Þjóðviljinn - 18.09.1987, Blaðsíða 16
Aðalsími
681333
Kvöldsími
681348
Helgarsími
681663
Föstudagur 18. september 1987 206. tölublað 52. örgangur
Þjónusta
íþínaþágu
SAMVINNUBANKI
ÍSLANDS HF.
Borgarráð
Undirgöngin
upplýst
Undirgöng undir umferðar-
æðar í Reykjavík verða í fram-
tíðinni lýst og þrifin betur en
hingað til, eftir að borgarráð
samþykkti tiilögu frá Sigurjóni
Péturssyni, borgarfulltrúa Al-
þýðubandalagsins um betri lýs-
ingu. _ÖS
Þjóðhagsstofnun
4 nýir fbrstöðumenn
Uppstokkun á starfsskipulagi Þjóðhagsstofnunar. Enginn
aðstoðarforstjóri en fimm forstöðumenn
4nýir forstöðumenn málasviða
hafa verið skipaðir hjá Þjóð-
hagsstofnun í kjölfar endurskipu-
lagningar eftir að BoIIi Þór Bolla-
son fyrrv. aðstoðarforstjóri fór í
nýtt starf hjá Fjármálaráðu-
neytinu.
Þórður Friðjónsson settur for-
stjóri stofnunarinnar sagði í sam-
tali við Þjóðviljann að ákveðið
hefði verið að skipa ekki nýjan
aðstoðarforstjóra heldur skipta
starfinu niður á nokkur málasvið.
Tjörnin
Framkvæmdi án
teikninga
Framkvæmdir við
Tjarnarbakkann í
leyfisleysi Jóhann
Pálsson garðyrkjustjóri:
Ekkertmeð breikkun
Fríkirkjuvegar að gera.
Fœst ekki skriflegt að
ekki eigi að breikka
Fríkirkjuveg. Engar
teikningar til
Miklar framkvæmdir hafa ver-
ið við Tjarnarbakkann í Reykja-
vík að undanförnu. Bakkinn fyrir
framan Iðnó hefur verið
breikkaður um nær tvo metra út í
Tjörnina, án þess að nokkrar
teikningar liggi fyrir. Jóhann
Pálsson, garðyrkjustjóri Reykja-
víkur neitaði því í samtali við
Þjóðviljann að farið yrði með
bakkann lengra út í Tjörnina þar.
„Þeirri línu sem nú er verður
fylgt.“ Sagði hann að sú viðgerð
væri að hluta til vegna þess að það
þarf að leggja nýja vatnslögn í
bakkann. Nú er verið að vinna að
teikningum að bakkanum.
„Þetta hefur ekkert með
breikkun Fríkirkjuvegarins að
gera,“ sagði Jóhann Pálsson,
garðyrkjustjóri Reykjavíkur,
„enda skilst mér að búið sé að
lýsa því yfir að Fríkirkjuvegurinn
og Sóleyjargatan verði ekki
breikkuð."
í tillögum að skipulagi Kvosar-
innar er gert ráð fyrir að þessi
umferðaræð verði breikkuð um
tvær akgreinar, þannig að þarna
verði fjórar akreinar í stað
tveggja. Slík breikkun hefði það í
för með sér að Tjörnin myndi
minnka auk þess sem væn sneið
færi af Hljómskálagarðinum.
Á fundi skipulagsnefndar á
mánudag bar Guðrún Ágústs-
dóttir fram fyrirspurn um hvort
skipulagið gerði ennþá ráð fyrir
breikkun þessara gatna. Því var
svarað neitandi en þegar Guðrún
fór fram á skriflegt svar vildi
meirihlutinn í skipulagsnefnd
ekki verða við því.
Jóhann sagðist sjálfur hafa vilj-
að bíða með framkvæmdirnar þar
til endanleg hönnun á svæðinu
hefði verið gerð. „Borgarráði
fannst hinsvegar ekki ástæða til
að bíða og fór fram á að fram-
kvæmdir yrðu hafnar.“
-Sáf
Auk Gamalíels Sveinssonar
sem gengt hefur stöðu forstöðu-
manns þjóðhagsreikninga mun
nú Eyjólfur Sveinsson veita for-
stöðu atvinnuvegaskýrslum,
Maríanna Jónsdóttir hefur um-
sjón með þjóðhagsspá, Birgir
Árnason hagskýrslugerð og út-
gáfumálum og Sigurður Snævarr
veitir forstöðu tekju- og launaat-
hugunum Þjóðhagsstofnunar.
-•g-
nitas