Þjóðviljinn - 23.09.1987, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 23.09.1987, Blaðsíða 10
ERLENPAR FRÉTTIR Mið-Ameríka Sjö vikur til stefnu Gagnkvœm tortryggni og rótgróinnfjandskapur dreg- ur úrfriðarlíkum í löndum þarsemlOO þúsund manns hafa látið lífið á þessum áratug í borgarastyrjöldum Fjölskylda í Nicaragua. Alþýða manna í Mið-Ameríku þráir ekkert heitar en að fá að búa við frið í réttlátu þjóðfélagi. Verði ekki búið að þagga niður í vopnum stjórnardáta og uppreisnarmanna í Nicaragua, E1 Salvador og Guatemala þann 7. nóvember og koma á vopnahléi verður friðaráætlun leiðtoga fímm Mið-Ameríkuríkja að dauðum bókstaf. Svo sem kunnugt er undirrit- uðu forsetar Nicaragua, E1 Salva- dor, Honduras, Costa Rica og Guatemala plagg nokkurt þann sjöunda fyrra mánaðar í höfuð- borg síðastnefnda landsins. Það hefur að geyma yfirlýsingar valdsherranna um að þeir hyggist með ýmsum ráðum stuðla að því að friður komist á í Mið-Ameríku innan 90 daga og almenn lýðrétt- indi verði virt á svæðinu. Nú eru aðeins sjö vikur til stefnu. Mörg ljón eru á veginum og ýms teikn á lofti um að áætlun- in fari út um þúfur. Vandamálin komu berlega í ljós á tveggja daga fundi utan- ríkisráðherra ríkjanna fimm í fyrri viku í Managua, höfuðborg Nicaragua. „Það er út af fyrir sig afrek að geta efnt til slíks fundar Stefáns Björnssonar Víðihvammi 13, Kópavogi Jóhanna Anna Stefánsdóttir Ólöf J. Stefánsdóttir Olga G. Stefánsdóttir Sigríður A. Stefánsdóttir Björn Stefánsson tengdabörn og barnabörn fulltrúa ríkisstjórna sem greinir á um allt milli himins og jarðar," sagði fréttaskýrandi nokkur, „lítið bara á írana og fraka. I Mið-Ameríku er verið að reyna að skapa frið milli ríkisstjórna sem hafa gerólík markmið. Þar berst rúmur tugur skæruherja gegn yfirvöldum og sérhver þeirra hefur sína eigin hug- myndafræði. Að tjaldabaki eru erlend stórveldi sem kynda undir ófriðarkötlum og gremst að hafa ekki verið með í ráðum við gerð friðaráætlunarinnar." Að loknum fundinum í Manag- ua efndi utanríkisráðherra Nicar- agua, Miguel DÉscoto, til frétta- mannafundar. Hann sagði koll- egana fimm hafa komið sér sam- an um að skipa sérstaka rannsóknarnefnd sem gæta á þess að ráðamenn landanna reyni ekki að slá ryki í augu hvers annars og skjóta sér undan því að standa við gefin fyrirheit. Nefndinni ber jafnframt að fylgjast grannt með því að allir geri samskonar ráð- stafanir á sama tíma. Öllu á að vera lokið þann sjö- unda nóvember. Þá eiga almenn lýðréttindi að hafa verið tryggð öllum þegnum, þá ber ríkis- stjórnum að hafa gefið pólitísk- um andstæðingum upp sakir, jafnt skæruliðum sem friðarsinn- um, þá eiga stjórnvöld að hafa látið af stuðningi við uppreisnar- menn í nágrannaríkjum og rekið þá úr bækistöðvum innan eigin landamæra. Þetta er vitaskuld hægara sagt en gert. Á þessum áratug hafa að minnsta kosti 100 þúsund manns látið lífið í borgarastyrjöldum Nicaragua, E1 Salvador og Gu- atemala og þorri þeirra er úr röðum óbreyttra borgara. Mörg hundruð þúsund manns hafa hrakist á vergang, efnahagslíf landanna hefur orðið fyrir mikl- um skakkaföllum og félagslegar umbætur hafa verið litlar af þeim sökum. Hið síðastnefnda á eink- um við um Nicaragua þar sem stjórn Sandinista hefur frá önd- verðu verið mjög áfram um að bæta hag þegna sinna. í Nicaragua hafa Kontraliðar herjað á landsmenn um nokkurra ára skeið og notið mikils stuðn- ings stjórnar Ronalds Reagans í Washington sem sárnar mjög að vinstrimenn skuli vera við völd í landinu. Reagan hefur þegar veitt Kontramálaliðum sínum 200 miljónir dala af bandarísku almannafé til ástundunar hryðju- verka og hyggst ekki láta staðar numið þrátt fyrir friðarviðleitni þjóðhöfðingjanna fimm. Hann leitar nú hófanna hjá þing- mönnum og fer þess á leit að þeir fallist á að ausa 270 miljónum dala í Kontrahítina á næstu 10 mánuðum. í E1 Salvador er annað uppi á teningnum. Ríkisstjórn Napóle- ons Duartes nýtur heilshugar stuðnings Bandaríkjastjórnar og fær gífurlegar fjárupphæðir að norðan eða um eina og hálfa milj- ón dala á dag. Ekkert af því fé rennur í vasa alþýðu manna sem býr við mikla fátækt og sumstað- ar algera örbirgð. í landinu berj- ast fimm skæruherir vinstri- manna fyrir skaplegri stjórnar- háttum og réttlátara þjóðfélagi og verður vel ágengt, ólíkt Kontraliðunum í Nicaragua. í Guatemala hafa vinstrimenn ekki lagt niður vopn þótt lýðræð- islega kjörin stjórn hafi leyst kúg- unarstjórn herforingja af hólmi í janúar á síðasta ári. Þegar forsetarnir fimm skópu friðarplan sitt í Guatemala höfðu þeir enga uppreisnarmenn með í ráðum. Leiðtogar þeirra hafa bent á þetta og enn sem komið er ekki ljáð máls á því að friðmælast við fjendur sína ef þeir eigi einir að setja skilmála. Athygli umheimsins hefur einkum beinst að átökunum í Nicaragua en þeir sem gerst þekkja til fullyrða að friðargjörð verði enn torsóttara verk í E1 Sal- vador en þar. Einum þessara sérfræðinga farast svo orð: „Kontraliðarnir fara í einu og öllu að fyrirmælum frá Washing- ton. í E1 Salvador eru málin með öðrum hætti. Þar eru uppreisnar- menn sínir eigin herrar og það er undir þeim sjálfum komið og engum öðrum hvort þeir setjast að samningaborði með stjórnar- herrum. Hið eina sem gæti orðið þeim til trafala er innbyrðis sund- urlyndi.“ Hernaðarlega eru Kontraliðar í einu og öllu háðir örlæti Reag- ans en í E1 Salvador og Guate- mala verða skæruliðar sér sjálfir úti um vopn, einkum með því að ræna þeim frá stjórnardátum. Sérfræðingum um hermál ber saman um að uppreisnarmenn í E1 Salvador séu mjög hæfir bar- dagamenn og pólitísk staða þeirra er sterk. Þeir hafa bæði tögl og hagldir í mörgum héruð- um úti á landsbyggðinni og hafa hvað eftir annað greitt stjórnar- hernum þung högg á þessu ári. Skemmst er að minnast árásar þeirra á stærstu herbúðir stjórn- arhersins, E1 Paraiso, en þá féllu 64 úr röðum dáta Duartes og einn bandarískur liðþjálfi. Duarte hefur margsinnis boðið skæruliðum til samningavið- ræðna en jafnan sett skilyrði sem þeir hafa ekki viljað fallast á. Hann endurtók tilboð sitt skömmu eftir fundinn í Guate- mala en gat þess jafnframt að áður en viðræður hæfust yrðu Skæruliðar í El Salvador hafa gert stjórnarhernum marga skráveifu á þessu ári og telja sig ekki þurfa að ganga til nauðungarsamninga við stjórn Napóleons Duartes. uppreisnarmenn að afhenda vopn sín. Sumir telja það myndu jafngilda sjálfsmorði í landi þar sem dauðasveitir hægrimanna eru með afbrigðum atorkusamar. Skæruliðar vinstrimanna virðast að minnsta kosti gjalda varhuga við gylliboðum forsetans. Einn leiðtoga þeirra ávarpaði félaga sína í útvarpi nýverið og spurði: „Hví skyldum við ganga til ein- hverra nauðungarsamninga? Staða okkar er mjög sterk.“ Hvorki í Nicaragua né Guate- mala geta uppreisnarmenn státað af ávinningum sem komast í hálfkvisti við árangur skæruliða í E1 Salvador. Kontraliðar hafa aldrei unnið svo mikið sem lófa- stóran blett lands af stjórnarher Nicaragua og því fer víðs fjarri að þeir ógni hernaðarlega mikilvæg- um stöðum. Þeir virðast láta sér nægja að murka lífið úr alþýðu manna og má þá einu gilda hvort fórnarlömbin eru konur og börn. í Guatemala hafa skæruliðar orðið fyrir miklum skakkaföllum að undanförnu í bardögum við her ráðamanna. Talið er að þeir séu nú um helmingi færri en fyrir fimm árum eða um 2 þúsund tals- ins. En þótt uppreisnarmenn í Nic- aragua og Guatemala ógni ekki stjórnum landanna er ekki þar með sagt að þeir verði auðteymdir að samningaborði auk þess sem ráðamenn telja sig ekki þurfa að koma verulega til móts við þá þrátt fyrir friðaráætl- unina. í Guatemala er lýðkjörinni stjórn settar þröngar skorður af ýmsum valdamiklum hægri- mönnum, herforingjum og auðkýfingum. Þessir aðilar líta á það sem algera goðgá að eiga svo mikið sem orðastað við „komm- únista.“ Ráðamenn í Managua vita sem er að Kontraliðunum er fjarstýrt frá Washington og segja út í hött að standa í viðræðum við mála- liða í stað þeirra er greiða þeim málann. Þeir hafa ítrekað farið fram á viðræður við fulltrúa Bandaríkjastjórnar um frið í landi sínu en þeirri ósk hefur æ ofaní æ verið hafnað. Reagan ætl- ar að kollvarpa Sandinistastjórn- inni og hyggst ná því markmiði með öllum tiltækum ráðum og lætur sér fátt um finnast þó íbúar Mið-Ameríku vilji frið. -ks. I I V wLy/ Atvinnumálanefnd Vestmanna- eyjabæjar boðar til almenns fundar um sjávarútvegsmál „Þróun, staða og horfur í fiskvinnslu í Vestmanna- eyjum“ Fundurinn verður í Alþýðuhúsinu í Vestmannaeyjum laugardaginn 26. september kl. 13.30. Dagskrá fundarins: Fundarsetning: Magnús H. Magnússon, form. at- vinnumálanefndar. Framsaga: Hilmar Viktorsson, viðskiptafræðing- ur. Almennar umræður. Fundarslit er áætluð eigi síðar en kl. 18.00. Atvinnumálanefnd Vestmannaeyja. Bæjarstjóri Vestmannaeyja Sala auglýsinga - vélritun Starfsmaður óskast á auglýsingadeild Þjóðvilj- ans frá og með 1. okt. n.k. Upplýsingar gefur auglýsingastjóri í síma 681310 milli kl. 9 og 17. þiömnuiHN Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa Jónsdóttir Ingibjörg Stefánsdóttir Þórunn Stefánsdóttir Birna Stefánsdóttir Jón Stefánsson 10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 23. september 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.