Þjóðviljinn - 23.09.1987, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 23.09.1987, Blaðsíða 16
Aðalsími 681333 Kvöldsími 681348 Helgarsími 681663 þjómnuiNN Miðvikudagur 23. september 1987 210. tölublað 52. árgangur Þjónusta íþínaþágu SAMVINNUBANKI ÍSLANDS HF. Eskifjörður Grjótharðir ákröfunum 15% á allanþorskfrá áramótum, 10% á allan annanfisk. Skriflegt samkomulag Útvegsbankinn Tíðindalaus tilboðsmál Fjármálaspekúlantarnir 33, sem gert hafa tilboð í Útvegs- bankann og fulltrúar Sambands- ins, fóru erindisleysu á fund Jóns Sigurðssonar viðskiptaráðherra, til að reyna að greiða fyrir sölu Útvegsbankans. Á fundi tilboðsgjafa og ráð- herra var m.a. rætt um hugsan- lega sameiningu banka til lausnar á þeim hnúti sem Útvegsbanka- málið er komið í. Viðskiptaráðherra og tilboðs- gjafar hyggjast halda viðræðum áfram á næstu dögum og reyna til þrautar að ná samkomulagi um kaup og sölu Útvegsbankans. -rk Sjómenn á Hólmanesi og Hólmatindi voru með sam- eiginlegan fund í fyrrakvöld þar sem samþykktar voru kröfur þeirra gegn útgerðinni. Þaer eru í fyrsta lagi að greidd verði 15% uppbót á allan þorsk frá ára- mótum, greidd verði 10% uppbót á allan annan fisk frá sama tíma og í þriðja lagi að skriflegur samningur verði gerður um fisk- verð til áramóta, segir Eiríkur Stefánsson frá Fáskrúðsfirði, einn þriggja samningamanna sjó- manna á Eskifirði. í tæpa viku hefur togarinn Hólmanes frá Eskifirði legið bundinn við bryggju vegna deilu sjómanna og útgerðarinnar, undir forystu Aðalsteins Jóns- sonar útgerðarmanns, um fisk- verð. Frá þvíað fiskverð vargefið frjálst um miðjan júní síð- *astliðinn hefur útgerðin borgað sjómönnum samkvæmt samningi útgerðarmanna og sjómanna á Vestfjörðum, en sem kunnugt er hefur á næsta bæ við, á Fáskrúðs- firði, verið borgað meðalverð eins og það er á hverjum tíma á fiskmarkaðinum í Hafnarfirði. Töluverður munur er á þessu tvennu sem kemur fram í því að sjómennirnir á Eskifirði hafa fengið hæst 29 krónur fyrir kílóið af þorski meðan sjómenn á Fá- skrúðsfirði hafa fengið um 40-45 krónur fyrir kílóið af þorskinum. Að sögn Guðna Gunnarssonar vélstjóra á Hólmanesinu hefur Aðalsteinn Jónsson ekki verið til viðræðu um kröfur sjómanna í meira en sjö vikur og algerlega hunsað sjómenn. Þessu una sjó- menn að sjálfsögðu ekki og nú hefur áhöfn togarans Hólmatinds frá Eskifirði gengið í lið með sjó- mönnum Hólmaness og eru báðir togararnir bundnir við bryggju á Eskifirði. Að sögn Eiríks Stefánssonar var útgerðinni afhent kröfugerð- in í gær, en ekki er við því að búast að hreyfing komist á samn- ingaviðræður fyrr en Aðalsteinn kemur aftur austur, en hann hef- ur verið í Reykjavík frá því um helgina að skoða sig um á sjávar- útvegssýningunni og borið saman bækur sínar við sína samherja, svo sem stjórn Sambands fisk- vinnslustöðva. En stjórnin sam- þykkti á fundi sínum í fyrradag harðorða ályktun þar sem vinn- ustöðvun sjómanna á Eskifirði er sögð vera ólögmæt. „Við þessa kalla hér fyrir austan þýðir ekkert að gera munnlegt samkomulag um eitt eða neitt. Þess vegna förum við fram á það að gerður verði skrif- legur samningur um fiskverðið. Það gerum við að fenginni reynslu,” sagði Eiríkur Stefáns- son. grh Borgaraflokkurinn Slagurinn harðnar Enn harðnar samkeppnin í Borgarafiokknum um vara- formannsembættið, sem kjörið verður í á landsfundi flokksins sem hefst á morgun. Benedikt Bogason hefur tilkynnt að hann gefi kost á sér, en auk hans sækj- ast þeir Asgeir Hannes Eiríksson og Júlíus Sólnes, þingmaður flokksins í Reykjaneskjördæmi, eftir vegtyllunni. - Ég er enn í framboði til vara- formanns og ég lít svo á að sama gildi um Júlíus Sólnes, meðan hann tekur ekki af öll tvímæli um það hvort hann er hættur við eða ekki, sagði Ásgeir Hannes Eiríksson pylsusali, en í frétta- bréfi Borgaraflokksins, segir Jú- líus að mikið ríði á að um kosn- ingu til trúnaðarstarfa fyrir flokk- inn ríki einhugur. - Mér finnst slagur milli manna, um völd innan flokksins veik- leikamerki. Ég hefði viljað sjá að málefnin væru aðalatriði og völd og frami einstakra manna auka- atriði, sagði Júlíus Sólness. Júlíus sagði að fyndist einhver frambjóðandi sem fullt sam- komulag ríkti um og menn drægju framboð sitt til baka þá skyldi hann einnig gera það með glöðu geði. Ásgeir Hannes sagði ekki óeðlilegt að varaformaðurinn væri úr röðum óbreyttra flokks- manna þar sem Borgaraflokkur- inn byggði á milliliðalausu sam- bandi við kjósendur. - Ef til vill gæti varaformannsembættið reynst jringmanni fjötur um fót, sagði Ásgeir Hannes. Samkvæmt heimildum blaðs- ins verður Albert Guðmundssyni falin formennska í flokknum, - hvort sem honum líkar það betur eða verr, eins og einn viðmælandi blaðsins orðaði það. Þau sjón- armið hafa einnig heyrst að til varaformanns verði að kjósa ein- hvern, sem létt gæti pólitískri ábyrgð af Albert. -rk Ásgeir Hannes Eiríksson pylsusali: Eðlilegt að varaformaðurinn komi úr röðum óbreyttra flokksmanna enda byggir Borgaraflokkurinn á sem milliliðalausustu sambandi við kjósendur. Mynd E.ÓI. íslensk utanríkisstefna Stuðningur við Mið-Ameríkusamninginn Friðarsamkomulagið í Mið- Ameríku nýtur stuðnings ís- . lenskra stjórnvalda á alþjóðavett- vangi og hvetja þau allar þjóðir til að styðja það og aðstoða við framkvæmd þess. Þetta kom fram í ræðu utan- ríkisráðherra, Steingríms Her- mannssonar, á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna íNew York á mánudaginn, en af slíkum ræðum má stundum ráða íslenska utanríkisstefnu. Eindreginn stuðningur við friðarsamninginn í Mið-Ameríku er á skjön við af- stöðu Bandaríkjastjórnar sem heldur hefur dregið lappirnar við að samsinna friðaráætluninni í Mið-Ameríku. í ræðu sinni sagði Steingrímur meðal annars að íslendingar styddu viðleitni Öryggisráðs SÞ til friðar í Mið-Austurlöndum og hugsanlegt vopnabann á ríki þar. Þá var lýst almennri andstöðu við kynþáttamismunun, mannrétt- indatakmarkanir og umhverfis- eyðileggingu. Steingrímur vék óbeint að hvalamálinu og sagði allar lífver- ur eiga rétt á vernd en þær skuli jafnframt nýttar á skynsamlegan hátt. „Við vísum á bug afskiptum sjálfskipaðrar lögreglu, hversu voldug sem slík þjóð kann að vera. Þeir kasti ekki steinum sem í glerhúsi búa.“ Utanríkisráðherra fagnaði ný- boðuðu samkomulagi risaveld- anna um meðal- og skammdræg- ar flaugar, sagðist styðja „allar raunhæfar tillögur" um kjarn- orkuafvopnun. Að lokum minntist Steingrímur á leiðtogaf- undinn hér í október og sagðist vilja að ísland gæti orðið griða- staður þeirra sem leita lausna á vanda mannkyns. „í þeim til- gangi býð ég ekki aðeins leiðtoga risaveldanna, heldur ykkur alla velkomna til íslands.“ -m Sjávarútvegssýning Toghlerar renna út Toghlerarnir og kraftblakkirn- ar frá stálsmiðju Jósafats Hin- rikssonar, hafa runnið út eins og heitar lummur ■ - Við önnum ekki nándar nærri eftirspurninni. Fyrstu tvo dagana seldum við 130 tonn af toghlerum og blökkum og það er mikið um pantanir erlendis frá, sagði Jósaf- at Hinriksson. Að sögn Jósafats hefur fyrir- tækið á undanförnum árum skapað sér markað fyrir smíða- varning sem þennan í Noregi, Færeyjum og Grænlandi. - Ég á markaðinn fyrir toghlera í Fær- eyjum eins og hann leggur sig og um 80% af Grænlandsmarkaðin- um og Norðmenn sýna þessari framleiðslu aukinn áhuga. -rk

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.