Þjóðviljinn - 18.09.1987, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 18.09.1987, Blaðsíða 12
Kvikmyndahátío 20.40 í SJÓNVARPINU ÍKVÖLD Kvikmyndahátíð Listahátíðar hefst á laugardag og stendur fram á miðvikudagskvöld. Að þessu sinni verður sýnt í Laugarásbíó í tveimur sölum og eru samfelldar sýningar allan daginn og fram á nótt. Fjölmargar nýjar og merki- legar myndir eru á þessari hátíð sem gert verður grein fyrir í sjón- varpinu í kvöld en myndin hér að ofan er úr nýrri sovéskri mynd „Komið og sjáið“ sem fjallar um síðari heimsstyrjöldina og að sögn þeirra sem hafa séð tekur hún fram flestum þeim stríðs- myndum sem framleiddar hafa verið hingað til. Arftakinn 23.10 I SJÓNVARPINU í KVÖLD Sjónvarpsmyndin í kvöld er bandarísk frá árinu 1981 með þau Maximillian Schell, Rod Steiger og Robby Benson í aðalhlutverk- um, en Jeremy Paul Kagan leik- stýrir. Myndin hefur hlotið ágætis- dóma en hún gerist í lok síðari heimstyrjaldarinnar og næstu árum á eftir og tengist stofnun Ísraelsríkis. Aðalpersónur myndarinnar eru tveir ungir gyðingapiltar og félagar sem búa í Brooklyn- hverfinu í New York. Vinátta þeirra á undir högg að sækja vegna harðvítugra deilna feðra þeirra um framtíðarríki gyðinga. Faðir annars piltsins er strangtrú- aður Rabbíi, en hinn er blaða- maður og prófessor og frjáls- lyndari í trú- og samfélagsmálum. Auglýsinga- hroilvekja 22.35 Á STÖÐ 2 í KVÖLD Framtíðarsýnin eða þróun í tjöl- miðlun á tuttugustu öldinni er umfjöll- unaretni þessarar nýlegu sjónvarps- myndar frá bandarísku ABC sjón- varpsstöðinni. Hún greinir frá sjónvarpsfrétta- manninum Edison Carter á Network 23 sjónvarpsstöðinni. Hann kemst að því að ýmislegt undarlegt er að gerast varðandi útsendingar á auglýsingum sem getur reynst hættulegt heilsu manna. Eldstöðvar á Reykjanesi 19.30 Á RÁS 1 í KVÖLD Sveinn Jakobsson jarðfræðingur fjallar um eldstöðvar á Reykjanesi í þætti sínum um náttúruskoðun í út- varpinu í kvöld að loknum fréttum. Reykjanesskaginn er einn af stærstu eldsumbrotasvæðum á landinu og náttúrufegurð víða mikil. Þó ekki hafi gosið á nesinu í nokkur hundruð ár kraumar enn víða undir og aldrei að vita hvenær næsta stór- gos verður. © 06.45 Veðurfregnir. Bæn. 07.00 Fréttir. 07.03 Morgunvaktin - Hjördís Finnboga- dóttir og Jóhann Hauksson. Fréttir sagðar kl. 8.00 og veðurtregnir kl. 8.15. Fréttayfirlit kl. 7.30 en áður lesið úr for- ystugreinum dagblaðanna. Tilkynning- ar eru lesnar kl. 7.25, 7.55 og 8.25. Þórhallur Bragason talar um daglegt mál kl. 7.20. Fréttir á ensku sagðar kl. 8.30. 09.00 Fréttir. Tilkynningar. 09.05 Morgunstund barnanna: „Gosi” ettir Carlo Collodi. Þorsteinn Thorar- ensen les þýðingu sína. 09.20 Morguntrimm. Tónleikar. 10.00 Fréttir. Tilkynningar. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 Frá fyrri tíð. Þáttur í umsjá Finnboga Hermannssonar. (Frá ísafirði). 11.00 Fréttir. Tilkynningar. 11.05 Samhljómur. Umsjón: Bergþóra Jónsdóttir. (Þátturinn verður endurtek- inn að loknum fréttum á miðnaetti). 12.00 Dagskrá. Tilkynningar. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar. Tón- leikar. 14.00 Miðdegissagan: „Jóns saga Jónssonar frá Vogum" Haraldur Hannesson flytur eftirmála að sjálfsævi- sögu Voga-Jóns. 14.30 Þjóðleg tónlist. 15.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 15.20 Lesið úr forystugreinum lands- málablaða. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. 16.05 Dagbókin. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Barnaútvarpið. 17.00 Fróttir. Tilkynningar. 17.05 Tónlist á síðdegi. Jacques Ibert og Schubert. a. Þáttur fyrir einleiksflautu eftir Jacques Ibert, Manuela Wiesler leikur. b. Þrír píanóþættir eftir Franz Schubert. Edda Erlendsdóttir leikur. 17.40 Torgið. Umsjón: Þorgeir Ólafsson og Anna M. Sigurðardóttir. 18.00 Fréttir. Tilkynningar. 18.05 Torgið, framhald. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Tilkynningar. Daglegt mál. Endur- tekinn þáttur frá morgni sem Þórhallur Bragason flytur. Náttúruskoðun. Sveinn Jakobsson jaröfræðingur talar um eldstöðvar á Reykjanesi. Veiði- sögur. Jóhanna Á. Steingrimsdóttir segir frá. (Frá Akureyri). 20.00 Sígild hljómsveitarverk. Fílharm- óníusveit Berlínar leikur undir stjórn Herberts von Karajans: a. Ungverska rapsódíu nr. 5 1 e-moll eftir Franz Lizst. b. Forleik úr óperunni Vilhjálmi Tell eftir Giaochino Rossini. c. Milliþætti úróper- unum „I Pagliacci" eftir Ruggerio Le- oncavallo, „Kowantschins” eftir Modest Mussorgsky og „Manon Lescaut" eftir Giacomo Puccini. (Af hljómplötum). 20.40 Sumarvaka. a. Vísur um haustið. Ragnar Ágústsson fer með stökur eftir ýmsa höfunda. b. Kvenhetja á Breiða- firði. Erlingur Davíðsson flytur frum- saminn frásöguþátt. c. Völundur á Haukabrekku. Árni Helgason segir frá. 21.30 Tifandi tónar. Haukur Ágústsson leikur létta tónlist af 78 snúninga plötum. (Frá Akureyri). 22.00 Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.15 Veðurfregnir. 22.20 Visnakvöld. NN sér um þáttinn. 23.00 Andvaka. Umsjón: Pálmi Matthías- son. (Frá Akureyri). 24.00 Fréttir. 00.10 Samhljómur. Umsjón: Bergþóra Jónsdóttir. (Endurtekinn þáttur frá morgni). 01.00 Veðurfregnir. Næturútvarp á sam- tengdum rásum til morguns. 989 i^l 07.00 Stefán Jökulsson og morgun- bylgjan. Stefán kemur okkur réttu megin fram úr með tilheyrandi tónlist og lítur yfir blöðin. Fréttir ki. 07.00, 08.00 og 09.00. 09.00 Valdis Gunnarsdóttir á léttum nótum. Sumarpoppið á sínum stað, af- mæliskveðjur og kveðjur til brúðhjóna. Fréttir kl. 10.00 og 11.00. 12.00 Fréttir. 12.10 Páll Þorsteinsson á hádegi. Létt hádegistónlist og sitthvað fleira. Fréttir kl. 13.00. 14.00 Ásgeir Tómasson og föstudags- poppið. Ásgeir hitar upp fyrir helgina. Fréttir kl. 14.00, 15.00 og 16.00. 17.00 Hallgrimur Thorsteinsson í Reykjavík siðdegfs. Leikin tónlist, litið yfir fréttirnar og spjallað við fólkið sem kemur við sögu. Stiklað á stóru í sögu Bylgjunnar. Fréttlr kl. 17.00. 18.00 Fréttir. 19.00 Anna Björk Birgisdóttir. Ðylgju- kvöldið hafið með tónlist og spjalli við hlustendur. Fréttir kl. 19.00. 22.00 Haraldur Gíslason Nátthrafn Bylgj- unnar kemur okkur í helgarstuð með góðri tónlist. 03.00 Nætudagskrá Bylgjunnar- Anna BJörk leikur tónlist fyrir þá sem fara seint í háttinn og hina sem snemma fara á fætur. 16.00 Mannlegi þátturinn. Jón Axel Ól- afsson með tónlist, spjall, fréttir og frétt- atengda atburði á föstudagseftirmið- degi. 18.00 Stjörnufréttir. (fréttasími 689910). 18.00 íslenskir tónar. Innlend dægurlög að hætti hússins. 19.00 Stjörnutíminn. Ástarsaga rokksins í tónum ókynnt í klukkustund. 20.00 Árni Magnússon. Árni er kominn ( helgarskap og kyndir upp fyrir kvöldið. 22.00 Kjartan „Daddi” Guðbergsson. Oghananú... kveðjurogóskalögávíxl. 03.00 Stjörnuvaktin. u 0 STOÐ2 jQfe 00.10 Næturvakt Útvarpsins. Gunn- laugur Sigfússon stendur vaktina. 06.001 bítið. - Guðmundur Benediktsson. Fréttir á ensku sagðar kl. 8.30. 09.05 Morgunþáttur i umsjá Guðrúnar Gunnarsdóttur og Skúla Helgasonar. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Á milli mála. Umsjón: Gunnar Svanbergsson og Sigurður Gröndal. 16.05 Hringiðan. Umsjón: Broddi Brodda- son og Erla B. Skúladóttir. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Eftirlæti. Valtýr Björn Valtýsson flytur kveðjur milli hlustenda. 22.07 Snúningur. Umsjón: Vignir Sveins- son. 00.10 Næturvakt Útvarpsins. Þorsteinn G. Gunnarsson stendur vaktina til morguns. Fréttir kl.: 7.00, 8.00, 9.00,10.00, 11.00, 12.20, 15.00, 16.00, 17.00, 18.00, 19.00, 22 00 og 24.00. m 07.00 Þorgeir Ástvaldsson. Morguntón- list, fréttir og fréttapistill frá Kristófer Má í Belgíu. 08.00 Stjörnufréttir. (fréttasími 689910). 09.00 Gunnlaugur Helgason. Góð tón- list, gamanmál og gluggað í stjörnu- fræðin. 10.00 og 12.00 Stjörnufréttir (fréttasími 689910). 12.00 Hádegisútvarp. Rósa Guðbjarts- dóttir við stjórnvölinn. 13.00 Helgi Rúnar Óskarsson. Helgi leikur af fingrum fram með hæfilegri blöndu af nýrri tónlist. 14.00 og 16.00 Stjörnufréttir (fréttasími 689910) 18.20 Ritmálsfréttir. 18.30 Þekkirðu Ellu? (Kánner dur Ellen?) Sænskur myndaflokkur um Ellu sem er fjögurra ára gömul. Þýðandi Laufey Guðjónsdóttir. Sögumaður Elfa Björk Ellertsdóttir. (Nordvision - Sænska sjónvarpið). 18.40 Nilli Hólmgeirsson. 33. þáttur. Sögumaður Örn Árnason. Þýðandi Jó- hanna Þráinsdóttir. 19.05 Þekklrðu Ellu? (Kanner du Ellen?) Nordvision - Sænska sjónvarpið. 19.15 Á döfinni. Umsjón Anna Hinriks- dóttir. 19.25 Fréttaágrlp á táknmáli. 19.30 Poppkorn. Umsjón: Guðmundur Bjarni Harðarson og Ragnar Halldórs- son. Samsetning: Jón Egill Bergþórs- son. 20.00 Fréttir. 20.35 Auglýsingar og dagskrá. 20.40 Kvlkmyndahátið Listahátiðar. Kynntar verða helstu kvikmyndir hátíð- arinnar en hún verður sett þann 19. september. Umsjón Hilmar Oddsson. 21.40 Derrick. Þýskur sakamálamynda- flokkur með Derrick lögregluforingja sem Horst Tappert leikur. Þýðandi Vet- urliði Gunnarsson. 22.40 Kastljós. Þáttur um innlend málefni. 23.10 Arftakinn. (The Chosen). Banda- rísk bíómynd frá 1981. Leikstjóri Jeremy Paul Kagan. Aðalhlutverk: Rod Steiger og Maximillian Schell. Myndin gerist á árunum frá 1944 til 1948 en þá var Isra- elsríki stofnað. Fylgst er með tveimur gyðingapiltum og vináttu þeirra sem á undir högg að sækja vegna ólíkra skoðana feðranna. Þýðandi Reynir Harðarson. 00.50 Fréttlr frá Fréttastofu Útvarps. 16.35 # Kaffivagninn. Diner. Rithöfund- urinn og leikstjórinn Barry Levinson ger- ir vandamálum uppvaxtaráranna góð skil I þessari mynd. Fylgst er með nokkr- um ungmennum sem venja komur sínar í kaffivagn einn í Baltimore á sjötta árat- ugnum. Aðalhlutverk: Steve Gutten- bert, Daniel Stern, Mickey Rourke og Kevin Bacon. Leikstjóri: Barry Levin- son. Þýðandi: Björgvin Þórisson. MGM 1982. 18.25 # Brennuvargurinn. Fire Raiser. Nýsjálenskur myndaflokkur fyrir börn og unglinga. Þýðandi Iris Guðlaugsdóttir. Television New Zealand. 18.50 # Lucy Ball. Kynslóðabil. Þýðandi: Sigrún Þorvarðardóttir. Lorimar. 19.19 19:19. 20.20 Sagan af Harvey Moon. Shine on Harvey Moon. Vegir liggja til allra átta. Mömmu tæmist arfur, Stanley á í erfið- leikum í skólanum og Lou segir Möggu upp. Þýðandi: Ásthildur Sveinsdóttir. Central. 21.10 # Spilaborg. Léttur spurningaleikur sem fer fram í sjónvarpssal. Umsjónar- maður er Sveinn Sæmundsson. Stöð 2. 21.40 # Hasarleikur. Moonlighting. David hlýtur lof fyrir að hjálpa lögreglunni við að leysa erfitt mál, en Maddy skilur ekki hvernig hann fékk upplýsingarnar sem leiddu að lausninni. Þýðandi: Ólafur Jónsson. ABC. 22.35 # Max Headroom. Max Headroom - Twenty minutes into the future. Sjón- varpsfréttamaður í náinni framtíð, kemst á snoðir um útsendingar sjónvarps- auglýsinga með svo þéttskipuðum upp- lýsingum að þær geta skaðað heilsu áhorfenda. Þýðandi: Iris Guðlaugsdótt- ir. Channel 4 1986. 23.35 # Þar tll í september. Untill Sept- ember. Rómantísk ástarsaga um örla- garíkt sumar tveggja elskenda í París. Aðalhlutverk: Karen Allen, Thierry Lher- mitte og Christopher Cazenove. Leik- stjóri er Chris Thomson. United Artists 1984. 01.25 # Hersveitin frá Kentucky. The Fighting Kentuckian. Myndin gerist í Bandaríkjunum árið 1810. John Wayne fer með hlutverk manns sem deilir við auðugan landeiganda um ástir fagurrar herforingjadóttur. Aðalhlutverk: John Wayne, Vera Ralston og John Howard. Leikstjóri: George Wagner. Fram- leiðandi: John Wayne. Þýðandi: Svavar Lárusson. Republic Pictures 1949. 03.05 Dagskrárlok. 12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 18. september 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.