Þjóðviljinn - 23.09.1987, Blaðsíða 11
ERLENDAR FRÉTTIR
Persaflói
„Við hefnum okkar!“
íranir hóta hefndum eftir árás bandarískrarþyrlu á íranskt fley sem kostaðifjóra menn lífið.
Skömmu áður höfðu persneskir byltingarverðir ráðist á breskt olíuflutningaskip og
vegið einn úr áhöfninni
ar kom að því að til beinna
átaka kom með Bandaríkja-
mönnum og Irönum á Persaflóa.
Þyrla hinna fyrrnefndu gerði árás
á persneska gnoð snemma í gær-
morgun, lét vélbyssuskot og eld-
flaugar dynja á farkostinum með
þeim afleiðingum að fjórir úr
áhöfninni létu líflð.
Bandarískir embættismenn
standa á því fastar en fótunum að
áhöfn skipsins hafi verið gripin
glóðvolg við lagningu tundur-
dufla á alþjóðlegu siglingarsvæði
og því hafi árásarmenn verið í
fullum rétti. Atburður þessi gerð-
ist aðeins tveim klukkustundum
eftir að íranskir byltingarverðir
um borð í hraðbátum lögðu til
atlögu við breska olíuflutninga-
skipið „Ljúfur andvari“ og drápu
einn úr áhöfn þess.
Ráðamenn í Teheran náðu
ekki uppí nefið á sér fyrir bræði
og hótuðu því að gjalda líku líkt.
Ali Akbar Hashemi Rafsanjaní
stríðskommissar og þingforseti
var ómyrkur í máli: „Þeir sem
sigla inná Persaflóann gagngert í
því augnamiði að beita ofbeldi og
vinna níðingsverk munu brátt fá
að iðrast gjörða sinna.“ Hann
bætti því við að staðhæfingar um
að skipverjarnir á íranska skipinu
hafi verið að koma tundurduflum
fyrir væru algerlega ósannar.
í gær flutti forseti írans, Sayy-
ed Ali Khamenei, ræðu á Alls-
herjarþingi Sameinuðu þjóðanna
og fór hann mörgum ófögrum
orðum um árás Bandaríkja-
manna. Hann sagði atburðinn
ekki aðeins ógna friði á Persaflóa
heldur um gervalla heimsbyggð-
ina og kvað stjórnina í Washing-
ton bera alla ábyrgð á því „er
kynni að sigla í kjölfarið.“
Ronald Reagan lagði einnig
orð í belg í áróðursstríðinu í gær.
Hann endurtók fullyrðingar
embættismanna sinna um að fr-
anirnir hafi verið að leggja tund-
urdufl. „Við gerðum það sem lög
bjóða okkur að gera...á alþjóð-
legu siglingarsvæði."
Fram að þessu hafa hvorir
tveggja íranir og Bandaríkja-
menn forðast að troða illsakir á
Stálfley á Persaflóa. Þar er nú allra veðra von.
Persaflóa. En nú eru blikur á
lofti. Talið er að klerkastjórninni
sé ekki stætt á öðru en svara í
sömu mynt, að öðrum kosti setji
hún ofan í augum þegna sinna.
Yfirmaður íranska flotans lýsti
því síðan yfir seint í gær að hefnd
vofði yfir bandarískum sjóliðum
á Persaflóa.
Árás írönsku byltingarvarð-
anna á „Ljúfan andvara“ stóð í
fimmtán mínútur. Á skömmum
tíma varð skipið alelda en eftir
drjúga stund tókst að ráða niður-
lögum eldsins. Sem fyrr segir
beið einn skipverja bana og eyði-
lagðist öll yfirbygging fleysins.
Margrét Thatcher var ekki síður
reið en kollegar hennar í Teheran
í gær og hyggjast Bretar veita
sendifulltrúa íransstjórnar í
Lundúnum ákúrur fyrir fram-
ferði landa sinna.
-ks.
Leiðtoginn er hress og kátur í fríinu sínu, allsekki veikur og snýr til starfa þegar
þar að kemur.
Míkael Gorbatsjof
Orðrómi eytt
Sovétleiðtoginn hefur verið ífríifrá 7. ágúst
og ekki komiðfram opinberlega síðan. Sá
kvitturkom upp að hann vœrisjúkur
Zimbabwe
Flokkur Nkomos í bann?
Talið erað þess sé skammt að bíða að Zapuflokkurinn verði
bannaður. Stjórhvöld segja hann bera ábyrgð á
hryðjuverkum
Míkael Gorbatsjof er við hesta-
heilsu og í leyfi um þessar
mundir. Þetta staðhæfði háttsett-
ur embættismaður í sovéska
utanríkisráðuneytinu í gær. Að-
alritarinn hefur ekki komið fram
opinberlega eystra frá því sjö-
unda ágúst að hann fór í fr í en það
þykir ýmsum orðið grunsamlega
langt.
Ymturinn um veikindi leiðtog-
ans fékk byr undir báða vængi er
honum láðist að vera viðstaddur
hátíðahöld í tilefni 840 ára afmæl-
is Moskvuborgar en þau fóru
fram á laugardaginn. Þótt það sé í
sjálfu sér ekki stórvægilegt þótt
aðalritari kommúnistaflokksins
skrópi á slíkum samkomum þá er
það ólíkt selskapsljóninu Gor-
batsjof að vera fjarri góðu gamni
því hann hefur kostað kapps um
að vera viðstaddur hátíðahöld
sem þessi. Ennfremur bíða menn
þess enn að hann tjái sig um ný-
gerðan bráðabirgðasamning
Shultz og Shevardnadze um
eyðingu meðaldrægra kjarn-
flauga.
Boris Pyadyshef hjá upplýs-
ingaþjónustu sovéska utanríkis-
ráðuneytisins sá ástæðu til að
efna til fundar með blaða-
mönnum í gær til að eyða orð-
rómi um veikindi Gorbatsjofs.
„Aðalritarinn er í fríi og það mun
standa þann tíma sem ráð var
fyrir gert. Við leggjum ekki í
vana okkar að tilkynna hvenær
leiðtogar snúa aftur til starfa.“
í fyrra var frá því skýrt í sovésk-
um fjölmiðlum hvenær leiðtog-
inn færi í leyfi með góðum fyrir-
vara. í sumar fór Gorbatsjof
fyrirvaralaust í frf. En málgögn
flokks og stjórnar hafa ítrekað
birt yfirlýsingar og greinar á síð-
asta einum og hálfa mánuði í
nafni aðalritarans, þar á meðal
langa grein í Prövdu á fimmtudag
um algera uppstokkun vígbúnað-
armála í heiminum.
Pyadyshef var spurður að því
hvenær leiðtoginn myndi viðra
álit sitt á bráðabirgðasamningi
Shultz og Shevardnadze. Hann
svaraði : „Það fer enginn í graf-
götur um skoðanir sovéskra ráða-
manna á þeim samningi. Leiðtog-
inn er í fríi.“ -Ls.
Innanríkisráðherra Zimbabwc,
Enos nokkur Nkala, lét þau boð
út ganga fyrir skömmu að öllum
skrifstofum Zapuflokks Joshuas
Nkomos skyldi loka og helstu
stofnunum flokksins bannað að
starfa. Hann greindi sjálfur frá
þessu í viðtali á mánudag. Nkomo
brást reiður við, sagði Nkala vera
genginn af göflunum og sakaði
hann um að vinna gegn einingu
þjóðarinnar.
Fyrirmæli Nkalas koma ekki á
óvart því hann hafði gert því
skóna í þingræðu þann 9. þessa
mánaðar að stemma yrði stigu við
„undirróðursstarfi" Nkomos og
félaga. Mjög köldu hefur andað
milli leiðtoga Zapu og flokks Ró-
berts Mugabes forsætisráðherra,
Zanu-PF, frá því viðræður um
sameiningu þeirra fóru út um
þúfur í apríl síðastliðnum.
Frá því forystumenn Zanu-PF
slitu viðræðunum hafa ofbeldis-
verk færst mjög í vöxt í Matabele-
landi en þar búa fylgismenn
Zapu. Ráðamenn segja leiðtoga
flokksins hvetja almenning í hér-
aðinu til andófs og fullyrða að
þeir standi að baki sveitum
hryðjuverkamanna er nýverið
myrtu tvo hvíta bændur og sex
blakka hjúkrunarmenn. Nkomo
þverneitar þessum ásökunum.
í kosningum árið 1985 vann
Zapu öll þingsæti Matabelelands
en þau eru fjórtán talsins. Hins-
vegar fengu þeir engan mann
kjörinn utan héraðsins, þar kjósa
allir Zanu-PF.
Nkala er mjög í nöp við Zapu
sem hann líkir við hægrisinnaða
Renamoskæruliða í Mósambík
en þeir eru alræmdir fyrir hryðju-
verk. í ræðu sinni þann níunda
september sagði hann svo komið
að ríkisstjórn landsins væri búin
að fá yfrið nóg af „andófsöflurrí'
og nú væri mál að linnti. „Zanu-
PF ræður í þessu landi. Hver sem
vefengir það er andófsmaður og
fær það óþvegið. Tvennar kosn-
ingar hafa verið haldnar og kjós-
endur hafa ákveðið hverjir fara
skuli með völd.“ -ks.
Auglýsing
varðandi nafnbreytingu samkvæmt heimild í 2.
gr. laga um veitingu ríkisborgararéttar nr. 11/
1987.
Ráðuneytið vill hér með vekja athygli á því að
hinn 30. september n.k. rennur út heimiid til að fá
nafnbreytingu fyrir þá sem breyta þurftu nafni
sínu við töku íslensks ríkisfangs á annan hátt en
krafist er samkvæmt lögum nr. 11/1987.
Umsóknir um slíka nafnbreytingu þurfa því að
hafa borist ráðuneytinu í síðasta lagi 30. þ.m.
Dóms- og kirkjumálaráðuneytið
21. september 1987
PÓST- OG
SÍMAMÁLASTOFNUNIN
Póststofan í Reykjavík óskar að ráða
bréfbera
Um er að ræða hálfsdagsstörf frá kl. 8.00 til kl.
12.00.
Nánari upplýsingar verða veittar í póstútibúum
og á skrifstofu Póststofunnar, Ármúla 25, sími
687010.
Miðvikudagur 23. september 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11