Þjóðviljinn - 18.09.1987, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 18.09.1987, Blaðsíða 10
VIÐHORF Afram útvarp Rót Ragnar Stefánsson skrifar Útvarp Rót er að verða að veruleika. Svo virðist sem hluta- bréfasala ætli að ganga vel. Mér finnst vera tími til kominn að opin umræða hefjist um hvernig þetta útvarp eigi að vera. Þessi grein er framlag mitt í þá um- ræðu. Það sem mér finnst vera mikil- vægast er að útvarpsstöðin geti hamlað gegn þeirri pólitísku ein- stefnu, sem ríkir að mestu leyti í fréttamiðlun og þó sérstaklega í fréttaskýringum íslenskra fjöl- miðla. A ég þar ekki síst við ríkis- fjölmiðlana. Þótt þeir eigi að heita hlutlausir beitir útvarpsráð miskunnarlaust pólitísku meiri- hlutavaldi, bæði í almennri stefnumótun og til að koma í veg fyrir ráðningu í fréttamannsstöð- ur ef hinn pólitíski litur er ekki nógu hagstæður. Erlendar fréttir eru afskaplega bandarískar að eðli. Reagan og aðrir ámóta fá endalaust að út- skýra sinn málstað. íhaldið á ís- landi leggur ofurkapp á að hlutur Bandaríkjanna og fylgifiska þeirra sé gerður sem bestur, af ótta við að annars mundi þjóðin rísa upp á afturlappirnar gegn hernáminu. Innlendar fréttaskýringar eru hallar undir atvinnurekendur og stefnu þeirra. Vandi þjóðarbús- ins er hinn sami og vandi atvinnu- veganna, þ.e. ef þeir sem hafa í dagvinnutaxta 30-40 þúsund á mánuði, hækka í launum þá kem- ur verðbólgan og allt fer til and- skotans, sérstaklega hagur hinna lægst launuðu sjálfra. Þetta er hundalógíkin, sem tröllríður dag hvern, vegna þess að íhaldið í landinu er í óða önn að koma í framkvæmd nýrri launastefnu, með miklu meiri launamun en áður hefur tíðkast. Og þeir vilja sko sannarlega enga truflun í því starfi af hendi einhverra verð- bólguvaldandi láglaunahópa. Eg gæti nefnt ótal dæmi um svona einstefnu eða næstum því einstefnu í íslenskri fjölmiðlun. Ekki bara hvað snertir utanríkis- og kjaramál, heldur hvað varðar heilbrigðismál, menntamál, mál- efni minnihlutahópa. f þessum málum þjóna fjölmiðlarnir yfir- leitt hagsmunum peningavalds- Fjölmiðlarnir eru fyrst og fremst farvegur fyrir skoðanir toppsins niður í hausa almúgans, en ekki öfugt. Svona til málamynda eru auðvitað stundum viðtöl við al- múgamanninn. Þá brosir frétta- maðurinn góðlátlega, og við eigum að skilja að það sé af sér- stöku göfuglyndi, sem hann lýtur svo lágt. Svipur fréttamannsins er í algerri mótsögn við lotningar- fullan svip hans, þegar hann spyr fulltrúa yfirstéttarinnar með ótta þótt þeir hafi aldrei gert það áður og lifi af allt öðru starfi. Útvarp Rót á að opna mönnum þann möguleika að þeir séu ekki bara hlustendur og þiggjendur, heldur líka gerendur. Útvarp Rót treður ekki músík- ina í svaðið með því að gera hana að ódýru uppfyllingarefni eins og nú tíðkast svo mjög. Útvarp Rót þarf að tengja listflutning og um- fjöllun við viðleitni alþýðu Það sem mérfinnst vera mikilvœgast er að útvarpsstöðin geti hamlað gegn þeirri pólitísku einstefnu sem ríkir að mestu leyti ífréttamiðlun og þá sérstaklega í fréttaskýringum íslenskra fjölmiðla ins, frjálshyggjunnar og íhalds- ins. Eg ætla ekki að fara að rekja þetta nánar. Þetta þekkja allir þeir, sem leggja við hlustir á gagnrýnin hátt. Menn mega held- ur ekki skilja mig þannig, að ekki séu til góðir fréttamann og frétt- amiðlarar séu allir eins. Síður en svo. Ég er að tala um hina al- mennu og yfirgnæfandi til- hneigingu. En það er ekki bara í pólitískri boðun, sem íhaldsstefna er ríkj- andi í fjölmiðlunum. Það er ekki síður í aðferðinni. Þeir sem koma fram í fjölmiðlunum er ofurlítill hluti þjóðfélagsheildarinnar. Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkurfyrir hönd Hitaveitu Reykjavíkur óskar eftir tilboðum í gufuháf úr stáli í skiljustöð Nesjavallavirkjunar. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri að Frí- kirkjuvegi 3, Reykjavík, gen kr. 5 þús. skilatrygg- ingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðju- daginn 29. sept. kl. 11. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 — Sími 25800 Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar fyrir hönd Hitaveitu Reykjavíkur óskar eftir tilboðum í fólks- lyftur fyrir stöðvarhús á Nesjavöllum. Utboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorrí að Frí- kirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn kr. 5 þús. skila- tryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað miðvikudaginn 7. okt. kl. 14. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 — Simi 25800 í augum hvort greiðsla umsam- inna verðbóta um næstu mánaða- mót muni ekki valda alveg hræði- legri verðbólgu. Hugmynd í BSRB-verkfallinu í mínum huga og margra ann- arra fæddist hugmyndin um launþegaútvarpið í BSRB- verkfallinu 1984. f frjálsu íhalds- stöðvunum sem þá risu upp sáu menn hvílíkt valdatæki slíkar út- varpsstöðvar gátu verið í stéttaá- tökum. Umræður hófust strax meðal verkfallsmanna um að koma sér upp sinni eigin útvarps- stöð til að vega upp á móti þeirri einstefnu sem þarna ríkti. Mönnum varð það líka ljóst að þótt pólitísk einstefna birtist þarna í sinni nöktustu mynd, þá var hún líka fyrir hendi á öðrum tímum, líka í hinum „hlutlausu“ fjölmiðlum. Þess vegna hélt áfram umræðan um öðruvísi út- varp, útvarp sem treysta mætti að Iegðist ekki gegn baráttu þeirra sem einarðast berjast fyrir bætt- um kjörum og betra lífi. Ávöxtur þeirrar umræðu er nú að koma í ljós. Hvers konar útvarp? Útvarp Rót á að verða útvarp, sem flytur ekki bara línu Vinnu- veitendasambandsins, um hvert sé ástand efnahagsmála með þjóðinni, heldur líka línu Sigríðar Kristins., Margrétar Pálu, Ás- mundar Stefáns., Birnu Þórðar., Páls Valdimarssonar, Jóns Kjart- anssonar o.s.frv., svo ég nefni fólk nú bara í belg og biðu, hvort sem það sveiflast á strátoppunum eða situr þétt í grasrótinni. Það á að vera útvarp, sem ekki leggur bara út af orðum Daníels Ortega, Winnie Mandela, Gor- basjoffs og Khaddafys o.s.frv. svo ég sé nú jafn óábyrgur í nafn- aröðinni og áður. Útvarp Rót á ekki bara að vera útvarp sem boðar „rétta stefnu" eða sendir fréttamanninn til að spyrja alþýðuna hvað hún vill. Útvarp Rót á að vera vettvangur þar sem baráttusamtök, ýmis réttindasamtök fjöldans og hópar á vinnustöðum tjá sig á sjálfstæð- an hátt og út frá sínum eigin for- sendum. Á sama hátt og áhuga- leikhúsið er vettvangur þeirra, sem hafa gaman af að standa á sviði og leika, þarf útvarp Rót að verða vettvangur þeirra sem tjá vilja lífssýn sína og list í útvarp, manna til að skapa sjálf, til að efla sjálfsvitund sína, til að efla trúna á eigið gildi. Á sama hátt og erfiðisvinnumenn í Dagsbrún geta skapað alveg frábæra mynd- list, eins og við vorum að sjá í Listasafni ASÍ, munu hópar þeirra búa til dagskrá í Útvarp Rót. Hvernig verður hugmyndin í framkvœmd? Hugmyndin um útvarp Rót verður ekki framkvæmd með sömu aðferðum og gilda um aðr- ar útvarpsstöðvar hér. Auglýs- ingar munu ekki fást í sama mæli til að standa undir kostnaði. Þótt stöðin nái mikilli hlustun, verður hún ekki þóknanleg nema litlum hluta auglýsenda. Möguleikar stöðvarinnar byggjast á því að nýta þá þekkingu og þann kraft sem býr í áhugamannasamtökun- um, felast í að virkja sköpunar- mátt þeirra, sem hingað til hefur verið talin trú um að ættu bara að hlusta. Með því tvennu að halda kostnaði við dagskrárgerð í lág- marki með almannaþátttöku og hinu að öðlast tiltrú og velvilja alls félagslega sinnaðs fólks er hægt að skapa stöðinni rekstrar- grundvöll. Verkalýðsfélög, félög áhuga- fólks um hin ýmsu framfaramál og einstaklingar þurfa að koma nú þegar til að undirbúa og móta útvarpsfélagið, undirbúa rekstur Rótarinnar og dagskrárgerð. Hlutabréfin í Rótinni kosta 5 þúsund krónur, sem mörgum finnst vafalaust há upphæð, en er ekki mikið með tilliti til þess mikilvæga verkefnis, sem hér er um að ræða. í stofnsamþykktum félagsins segir að enginn einn hluthafi geti farið með meira en 4% atkvæða. Þar stendur líka að arður sé ekki greiddur til hluthafa, heldur verði honum varið í samræmi við markmið félagsins. Þetta þýðir líklega að enginn mun leggja verulega háar upphæðir í hluta- bréf. Heldur verður að byggja á því að hátt í þúsund félagasamtök og einstakljngar kaupi bréf. 13.9. 1987 Ragnar Stefánsson Dagheimilið Steinahlíð Við óskum eftir starfsfólki í 100% starf og 75% starf. Upplýsingar í síma 33280. 10 SfÐA - ÞJÓÐVIUINN ÆSKULYÐSFYLKINGIN Dagskrá landsþings ÆFAB 2.-4. okt. 1987 að Hverfisgötu 105, Reykjavík. Föstudagur 2. okt. 20.00 Setning. 20.20 Skýrslur fluttar, umræður: a) framkvæmdaráðs, b) gjaldkera, c) deilda, d) Utanríkismálanefndar, e) Verkalýðsmálanefndar, f) Birtis. 23.00 Lagabreytingar og hópvinna kynnt. 23.30 Hlé. Laugardagur 3. okt. 9.00 Lagabreytingar, fyrri umræða. 10.00 Hópavinna: a) unnið að þingmál- um, b) Almenn stjórnmálaályktun, c) lagabreytingar. 12.00 Matur. 13.00 Hópavinnu framhaldið. 20.00 Matur. 21.30 Kvöldbæn. Sunnudagur 4. okt. 9.00 Lagabreytingar, seinni umræða. 10.00 Hópavinna, niðurstöður. 13.00 Matur. 14.00 Kosningar. 15.30 Þingslit. Þingið er opið öllum ÆF-félögum. Félagar sem greiða þurfa háan ferða- kostnað utan af landi fá V2 fargjaldið greitt. Skráið ykkur sem allra fyrst. Nánari upplýsingar færð þú á skrifstofunni í síma 17500. Framkvæmdaráð ÆFAB ÆFR Félagsfundur Félagsfundur ÆFR verður haldinn fimmtudaginn 24. september kl. 20.30 að Hverfisgötu 105. Dagskrá: 1) Kosning fulltrúa á Landsfund. 2) Starfið framundan. 3) önnur mál. ÆFAB Skrifstofutími Skrífstofa ÆFAB er opin á miðvikudögum, fimmtudögum og föstudögum frá kl. 14-19 að Hverfisgötu 105. Sími 17500.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.