Þjóðviljinn - 18.09.1987, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 18.09.1987, Blaðsíða 8
8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sllk var aðkoman í Sabra og Shatila flóttamannabúðum Palestínumanna í Vestur-Beirút að morgni 17. dags septembermánaðar árið 1982. Um nóttina höfðu ísraelskir dátar sigað hægri sinnuðum blóðhundum úr röðum líbanskra skjólstæðinga sinna á varnarlausa íbúana. Israel!Líbanon Fimm ár frá fjöldamorði Palestínsk ungmenni á vesturbakka Jórdanár höfðu mótmœli íframmi ígœr vegna fjöldamorða bandamanna ísraelshers íSabra og Shatila búðunum íBeirút árið 1982 Igær voru liðin nákvæmlega fimm ár frá því yfirmenn ísra- elska setuliðsins í Vestur-Beirút hleyptu hægri sinnuðum líbönsk- um morðvörgum inní tvennar flóttamannabúðir Palestínu- manna að náttþeli þar sem þeir myrtu mörg hundruð karla, kvenna og barna með köldu blóði. Við íslamska háskólann í Hebron á vesturbakka Jórdanár kom til mótmæla og uppþota þeg- ar palestínsk ungmenni minntust þessara hryðjuverka. ísraelskir hermenn voru grýttir, götuvígi hlaðin og eldur borinn að ýmsu lauslegu. Dátarnir svöruðu með því að skjóta úr frethólkum sín- um yfir höfuð mótmælenda og varpa táragassprengjum. Ungir arabar í Abu Dis hverfi í Austur-Jerúsalem flykktust út á götur, veifuðu fána Frelsissam- taka Palestínumanna og kveiktu í hjólbörðum en voru á bak og burt þegar þykkbrynjaðir slagsmála- sveinar stjórnvalda mættu á vett- vang. Hermenn gráir fyrir járnum stóðu vörð við þjóðveginn utan Kalandia flóttamannabúðanna á vesturbakkanum, nærri Ramall- ah, en þar standa íbúar heilshug- ar að baki PLO. Skömmu áður en þeir tóku sér stöðu höfðu menntaskólanemar haldið stutt- an mótmælafund í búðunum. Hópur arabískra borgara hafði ætlað að efna til mikillar göngu í Jerúsalem til minningar um fórn- arlömbin í Sabra og Shatila en yfirvöld lögðu blátt bann við því. Pví gerræði vildu borgararnir ekki hlíta og skutu málinu til hæstaréttar sem úrskurðaði í gær að bann stjórnvalda væri gott og gilt þar eð áformin um gönguna væru runnin undan rifjum flugu- manna PLO! Hernaðaryfirvöld í Austur-Jerúsalem töfðu í gær- morgun útkomu allra arabískra dagblaða þar um slóðir og báru því við að í þeim væri að finna greinar sem ritskoðunarsnatar höfðu lagt blátt bann við að yrðu prentaðar. í Ramallah var allt með kyrr- um kjörum í gær. Kaupsýslumað- urinn Khahil Janho kvaðst ekki hafa rekið augun í nein vegg- spjöld né bæklinga þar sem hvatt væri til verkfalla eða lokunar verslana. En hann sagði það í sjálfu sér ekki skipta höfuðmáli: „Það þarf ekki að segja nokkrum Palestínumanni frá því að nú eru voru framin í Sabra og Shatila framin á einum af mörgum sorg- liðinfimmárfráþvíhryðjuverkin búðunum. Fjöldamorðin voru ardögum í sögu palestínsku þjóð- arinnar og þau munu aldrei líða henni úr minni.“ -ks. Myrkravöld Átta hundrnð djöflar fra ýmsum löndum frá sérstœðu safni í Litháen Við rólega götu í Kaunas, næst stærstu borg Litháens, getur að líta skeggjaðan drísildjöful skorinn í tré með langt nef og púkalegt glott, sem stendur á verði. við „djöflasafn“ staðarins. Allir þeir sem heimsækja safn- ið verða að taka ofan hattinn við innganginn til að sanna að þeir séu ekki með horn, og síðan geta þeir skoðað alls kyns djöfla- myndir úr leir, gleri, tré og plasti með horn, þríforka og hala, og í bland við djöflana eru nornir með strýtumyndaða hatta og ríð- andi á kústum. Minna þessir sýn- ingargripir á, að þótt íbúar Lithá- ens séu kaþólskir hafa djöflar leikið stórt hlutverk í þjóðtrú þeirra. Búa þessir djöflar - eða „velniai“ á litháísku - í myllum, loftherbergjum og skógum, og bregða sér í engla, bænda, hrossa og annarra kvikinda líki. í lithá- ísku er mikið af orðtækjum sem merkja „þú ert ekki maður held- ur púki“ eða „þú ert óður eins og púki“. Við sólsetur má heyra Lit- háa segja „nú er tími fyrir púkann að vera hér.“ Börn eru hrædd við að fara að sofa, því að þau óttast að í svefnherbergi þeirra sé ein- hver djöfull á kreiki. Á sprengi- dag fara börn um með djöfla- grímur og syngja fyrir utan hús: fá þau pönnukökur að launum. Samkvæmt litháenskri þjóð- sögu er risastór klettur að nafni Puntukas, sem stendur í lengstu á landsins Nemunas, kominn til á þann hátt að drísildjöfull missti hann, þegar hann var að flýta sér. Djöflasafnið, sem hefur til sýn- is um átta hundruð djöflamyndir, spratt upp úr einkasafni litháísks listamanns, sem hét Antanas Zmuidzinavicius. En það var ekki aðeins nafnsins vegna sem hann fékk áhuga á djöflum. Á- kvað hann að verða sér úti um púkamyndir eftir að vinur hans, sem var prestur, var orðinn þreyttur á trúleysi hans og sagði honum að hann gæti alveg eins gerst djöflasafnari. Zmuidzina- vicius, sem fæddur var 1876, haföi það gjarnan við orð, að Lúsffer gamli virtist hafa fært honum heppni. „Hann var vanur að segja, að djöfullinn hjálpaði honum kannske, þar sem hann hafði lifað farsælu lífi. Hann náði því að verða níræður,“ sagði leiðsögukona safnsins, Rasa Kondrotaite. Um það bil fjögur þúsund gest- ir koma á safnið dag hvern og sjá þar safngripi sem koma frá eins fjarlægum löndum og Japan, Bol- ivíu, Mongólíu, Ástralíu og Mex- íkó. Djöflar, galdramenn og nornir eru ólík í útliti eftir því frá hvaða löndum þau koma. Leiðsögukonan, frú Rasa, benti á austur-þýska nornar-dúkku með fallegt rautt hár og sagði „á unga Þessi fjölskylda fékk ekki aðgang að „djöflasafninu" af ástæðum sem get- ið er um í upphafi greinarinnar. aldri eru kvendjöflar aðlaðandi“. Ungverskir djöflar hafa mjög voldugt skegg og eru glæsilegum hornum prýddir, en tékkneskir djöflar eru glaðlegir á svipinn og með ýstru sem gefur til kynna að þeir séu ekki ólíkir mennskum löndum sínum í því að þykja bjórsopinn góður. Meðal sýning- argripa eru mynd af konu í baði sem er að skála við djöful í úlfs- líki, mynd af púka með geitar- andlit sem er að rogast af stað með prest niður í helvíti, mynd af djöfli sem er að dáleiða höggorm, og mynd af djöfli sem er að taka ljósmynd af nakinni konu í sól- baði. Salarkynni safnsins í Kaunas eru rúmgóð og hrein og vel upp- lýst og virðist það því ekki þess legt að geyma safn illra anda. „Aha,“ sagði frú Rasa, „þannig er djöfullinn að plata þig.“ (Reuter) Sjálfur höfuðpaurinn. Fjölmargir æ menna hans og afkomenda hr hreiðrað um sig í húsi einu I borgir Kaunas í Litháen.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.