn EBE
kom kínverski sendiherrann á
fund AKP og ráðlagði okkur á
láta af andstöðu okkar gegn
EBE. Það gátum við vitaskuld
ekki og neyddumst því til að vera
norskir. Það varð okkur til lífs.“
Þótt jafnaldrar Michelet í rit-
höfundastétt eigi margt sam-
eiginlegt eru þeir ósammála um
margt og í fyrra gaf Michelet út
100 blaðsíðna opið bréf til Kjart-
ans Flögstad þar sem hann deildi
hart á ýmsar skoðanir hans. En er
til eitthvert sameiginlegt ein-
kenni á þessum hópi?
„Það sem sameinar þessa kyn-
slóð er að við erum börn modern-
ismans. Faðir minn var mikill
baráttumaður fyrir modernism-
anum í málverkinu og ritaði bók
um hann. Þess vegna er modern-
isminn mín kjölfesta. Það hefur
tekið mig tíma að átta mig á þessu
en þegar ég sat uppi með bækur
foreldra minna og leit til baka á
eigin verk sá ég hvaðan ég hafði
viðhorfin og verklagið. Hins veg-
ar eru menn ekki allir komnir úr
sömu átt. Til dæmis er Kjartan
Flögstad úr annarri átt en ég.
Hans módernismi er ættaður frá
Argentínu, Borges og félögum,
meðan minn er sænskur og amer-
ískur, frá Sjöwall og Wahlöö,
Chandler og Hammett.
Þótt ég hafi gengist við nafn-
bótinni AKP-höfundur vil ég
ekki viðurkenna að ég tilheyri
ákveðnum skóla. Ég vil hafa
tengsl við sem flesta og Flögstad
er vinur minn þótt ég hafi deilt
við hann. En það getur verið erf-
itt að halda dyrunum opnum.
Maður á alltaf á hættu að fá
kjaftshögg," segir Michelet en
virðist þó hvergi banginn. Hann
nýtur þess bersýnilega að slást.
Eru þeir svona lífseigir frönsku
málaliðarnir?
-ÞH
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 18. september 1987