Þjóðviljinn - 18.09.1987, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 18.09.1987, Blaðsíða 5
Norski rithöfundurinnjon Michelet skrifar harðsoðna reyfara og unglingabækur, rífst við Kjartan Flogstad og er í framboði fyrir flokk maoista Jon Michelet-eftirnafnið hljómar ekki sérlega norskt. „Nei, það erfranskt. Forfeður mínir voru franskir málaliðar sem komu til Noregs á 17. öld þeirra erinda að berja á sænskum," segir Jon þarsem við sitjum yfir kaffibollum í Norræna húsinu. Hann er gestur á bókmenntahátíð og af mörgum talinn einn besti höfundur spennusagna sem nú lifir á Norðurlöndum. Hann hefur fleiri járn í eld- inum. Þessadaganaerverið að lesa í útvarp framhalds- sögu eftir Michelet. Spreng- ingin okkar nefnist hún og það er Kristján Jóhann Jóns- son sem þýðir og les. Það sem er athyglisvert við þessa bók, ásamt öðru, er að hún er skrifuð fyrir unglinga. Jon Michelet er hins vegar þekkt- ari fyrir harðsoðna reyfara og frásagnir úr heimi karlmanna: pólitíska þrillera og heimsmeistarakeppni í knatt- spyrnu. Um skeið lá hann undir þungum ásökunum frá norsku kvennahreyfingunni fyrir karlrembu og fleira vont. Af 18 bókum Michelets hefur ein komið út í íslenskri þýðingu: Járnkrossinn sem kom út í Noregi árið 1976 en hér á landi tveimur árum síðar. Rithöfundarferill hans hófst árið 1975 með bókinni Den drukner ei sem henges skal. Þar gafst lesendum fyrsta tæki- færið til að kynnast Wilhelm Thygesen sem síðan hefur verið aðalpersónan í mörgum bókum. Við urðum ásáttir um það í Nor- ræna húsinu á mánudaginn að Thygesen þessi væri einskonar blanda af Philip Marlowe og Martin Beck, tveimur ólíkum fulltrúum þeirrar bókmennta- greinar sem Michelet hefur orðið þekktastur fyrir. Sjómaður fer í land Bækur Michelet bera þess glöggt vitni að höfundurinn hefur víða farið um heiminn. Brasilía, Panama, New York, Sambia, Svalbarði - og oft fjalla bækurnar um sjómenn eða atvinnurekend- ur þeirra, útgerðarmenn. Kanns- ke engin furða því Michelet, sem fæddur er lýðveldisárið, er með skipstjóramenntun og var lengi til sjós áður en hann gerði ritvél- ina að atvinnutæki sínu. Hvernig bar þessi umskipti að? „Mér fór að leiðast sjómennsk- an enda voru skemmtilegustu skipin að hverfa. Það voru milli- landaskipin sem fóru víða og stoppuðu lengi í hverri höfn. Mig langaði ekkert að vera stýrimað- ur á skipi sem sigldi fasta rútu milli Rotterdam og Persaflóa. Svo ég fór í land árið 1968 og sótti um inngöngu í norska blaða- mannaskólann. Ég var reyndar ekki bjartsýnn á að fá inngöngu en þeir voru bersýnilega á því að breyta til og fá inn fólk með reynslu úr átvinnulífinu. Þeir sáu að ég hafði áhuga og hann hafði ég - og náði besta árangri sem nokkur blaðamennskunemi hef- ur náð við skólann. Svo fékk ég vinnu við blaðið Nordlyset í Tromso þar sem sér- svið mitt varð Norður-íshafið. Þar var ég á þriðja ár en þá voru tvö deilumál uppi í Noregi sem héldu mönnum föngnum: Vietn- amstríðið og aðild Noregs að Efnahagsbandalagi Evrópu. Blaðið var hlynnt hvorutveggja en ég andvígur svo það endaði með því að ég var rekinn með nokkrum hávaða. Þá byrjaði ég að skrifa og gaf út mína fyrstu bók 1975.“ í framboði fyrir maóista Blaðamaður rifjar það upp að í fyrsta sinn sem hann sá nafn við- mælenda á prenti hafi það verið sem dálkahöfundurinn Jon M. í norska maoistablaðinu Klasse- kampen. „Jú, mikið rétt. Þar hélt ég úti vikulegum dálki í 10 ár frá 1973- 83.“ - Og ertu kannski ennþá maó- isti? „Já, og meira að segja í fram- boði til fylkisþings í kosningun- um sem fram fara í dag,“ segir Jon og verður ákafur. „Ég er í fyrsta sæti, svo hugsanlega verð ég orðinn pólitíkus á morgun. Til þess þurfum við að vísu að tvö- falda atkvæðamagn okkar en það er alveg til í dæminu. Ég hef rekið harða kosningabaráttu og gert málefni innflytjenda að mínu að- almáli. Þar hef ég reynt að fylkja öllum flokkum gegn Framfara- flokknum sem rekur hreina kyn- þáttapólitík. Hann vill reka inn- flytjendur heim en ég svaraði með því að setja fram kröfu um að einni miljón innflytjenda verði hleypt inn í landið á næstu árum. Við höfum alveg efni á því og okkur vantar vinnuafl. Með þessu móti hefur mér tekist að koma máli innflytjenda á dagskrá en við það hafa stóru flokkarnir, hægri og kratar, verið hræddir. Þeim finnst málið of hættulegt. Ég lít svo á að með þessari stefnu sé ég trúr ákveðinni hefð sem norskir rithöfundar hafa fylgt. Það var t.a.m. Wergeland sem kom inn í fyrstu stjórnarskrá Noregs ákvæðum sem gerðu gyð- ingum kleift að setjast að í landinu. Björnstjerne Björnsson tók virkan þátt í baráttu tékka og slóvaka fyrir rétti þeirra til að stofna sjálfstætt ríki. Og Nordal Framhald á síðu 6 Föstudagur 18. september 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.