Þjóðviljinn - 22.09.1987, Blaðsíða 5
Lilja Þórlsdóttir og Rúrik Haraldsson.
Lilja Þórisdóttir, Rúrik Haraldsson og Sigurveig Jónsdóttir.
Flosi Ólafsson, Jón Gunnarsson, Gunnar Eyjólfsson, Árni Tryggvason, Benedikt Árnason, Rúrik Haraldsson, Jóhann
Sigurðarson.
Þjóðleikhúsið
Rómúlus
mikli
skírskotun til heimsveldahruna
Rómúlus mikli, eftir Friedrich
Durrenmatt, erfyrsta verkefni
leikárs Þjóðleikhússins og var
frumsýntsl. laugardag. Durren-
matt kallar þetta verk „ósagnf-
ræðilegan gamanleik". Fyrir-
myndin er síðustu dagar Róma-
veldis, en höfundurinn fer afar
frjálslega með sagnfræðilega
réttar staðreyndir til að miðla
skilaboðum til nútímans og þar af
leiðandi er óþarft með öllu að
veravel aðsérf
mannkynssögunni til að njóta
leiksins tilfullnustu. Rómúlus
leiksins hefur verið keisari ftvo
áratugi, en nú er fall ríkisins yfir-
vofandi og öllum til hinnar mestu
armæðu hefst keisarinn ekkert
að til að koma I veg fyrir að
heimurinn kollsteypist. Samherj-
um hans óar við hugleysi hans en
þegar allt kemur til alls er Rómú-
lus eftil vill hugaðri en þeirallirtil
saman. Hann hefur nefnilega
megnustu andstyggð á vald-
beitingu og hvers kyns ofbeldi
sem hún leiðir af sér. Óvinirnir
nálgast, samherjarnirflýja fof-
boði, en Rómúlus er maður hug-
sjónanna, maðursemásér
draum. Það er styrkur hans. I
leikslok er komið að því að hug-
sjón hans verði að veruleika, en
hvernig í veröldinni getur hún
ræst á þessum Ifka upplausnart-
ímum?
Rúrik leikur
Rómúlus
Gísli Halldórsson er leikstjóri
að Rúmúlus mikla, leikmynd og
búningar eru eftir Gunnar
Bjarnason og Páll Ragnarsson
hannar lýsingu. Rúrik Haralds-
son fer með titilhlutverkið,
Rómúlus, síðasta keisara Róma-
veldis, Sigurveig Jónsdóttir
leikur Júlíu keisarafrú og Lilja
Þórisdóttir leikur keisaradóttur-
ina, en afdrif ríkisins eru undir
því komin hverjum hún kvænist-
það er að minnsta kosti mat
æðstu ráðgjafa ríkisins. Með stór
hlutverk fara Gunnar Eyjólfsson,
Jóhann Sigurðarson, Sigurður
Skúlason, Flosi Ólafsson, Karl
Ágúst Úlfsson, Baldvin Hall-
dórsson, Árni Tryggvason, Þór-
hallurSigurðsson, Magnús Ólafs-
son, Benedikt Árnason og Arnar
Jónsson, sem leikur hlutverk
Ódóvakars fyrirliða Germana,
sem eru mesta ógnunin við ríkið,
það er allavega mat æðstu ráð-
gjafa keisarans.
Vakti fyrst athygli
Rómúlus mikli er það leikrit
Dúrrenmatts sem vakti fyrst at-
hygli á honum utan heimalands-
ins. í þessu verki fann hann fyrst
sinn sjálfstæða stíl, hina sérstæðu
blöndu gamans, beiskrar ádeilu
og djúprar alvöru, sem hann varð
frægur fyrir og við þekkjum af
leikritum á borð við Sú gamla
kemur í heimsókn, Eðlisfræðing-
ana og Loftsteininn, sem öll hafa
verið leikin hér á landi. í verkum
Dúrrenmatts er það jafnan svo að
vettvangur atburðanna endur-
speglar heim allan og ástand mála
í þeim kallast á við eitthvert það
ástand sem allir hafa skynjað og
jafnvel íhugað án þess að komast
að niðurstöðu.
-ekj
Flosi Ölafsson og Jóhann Siguröarson i hlutverkum sínum. Mynd: Sig.
Þrlöjudagur 22. september 1987 jÞJÖÐVILJINN - SÍÐA 5