Þjóðviljinn - 23.09.1987, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 23.09.1987, Blaðsíða 3
FREITIR Borgarstarfsmenn 40% hækkun nauðsynleg Haraldur Hannesson: Þarfað hœkka laun um 10-20þúsund. Fyrst ogfremst mál borgaryfirvalda að er ljóst að borgin er í bull- andi samkeppni um vinnuafl og ætli borgin sér að vera sam- keppnishæf verður að hækka laun borgarstarfsmanna um 10- 20 þúsund krónur á mánuði, sagði Haraldur Hannesson, for- maður Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar. Haraldur sagði að þetta væri það sem fólk talaði um að því væri boðið annarsstaðar en hjá borginni. „Það er slegist um vinnuaflið og má raunar segja að vinnuaflið sé á uppboðsmarkaði. Þær yfirlýsingar atvinnurekenda að ekki sé hægt að borga um- samdar vísitölubætur eru því afar furðulegar og sýna að þeir sem hafa lægstu launin eiga enn einu- sinni að sitja eftir.“ Borgarspítalinn Vantar á annað hundraö manns Magnús Skúlason: Lítur mjög illa út. Erfitt aðfáfólk til vinnu. Möguleiki aðþað verði að loka deildum. Ekki verið kannað aðfáfólk erlendisfrá Rúmlega 130 manns vantar í vinnu hjá Borgarspítalanum um þessar mundir. Þar af vantar 50 hjúkrunarfræðinga, 53 frá Starfsmannafélagi Reykjavíkur, aðallega sjúkraliða, og 30 frá Sókn. Til að mæta þessari mann- eklu hafa verið settar á aukavakt- ir. Magnús Skúlason aðstoðar- framkvæmdastjóri sagði að það ætti eftir að koma í ljós hvernig málin þróuðust nú á haustmán- uðum, en að útlitið væri mjög slæmt. Miðstjórn Alþýðubandalagsins Fundur um helgina Misskilningur að Varmalands- nefndin skili afsér áfundinum Miðstjórn Alþýðubandalags- ins kemur saman í Reykjavík n.k. laugardag og mun fundurinn hefjast kl. 10 að morgni. Sam- kvæmt boðaðri dagskrá verða meginmál fundarins annars vegar áfangaskýrsla Varmalandsncfnd- ar og tillögur hennar að aðalmál- efnaáherslum landsfundar en hins vegar skýrsla atvinnu- og efnahagsmaálanefndar. Varmalandsnefndinni ber að skila af sér á landsfundi sem hald- inn verður í byrjun nóvember. Nú mun hún aftur á móti gera miðstjórn grein fyrir störfum sín- um fram til þessa. Stefanía Traustadóttir, sem er sérstakur talsmaður Varma- landsnefndar, hafði samband við Þjóðviljann í gær og vildi láta það koma fram að frétt á Stöð 2 þess efnis að nefndin ætti að skila af sér núna væri röng. „Það er líka misskilningur að nefndin sé óstarfhæf vegna ósamkomulags," sagði Stefanía. „Starfið í nefndinni hefur verið mjög skemmtilegt og fræðandi fyrir alla. Auðvitað eru menn ekki sammála um alla hluti en við stöndum þó öll að áfangaskýrsl- unni og þeim tiilögum að mál- efnaáherslum sem lagðar eru fyrir miðstjórnina nú. Frétta- maðurinn hefði betur leitað upp- lýsinga hjá nefndarmönnum.“ -óp „Það er mjög erfitt að fá fólk í vinnu, en því veldur þenslan á vinnumarkaðinum. Hér er oft á tíðum um að ræða erfiða vinnu og ekki mjög þrifalega. Svo virðist fólk geta sótt í betur launuð störf á hinum almenna vinnumark- aði.“ Magnús sagði að það gæti reynst erfitt að halda öllum deildum sjúkrahússins opnum í vetur ef ekki rættist úr, en það kæmi betur í ljós um næstu mán- aðamót. Nú er ein deild lokuð á sjúkra- húsinu, en undanfarin ár hefur ákveðnum deildum alltaf verið lokað yfir sumartímann vegna sumarfría. Magnús sagði að enn hefði ekki verið ákveðið að kanna hvort fólk erlendis frá gæti fyllt skarðið, en helstu erfiðleikarnir í sambandi við slíkt eru við að út- vega fólkinu húsnæði. Nokkrir erlendir meinatæknar og hjúkr- unarfræðingar hafa starfað við Borgarspítalann að undanförnu. -Sáf NATO-ferðin Ráðuneyti blekkt Bréf Þorbjarnar Broddasonar til Ragn- ars Júlíussonar formanns Frœðsluráðs Reykjavíkur Reykjavík, 22. september 1987 Hr. formaður fræðsluráðs Reykjavíkur Ragnar Júlíusson. Hér með vil ég óska eftir því að á næsta fundi fræðsluráðs verði tekið fyrir meint ferðalag 8 skóla- stjóra grunnskólanna í Reykjavík í herflugvél til höfuðstöðva NATO í Brússel. Ég óska þess einnig að ræddur verði kvittur um að svipaður skólastjóraflutningur hafi farið fram síðastliðinn vetur. Ég óska þess að fundurinn verði haldinn n.k. mánudag 28. þ.m. Tildrög þessarar beiðni minnar eru þau að í lok síðustu viku var haft samband við mig frá tveim skólum í borginni og ég inntur eftir ofangreindu ferðalagi skóla- stjóranna. Eftir nokkra leit að ábyrgum aðilum náði ég sam- bandi við deildarstjóra í mennta- málaráðuneytinu sem tjáði mér að þessi ferð hefði líklega verið farin og myndir þú hafa komið með bréf undirritað af Birni Hall- dórssyni þar sem farið var fram á leyfi til umræddrar ferðar. Þessa sögu fékk ég svo staðfesta af Sól- rúnu Jensdóttur, skrifstofu- stjóra, í gær, en hún kvaðst hafa samþykkt erindið í þeirri góðu trú að þar sem sjálfur formaður fræðsluráðs hefði flutt bréfið hlyti það að hafa fengið eðlilega meðferð ráðsins. Við vitum hins vegar báðir að svo var alls ekki. Hvorki fræðslustjóri né fræðslu- ráð mæltu með þessu ferðalagi né fjölluðu á nokkurn hátt um mál- ið. Mér virðist því að skrifstofu- stjórinn hafi verið blekktur, hvort sem það var af ráðnum hug gert eða ekki. Þetta eru þeim mun furðulegri málsatvik þegar haft er í huga að á síðasta fræðslu- ráðsfundi lést þú að gefnu tilefni lesa upp reglugerðarákvæði sem taka af öll tvímæli um að skammtímaleyfi eins og hér um ræðir verður að bera undir fræðslustjóra. Ég óska eftir að eftirtaldar upplýsingar liggi fyrir fræðslu- ráðsfundinum: Með hvaða hætti barst boð um skólastjóraferð til höfuðstöðva NATO? Var öllum skólastjórum grunnskólanna í Reykjavík boð- ið? Ef ekki, hvemig var valið úr þeim? Hver stóð fyrir því vali? Hvers vegna var þetta mál ekki borið með eðlilegum hætti undir fræðslustjóra og fræðsluráð? Er það rétt að 6 skólastjórar hafi verið fluttir í herflugvél til Brússel í fyrra? Ef svo er hvers vegna var því haldið leyndu fyrir fræðslustjóra og fræðsluráði? Mér er ljóst að til þess að krefj- ast fundar í fræðsluráði þarf tvo fræðsluráðsfulltrúa, en ég skrifa einn undir þetta bréf. Ástæða þess er sú að hinn fulltrúi minni- hlutans hljópst undan merkjum sl. vor og gekk til liðs við ykkur í meirihlutanum. Ég lít svo á að ég sé einn fulltrúi í fræðsluráði fyrir 6 borgarfulltrúa en þú sért við 4. mann fulltrúi 9 borgarfulltrúa. f krafti þessara sérstæðu kringum- stæðna mælist ég til þess að fund- ur verði haldinn þótt ég kunni að verða einn um að æskja þess. Þorbjörn Bruddason Haraldur sagði að eldri starfs- menn borgarinnar hefðu viss rétt- indi sem ekki væru á almennum vinnumarkaði, t.d. meiri veik- indaréttindi, betri lífeyrissjóð- sréttindi og betri orlofsrétt. Þá væru margir þeirra með æfiráðn- ingu. „Það er því ýmislegt sem heldur í eldri starfsmenn en fátt sem laðar að ungt fólk.“ Þar sem borgarstarfsmenn sömdu til tveggja ára í byrjun árs er þetta fyrst og fremst mál borg- aryfirvalda. „Það er undir ákvörðun borgaryfirvalda komið hvort borginni tekst að ná sér í mannskap og ætli borgin sér að vera samkeppnisfær verður að hækka laun um 30-40%,“ sagði Haraldur. _S£f Grunnur að byggingu ísafoldar vestan Hagkaupshússins. Hús Fjölmiðlunar kemur svo í framhaldi af henni. (Mynd: E.OI.). Nýi miðbœrinn Byggt ofan í Borgarieikhlús Stórhýsi rísa milli Hagkaupskringlu og leikhússins Borgarleikhúsið á að njóta sín eftir sem áður, sagði Vil- hjálmur Þ. Viðhjálmsson formað- ur skipulagsnefndar í samtali við Þjóðvifjann í gær, en samkvæmt skipulagi munu tvær sambyggðar stórbyggingar rísa milli Hag- kaupskringlunnar og Borgarleik- hússins; ísafold og Fjölmiðlun, og verður gólfflöturinn samtalst 9.500 fermetrar. Framkvæmdir við grunn ísa- foldarhússins eru hafnar fyrir nokkru, en það hús er nær Hag- kaupum. Verður níu hæða turn á því, en meginbyggingin er tvær hæðir, og gildir það um bæði hús- in. Hús Fjölmiðlunar verður á hinn bóginn hæst sex hæðir. Vilhjálmur var spurður hvort þessar byggingar væru ekki of ná- lægt leikhúsinu til að það fengi notið sín, og svaraði hann því til að það væri matsatriði hvað væri nálægt og hvað ekki. „í deili- skipulagsvinnunni í Nýja mið- bænum var reynt að taka tillit til Borgarleikhússins,” sagði hann, „enda tekur hæð húss Fjölmiðl- unar mið af nærveru þess. ísaf- oldarhúsið er hærra, enda er það hús í meiri fjarlægð frá Borgarl- eikhúsinu.” Ingibjörg Sólrún Gísladóttir átti sæti í skipulagsnefnd þegar gengið var frá skipulagi þessa svæðis. 13. maí og 11. nóvember ’86 var fjallað um lóðina í borgar- ráði og bókaði hún í bæði skiptin að hún varaði við stærð húsanna næst Borgarleikhúsinu vegna þess að hún óttaðist að þau myndu skyggja á leikhúsið. „Það var ekkert með þetta gert, enda þá búið að úthluta lóðinni, og slíkt er ekki hægt að afturkalla undir venjulegum kringumstæð- um, nema borgin sé skaðabóta- skyld,” sagði Ingibjörg Sólrún. Heyrst hefur að Hagkaups- menn vilji fá lóð ísafoldar keypta og hefur heyrst tala eins og 23 milljónir fyrir lóðina eina. Það fylgir sögunni að ísafoldar- mönnum þyki tilboðið lágt. HS Mfðvlkudagur 23. september 1987 ÞJÓÐVILJINN - SlÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.