Þjóðviljinn - 18.09.1987, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 18.09.1987, Blaðsíða 2
—SPURNINGIN- Hvernig líst þér á tillögu atvinnurekenda að nýj- um kjarasamningum? Logi Bergmann Eiðsson, blaðamaður: Hún er ekki nógu góð, enda sýn- ist mér allt stefna í hörð átök. Hrafn Margeirsson, sendibílstjóri: Það er allt í lagi með hana, það hafa verið miklar kauphækkanir að undanförnu. Fjóla Sigurðardóttir, vinnur í þvottahúsi: Mér líst illa á hana. Mér sýnist á öllu að þetta sé lélegt tilboð. Bjarki Páll Jónsson, nemi: Mér sýnist nú að launþegar þurfi miklu meiri hækkanir en þar er boðið upp á. Halldís Hallsdóttir, verslunarmaður: Mér líst ekkert á hana. Það er allt í lagi að bjóða upp á krónutölu- hækkun, en hún verður þá að vera raunhæf. FRÉTTIR Ný Saga Var Olafur anarkisti? Nýtt sagnfrœðitímarit af stokkunum undir stjórn hinna yngri manna. Nútímalegtyfirbragð miðað við stóran lesendahóp, fullar fræðikröfur Var Ólafur Friðriksson anark- isti? Hvert var viðhorf íslend- inga fyrri tíma til dauðans? Litu 19. aldar karlar á framhjáhald sem sjálfsagt mál? Þessi eru meðal umfjöllunar- efna í nýju tímariti sem Sögufé- lagið er byrjað að gefa út undir stjórn ungra sagnfræðinga. „Ný Saga“ heitir tímaritið, og vísar nafnið meðal annars til gömlu Sögu, hins hefðbundna tímarits félagsins sem að sjálfsögðu held- ur áfram. Munur tímaritanna liggur ekki í fræðilegum kröfum til efnis heldur í uppsetningu og útliti öllu, -Ný Saga er sett fram í stfl frétta- og afþreyingartímarit- anna með vandaðri útlitsteiknun og mörgum myndum, og virðast bæði uppsetning og ritstfll miða að því að laða almenna áhuga- menn að textanum öfugt við hin hefðbundnari fræðitímarit þar- sem fræðingarnir gera helst ráð fyrir að vera lesnir af öðrum fræð- ingum. Auk einstakra greina eru í Nýrri Sögu ýmsir fastir þættir, til dæmis „Skiptar skoðanir“, - í fyrsta tölublaði er þar athugað hvort íslensk sjálfstæðisbarátta á 19. öld hafi eftilvill sprottið af íhaldssemi hérlendra bænda gagnvart nýjum frelsishugmynd- um í Evrópu-, „Af bókum“, þar- sem Helgi Skúli Kjartansson fjall- ar um ævisögur og minningabæk- ur síðasta bókahausts, „Sjónar- hóll“ þarsem Indriði G. Þor- steinsson ríður á vaðið með hug- vekju um sagnfræði, „Sjón og saga“, nú hugvekja Guðjóns Friðrikssonar um að lesa í ljós- myndir. Uppistaðan er auðvitað grein- ar: Anna Agnarsdóttir skrifar um írskan svikara sem var ræðismað- ur hér í byrjun 19. aldar, Ragn- heiður Mósesdóttir fjallar um bandarískar lúðuveiðar við fs- landsstrendur í lok síðustu aldar, Gunnar Þór Bjarnason skrifar um viðhorf til dauðans fyrr á öldum, Heimir Þorleifsson rekur ferðir og háttalag danskra varð- skipsmanna hér sumarið 1898, Ólafur Ásgeirsson athugar áhrif anarkistans Krapotkíns á Ólaf Friðriksson, Már Jónsson skrifar um framhjáhald og hjónaband á 19. öld og Helgi Þorláksson spyr hvort útlendingar séu að taka for- ystuha í rannsókn íslendinga- sagna og Islandssögu fyrstu ald- irnar. Og fleira. Textar allir eru tiltölulega stuttir, -tímaritið er um 100 síður, og það má kaupa í bóka- búðum eða í áskrift hjá Sögufé- laginu, ætlunin er að útgáfan verði árleg. Ritstjórn skipa níu ungir sagnfræðingar og er oddviti þeirra Eggert Þór Bernharðsson. - m Ný saga fædd, og aðstandendur fagna með kaffi og tertum í kjallara Sögufélagsins við Fischersund. Már Jónsson sker fyrstu sneiðina. (mynd: Sig/EÓI) Móðurmálssjóðurinn Rausnarieg gjöf Fimm börn Péturs Ólafssonar hagfræðings og frú Þórunnar Kjaran, þau Magnús, Ólafur, Soffía, Pétur Björn og Borghildur hafa fært Minningarsjóði Björns Jónssonar - Móðurmálssjóðnum kr. 145.000.- að gjöf. innar undanfarin ár ritað svo góð- an stfl og vandað íslenskt mál að sérstakrar viðurkenningar sé vert. Við s.l. áramót var eign sjóðs- ins kr. 81.000,- og má af því sjá hversu þessi góða gjöf barna Þór- unnar Kjaran og Péturs Ólafs- sonar eflir hann til að gegna hlut- verki sínu í framtíðinni. Bókmenntahátíðin Síðasti dagur Þessi gjöf er til minningar um foreldra þeirra, sem á þessu ári hefðu saman fyllt 145 ár, ef lifað hefðu, og var færð sjóðnum á af- mælisdegi frú Þórunnar. Pétur Ólafsson var meðal stofnenda sjóðsins 1943 og átti sæti í stjórn hans til æviloka sem fulltrúi niðja Björns Jónssonar. Hann lét sér ávallt annt um við- gang sjóðsins og starfsemi hans um aðra hluti fram. Tilgangur Móðurmálssjóðsins er að verðlauna mann, sem hefur aðalstarf sitt við blað eða tímarit og hefur að dómi sjóðsstjórnar- Bókmenntahátíðinni lýkur í dag, en hún hefur verið vel sótt í hvívetna og troðfullt á allar uppákomur. í dag verður kynn- ing á íslenskum samtímabók- menntum. Það er dagskrá á ensku, sem þeir Guðmundur Andri Thorsson, Örnólfur Thors- son og Halldór Guðmundsson sjá um. Um kvöldið verður svo bók- menntadagskrá í Gamla bíó og þarmunu, Eeva Kilpi, Finnlandi, Sara Lidman, Svíþjóð, Rauní Magga-Lukkari, Samalandi, Pét- ur Gunnarsson, Steinunn Sigurð- ardóttir og Felix Thoresen, Nor- egi, lesa upp úr verkum sínum Aðgangur ókeypis og öllum op- inn. Tónlistarhátíðin Tvö íslensk verk í kvöld Tónlistarhátíð ungs fólks lýkur í dag og þá verða síðustu tónleik- arnir í Langholtskirkju. Þeir hefj- ast með því að flutt verður verk eftir Guðna Ágústsson, sem hann kallar, Spor. Þá er verk eftir norðmanninn, Terje Winther, sem kallast, From where I stand, Reine Jönsson, Svíþjóð, á verk sem heitir Borburen og síðasta verk fyrir hlé, er The Titanic, eftir Ríkharð H. Friðriksson. Þá verða flutt verk eftir Svend Hvidtfeldt-Nilsen, Danmörku, sem heitir, Sisorypce, Johan Je- verud, Svíþjóð, kallað Nemo saltat Sobrius, Tapio Tuomela, Finnlandi, sem heitir Focus og að lokum, tónverk eftir Anders Nordentoft, Danmörku, sem hann kallar, Born. Tónelikarnir hefjast kl. 20.30 í kvöld. -ekj. .2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 18. september 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.