Þjóðviljinn - 18.09.1987, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 18.09.1987, Blaðsíða 15
Evrópukeppni Góðir möguleikar Vals og ÍA Eiga möguleika á að komast í2. umferð í Evrópukeppni. Frábœr árangur Valsmanna Pétur Ormslev í baráttu við tvo varnarmenn Sparta Prag. Róðurinn verður án efa þungur hjá Frömurum í síðari leiknum. Mynd:E.Ol. eftir fyrri umferðina, en nú að- eins 0-2. ÍA Skagamenn ættu að eiga góða möguleika gegn Kalmar FF. Lið- ið sem er í 1. deild, en ekki í Allsvenskan er ekki mjög sterkt og á góðum degi ættu Skagamenn að ná sigri. Þeir þurfa þó ekki sigur, jafntefli, 1-1 nægir þeim, því að þeir fengu ekki á sig mark á heimavelli. í fyrri leiknum var það norskur dómari sem stal senunni og hann réði úrslitum. Brottrekstur Guð- bjarnar Tryggvasonar var stór- furðulegur. Auk þess sleppti hann tveimur vítaspyrnum á Sví- ana. Það réði að sjálfsögðu mestu um úrslit leiksins. Lið Kalmar hefur ekki náð góðum árangri á heimavelli og þykir sterkara á útivelli! Mögu- leikar Skagamanna ættu því að teljast nokkuð góðir. Valur Valsmenn náðu frábærum ár- angri á útivelli gegn Wismuth Aue. Jafntefli, 0-0 er mjög gott. Það má því segja að þeir byrji síðari leikinn á núlli, sem er mjög óvanalegt þegar íslensk lið leika í Evrópukeppni. íslandsmeistararnir ættu að geta sigrað Þjóðverjanna. Vals- menn hafa leikið mjög vel í sumar, en lið Wismuth er um miðja deild í A-Þýskalandi. Það má kannski líkja leik Vals cg Wismuth við leik Olympíuliða ísland og A-Þýskalands. Islend- ingar sigruðu í þeim leik, 2-0 og bæði lið áttu 5 leikmenn í lands- liðunum. Það er heldur ekkert vafamál að aðstæðurnar verða Vals- mönnum í hag og þeir eiga líklega bestu möguleikana af íslensku liðunum. Fram Framarar eiga minnstu mögu- leikana af íslensku liðunum. Þeir voru mjög óheppnir og fengu á sig tvö ódýr mörk á síðustu mín- útunum gegn Sparta Prag. Það eru því ekki miklar líkur á að Framarar komist áfram, með tvö mörk í mínus og eiga eftir að leika á útivelii gegn tékknesku meisturunum. Tékkarnir eru mjög erfiðir heim að sækja og hafa aðeins tap- að þremur af 30 Evrópuleikjum sínum á heimavelli. Það má því segja að mögu- leikar íslensku liðanna séu með besta móti þetta árið og tvö lið sem eiga góða möguleika. _jbe 1X2...1X2...1X2... 1X2... 1X2... 4. vika l5>E§£tÍI £■5 Q i- Q Œ m co co Arsenal-Wimbledon.......................1 11111111 Charlton-Luton..........................x x 2 2 x x 1 1 x Chelsea-Norwich.........................1 11111111 Coventry-Nottingham Forest..............x 1 1 1 1 1 x 2 x Derby-Sheffieid Wednesday...............1 111x12 12 Everton-Manchester United...............2 x x 1 1 x x 2 x Oxford-Q.P.R............................2 2 2 x 2 x 1 1 2 Watford-Portsmouth......................1 1 1 1 1 1 1 1 x WestHam-Tottenham.......................2 22x22222 Huddersfield-Aston Villa................x 12 1 1x2x2 Leicester-Plymouth......................1 112 11x12 ManchesterCity-Stoke....................1 11111111 Enginn var með 12 rétta aðra vikuna í röð og því leggst fyrsti vinningur við næstu viku. Það var aðeins einn með 11 rétta og hann hlaut fyrir það 135.596. Möguleikar íslensku félaganna Valsmenn náðu frábærum úrslit- í Evrópukeppninni í knattspyrnu Um í A-Þýskalandi í fyrradag. eru með besta móti þetta árið. Það má því segja að útlitið sé Skagamenn ættu að geta sigrað heldur bjartar nú en á sama tíma í lið Kalmar FF á góðum degi og fyrra. Þá var markatalan 0-19 Fylklr sigurvegari í 3. deild 1987. Eins og sjá má á myndinni var farið að skyggja þegar leiknum lauk. Mynd:E.ÓI. 3. deild Fylkismenn meistarar Sigruðu Tindastól í úrslitaleik eftir vítaspyrnukeppni Fylkismenn tryggðu sér í gær íslandsmcistartitilinn í 3. deild með sigri gegn Tindastól, 9-8, eftir vítaspyrnukeppni. Staðan eftir venjulegan leiktíma var 3-3 og það þurfti 12 vítaspyrnur til að skera úr um sig- urvegara, en alls fengu áhorfend- ur að sjá 14 vítaspyrnur! Fylkismenn byrjuðu vel og Orri Hlöðversson náði forystunni á 6. mínútu. Óskar Theodórsson bætti svo öðru marki við eftir að hafa komist einni gegn. Fylkis- menn fengu svo gott tækifæri til að bæta þriðja markinu við á 24. mínútu. Þá áttu þeir skot í stöng ,og skömmu síðar var bjargað á línu. Hólmar Ástvaldsson minnkaði muninn á 36. mínútu með þrumu- skoti, en fimm mínútum síðar bætti Óskar Theodórsson þriðja markinu við fyrir Fylki. Tindastóll sótti í sig veðrið í síðari hálfleik og á 56. minútu fengu þeir vítaspyrnu sem Eyjólf- ur Sverrisson skoraði úr og á 64. mínútu jafnaði Eyjólfur með glæsilegri hjólhestaspyrnu. Það var því jafnt, 3-3 eftir venjulegan leiktíma. Fylkismenn fengu gullið færi til að tryggja sér sigur á 23. mínútu framlengingar- innar. Þá var dæmd vítaspyrna á Tindastól, en Gísli Sigurðsson varði glæsilega frá Gústaf Víf- ilssyni. Það er skemmst frá því að segja að leikmenn liðanna skoruðu úr fimm fyrstu spyrnum sínum, en Tindastóll brenndi af þeirri sjöttu. Það var svo Ólafur Jó- hannesson sem tryggði Fylkis- mönnum sigur. Það er ekki hægt að segja ann- að en að leikir þessara liða hafi verið jafnir. Fyrst léku liðin á Sauðárkróki og þeim leik lauk með jafntelfi, 0-0 eftir framleng- ingu. Það þurfti því rúmar 240 mínútur, auk vítaspyrnukeppni, til að knýja fram úrslit. -Ibe Ogþetta lika... Sjúkraþjálfari Valsmanna, Hilmir Ágústsson hefur verið með alskegg svo lengi sem elstu menn muna. Á ferð sinni í Austur-Þýsklandi með Valsliðinu varð hann hinsvegar fyrir því óláni að tapa skegginu. Hann hét því að ef Valur tapaði ekki fyrir Wismuth Aue þá myndi hann raka sig og fékk að standa við það. Litli bróðir Diego Maradona er nú kominn til Spánar og mun leika með Granada, sem leikur í 2. deild. Diego sjálfur leikur með Napoli, en Hugo, sem er yngstur, leikur með Ascoli á Ítalíu. Hann mætir bróður sínum í fyrsta sinn um helgina, en þá leika Napoli og Ascoli. Fjórir leikmenn Tirana frá Albaníu fengu rauða spjaldið í leik liðsins gegn Benfica í fyrrakvöld. Leikurinn var í Evrópu- keppni meistaraliða. Knattspyrnuráð Evrópu mun koma saman til að á- kveða hvort refsa skuli liðinu, en það hefur aðeins einu sinni gerst áður að fjórir leikmenn hafi verið reknir útaf í Evrópukeppni. Leiknum lauk með sigri Benfica, 4-0. Alex Ferguson framkvæmdastjóri Manchester Unit- ed hefur hætt við að kaupa ítalska markvörðinn Guilliano Terranea. Hann hefur æft með liðinu, en í gær ákvað Ferguson að hætta við kaupin. Ársþing Fimleikasambands íslands verður haldið í íþrótttamiðstöðinni Laugardal 9.-10. október. Málefni og tilllögur þarf að senda stjórn í síðasta lagi 15 dögum fyrir þingið. Lokomotiv Sofia frá Búlgaríu sigraði Dynamo Tiblishi frá Sovétríkjunum í gær, 3-1, í fyrstu umferð Evrópukeppni félagsliða. Föstudagur 18. september 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.