Þjóðviljinn - 22.09.1987, Blaðsíða 8
Sjávarútvegssýningin ’87 Sjávarútvegssýningin ’87 Sjávarútvegssýningin ’87 Sjávarútvegssýningin ’87 Sjávarútvi
!SS«S
^^%fað'aöand''
tyftf °9 v
Hægt að
gera
góð kaup
Hlynur Antonsson
skipstjóri og útgerð-
armaður: Afburða
góð sýning
„Þetta er afburða góð sýning,
það fer ekkert á milli mála. En
það er í sjálfu sér ekkert sérstakt
sem kemur manni á óvart. Þar er
enginn framleiðandi, innlendur
eða erlendur, sem er með
eitthvert leyninúmer, sem enginn
hefur vitað um áður. Aðalmikil-
vægi sýningarinnar er að hingað
er hægt að koma og tala milliliða-
laust við framleiðendur og um-
boðsmenn þeirra um það sem
maður hefur mestan áhuga á í
það og það skiptið,” segir Hlynur
Antonsson skipstjóri og útgerðar-
maður í Stykkishólmi.
Hlynur er einn fárra í dag sem
eiga lögheimili í Flatey á Breiða-
firði, þó svo hann geri út frá
Hólminum á 6 tonna bát, Sæ BA.
Aðspurður kvaðst hann vera
ánægður með sumarvertíðina og
bjartsýnn á komandi haust- og
vetrarvertíð, svo framarlega sem
gæftir yrðu góðar.
Eins og gefur að skilja er áhugi
Hlyns að mestu bundinn við ný-
jungar tengdar smábátum og því
var hann spurður hvort einhverj-
ar slíkar hefðu komið fyrir hans
sjónir á sýningunni.
„Já, ég hafði sérstakan áhuga á
hraðbátunum hérna á útisvæð-
inu. Þar er að sjá nýjan drifbúnað
og hálfmána yfir skrúfunni sem er
hluti af stýribúnaðinum. Annars
er fullt af hlutum hér inni sem
maður á eftir að melta með sjálf-
um sér heima í rólegheitunum.
Það er svo mikið sem ber fyrir
augu hér á sýningunni að maður á
Hlynur Antonsson skipstjóri og út-
gerðarmaður: „Á sýningunni eru
ýmis kostatilboð í gangi og hægt að
gera góð kaup. Ég gæti trúað að af-
slátturinn nemi í sumum tilvikum
tugum þúsunda, allt eftir því hvað
keypt er hverju sinni.” (Mynd: Sig).
í erfiðleikum með að innbyrða
allt þetta magn af upplýsingum
og fróðleik um hina og þessa
hluti.”
Hefurðu eitthvað spáð í verð-
lagninguna á vélum og tækjum
hér?
„Já, svona lítillega. Eftir því
sem ég best veit er hægt að gera
góð kaup á sýningunni. Það eru
alls konar kostaboð í gangi og
margir veita ríflegan afslátt. Þó
fer þetta mikið eftir því hvers
konar vöru maður er að kaupa.
Telurðu ávinning fyrir inn-
lendan iðnað að taka þátt í sýn-
ingu sem þessari?
„Já, alveg tvímælalaust. Það er
engin spurning. Menn hafa verið
að tala um að sjávarú-
tvegssýningin, sem haldin var
fyrir þremur árum, hafi skilað
miklum árangri og eflt iðnaðinn
að miklum mun. Sú sýning stóð
þessari langt að baki í öllum at-
riðum, þannig að ég hef mikla trú
á að þessi sýning eigi eftir að skila
enn meiri árangri þegar tímar
líða,” sagði Hlynur Antonsson
skipstjóri og útgerðarmaður.
grh
Tæknin
hjálpar
Pórður Björnsson
stýrimaður:
Höfuðlínunemi og
Plott-radar þótti mér
áhugaverðast
„Ég heyrði það haft eftir sjáv-
arútvegsráðherra í opnunarræð-
unni að öll þessi mikla tækni í
fiskileitartækjum gerði ekki ann-
að en að gera okkur sjómönnum
gramt í geði þar sem við gætum
ekki nýtt okkur alla þessa tækni
vegna kvótans. Þetta er að mörgu
leyti rétt, en á móti kemur að með
þessum nýju tækjum er hægt að
veiða það sem við megum hverju
sinni á ódýrari hátt en áður og við
það sparast mikið,” segir Þórður
Björnsson stýrimaður á Stálvík-
inni SI frá Siglufirði.
Að sögn Þórðar er mikill áhugi
á sýningunni á Siglufirði og fóru
margir í hópferð þaðan og suður.
Flestir gista hjá kunningjum og
vinum, vegna þess að allt hótel-
rými á höfuðborgarsvæðinu er
yfirfullt. Þáereitthvaðumþað að
menn keyra suður að morgni og
heim aftur að kvöldi. Sjálfur ætl-
aði Þórður ekki að stoppa nema í
einn dag, því daginn eftir átti
hann að vera mættur um borð í
skipið sitt, tilbúinn til veiða. En
hvað fannst honum markverðast
á sýningunni?
„Það var höfuðlínunemi frá
Simrad. Með honum er hægt að
fylgjast með opnun trollsins og
hve mikið kemur inn í trollið,
með aðstoð myndskjás uppi í
brú. Þá vakti einnig athygli mína
það sem við köllum Plott-radar.
En með honum er hægt að fylgj-
ast með stefnu, hraða og fjarlægð
skipa í næsta nágrenni við okkur
hverju sinni úti á miðunum.
Þórður Björnsson stýrimaður á Stál-
víkinni Sl frá Siglufirði: „Sýning sem
þessi hefur ótvírætt gildi og á eftir að
skila sér í framtíðinni með auknum
umsvifum innlendra framleiðenda í
vöruþróun og vörugæðum fyrir alla
þætti sjávarútvegs.” (Mynd: Sig.)
Hvað með gildi sýningar sem
þessarar?
„Svona sýningar hafa ótvírætt
gildi og eiga mikinn rétt á sér.
Það kemur sér afar vel fyrir alla
aðila, jafnt í landi sem á sjó, að
geta fylgst með þróuninni í vélum
og tækjum og öllu öðru sem sjáv-
arútveginum viðkemur. Fyrir
utan það þá held ég að innlendir
framleiðendur græði á því að
bera sig saman við keppinauta
sína á svona sýningum. Þá sjá
menn það svart á hvítu hvar við
stöndum í samanburði við hina
og eftir að hafa gengið hérna um
sýningarsvæðið í dag er ég ekki í
nokkrum vafa umað við stöndum
afar vel að vígi. Á mörgum svið-
um erum við á undan og á öðrum
sviðum getum við lært mikið.
Þannig að það er sama hvernig
við lítum á dæmið. Það er gróði
hvert sem við lítum, bæði fyrir
notendur og framleiðendur,”
sagði Þórður Björnsson stýri-
maður á Stálvíkinni SI, frá Sigluf-
irði. grh
Hvalreki
á okkar
fjömr
Sr. Karl Matthíasson,
prestur á Stað íSúg-
andafirði: Tölvu-
stýrða handfœrarúll-
an og saltdrefingar-
tœkið áhugaverðast
„Ég er hingað kominn til að
fylgjast með nýjungum í sjávarút-
veginum. Enda veitir ekkcrt af ef
maður á að vera boðlegur í minni
sveit á Suðureyri við Súganda-
fjörð, þar sem ég er þjónandi
prestur. Ég var á dragnót með
Sigurvon IS í sumar og verð vænt-
anlega eitthvað með í vetur álínu,
eftir því hvernig aðstæður eru
hverju sinni með tiiliti til minnar
atvinnu sem prestur,” sagði Karl
Matthíasson sóknarprestur á Stað
í Súgandafírði.
Það sem einna mesta athygli
vekur í sambandi við sjávarút-
vegssýninguna er hinn mikli og al-
menni áhugi sem á henni er, ekki
bara meðal sjómanna og útvegs-
manna, heldur og líka hins venju-
lega borgara þessa lands. í sjálfu
sér ætti það ekki að koma neinum
á óvart, þar sem sjávarútvegur-
inn er undirstöðuatvinnugrein
landsmanna og á honum hvílir öll
okkar yfírbygging í þjóðfélaginu.
Blaðamanni Þjóðviljans
heppnaðist eftir nokkra stund að
ná tali af sr. Karli, þar sem hann
var umkringdur sóknarbörnum
sínum og skipsfélögum í hrókas-
amræðum um það helsta sem
fyrir þau hafði borið á sýning-
unni. Hann var fyrst spurður að
því hvað honum þætti markverð-
ast af því sem hann hefði séð.
„Það er tvímælalaust tölvustýrða
handfærarúllan sem ég féll fyrir
við fyrstu sýn. Þetta er þjóðþrifa-
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 22. september 1987