Þjóðviljinn - 23.09.1987, Qupperneq 2

Þjóðviljinn - 23.09.1987, Qupperneq 2
f-SPURNINGIN" Hefur þú fylgst með Kvikmyndahátíðinni? Kristján Ari Arason, form. SÍNE: Því miður hef ég ekki getað komið því enn í verk að fara á hátíðina. Tímaskortur og vinna hafa komið í veg fyrir það. Hátíðin þyrfti að standa mikið lengur yfir og myndir eins og þær sem eru á hátíðinni þyrftu að vera á boöstól- unum allt áriö. Kári Árnason, ofsettljósmyndari á Mogga: Nei. Það getur vel komið til greina að skreppa ef maður hefur einhverntímann stund aflögu. Þórunn Gunnsteinsdóttir, sjúkraliði: Nei, ég hef verið út úr bænum að undanförnu og hef því ekki getað fylgst neitt með. Svona há- tíð þyrfti að standa lengur svo að almenningi gæfist frekar kostur á að notfæra sér þessar kvikmynd- asýningar. Guðmundur Runólfsson, Grundarfirði: Nei. Ég hef afskaplega lítinn áhuga á kvikmyndum, en það er Ijóst að þessi hátíð er ekki skipu- lögð með það í huga að fólkið úti á landsbyggðinni fái að njóta hennar. Erlendur Guðbrandsson, tölvunarfræðjnemi: Já ég hef séð tvær myndir og ætla að reyna að sjá að minnsta kosti tvær myndir til viðbótar. Hátíðin mætti standa lengur yfir. FRÉTTIR Hross Seld utan í stórum stíl Félag hrossabœnda og Búvörudeild SÍS með vor- og haustskip. Leópold Jóhannes- son: Um að gera að losna viðþað af hrossakjötinu sem er umfram naumustu neyslu Við erum hér á uppfullum kjöt- markaði og því er um að gera að losna við það af hrossakjötinu sem er umfram naumustu neyslu. Þessvegna hafa Stéttarsamband bænda og Framleiðsluráð land- búnaðarins hvatt bændur til að selja fullorðin hross til slátrunar erlendis, sagði Leópold Jóhannes- son ritari Félags hrossabænda, en félagið selur fjölda hrossa úr landi í samvinnu við Búvörudeild SÍS. Reiðhestar og sláturhross eru seld úr landi jöfnum höndum, og fara aðallega til þriggja landa að sögn Leópolds. Reiðhestarnir fara flestir til Esbjerg í Dan- mörku og Friðriksstaðar í Nor- egi, en sláturhrossin fara aðallega til Gent í Belgíu. Um fimmtíu þúsund krónur fást fyrir reiðhestinn, en slátur- hrossið gerir sig á um fimmtán þúsund. Að sögn Leópolds er á- ríðandi að hægt sé að fylla skipin með sláturhrossum til að halda flutningskostnaðinum í skefjum. Bændur fá sama verð eða hærra fyrir hrossin en hér á landi. Útflutningsgripirnir eru ekki verðfelldir eftir flokkum og aldurinn skiptir ekki máli. Þá berst greiðsla fyrr; næsta skip kemur 10. október, og er áætlað að greiða fyrir hrossin í janúar. Að sögn Leópolds fer vel um hrossin um borð. Ekki er látið úr höfn nema í skaplegu veðri, og lensað ef veður spillist. Hrossin eru í loftræstum stíum, og dýra- læknir er með í för ef eitthvað ber út af, og hefur hann yfir að ráða sérstökum sjúkraklefa ef á þarf að halda. HS Stéttarsambandið og Framleiðsluráð hvetja bændur til að selja fullorðin hross til slátrunar erlendis. Eyðni Grundvelli kippt undan mótefnamælingum Porvaldur Kristinsson, Samtökunum '78: Með beitingu farsóttarlaganna eru lœknar að gerastsjálfskipaður dómstóll. Guðjón Magnússon aðstoðarland- læknir: Neyðarúrrœði opinberra aðila Með því að beita farsóttarlög- unum til að svipta fólk ferða- frelsi eru læknar að gerast eins konar sjálfskipaður dómstóll, sagði Þorvaldur Kristinsson Sam- tökunum ’78, í samtali við blaða- mann í gær. „Fyrir bragðið hefur blossað upp mikil tortryggni meðal mcðvitaðra homma í garð læknastéttarinnar, og því telja þeir sér ekki lcngur fært að fara í mótefnapróf hér á landi.“ Þorvaldur sagði að Samtökin ’78 hefðu upphaflega hvatt homma til að fara í mótefnapróf, enda hefði gildi þeirra aukist mikið á síðustu misserum eftir að azt-lyfin svokölluðu komu til. „En ég get persónulega ekki mælt með mótefnaprófun hér á landi lengur, þegar við höfum fordæmi fyrir aðgerð eins og stofufang- elsi.“ Að sögn Þorvaldar er enda hægur vandi fyrir homma að fara í mótefnapróf í erlendum stór- borgum. „Farsóttarlagaákvæðið er neyðarúrræði opinberra aðila, og því er einungis beitt þegar ein- staklingur sem er með sýkingu fer ekki að ráðum lækna um að sýkja ekki aðra og stefnir þeim þar með í smithættu," sagði Guðjón Magnússon aðstoðarlandlæknir. Að sögn Guðjóns hefur aðeins einu sinni verið gripið til þessa. enda hafi viðkomandi eyðnisjúk- lingur játað vanrækslu í þessum efnum. „Þóað hommi komi í mótefna- mælingu er útilokað að vita hver einstaklingurinn er vegna þeirrar nafnleyndar sem er viðhöfð. Sýni er merkt upphafsstöfum læknis eða einhverri tölu sem hann gefur upp, og þannig er það sent til rannsóknar. Meðfylgjandi er miði þar sem aðeins kemur fram fæðingarár, fæðingarmánuður og kyn, en útfrá þessum upplýsing- um er alveg útilokað að vita hver einstaklingurinn er,“ sagði Guð- jón. HS Kópavogur Kvöldskólinn að byrja Frönsk matargerðarlist og námskeið í gerð Ijóða og lausavísna Innritun í Kvöldskóla Kópa- vogs lýkur í þessari viku en skólinn býður í vetur uppá bæði hcR5bundin og ný námskeið fyrir alla aldurshópa. Meðal nýjunga í vetur má nefna kennslu í frönsku línunni í matargerð sem Örn Garðarsson matreiðslumeistari sér um og matreiðslu grænmetisrétta sem Kristín Gestsdóttir matreiðsluk- ennari annast. Önnur nýmæli í vetur er m.a. námskeið í gerð Ijóða og lausa- vísna sem Þórður Helgason ann- ast. Þá mun Ágústa Guðmars- dóttir sjúkraliði vera með nám- skeið í vinnustellingum. Kennsla Kvöldskólans fer fram í Menntaskólanum í Kópavogi en skrifstofa skólans er að Hamra- borg 1. Forstöðumaður skólans er Ingibjörg Símonardóttir. -|g. 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 23. september 1987

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.